Morgunblaðið - 11.08.1983, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 11.08.1983, Blaðsíða 19
Pentti Saarikoski ekki síst eins og hann sjálfur túlk- ar hana. Við skulum líta á hvað hann segir i Spela upp till dans: Hinir dauðu eru nöfn hinir tifandi andlit og tíu fingur Saarikoski er einn þeirra höf- unda sem eru rótgrónir í fornum skáldskap og klassík, en langt frá því að vera fyrndur eða úrkynjað- ur. Um Hómer yrkir hann eins og þeir hefðu verið að drekka saman í gær, skáldskapur hans er honum jafn nærtækur og ýmis vandamál Finna. Vitanlega fjallar hann um finnska verkamenn í sænska vel- ferðarríkinu. í ljóði í fyrrnefndri bók segist hann vera svo gamall að Evrípídes skemmti sér ekki lengur. A krá í Stenungsund les hann Sófókles þegar Finnarnir Masa og Sepe birtast. Þeir hafa áhyggjur af því að trufla skáldið, en hann segir þeim að fá sér sæti við borðið: „Sá sem er að skrifa bók/ þarf að verða fyrir ónæði/ annars verður bókin vond." Þeir segja lífsreynslusögu sfna þessir tveir Finnar og Masa kallar Saar- ikoski óvart verkamann, mann sem er rithöfundur og kann öll tungumál. Sepe hneykslast. Masa segir Sepe að þegja og spyr hann hvenær hann hafi síðast lesið bók. Frá hversdagslífi til Grikkjanna fornu er Saarikoski sífellt á ferð, af ástríðu reynir hann að túlka samtíma sinn með hjálp sigildra bókmennta, samanlagðri sögu mannkynsins. Allt í einu er hann í sporum finnskra farandverka- manna, jafn óvænt er hann tekinn upp á því að skýra sjaldgæfa staði í gömlum ritum eða leiðbeina í viðkvæmum deilumálum þjóða. Hann er engum líkur og vinnu- brögðum sínum í skáldskap lýsir hann kannski best sjálfur f eftir- farandi ljóði. Það er list þess skálds sem erfiðar, en uppsker að lokum laun erfiðis, sem hann túlk- ar: Menn koma til mín og segja mér hvernig ljóð eigi að vera mér sem jafnvel kann þá list að smíða skeifu á kýrklauf. MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. ÁGÚST 1983 19 Iðnfyrirtæki/Rafverktakar/Rafveitur í tilefni af hálfrar ALDAR afmæli Rönning munum við leggja aherslu á að kynna nýja vöruflokka og búnað. - Ef þú hefur ekki kynnst rafbúnaði frá Rönning, þá gefst tækifæri til þess núna: MOTORAR: - Frá 0.18 kw - 22 kw 3ja fasa frá 0.25 kw - 2.2 kw 1 fasa. 2ja hraða mótorar fyrir blásara 4/6 póla og 4/8 póla. RAÐKLEMMUR: - Fjölbreyttasta úrval á markaðnum fyrir leiðara allt að 400 mm2. Sérstakar tengiklemmur fyrir núll og jarðleiðara. Fljótvirkt merkjakerfi. STÝRIBÚNAÐUR: - Tímaliðar frá 0.15 s til 180 h. Taktliðar. - Straum- og spennuliðar teljarar, IR-ljósnemar, nándaskynjarar, m.m. Óendanlegir möguleikar. SEGULROFAR: - Nýtt frá ASEA gerð EH, auðveld uppsetning og stöðluð mál. IP 20 fyrir EH 6-12. Ásetjanlegir fylgihlutir, s.s. hjálparsnertur og tímaliðar. Efnisval í ytrabyrði og snertufletir í hæsta gæðaflokki. HITÖLD: - Yfirhitavarnir - Herbergis hitastillar - Hitöld 1-fasa og 3-fasa fyrir vatn og olíu frá 0.5 kw - 15 kw. IÐNAÐARTENGLAR: - Frá 16 A til 125 A til innfellingar og utaná uppsetningu IP 54 og IP 65. - Iðnaðartengiar og klær úr höggþolnu plasti. HITASTILLAR: - Vatnshitastillar fyrir rafskautskatla. HITASTRENGIR: - Fyrir niðurföll, gólf, þakrennur. STRENGNIPPLAR: - Strengnipplar og þéttingar af öllum stærðum. Strengnipplar með togfestu. Vatnsþéttir strengnipplar. Minnkun / stækkun. TÖFLUBÚNAÐUR: - Háþróaðir töflukassar og búnaður. Innfeldir töflukassar, utanáliggjandi, fyrir þura staði og raka. EF ÞU ERT MEÐ VERKEFNI ÞÁ ERUM VK> MEÐ BÚNAÐINN: SÖLUMENN OKKAR GEFA ÞÉR AÐ. LAÐANDI TILBOD Jtf RÖNNING Sundaborg, simi 84000 ÞORIAKURKRISTINSSON - MEGAS - IKARUS EF ÞU HEFUR AÐEINS EFNIÁ EINNIPIÖTU... þó vekjum við othygli o ..The Boys From Chicogo” PLATA SEM ENGINN MÁ LÁTA FRAMHJÁ SER FARA!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.