Morgunblaðið - 11.08.1983, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 11.08.1983, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. ÁGÚST 1983 5 Blaðberar Morgunblaðsins í Kaupmannahöfn: Flugeldasýning í Tívolí á miðnætti HEIMSÓKN blaðbera Morgun- blaðsins var framhaldið í Kaup- mannahöfn í gær í góðu veðri, um 28 stiga hita og sól. Fyrst var Jóns- hús skoðað undir leiðsögn hjón- anna Guðrúnar L Ásgeirsdóttur og séra Ágústs Sigurðssonar, sem er prestur íslendinga i Kaupmanna- höfn og búa þau í Jónshúsi. Að því loknu hélt hópurinn að Amalíenborg, dönsku konungs- höllinni, þar sem fylgst var með varðmannaskiptum og höllin skoðuð. Þá var farið með járn- brautarlest út á Dyrehavsbakken og þar var meðal annars farið í „flugferð" með vikingaskipi. Að loknum kvöldverði og hvíld var síðan haldið út í Tívolí um mið- nættið og horft á flugeldasýn- ingu. I dag halda blaðberarnir ásamt fylgdarmönnum sínum niður á strönd til að sleikja sólskinið og fá lit á grámyglulega húðina eftir alla rigninguna heima. Mogginn skoðaður með mikilli athygli endm forsíðumynd af hópnum. MorjfunhlaóiA Viktor I rbancir. Blaðberarnir fyrir utan Amalienborg, dönsku konungshöllina. MorpmbUAM/ Viktor l rboncic. Frestur er á illu bestur — Opið bréf til fjár- málaráðherra Ég leyfi mér að skrifa þér beint, sem æðsta yfirmanni skattamál- efna, til þess að erindi mitt fái ör- ugglega rétta meðferð í stjórnsýsl- unni. Svo er mál með vexti, að í morgun stofnaði ég einkafyrir- tæki, sem ber nafn mitt. í kvöld hætti ég öllum afskiptum af rekstri fyrirtækisins, en fæ þó greiðslur frá því. Ekki er þó hægt að skilgreina þær sem laun til mín eða lán. Hér er hreinlega um hluta af mínum persónulega efnahag að ræða. Ég er ríkisstarfsmaður eins og þú. Hingað til hefur, lögum sam- kvæmt, verið tekið mánaðarlega fyrirfram af launum mínum til greiðslu á sköttum. Nú er ég ekki lengur reiðubúinn til að beygja mig undir slíkar kvaðir og ætla á næsta ári að borga skattana í gegnum fyrirtæki mitt. Þannig get ég, meðal annars, fengið um- talsverðan gjaldfrest. Þess skal getið að Gjaldheimt- an hefur ekkert við þetta að at- huga svo fremi greiðslur komi á réttum tíma, en ég hef alltaf staðið í skilum. Virðingarfyllst, Björn Þ. Guðmundsson. okkar í sex verslunum samtímis Allt aö gefst fólki sannarlega tækifæri til a- spara aurinn Dæmi: Allar stakar buxur aöeins kr. 590 Stakir dömujakkar aöeins kr. 690 Háskólabolir aöeins kr. 290 Jogging-sett aöeins kr. 690 Vattjakkar aðeins kr. 950 Bolir aöeins frá kr. 150 Herraföt aöeins kr. 2.900 Stakir herrajakkar aöeins kr. 1.490 Barnabuxur aöeins frá kr. 290 Verið velkomín í verslanir vorar. I^p KARNABÆR Austurstræt! 22 Sími frá shiptiborói 85055 ÖOO tðíara Lnjgntgi 20 Simi bé okiplibocö* 15055 Austurstræti 22

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.