Morgunblaðið - 11.08.1983, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 11.08.1983, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. ÁGÚST 1983 21 Hafbeitarstöðin í Vogum: Draga laxa í land með netum Vogum, 27. júlí. ÞAÐ ER stór dagur hjá nýju fyrirtæki, þegar fyrsti árangurinn af starf- semi þess birtist. Þaö var stór dagur hjá þeim sem eru aö gera tilraunir meö nýja hafbeitarstöö fyrir lax í Yogum, þegar fyrsti laxinn kom á land sl. þriöjudag. Þaö mun vera tæplega mánuöur síðan fyrst varð vart lax í Vogavík í verulegum mæli. Á vegum Fjárfestingarféíags íslands hf. og bandarískra aðila eru gerðar tilraunir með aö fá laxinn til að ganga í sjó eftir rennu og í lón, þar sem laxinn yrði síðan háfaður upp og færður til slátrunar. Laxinn hefur ekki viljað fara í lónið ennþá, hefur stoppað við ósinn. Forráðamenn stöðvarinnar voru orðnir nokkuð þreyttir að sjá laxinn stökkva í miklum mæli alveg upp við land, en hann gekk ekki upp eftir rennunni og í lónið. Þá gripu þeir til þess ráðs, að fá leyfi hjá Veiðimálastofnun til að leggja net fyrir ósinn. Fyrst á útfallinu að morgni þriðjudagsins 26. júlí var gerð tilraun með að leggja net á milli tveggja skerja fyrir framan ós rennunnar, og hvort hægt yrði að draga netið eftir botninum og í land. Gekk sú tilraun framar öllum vonum, því það tókst að króa 28 laxa í netinu. Áttu menn ekki von á veiði því lítil hreyfing var í sjónum þá stundina. Um kl. 22.30 að kvöldi þriðju- dagsins drógu starfsmenn við laxeldisstöðina netin fyrir ósinn i þriðja sinn þann daginn. Áður voru 57 laxar komnir á land með þessari aðferð. Nú skildi reyna að fá fleiri. Frekar lítið var um að lax sæist stökkva, en óvæntir gestir voru komnir í heimsókn. Tveir selir sáust fyrir utan. Þóttu það ill tíðindi. Aðrir gestir voru mættir á staðinn, voru það 70—80 manns sem vildu fylgjast með viðureigninni. Voru þar á ferðinni, fulltrúar frá Fjárfest- ingarfélaginu, íbúar í Vogum og aðrir aðilar sem hafa áhuga fyrir laxeldinu. Á aðfallinu eru netin lögð. Er farið með þau út á litlum báti. Eru netin lögð þannig að laxinn getur synt fyrir endann hvoru megin. Færi eru strengd úr net- unum og í land. Síðan eru netin dregin í land, þegar hæfilega mikið er fjarað út, svo hægt sé að draga netin sem mest eftir sandbotni. Loks þegar sú lang- þráða stund rann upp, að menn byrjuðu að draga inn, kom í ljós að annar endi netsins var fastur. Þurfti að vaða út 1 sjóinn, upp fyrir mitti, til að losa netið. Starfsmenn stöðvarinnar drógu netið mjög rólega, í fyrstu þann- Laxinn tekinn úr netunum. Morgunbiaðið/Eyjóifur. ig að það myndaði u og síðan var netið dregið í átt að landi, eins og um nót væri að ræða. Þegar fyrstu hlutar netsins komu í land, sást loks lax í þvi, var hann umsvifalaust tekinn úr því og settur í grind í sjónum, sem er til að geyma laxana í á meðan netið er dregið að fullu í land. Áfram var haldið og kom nú annar lax, sem meðhöndlaður var á sama hátt og hinn fyrri. Síðan kom sá þriðji. Fleiri urðu laxarnir ekki að þessu sinni. Getgátur voru uppi um að nær- vera selanna hefði getað haft sín áhrif. Mikil spenna var ríkjandi meðal áhorfenda, og vissu marg- ir ekki af sér fyrr en þeir höfðu vaðið sjóinn upp að hnjám, en litu þá á fætur sér og uppgötv- uðu að skóbúnaðurinn hentaði betur við önnur tæifæri. Að sögn Gunnars J. Friðriks- sonar hjá Fjárfestingarfélaginu er það mikilverðasti árangurinn í tilraunastarfi þeirra, að vita til þess að laxinn væri kominn, því það hlyti að vera hægt að leysa það, að fá laxinn til að ganga upp í lónið. Þá sagði hann mörg atriði könnuð, áður en ákveðið yrði að reisa stöðina. E.G. Við flytjum... og kynnum nýju Marabon 10 Linuna frá NÓN HF. Hverfisgötu 105 S. 26235-26234 XEROX Tilboð: 25% afsláttur af eftirtöldum tegundum gildir til 25.ágúst. Takmarkaður fjöldi til afgreiðslu XEROX IO-35 • 21 ljósrit A4 per. mínútu • A3 • 4 minnkunarmöguleikar • 2 stækkunarmöguleikar ásamt fleiru XEROX 10-20 • 11 ljósrit A4 per. mínútu • B4 • Lítil og létt XEROX Leiðands merki í Ijósritun

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.