Morgunblaðið - 11.08.1983, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 11.08.1983, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. ÁGÚST 1983 UIXICIflDTI vlUOImli I I VIÐSKIPTI - EFNAHAGSMÁL - ATHAFNALÍF Umsjón: Sighvatur Blöndahl Iðnaðaruppbygging landsmanna: Fé veitt til athugana í samræmi við það ákvæði laga um Iðntæknistofnun íslands, að henni beri „að stuðla að hagkvæmri nýtingu íslenskra auðlinda til iðnaðar“ hefur stofnuninni verið falið að hafa forgöngu um eflingu innlendrar tækniþekk- ingar á sviði orkunýtingar og athuganir á hagkvæmni einstakra framleiðslu- kosta. Nýr fjárlagaliður, iðnaðarrannsóknir, var tekinn inn í á fjárlögum fyrir árið 1983 til að standa straum af kostnaði við athuganir á ýmsum kostum í iðnaðaruppbyggingu landsmanna. Bein framlög til iðnaðarrannsókna á þessu ári nema um 4 millj. króna, en einnig var aflað lánsheimildar á fjárlögum, alls 3 millj. kr., þannig að samtals eru tii ráðstöfunar á árinu 1983 7 millj. kr. í þessu skyni. Undanfarin ár hefur verið leitað til ýmissa aðila innanlands vegna einstakra verkefna á þessu sviði, kvaddir til menn með sérþekkingu í starfshóp eða verkefnisstjórn á vegum iðnaðarráðuneytisins, leit- að til verkfræðistofa og til Iðn- tæknistofnunar, þar sem veruleg þekking og reynsla er nú fyrir hendi varðandi orkunýtingu og úr- vinnslu hráefna. Til að koma fastari skipan á þessi mál hefur Iðntæknistofnun verið falin for- ysta í þessu efni með ákveðnari hætti en verið hefur, en jafnframt er gert ráð fyrir, að stuðlað sé að skipulegu samstarfi hennar við aðrar stofnanir og fyrirtæki, sem búa yfir þekkingu og reynslu á þessu sviði og hefur verið skipuð ráðgjafanefnd við þróunardeild ITf til að samræma rannsókna- og þróunarstarf á sviði orkufreks iðnaðar. Er nefndinni m.a. ætlað að verða iðnaðarráðuneytinu og Iðntæknistofnun til ráðgjafar við að efla þjónustu við fyrirtæki og varðandi forgangsröðun verkefna. Auk iðnaðarráðuneytisins til- nefna Háskóli fslands, Orkustofn- un, Rannsóknaráð ríkisins og inn- lend stóriðjufyrirtæki fulltrúa í nefndina og er hún þannig skipuð: Dr. Vilhjálmur Lúðvíksson fram- kvæmdastjóri, formaður nefndar- innar, tiln. af Rannsóknaráði, dr. Bragi Árnason prófessor, tiln. af Háskólanum, Jakob Björnsson orkumálastjóri, tiln. af Orkustofn- un, dr. Jón Hálfdánarson eðlis- fræðingur, tiln. af íslenska járn- blendifélaginu, Magnús Magnús- son verkfræðingur, tiln. af Kísil- málmvinnslunni, Hákon Björns- son framkvæmdastjóri, tiln. af Kísiliðjunni hf. og dr. Hermann Sveinbjörnsson deildarstjóri, skipaður án tilnefningar. Við athuganir á iðnaðarkostum mun Iðntæknistofnun hafa sam- starf við aðrar rannsóknastofnan- ir og áhugaaðila, og ber henni fyrst og fremst að annast fyrstu athuganir og frumkannanir. Leggi áhugaaðilar fram fjármagn til frumkannanna er eðlilegt að þeir öðlist tímabundinn rétt til kaupa á niðurstöðum. Hinsvegar er ekki gert ráð fyrir, að stofnunin ráðist í forkannanir nema samkvæmt ákvörðun iðnaðarráðuneytisins eða í samstarfi við áhugaaðila, enda leggi þeir þá fram allt að 60% af kostnaði við könnunina. Hagkvæmniathuganir verða ein- göngu unnar samkvæmt ákvörðun stjórnvalda og í samstarfi við framkvæmdaaðila, sem leggja þá fram allt að 70% af kostnaði við verkið. Gert er ráð fyrir, að hluta af því fé, sem er á fjárlagaliðnum iðn- aðrrannsóknir, verði varið til þekkingaröflunar á vegum þróun- ardeildar ITÍ og til að standa straum af kostnaði við forkannan- ir á einstökum iðnaðarkostum, svo og í lánveitingar til áhugaðila. American Express: Hagnaður jókst um 36% á 2. ársfjórðungi AMERICAN Express-fyrirtækið til- kynnti í liðinni viku, að hagnaður þess á 2. ársfjórðungi hefði aukizt um 36%, sem væri mesta aukning á hagnaði í sögu þess. Talsmaður American Express sagði, að hagnaðurinn á 2. árs- fjórðungi hefði numið um 194,9 milljónum dollara, sem jafngildir um 5.434 milljónum íslenzkra króna á núverandi gengi. Hagnað- urinn er um 1,44 dollarar á hvern hlut í fyrirtækinu. Hagnaður American Express á sama tíma í fyrra var um 143,6 milljónir dollara, sem jafngildir um 4.000 milljónum íslenzkra króna á núverandi gengi. Hagnað- urinn þá var sem svarar til 1,11 dollurum á hvern hlut. Heildarvelta American Express á 2. ársfjórðungi ársins var um 2,46 milljarðar dollara, sem jafn- gildir um 68,5 milljörðum ís- lenzkra króna. Til samanburðar var velta fyrirtækisins á sama tíma í fyrra um 1,94 milljarðar dollara, sem jafngildir um 54 milljörðum íslenzkra krðna. Veltuaukningin milli ára er um 26,8%. Ef litið er á fyrstu sex mánuði ársins, var hagnaður American Express um 356,4 milljónir doll- ara, sem jafngildir um 9.926 millj- ónum íslenzkra króna á núverandi gengi. Það jafngildir um 2,64 doll- urum á hvern hlut í fyrirtækinu. Til samanburðar var hagnaður fyrirtækisins á fyrstu sex mánuð- um síðasta árs um 261,8 milljónir dollara, sem jafngildir um 7.291 milljón íslenzkra króna. Það jafn- gilti um 2,04 dollurum á hvern hlut. Heildarvelta American Express á fyrstu sex mánuðum ársins jókst um 27%, þegar hún var um 4,75 milljarðar dollara, sem jafngildir um 132,3 milljörðum íslenzkra króna. Til samanburðar var heild- arvelta fyrirtækisins 3,75 millj- arðar dollara, sem jafngildir um 104 milljörðum íslenzkra króna, á sama tíma í fyrra. Um 80% fjölgun far- þega í ágústmánuði — segir Agnar Friðriksson, framkvæmdastjóri Arnarflugs „MÉR sýnist einsýnt, að ágústmán- uður verði mjög góður, enda eru all- ar vélar okkar ýmist orðnar fullar, eða eru að fyllast," sagði Agnar Frið- riksson, framkvæmdastjóri Arnar- flugs, í samtali við Mbl. er hann var inntur eftir gangi mála. „Eins og farþegatölur og bókan- ir standa í dag er um 80% aukn- ingu að ræða frá ágústmánuði á síðasta ári og það er ljóst að við munum flytja mun fleiri farþega en við höfðum gert ráð fyrir. Þá má geta þess, að í júlímánuði fluttum við 4.884 farþega, sam- anborið við 2.070 farþega í júlí- mánuði á síðasta ári, þegar við hófum áætlunarflug milli landa. Aukningin milli ára er um 136%, þannig að við getum ekki verið annað en tiltölulega ánægðir með okkar hlut. Þá erum við í raun nú fyrst að fá einhvern samanburð milli ára og hann er óneitanlega ánægju- legur. Það sem af er árinu, eða fram til síðustu mánaðamóta fluttum við hátt í 12 þúsund far- þega og við stefnum að því, að flytja á bilinu 23—24 þúsund far- þega í heild á þessu ári í áætlunar- flugi. Auk þess sem við flytjum mikinn fjölda farþega í leiguflugi fyrir íslenskar og erlendar ferða- skrifstofur," sagði Agnar Frið- riksson, framkvæmdastjóri Arn- arflugs. Ekkert lát á velgengni Apple-tölvufyrirtækisins: Hagnaður jókst um 59% á 3. ársfjórðungi 1983 EKKERT lát virðist vera á upp- gangi Apple-tölvufyrirtækisins bandaríska, ef marka má útkomu fyrirtækisins á 3. ársfjórðungi upp- gjörsársins 1983, sem lauk 30. júní sl. Hagnaður Apple jókst um 59% frá sama tíma í fyrra og nam um 24,2 milljónum dollara, sem jafn- gildir um 694 milljónum íslenzkra króna á núverandi gengi. Hagnaður Apple á 3. ársfjórð- ungi í fyrra var um 15,2 milljón- ir dollara, sem jafngildir um 423 milljónum króna á núverandi gengi. Hagnaður fyrirtækisins á hvern hlut á 3. ársfjórðungi í ár var um 40 cent, en til saman- burðar um 26 cent á hlut á sama tíma í fyrra. Heildarsala Apple á 3. árs- fjórðungi nam um 267,3 milljón- um dollara, sem jafngildir um 7.444 milljónum íslenzkra króna. Til samanburðar var sala Apple á 3. ársfjórðungi í fyrra um 142,6 milljónir dollara, sem jafngildir um 3.971 milljón íslenzkra króna. Söluaukningin milli ára er um 87%. Hagnaður Apple fyrstu þrjá ársfjórðunga uppgjörsársins 1983 var um 71,6 milljónir doll- ara, sem jafngildir um 1.994 milljónum íslenzkra króna, en það jafngildir um 1,20 dollurum á hvern hlut í fyrirtækinu. Til samanburðar var hagnaður Apple á sama tíma í fyrra 42,6 milljónir dollara, sem jafngildir um 1.186 milljónum króna á nú- verandi gengi. Það var um 74 cent á hvern hlut. Heildarsala Apple fyrstu níu mánuðina nam um 709,6 milljón- um dollara, sem jafngildir um 19.726 milljónum íslenzkra króna. Til samanburðar nam heildarsala fyrirtækisins á sama tíma í fyrra um 407,3 milljónum dollara, sem jafngildir um 11.343 milljónum króna á núverandi gengi. Söluaukningin milli ára er því um 74%. John Sculley hinn nýi aðalfor- stjóri Apple, sem áður gegndi stöðu eins af forstjórum Pepsi Cola, sagði á fundi með blaða- mönnum, að útlit væri fyrir enn frekari söluaukningu á fjórða og síðasta ársfjórðungi ársins og það væri alveg ljóst, að afkoma Apple á þessu ári yrði sú bezta í sögu fyrirtækisins, en það var stofnað árið 1976. Hann sagði þó ljóst, að gera yrði ákveðnar breytingar á rekstri Apple í framtíðinni með hliðsjón af breytingum á markaði. Þá kom það fram hjá John Sculley, að viðtökur við hinum nýju framleiðsluvörum Apple á síðustu mánuðum, Apple Ile og Apple Lisa hefðu verið framar öllum vonum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.