Morgunblaðið - 11.08.1983, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 11.08.1983, Blaðsíða 34
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. ÁGÚST 1983 Hrossabeit er sums staðar hagabót — eftir Ólaf Dýr- mundsson ráðunaut Athugasemdir og hugleiðingar vegna greinar Gunnars Bjarnasonar, ráðunautar, „Hestabeit er hagabót“, sem birtist í morgunblaðinu laugar- daginn 6. ágúst sl. á bls. 27. Síðustu vikurnar hafa orðið töluverðar umræður í fjölmiðlum um hina miklu hrossafjölgun, sem orðið hefur í landinu síðan um 1970, bæði hjá bændum og þétt- býlisbúum. Sú umræða er þó ekki ný af nálinni, en hefur magnast nú, m.a. vegna kólnandi árferðis, beitarvandamála í sumum sveit- um og útlits fyrir rýran heyfeng víða um land. Við blasir offram- leiðsla flestra hrossaafurða, og þeir sem gerst þekkja til þessara mála telja brýnt að stóðið verði grisjað verulega næstu árin og þannig m.a. stuðlað að markviss- ara kynbótastarfi. Sumir þéttbýl- isbúar mættu að skaðlausu gæta meira hófs í hrossaeign sinni, enda aðstæður hjá þeim misjafn- lega góðar, líkt og hjá bændum. Að mínu dómi bentu ummæli Gunnars Bjarnasonar í útvarpinu um miðjan júlí sl. til þess að hann gerði sér ekki nægilega vel grein fyrir því ástandi, sem skapast get- ur vegna óhóflegrar hrossaeignar, þau mál eru orðin mörgum áhyggjuefni. Athugasemdir komu fram í útvarpi og víðar, m.a. frá Þorkatli Bjarnasyni, hrossarækt- arráðunaut og Sveini Runólfssyni, landgræðslustjóra, en þeir eru mjög kunnugir stöðu þessara mála í landinu. Að kalla siikar umræð- ur „fjölmiðlamoldviðri" og „ham- farir“ bendir til þess, að Gunnar hafi brugðið illa, ekki átt von á að kunnugir menn vildu fjalla af hreinskilni og alvöru um hrossin. Lengi hefur verið þörf slíkrar um- ræðu, en eins og málum er nú komið er hún nauðsynleg. Þetta held ég að flestir stórbændur og hestamenn skilji mæta vel og bendi í því sambandi á forystu- grein eftir Kára Arnórsson í hestablaðinu Eiðfaxa, 6. tbl. 1983, þar sem hvatt er til förgunar á lélegum hryssum, enda sé stofninn orðinn óþarflega stór. Þótt Gunnar Bjarnason sé um- deildur maður, verður ekki af hon- um skafið að hann er ötull bar- áttu- og áróðursmaður og kann að beita slagorðum. Heiti greinarinn- ar „Hestabeit er hagabót" ber þessu glöggt vitni. Þökk sé Gunn- ari fyrir nýstárlegar hugmyndir, skemmtilegar sögur af sér og öðr- um, og hnyttin tilsvör á góðum stundum. Vissulega virði ég eld- legan áhuga hans á íslenska hest- inum. En málflutningurinn í greininni „Hestabeit er hagabót" er að mínum dómi svo villandi, að ég get ekki orða bundist. Hér mun ég þó aðeins víkja að fáeinum at- riðum. Seinni hluti bæklings Magnúsar Ketilssonar, sýslumanns, sem út- gefinn var í Hrappsey árið 1776, ber heiti „Hestabeit er hagabót og hrossakjötið gagnsamlegt." Þaðan er „spakmælið“ komið, sem sumir hestamenn halda að sé algild sannindi og vísdómur. En það er öðru nær. Magnús var að hvetja fólk til hrossakjötsáts, reyna að eyða fordómum á tímum fæðu- skorts. Hann mælti með mikilli hrossabeit, taldi engar skepnur bæta haga meira en hross, einkum á vetrum með því að bíta sinuna. Ekki virðist hann hafa gert sér grein fyrir því, að hross gætu skaðað landið með ofbeit og verð- ur því vart talinn til gróðurvernd- armanna. Vissulega getur hófleg hestabeit á vel grónu og grasgefnu landi, bæði á mýrlendi og vall- lendi, verið hagabót. Oft eru Land- eyjarnar nefndar í þessu sam- bandi, þar sem blönduð beit hrossa og sauðfjár er talin hag- kvæm, svo framarlega að beitarál- agið sé innan skynsamlegra marka. En hrossabeit á viðkvæm eða ofsetin gróðurlendi er aldrei hagabót. Varla dettur nokkrum í hug að beit og traðk hrossa á snöggum úthaga eða jafnvel á tún- um vetrarlangt sé gróðri til bóta, og meðferð sumra hestabeitar- hólfa, t.d. í þéttbýli sums staðar á landinu, er hreinlega landníðsla. Framangreind tilvitnun í Magnús Ketilsson getur því orðið að öfug- mælum ef hófs er ekki gætt við beit, hvort sem um er að ræða hross eða annan fénað. Til fróð- leiks get ég þess, að bandarískur beitarsérfræðingur, dr. L.R. Ritt- enhause, sem ferðaðist m.a. um Auðkúluheiði í júlí síðastliðnum, sagði hross ganga nær viðkvæmu gróðurlendi en sauðfé, og taldi mjög misráðið að beita á þeim af- rétti, en það er enn gert víðast hvar á Norðurlandi vestra og í fá- einum sveitum í Borgarfjarðar- héraði og Eyjafjarðarsýslu. Það er ekki að ástæðulausu, að bændur hafa bannað upprekstur hrossa í afrétti annars staðar á landi. Ástæðulaust er að óttast, að grisjun hrossastofnsins á næstu árum verði til skaða. Einkum yrði um fækkun stóðhrossa að ræða. Það er ekki verið að vinna gegn hóflegri reiðhestaeign þéttbýl- isbúa eða skynsamlegum stóð- búskap í sveitum landsins fyrir þann markað fyrir hrossaafurðir sem tiltækur er. Tekjur bænda af sölu gæðinga innan lands og utan, af framleiðslu hrossakjöts og blóðs úr fylfullum hryssum, svo og af heysölu og hagagöngu fyrir hesta, ætti ekki að minnka. Það er ekki verið að amast við því þótt hestamönnum fjölgi, hesta- mennskan er viðurkennd sem holl og góð íþrótt fólks á öllum aldri. Fremur mun það verða til menn- ingarauka að þoka hrossaræktinni lengra inn á svið ræktunarbúskap- ar, Iíkt og hefur verið að gerast í nautgripa- og sauðfjárrækt á und- anförnum áratugum. Höfðatölu- hégóminn er úreltur, ætti að heyra sögunni til. Leggja þarf meiri áherslu á gæðin en fjöldann, hvort sem um er að ræða hross, sauðfé eða nautgripi. Sauðfé hefur fækkað um nær 17% á undanförn- um 5 árum og mun sennilega verða að fækka því meira til að- lögunar breyttum markaðsað- stæðum fyrir dilkakjöt erlendis. Er óeðlilegt að hrossaræktin fylgi þesu fordæmi? í pistli sínum lætur Gunnar að því liggja að Búnaðarfélag íslands hafi ekki fjallað um fækkun hrossa fyrr en nú upp á sfðkastið. Þar sem ég tel Gunnar sam- starfsmann minn hjá Búnaðarfé- laginu, en þar gegnir hann hluta- stöðu sem ráðunautur um útflutn- ing hrossa, þykir mér miður að hann skuli ekki hafa fylgst betur með gangi mála í Bændahöllinni. Um árabil hafa ýmsir af starfs- mönnum Búnaðarfélags íslands vakið athygli á vandamálinu bæði í ræðu og riti, á bændafundum og í fjölmiðlum. Óhófleg hrossafjölg- un á síðasta áratug fór ekki fram hjá mönnum. Síðan ég hóf störf landnýtningarráðunautur sumar- ið 1977, hef ég skrifað töluvert um hrossabeit í Eiðfaxa, Hestinn okkar og Frey, og rætt um hrossa- búskap og hestaeign á flestum þeim fjölmörgu fundum um beit- armálin, sem ég hef mætt á lýá bændum og hestamönnum. Eg leiðbeini um hrossabeit ekki síður en um beit annars búfjár, eins og vit og þekking leyfir. Kynni mín af hestamönnum eru góð. Vert er að minna á, að Þorkell Bjarnason, hrossaræktarráðunautur og Gísli Kristjánsson, yfirmaður forða- gæslunnar, hafa um árabil hvatt til fækkunar hrossa, og starfsm- enn Landgræðslu ríkisins hafa fjallað mikið um þessi mál, enda náin tengsl á milli þessara stofn- ana. Hrossamálin verða sennilega mikið til umræðu á næstunni. Eg vona að Gunnar Bjarnason leggi þeim lið sem vinna að lausn þess vanda, sem nú blasir við í hrossa- búskap landsmanna. Hann býr yfir mikilli þekkingu og reynslu og þekkir víða til erlendis. í landinu eru miklar birgðir af hrossakjöti af fullorðnu, folalda- og trippakjöt selst mun betur og vitað er að hrossabændur eru reiðubúnir að fækka arðlausum gripum ef mark- aður er fyrir kjötið. Sala á gjaf- verði í loðdýrafóður er þrauta- lending. Er til of mikils ætlast að útflutningsráðunauturinn taki sér ferð á hendur i haust og leiti við- unandi markaða, t.d. i Frakklandi, Belgíu og á Ítalíu, þannig að unnt sé að koma fullorðnum afslátt- arhrossum í sæmilegt verð? Frá mér fengi hann bestu ferðaóskir. Verði árangur af þeirri markaðs- leit fyrir hrossaafurðir, þannig að hrossum fækki, er það trú mín, að á næstu árum verði hrossabeit meiri hagabót en hún er víða um þessar mundir. Ólxfur Dýrmundsson er landnýt- ingarráðunautur Húnaðarfélags ía- lands. Athugasemdir við grein Ólafs Dýrmundssonar — eftir Gunnar Bjarnason ráðunaut Ég þakka starfsbróður mínum, Ólafi Dýrmundssyni, landnýt- ingarráðunaut Búnaðarfélagsins, fyrir að sýna mér þá háttvísi að bjóða mér að gera í sama blaði athugasemdir við grein hans, sem hér er birt á undan mínum skrif- um, um þessi svo mjög umræddu vandamál í sambandi við hrossa- eign íslendinga. Þar sem svo mjög hefur verið vitnað til ummæla minna í sam- tali við útvarpsfréttamann þ. 14. júlí, vil ég taka þau hér upp orð- rétt, því að það fer ekki mikið fyrir þeim: „Nú, og í sambandi við það, sem þú spyrð um beitina, þá vil ég benda á, að það er búið að loka flestum hálendisafréttum fyrir hrossum, þannig að hestarn- ir eru nú að mestu á beit á lág- lendi og víða á ræktuðum haga. Hestamenn kaupa eða ieigja jarð- ir fyrir sumarbeit hesta sinna, og þeir kaupa mikið hey af bændum, því að þeir hafa hesta sína á húsi allt að 7—8 mánuðum ár hvert. Og í sambandi við spurningu þína um uppblástur á hálendinu og gróður- eyðinguna, þá held ég að sauð- kindin hafi næstum einkarétt á því, alveg privilegium." Þetta var allt og sumt, allur „glæpurinn", og það virðist nú ekki mikið sagt. Vegna greinar ólafs Dýr- mundssonar vil ég annars segja þetta: 1. Ég hef aldrei mælt því gegn, að hrossum í landinu yrði fækkað, ef hrossabændur óska eftir því. hvort sem það er til komið vegna áróðurs eða uppfræðslu frá Búnaðarfélaginu og öðrum ráðunautum landsins, eða sú ósk yrði fram borin af bændum ótilkvöddum vegna sölutregðu á lífshrossum eða haustbirgða af ársgömlu hrossakjöti; eða hitt, sem telst til hallærisráðstafana, þegar svo illa árar, að vart er til heytugga handa hrossum í land- inu, þegar frá hefur verið tekið af öllum sumarheyaflanum nauðsynlegt fóður handa nautgripum og sauðfé. Um þetta þarf ekki og hefur aldrei verið þörf á að deila við mig. 2.8Hálendisgróðurinn og eyðing hans er viðkvæmnismál okkar allra fslendinga. Að mínu mati er ekki hægt að setja saman í lagaákvæði iandverndaraðgerð- ir og ítölu búfjár í afrétt há- lendisins eða á önnur viðkvæm gróðurlendi, því að svo margir þættir koma þar við sögu, s.s. hitastig, sem er breytilegt eftir árferði, úrkoma, eldgos og fl. þættir. Ég tel að þetta þurfi að leysa með sístarfandi- landnýt- ingarstjórn, líkt og nú er gert á miðunum, þegar togarar eru reknir af ákveðnum veiðisvæð- um. Að vísu myndu önnurlög gilda um landnýtingarstjórnun- ina, og hún yrði að sumu leyti vandasamari en að öðru leyti auðveldari en veiðistjórnunin. Hin oft um fjallaða „ítala" í lönd yrði að koma til sem hér- aðsmál innan hverrar sýslu, en gæti varla orðið þáttur f lands- lögum með heildarstjórn frá höfuðstaðnum. Það fyrsta, sem ég legg til að gert verði hálendisgróðrinum til verndar, til rýmkunar á beitar- þoli landsins fyrir nytjaskepnur til að losa þjóðina við blett á menningu sinni og sæmd, er að smala saman öllum hreindýrum á hálendinu norður af Vatnajökli og farga þeim með manneskju- legum hætti í sláturhúsum fyrir austan nú á þessu hausti. 3. Búvísindi búnaðarfélagsmanna eru sjálfsagt ágæt, en ég vona, að mannlýsingar-vísindi stofn- unarinnar, hvort sem um mína persónu er að ræða eða annarra manna persónur, komi ekki til með að taka búvísindunum fram. Þegar ólafur, kunningi minn, Dýrmundsson leiðir í grein sinni fram til vitnisburðar um fjallabeit á íslandi annan eins mann og Dr. L.R. Rittenhau.se, „bandarískan beitarsérfræð- ing“, sem mig minnir að kæmi frá hita- og þurrka-fylkinu Col- orado, þá kom mér til hugar, hvort sá hinn vísi doktor gæti vitað nokkuð meira um þessi mál hér e. t.d. Gísli á Hofi eða Aðalbjörn frá Aðalbóli, að ég nú ekki nefni þá Svein í Gunnars- holti eða Ingva Þorsteinsson og hans menn. Og svo minntist ég hendingar úr kvæði eftir Örn Arnarson: „Annar eins maður og Oliver Lodge fer ekki með neina lygi.“ Eg vona að hin meðfædda gamansemi mín (humour) í tali og stundum í skrifum valdi ekki slíku tauga- ástandi innan veggja í Bænda- höllinni, að þar þurfi að standa opin dolla með diazepani til frjálsra afnota. 4. Það er hvergi gefið í skyn í grein minni í Mbl. „að Búnaðarfélag íslands hafi ekki fjallað um fækkun hrossa fyrr en nú upp á síðkastið", eins og ólafur kemst að orði. Þetta hefur verið á dagskrá innan Búnaðarfélagsins alla mína starfstíð (frá 1940), svo þetta er langt frá því að vera nýjung fyrir mér. Hins vegar hafa hrossaeigendur sjálfir ætíð ráðið því, hvort hrossum fjölgaði eða fækkaði. Ég hef alltaf leyft mér að álykta sem svo, að þar ráði markaðs- lögmál og búhyggindi en ekki fávizka eða heimska. 5. Ólafur óskar mér góðrar sölu- ferðar að selja afsláttarhross til útlanda. Ég hef í áratugi starfað með Búvörudeild SÍS að mark- aðsmálum hrossa. Það var árið 1969 að áhugi nokkurra bænda vaknaði fyrir að selja afslátt- arhross í sérhönnuðum gripa- flutningaskipum til útlanda. Okkur tókst þá á skömmum tíma að finna belgískan slát- urhrossakaupmann, sem gerði við Búvörudeildina samning um kaup á 1.000 afsláttarhrossum. Árið áður hafði afsláttarhrossið gefið um kr. 4.500, — en mikið var óselt af hrossakjöti í land- inu, svo að óvíst var um endan- legt verð þá. Sá belgíski vildi greiða kr. 9.000,- fyrir hrossið á fæti að meðaltali. Hrossin skyldu rekin um borð í skip á tveimur höfnum, Þorlákshöfn og Sauðárkróki. Þá stóð Búnað- arfélagið ekki með Búvörudeild- inni, því að það hófst öflugur áróður gegn þessari sölu, m.a. kom Dýraverndarfélagið með mótmæli og krafðist þess, að blessuð hrossin fengju náðar- skotið í sláturhúsi ættjarðar- innar og að blóð þeirra fengi að renna í ísienzkum skólprörum til sjávar. Rangæskur bóndi taldi að hér væri laumuspil á ferð, og verið væri að neyða bændur til að selja hross á und- irverði, þau yrðu allt eins seld til lífs, þegar til útlanda væri komið. Þetta gekk svo langt, að útflutningsleyfið fékkst ekki. I sérhönnuðum gripaflutn- ingaskipum fer mjög vel um hrossin, þau standa í stfum líkt og í hesthúsum Fáks í Víðidal. Erlendis eru afsláttarhross flutt í tugþúsundum frá löndum Austur-Evrópu til Belgíu, Frakklands og Ítalíu, þar sem neyzla hrossakjöts er algeng, og sem dæmi vil ég hér geta þess, að af allri kjötsölu í París á hrossakjötið stærstan hluta. Kjöt af folöldum og veturgöml- um er hins vegar ekki mark- aðshæft erlendis nema hjá svindlurum, sem selja það sem káifakjöt. Eftirfarandi spurningum þarf nú að svara i þessu sambandi: a. Hversu mikið hey verður til í landinu handa stóði og eldri hrossum á þessu hausti? Svar við þessari spurningu gæti gefið stjórnvöldum ástæðu til af- skipta af ásetningi hrossa. b. Hversu mörg fullorðin hross vilja bændur selja til afsláttar til útlanda, flutt í skipi? Fyrst eftir rannsókn á þessu er hægt að kanna sölumöguleikana. Búnaðarfélagið gæti sem bezt með ráðunautafjölda sínum kannað þetta á skömmum tíma. Ef farið væri að óskum „hinna ábyrgu" ráðunauta Búnaðarfé- lagsins þyrfti að farga minnst ‘/3 af hrossastofninum í landinu. Það er hvorki meira né minna en um 19.000 hross, en óskaförgunin er helmingur stofnsins, eða um 28.000 kross. Franskur og belgisk- ur hrossakjötsmarkaður tæki auð- veldlega við þessu öllu. En fari ég nú í svona söluferð með góðum ferðaóskum ólafs Dýrmundssonar, á ég ekki um leið að taka að mér að selja svo sem eins og einar 250.000 ær og svo sem 400.000 lömb á fæti og senda þau með sams konar skipum á markaðsstað, t.d. í Arabalöndum? Þetta er nokkurn veginn sá fjöldi áa, sem neytendur vilja losna við úr landinu fyrir fullt og allt vegna útflutningsuppbótanna, og munu þar fara saman óskir þeirra og fræðimannanna, sem bezt þekkja ástand afréttarlandanna. Cunnar Bjarnason er hrossaút- fjutningsráðunautur Búnaðaríélags íslands.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.