Morgunblaðið - 11.08.1983, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 11.08.1983, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. ÁGÚST 1983 47 • Dæmigert frá leik FH og ÍBV í gærkvöldi. FH-ingar eöHu hart eö markl Eyjamanna og oft var hart bariet innan markteigs þeirra. Aöaleteinn liggur flatur eftir aö hafa varið skot FH-inga. L»6*nl Q B- Viðar Halldórsson: „Áttum að vera búnir að gera út um leikinn“ Sagt eftir leik FH og ÍBV. Steve Fleet þjélfari ÍBV: „FH-ingarnir láku mun betur i þess- um leik og get ég þvi ekki verið annaö en énægöur meö aö viö skyldum ekki tapa. En meö leikinn ( heild er ég óénægöur. Þetta er hins vegar gang- urinn í fótboltanum, maöur veit aldrei hverju maöur é von é.“ Þóröur Hallgrímsson fyrirliöi ÍBV: Þóröur sagöist vera bæöi óénægöur og énægöur rétt eins og þjélfari sinn. „Það er énægjulegt aö Tómas skyldi skora þetta mark i framlengingunni en leikurinn sjélfur er mér ekkert énægjuefni. Völlurinn var slæmur og svo virðist sem viö getur ekki leikiö é svona hélum völlum." Þegar Þóröur var spurður aö því hvaöa möguleika hann teldi Eyjamenn hafa é sígri i bik- arkeppninni sagði hann aó öll lióin ættu jafna möguleika é sigri. Leifur Helgason þjélfari FH: „Ég er feikilega óénægöur meö þessi úrsiit, þar sem við éttum allan leikínn. Satt best aö segja étti ég ekki von é Eyjamönnum svona slökum en eitt er vist aö róöurinn veröur erfióur þegar vió spilum seinni leikinn i Vest- mannaeyjum. Markiö sem viö fengum é okkur í lokin var klaufamark og slæmt aö Halldór skyldi hafa misst boltann eftir aö hafa étt góöan leik ( markinu." Viöar Halldórsson fyrirliói FH: „Viö éttum aö vera búnir aö gera út um leikinn í fyrri hélfleik, þar sem vió éttum mjög góöan leik. Annar leikur leggst illa í mig, þvf méttu trúa. Vió reyndum aö halda fengnum hlut i framlengingunni en þaö tókst bara ekki.“ — BJ Bikarkeppni KSÍ: • Guðbjörn, lengst til vinstri, hefur hór skellaö knöttinn yfir Guðmund í marki UBK og í netið án þess aö Jón Bergs komi nokkrum vörnum við og staðan þá 3—2. Morgunblaðiö/ Friðþjófur Guðbjörn með þrennu er ÍA slð UBK út úr bikarnum „Ég ER auövitað mjög ónægöur meö þennan sigur, við héldum haus svona í rólegheitunum allan tímann og það hlaut einfaldlega að koma að því að við skoruðum því við sóttum og sóttum allan leikinn,“ sagöi Höröur Helgason, þjálfari Skagamanna, eftir að þeir höfðu lagt Breiðablik að velli í bíkarkeppninni á Akranesi í gœr. Úrslit leíksins uröu 4—2 og skor- uðu Skagamenn tvö mörk síð- ustu tólf mínúturnar, en þetta var hörku leikur og alveg eins og áhorfendur vilja hafa bikarleiki, mörg mörk og mikil barátta. Leikurinn byrjaöi af miklum krafti og var hann mjög opinn allan fyrri hálfleikinn og strax á fyrstu mínútunum fengu Skagamenn tvö mjög góö færi sem þeim tókst ekki aö nýta. Blikarnir áttu líka færi og þeir skoruöu úr einu slíku. Sigurjón gaf góöan bolta á Hákon sem stakk vörnina af og skoraöi í blá- horniö framhjá Bjarna í markinu. Rétt fyrir hálfleik jöfnuöu Skaga- menn og var þaö Guöbjörn sem sá um aö læða knettinum í netiö meö lausu skoti úr vítateignum í stöng og inn. Breiöabliksmenn áttu betri færi í fyrri hálfleiknum þó svo aö ÍA væri meira meö boltann. Góöar sendingar frá Sigurjóni og Jóhanni á Hákon sköpuöu oft mikinn usla í vörn Skagamanna en vörnin hjá þeim var mjög óörugg framan af leiknum, bæöi voru þeir seinir og einnig var hún alltof flöt en eftir aö Siguröur Halldórsson dró sig aö- eins aftar í vörninn kom meiri dýpt í hana og viö þaö varö hún örugg- ari. Skyndiupphlaup Blikanna voru mjög skemmtilega útfærö og hvaö eftir annaö skapaðist hætta viö mark Skagamanna og þar bar mest á Hákoni sem var mjög góö- ur i þessum leik og gjörsamlega stakk vörn ÍA af. Síöari hálfleikurinn var ekki orö- inn gamall þegar Blikarnir fengu sína fyrstu hornspyrnu í leiknum. Boltinn kom vel fyrir markið og Jón G. Bergs kastaöi sér fram og skallaöi af miklum krafti í netiö. Stórglæsilega gert hjá honum og Breiöablik aftur komiö meö for- ustu. Eftir þetta sóttu Skagamenn nær stanslaust enda gáfu Blikarnir aöeins eftir á miöjunni og ætluöu aö freista þess aö halda fengnum hlut og vörnin hjá þeim var sterk. En þaö kom aö því aö hún stóöst ekki hina miklu sókn ÍA og á 73. min. skoraöi Guöbjörn sitt annaö mark eftir nokkurn darraöardans á markteignum. Aöeins fimm mín. síöar var Guö- björn aftur á feröinni. Aukaspyrna langt úti á velli og boltinn barst aö markteigshorninu þar sem Guö- björn skallaöi aftur fyrir síg og yfir Guömund í markinu og boltinn datt í hornið fjær. Rótt fyrir leikslok skoruöu Skagamenn síðan sitt fjóröa mark og var þaö mjög klaufalegt hjá vörn Blikanna og markveröinum. Laus bolti kom fyrir markiö og Sigþór, aöþrengdur af tveimur varnarmönnum, rétt náöi aö láta boltann detta á höfuð- iö og í átt aö markinu. Guðmundur virtist hafa knöttinn en þurfti aö fleygja sér á hann og missti hann undir sig í markiö. Bestir hjá Blikunum voru þeir Hákon og Jón Bergs, Ómar var einnig mjög traustur í vörninni svo og Ólafur þegar líöa tók á leikinn. Hjá Skagamönnum voru Guöbjörn og Sveinbjörn bestir, Sigurður Jónsson var góöur, sérstaklega í fyrri hálfleik og Siguröur Hall- dórsson lék vel eftir aö hann færöi sig aftar í vörninni. Áhorfendur voru 1008 og voru þeir allir meö á nót- unum, sérstaklega í síöari hálfleik. — sus IBV gat þakkaó fyrir jafnteflið Vestmanneyingar gata þakkað aínum sæla fyrir að hafa néð jafn- tefli gegn FH-ingum f undanúr- slitum bikarkeppni KSÍ é Kapla- krikavelli í gærkvöldi. Þaö var Tómas Pálsson sem skoraöi jöfn- unarmarkið þegar tæp mínúta var eftir af framlengingunni en þegar venjulegum leiktíma var lokið hafði hvoru liöinu tekist aö skora eitt mark. Það er því Ijóst að liöin þurfa að leika að nýju og þá í Vestmannaeyjum. FH-ingar hefðu hins vegar átt að sigra í leiknum, slíkir voru yfirburðir þeirra — óðu i færum allt frá fyrstu mínútum en Aðalsteinn í marki ÍBV bjargaði hvaö eftir annað meistaralega, og jafntefli því staðreynd, 2—2. FH-ingar tóku leikinn strax í sín- ar hendur og færin létu ekki á sér standa. Pálmi átti gott skot á 5. mínútu eftir sendingu frá Ólafi Dan. en Aöalsteinn bjargaöi vel. Skömmu síðar tók Viöar eina af sínum stórhættulegu aukaspyrnum rétt utan vítateigs en aftur varöi Aðalsteinn vel. Á níundu mínútu komust Eyjamenn í skyndisókn, boltinn barst fyrir markiö, á Hlyn sem sneri sér viö meö boltann og sendi hann undir Halldór sem kom hlaupandi út úr markinu og inn. Þrátt fyrir þetta mark létu FH-ingar engan bilbug á sér finna, sóttu án afláts en þrátt fyrir mörg stór- hættuleg færi tókst þeim ekki aö jafna fyrir leikhlé. Þaö sama var upp á teningnum í seinni hálfleik, FH-ingar sóttu stíft og aöeins einu sinni í seinni hálf- leiknum áttu Eyjamenn umtalsvert færi. Ómar átti þá gott skot aö marki en Halldór bjargaði vel. Pálmi Jónsson reyndist gestunum erfiöur í seinni hálfleiknum og geröi hvaö eftir annaö usla innan vítateigs þeirra. Á 71. mínútu átti hann mjög gott skot aö marki en enn var Aöalsteinn á réttum staö og varöi. Fimm mínútum síöar átti Pálmi skalla aö marki þar sem hann stóö inni í vítateig en boltinn fór rétt yfir. Á 82. mínútu náöu FH-ingar loks aö jafna enda haföi markið legiö lengi í loftinu. Ólafur Danivalsson fékk boltann upp viö endamörk, gaf fyrir og í þetta skipti brást Pálma ekki bogalistin og skallaöi boltann í netiö án þess aö Aöalsteinn kæmi nokkrum vörnum viö. i seinni hálfleik framlengingar- innar komust FH-ingarnir svo yfir og aftur var þaö Pálmi sem skor- aöi. Magnús Pálsson lék á eina þrjá varnarmenn á vinstri kanti, brunaöi að markinu og skaut. Aö- alsteinn varöi en hélt ekki boltan- um og Pálmi renndi honum i netiö. Þaö var svo eins og fyrr segir þeg- ar aöeins tæp mínúta var eftir af framlengingunni aö Vestmanney- ingar jöfnuöu. Mikil pressa var á mark FH-inga sem höföu bakkaö í vörn eftir aö hafa komist yfir. Ág- úst Einarsson átti skot aö marki. Halldór varöi en missti boltann frá sér og Tómas kom á fullri ferö og þrumaði í markið. Aöalsteinn í marki Eyjaliösins var langbestur í liöi sínu en aðrir voru nokkuö svipaöir aö getu. Hjá FH voru þaö Pálmi og Viöar sem voru frískastir en Jón Erlingur átti einnig góöa spretti. Dómari var Eysteinn Guö- mundsson og dæmdi hann þokka- lega. — BJ ■ iiimiiii'iiiii—— ípróttlr Lewis sigraði í langstökkinu ERLENDIR fréttaskýrendur sem eru staddir á heimsleikunum { frjálsum íþróttum eru sammála um það að blökkumaðurinn Carl Lewis sé sannkallaður undra- maöur. Hann hefur algjöra yfir- buröi í keppnisgreinum sínum. Hann hefur nú tryggt sér þrjá heimsmeistaratitla, í 100 m hlaupi, langstökki og 4x100 m boðhlaupí. Þaö var nóg aö gera hjá Lewis í gær. Langstökkskeppnin fór nefni- lega fram á sama tima og úrslitin í 4x100 m boðhlaupinu. Fyrir venju- lega íþróttamenn heföi nú verlð nóg aö einbeita sér aö annarrl greininni en Lewis var ekki í nein- um vandræöum með aö afgreiöa tvær pantanir í einu. Hann hljóp lokasprettinn í 4x100 m boöhlaupinu og þar setti sveitin nýtt heimsmet, hljóp á 37,86 sekúndum og segir tíminn meira en mörg orð. I langstökkinu sigraði svo Lewis létt, stökk 8,55 m í sinni fyrstu til- raun. Annar varö Jason Grimes, stökk 8,29 m og Mike Conley þriðji meö 8,12 metra. Þrefaldur banda- rískur sigur í greininni. „Ég var mjög ánægöur þegar fyrsta stökk mitt mældist 8,55 metrar. Þaö tók úr mér alla spennu. Ég tók því lífinu meö ró og stökk bara tvö stökk í keppninni," sagöi Lewis viö fréttamenn AP eftir keppnina.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.