Morgunblaðið - 11.08.1983, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 11.08.1983, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. ÁGÚST 1983 Netagerð Vestfjarða eignast vandaðan neðansjávarmyndavélabúnað: Fylgjast með veiðum og veiðar- færum við eðlilegar aðstæður „Sjómenn nú alfarið komnir af trúarbragðastiginu" — segir Einar Hreinsson, útvegsfræðingur „TILDRÖG málsins voru, að í upphafi árs 1980 hótuni við mælíngar á rækjuveiðarfærum. Við mældum hversu hratt er togað, hvernig trollin opnast, svo fátt eitt sé nefnt. í framhaldi af því bjuggum við til litla tilraunavörpu og vorum auk þess með tilraunir við að sigta smáfisk úr afla. Við höfðum útbúnað til að mæla hvernig varpan opnaðist, en vantaði frekari upplýsingar. Fram á vor 1982 vorum við með tvær tilraunavörpur og fundum út, að í sumar vörpur kom rækja, aðrar ekki. Af hverju vissum við ekki. Vorið 1982 var ákveðið að gera ekki meira í mælingunum, en forvitnin var vöknuð. Hvað var að gerast þarna niðri?“ sagði Einar Hreinsson, útvegsfræðingur hjá Netagerð Vestfjarða á ísafirði, um að- draganda þess að Netagerðin og rækjusjómenn á ísafirði höfðu forgöngu um að þangað voru keypt fullkomin tæki til neðansjávarmyndataka á veiðum og veiðarfærum. Einar sagði ennfremur: „Þá fór- um við að vinna að kaupum á þessum myndavélabúnaði. Okkur var kunnugt að hann var notaður af erlendum rannsóknaraðilum. Skotar eru langt komnir í þróun hans til nota í fornleifarannsókn- ir, olíuleit og veiðarfæraathugan- ir og þá sérstaklega hvað varðar togveiðar. Við ákváðum því að kaupa búnað frá þeim, það er neð- ansjávarmyndavél og grind. Gengið var frá kaupunum í fyrra- sumar." Tækjabúnaðurinn kom til landsins að hluta til sl. sumar, en ekki var hægt að hefja myndatök- ur fyrr en á vormánuðum, þar sem fylgibúnaður barst ekki til landsins fyrr en í marz sl. Hér er um að ræða vandaða neðansjávar- sjónvarpsmyndavél með fjarstýri- búnaði, tilheyrandi grind, einnig með stýribúnaði, auk nauðsyn- legra fylgihluta. Þetta eru að sögn Einars fyrstu tækin þessarar gerðar hérlendis. Kaupandi er Netagerð Vestfjarða, eins og fyrr segir, en rækjusjómenn við Djúp hafa aðstoðað við rannsóknir. Framtak þetta hefur vakið mikla athygli, sérstaklega þar sem einkaaðili stendur að kaupunum og annast rannsóknirnar, án af- skipta opinberra aðila. Hafa sjó- menn og útvegsmenn annars stað- ar af landinu lýst áhuga á að fá aðgang að tækjunum, enda gefa þau tækifæri i fyrsta sinn, að sögn Einars, til að fylgjast með þróun mála neðansjávar allt frá því veiðarfærum er hent í sjó og þar til aflinn er dreginn um borð. Komnir af trúar- bragðastiginu Upphaf afskipta Einars að mál- inu, en hann sér um búnaðinn, annast rannsóknir og var aðal- hvatamaður að kaupunum, voru þau, að hann tók veiðitækni sem lokaverkefni í útvegsfræðanámi í Noregi. Rannsóknirnar sem hann segir frá í upphafi viðtalsins voru hluti af lokaverkefninu. Þegar tækjabúnaðurinn komst í gagnið í vor var orðið of seint að reyna þau á rækjumiðunum í Djúpi vegna þess hversu gróður var orðinn mikill, en þess í stað fór Einar í þriggja vikna tilraunaferð á ann- an stað til að mynda allar gerðir rækjutrolla Netagerðarinnar í vinnslu í sjó, þó engin væri rækj- an. Um árangur ferðarinnar sagði Einar: „Þessar fyrstu myndir staðfesta mörg atriði, — urmul af atriðum: Hvernig varpan opnast og situr; opnun möskva; hvernig hlerarnir virka og ýmislegt fleira. Við náðum mjög skýrum myndum og eigum úr ferðinni 15 klukku- stunda upptökur á myndböndum. Á þeim höfum við staðfestingar og sannanir á flestu því sem við höfum haldið fram um það hvern- ig veiðarfærin virka í sjó. Það er ekki lítils virði að geta sýnt sjó- mönnum af myndbandi hvernig þetta gengur fyrir sig. Flestir verða með því vissari í sinni sök og má segja að þeir séu nú alfarið komnir af trúarbragðastiginu. Það er búið með þessu að slátra ýmsum kenningum. Varðandi veiðarfærin sáum við að ein gerð- in þarfnaðist breytinga frá verk- fræðilegu sjónarmiði. Geymum samspil rækju og gróöurs Einar sagði síðan, að allt það sem varðaði rækjuna frá atferlis- legu sjónarmiði biði rannsókna á næstu vertíð, þ.e. hvernig hún hreyfist í sjó, hagar sér gagnvart trollunum o.s.frv. „Við geymum því samspil rækju og gróðurs," sagði hann, en bætti við að vænta mætti athyglisverðra niðurstaðna miðað við athuganir Skota með sama tækjabúnaði. Einar sýndi blaðamanni kynningarmynd frá Marine Laboratory í Skotlandi, en Einar sýnir blm. myndir nf myndsegulbandi fri tilraununum sl. vor, en myndavélina og grindina. stóra tækið er stýribúnaður fyrir Ljósm. Mbl. Matthías G. Pétursson. Einar stendur bér við hiið grindar- innar, sem smíðuð var f Netagerð- inni en hana er hægt að lita reka með. var að við fengjum þetta í gegn.“ Netagerðin hefur fjármagnað kaupin að öðru leyti, einnig allan viðbótarbúnað svo sem rafstöð, stýribúnað fyrir nýja grind, sem reyndar er einnig smíðuð í Neta- gerðinni. Hana er að sögn Einars hægt að láta reka með og í til- raununum í vor gaf hún góða raun. Einar sagði að unnt væri að þróa grindarsmiðina mikið, en grindurnar eru stöðugt í endur- skoðun á rannsóknarstofum er- lendis. Póllinn á ísafirði smiðaði stjórnbúnað fyrir skosku grindina sem Einar sagði vandaða smíð og hafði hann orð á hversu samvinna við starfsmenn Pólsins hefði verið góð og að þeir hefðu sýnt búnaðin- um mikinn áhuga. Rækjusjómenn við Djúp fjármagna tilraunirnar Rækjusjómenn við Djúp fjár- Grindin sem myndavélin og tilheyrandi stýribúnaður er fest í, en Einar segir að stöðugt sé unnið að þróun grindarinnar. uðu sérstakan sjóð og greiða í hann samsvarandi ákveðnu magni á bát sem kostnaðurinn er síðan greiddur úr,“ sagöi hann. — Hvað með samstarf við rannsóknarstofnanir á sviði sjáv- arútvegs, svo sem Hafrannsókna- stofnun? „Ekki er um beina samvinnu að ræða, en við erum tilbúnir til samvinnu. Það verður þó að hafa í huga, að Hafrannsóknastofnun er gjörsvelt fjárhagslega til tækni- vinnu. Á Isafirði er útibú frá Haf- rannsóknarstofnun, en þeir hafa nóg með athuganir á stofnstærð- um,“ svaraði hann. Einar var í framhaldi af því spurður, hvort engar sambæri- legar rannsóknir hefðu farið fram hérlendis áður. Hann svaraði: „Það hafa, svo mér er kunnugt um, verið teknar neðansjávar- myndir hérlendis, en þær hafa verið teknar af köfurum. Teknar hafa verið myndir af skelfiski, veiðarfærum og fleiru, en at- hafnasvið kafara er takmarkað, þeir komast aðeins á ákveðið dýpi og þurfa að koma upp með vissu millibili. Með okkar tækjum er í fyrsta sinn hægt að fylgjast með veiðunum við eðlilegar aðstæður alveg frá upphafi til enda.“ „ ... að sjá hvað lifir og hvað deyr“ — Hvað tekur næst við? „Við höldum áfram samvinnu við rækjusjómenn hérna við Djúp þar til sá vettvangur hefur verið fullkannaður með búnaðinum. Hvað síðan tekur við verður fram- tíðin að skera úr um. Tækin má nota á öðrum veiðum en rækju- veiðum, bæði þorskveiðum, netum og fleiru. Þá var Einar spurður hvað honum fyndist athyglisverð- ast við þær niðurstöður sem hann hefði nú þegar í höndunum. „Að sjá hvað fer fram þarna niðri. Hvað lifir og hvað deyr,“ var svar- ið. þar er m.a. fylgst með hegðun ým- issa nytjafiska f návígi við veið- arfæri. Eftirtektarverðust að mati undirritaðrar var þar hegð- un sjóbirtings gagnvart botn- vörpu í togi. Sjóbirtingurinn synti á jöfnum hraða framan við einn bobbinganna á botninum að því er bezt var séð í þeim markvissa til- gangi að hafna ekki í vörpunni fyrir ofan. Til staðfestingar þeim tilgangi sínum tróð hann af létt- leik skötuferlíki, sem leið hans lokaði allt í einu, um ugga sér, svo notað sé sambærilegt orðtak af yfirborðinu. Einar var spurður hvernig stað- ið hefði verið að fjármögnun tækjanna, en þau kostuðu að hans sögn 22 þúsund pund í júlí á sl. ári. Hann sagði að þeir hefðu fengið 300 þúsund (sl. kr. í styrk, þ.e. 150 þúsund kr. frá sjávarút- vegsráðuneytinu, upptökusjóði, 150 þúsund kr. úr Fiskimálasjóði og 50 þúsund kr. hefðu einnig fengist að láni úr sama sjóði. „Þetta kostaöi heilmikla skrif- finnsku. Eftir að tækin komu til landsins reiknuðum við út að gjöldin væru 900 þúsund krónur, enda allt í tollflokkum sem um videótæki og sjónvörp væri að ræða, en ekki rannsóknabúnaður. Ekki fannst smuga í tollakerfinu. Það var ekki fyrr en málið var komið inn á borð fjárveitinga- nefndar Alþingis, að samþykkt magna tilraunirnar sjálfar, skipin og mannskap, en samkomulag varð um það strax í upphafi að Netagerðin ætti tækin og annað- ist þau. Einar sagði að samkvæmt samningum við rækjusjómennina gæti hann sjálfur valið bát til rannsóknaferðanna og væri mjög mikilvægt að hafa með í förum menn gjörkunnuga staðháttum og veiðiaðferðum. Viðkomandi báti væri tryggð afkoma með því að reiknað væri meðaltal aflaverð- mætis tíu efstu bátanna, en sl. vor hefði aflast vel í tilraunatúrnum, þannig að ekki þurfti að koma til tryggingagreiðslna. „Ég er í vinnu hjá rækjusjómönnum á meðan á tilraununum stendur. Þeir stofn- I lokin forvitnuðumst við örlítið um starfsheitið útvegsfræðingur, enda tiltölulega nýtt í safnheitum fræðinga hérlendra. „Við erum fjórir íslendingarnir sem lokið hafa útvegsfræðinámi, þar af er- um við tveir starfandi hér heima. Það má líkja útvegsfræði við búfræði að því leyti að í báðum tilfellum er um faglegt nám að ræða. Við lærum allt er varðar sjávarútveg: veiðar, vinnslu, ræktun, fiskihagfræði, líffræði og þannig gæti ég haldið áfram að telja. Ég tók veiðitækni sem sérgrein og þaðan er áhugi minn á tækjabúnaðinum sprottinn," sagði Einar Hreinsson að lokum. F.P.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.