Morgunblaðið - 11.08.1983, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 11.08.1983, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. ÁGÚST 1983 37 systir, Þórdísi móður hans, börn- um og aðstandendum, vottum við fyllstu samúð á kveðjustund. Njáll og Guðbjörn Guðmundur virðir fyrir sér fjallahringinn. Vindur strýkur vangann, skýjahulan er hefur ver- ið á Heklu undanfarna daga víkur nokkra stund. Það er dáðst að feg- urðinni og ekkert er að hans áliti fegurra en sumardagur á Guðrún- arstöðum. Það líður andartak og öllu er lokið, og þetta eru hans síðustu augnablik. Guðmundur og hans fjölskylda byggðu sér sumarhús á Guðrún- arstöðum í landi Böðmóðsstaða í Laugardal fyrir nokkrum árum og síðan hefur þar verið dvalið allar frístundir við leik og störf. Mikið hefur verið gróðursett af trjám og er þarna mikill unaðsreitur. Fyrir um 40 árum fór Guðmundur að leggja leið sína að Böðmóðsstöðum er hann sótti þangað kvonfang sitt Ólafíu dóttur Karólinu Árnadótt- ur og Guðmundar Njálssonar. Þar var mannmargt enda bar hann með sér hlýju og hjartagæsku er engan sveik. Olafía var elst systranna á Böðmóðsstöðum og var ekki ör- grannt um að hinar yngri litu hornauga þennan vaska svein er var að ræna stóru systur frá þeim, en það hvarf fljótt er þær reyndu hvern mann hann hafði að geyma. Þær eiga honum margt að þakka í gegnum árin og meta mik- ils góðar minningar. A Böðmóðs- stöðum sitja eftir mörg handtök hans. Hann var þjóðhaga smiður, þó sérstaklega á járn og viðgerð- armaður svo af bar. Hann var ætíð kominn til starfa er hann kom austur til að hjálpa tengda- foreldrum sínum ekki síst er líða tók á þeirra daga og mátu þau mikils hans vinskap og hjálpfýsi, og eru systkinin frá Böðmóðsstöð- um honum ævinlega þakklát fyrir umhyggjusemi hans. Guðmundur var fæddur á Vatnsleysuströnd 26. júlí 1914. Foreldrar hans voru Þórdís Sím- onardóttir og Kristján Hannes- son. Guðmundur fór fljótt að vinna eins og þá gerðist, hóf störf við sjómennsku, var vörubílstjóri, starfaði við frystihús, rak verslun og síðan 1958 starfaði hann hjá Gunnari Guðmundssyni hf. við allskonar járnsmíði og viðgerð- arstörf. Fyrir rúmu ári varð hann að hætta störfum vegna veikinda er nú hafa bugað hann. Mér er kunnugt að hann var mikils met- inn starfskraftur enda sýndu at- vinnuveitendur hans honum það allt til síðasta dags. Þvílík tryggð og umhyggjusemi er seint þökkuð. Guðmundur hlakkaði ævinlega til að hitta þá Guðmund Aðalsteins og Gunnar til að frétta af því hvernig verkin gengju, og heyra uppörvandi tal þeirra. Samskipti okkar hófust fyrir tæpum þrjátíu árum, þegar ég fór að kynnast fjölskyldu konu minn- ar. A þau kynni bar aldrei skugga og áttum við margar góðar stund- ir saman bæði við vinnu og leik. Guðmundur var mikið tryggða- tröll og sannur vinur vina sinna og þess naut ég og fjölskylda mín í ríkum mæli. Fá hjónabönd hef ég þekkt þar sem ástríki var jafn ein- lægt og hjá Lóu og Guðmundi. Heimili þeirra var fagur staður þar sem húsmóðirin bjó bónda sínum og börnum notalegan stað til að eiga samvistir. Börnin urðu þrjú, Inga Karólína gift Bjarna Guðmundssyni hús- gagnabólstrara, þeirra börn eru Heimir, Dagný og Hafdís. Þórdís Kristín endurskoðandi og Pálmar húsasmiður, hans kona er Erla Rannveig Gunnlaugsdóttir, þau eiga þrjú börn, ólafíu, Önnu Dag- rúnu og Guðmund. Að lokum vil ég og mín fjöl- skylda þakka Guðmundi sam- fylgdina í gegnum árin og vottum við Lóu og börnum þeirra, aldraðri móður og systkinum okkar inni- legustu samúð. Yilhjálmur Sigtryggsson Hólahátíð á sunnudaginn Sauðárkróki, 9. ágúst. HÓLAHÁTÍÐ verður sunnudag- inn kemur, 14. ágúst eða um 17. sumarhelgi eins og verið hefur. Hún hefst á guðsþjónustu í Hóla- dómkirkju. Þar prédikar vígslu- biskup Hólastiftis, séra Sigurður Guðmundsson á Grenjaðarstað. Fyrir altari þjóna prestar úr stift- inu. Klukkan 17 hefst hátíðarsam- koma þar sem kirkjumálaráð- herra, Jón Helgason, flytur ræðu. Þá syngur Ingveldur Hjaltested við undirleik Guðna Þ. Guð- mundssonar. Séra Bolli Gústafs- son í Laufási flytur frumsamið ljóð. Kaffiveitingar verða fram- boðnar í húsakynnum bændaskól- ans. Kári Opinn fund- ur hjá MAÍ SENDIHERRA sósíalíska alþýðu- lýðveldisins Albaníu er nú staddur hér á landi þeirra erinda að af- henda forseta íslands trúnaðar- bréf sitt. Þetta gefur vinum Alb- aníu kærkomið tækifæri til að kynnast Albaníu betur. Menningartengsl Albaníu og Is- lands, MAÍ, munu því af þessu til- efni gangast fyrir opnum fundi í Sóknarsalnum, Freyjugötu 27, á fimtudagskvöldið 11. ágúst, kl. 21.00. Auk þess sem sendiherrann mun ávarpa fundinn og svara fyrirspurnum, verður sýnd alb- önsk kvikmynd og boðnar veit- ingar. (Fréttatilkynning) Vöálur í sérflokki sea/Ju dr/U m - *■ * > 'JK Þægilegustu vöðlur sem fram- leiddar hafa verið. Léttar, sterkar og teygjanlegar. Vöðlurnar eru án sauma og ná hátt upp á brjóst, fullkomlega vatnsþéttar. Leistinn er formaður sem sokkur og hægt er að nota hvaða skófatnað sem er við þær. Latex-gúmmíið sem þær eru steyþtar úr er afar teygjanlegt þannig að vöðlurnar hefta ekki hreyfingar þínar við veiöarnar og er ótrúlegt hvaö þær þola mikið álag. Ef óhapp verður, má bæta vöölurnar meö kaldri límbót. Viögeröarkassi fylgir hverjum vöölum. Þær vega aöeins 1,3 kg og þreytast veiöimenn ekki á aö vera í þeim tímun- um saman. Fáanlegar í öllum stæröum. JOPCO HF. Vatnagörðum 14 — Símar 39130 og 39140. Box 4210 — 124 Reykjavík. Tvær gar Vikuferð 16. ágúst Nu sláum við saman tveimur skemmtilegustu borgum megin- landsins og kynnumst því besta sem hvor um sig hef ur upp á að bjóöa Verö kr. 15.950.- miðað við gistingu í 2ja manna herbergi. Innifalið: Flug til og frá Amsterdam, gisting í 3 næturá Victoria hóteli i Amsterdam, 4 nætur á Mondial hóteli i París, skoðunarferðir um París og til Versala, rútuferð Amsterdam-Paris-Amsterdam og íslensk fararstjórn. Barnaafsláttur kr. 4000.- Samvinnuferdir - Landsýn AUSTURSTRÆTI 12 - SÍMAR 27077 & 28899 Nafn Heimili__________________________________•________________Zá > Staður:

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.