Morgunblaðið - 11.08.1983, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 11.08.1983, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. ÁGÚST 1983 Breiðþota Air Canada hvflir á trjónunni á flugvelli við Gimli í Kanada eftir nauðlendinguna. simunjnd ap. Nauðlending bensínlausu þotunnar f Kanada: Óskiljanlegt hvernig svona getur gerst Operation Drake Fellowship: Breskur leið- angur á slóðir Fjalla-Eyvindar VÆNTANLEGUR er til landsins 12. ágúst nk. tólf manna hópur frá Bret- landi á vegum samtakanna Operation Drake Fellowship. Hópurinn mun fara í leiðangur á slóðir Fjalla-Eyvindar við Langjökul ásamt hópi af ungmennum frá Æskulýðsráði Reykjavíkur og sam- starfsaðilum þess. Samtökin Operation Drake stóðu á árunum 1978 til 1980 fyrir úthafs- siglingu á seglskipinu Drake þar sem um 400 ungmennum hvaðanæva úr heiminum var gefinn kostur á að taka þátt í siglingunni þrjá mánuði i senn og voru nokkur íslensk ung- menni þar á meðal. Vegna hvatn- ingarorða Karls Bretaprins var ákveðið árið 1980 að halda starfinu áfram í landi og beina kröftunum að ungu fólki sem ætti í erfiðleikum með að fóta sig í lífsbaráttunni. Starfseminni nú er þannig háttað, að í stórborgum Bretlands eru myndaðir hópar 15 til 25 ungmenna sem gangast undir þjálfanir af ýmsu tæi, fara i fjallgöngur, siglingar á straumhörðum ám, hellaferðir og fleira. I þessa hópa er valið fólk sem vísað er til samtakanna af lögreglu, félagsráðgjöfum, eiturlyfjameðferð- araðilum, skilorðseftirliti og fleiri aðilum sem málið varðar. Þessi starfsemi hefur skilað miklum árangri og vakið athygli í Bretlandi og víðar. Samtökin leituðu til Æskulýðs- ráðs Reykjavíkur sem samstarfsað- ila hér á landi við að skipuleggja og undirbúa komu slíks hóps hingað til lands. Myndaður hefur verið níu manna hópur hér á landi sem mun fara í leiðangurinn með Bretunum ásamt þremur fararstjórum. Þeir aðilar sem eiga hlut að máli eru: Úti- deild Félagsmálastofnunar, Ungl- ingaheimili ríkisins, Unglingaráð- gjöf, Félagsmálastofnun Kópavogs og Æskulýðsráð Reykjavíkur. Þorskaflinn fyrstu 7 mánuði ársins: — segir Jóhannes Snorrason flugstjóri Tæpum 53.000 lestum minni en á síðasta ári Þorskafli bátaflotans dróst saman um 47.000 lestir „ÞARNA kemur til mikil leikni flugmannsins, það er engin spurn- ing, að geta áætlað rétta hæð og vegalengd þegar hann beygir inn á brautina. Það er eiginlega furðulegt að þetta skuli hafa tekist," sagði Jó- hannes Snorrason flugstjóri í spjalli við Morgunblaðið í gær, um það af- rek flugstjóra breiðþotu af gerðinni Boeing 767 frá Air Canada að nauð- lenda flugvélinni á gömlun flug- velli, við Gimli í Kanada, eftir að NÆSTKOMANDI sunnudag lýkur starfi sumarbúða KFUM og K við Hólavatn í Eyjafirði með kaffisölu eins og venja hefur verið. KFUM og K á Akureyri hafa rekið sumar- búðir við Hólavatn frá árinu 1965 og hefur aðsókn alltaf verið góð. í sumar voru þar fjórir hópar, hver í 14 daga, tveir hópar drengja og tveir hópar stúlkna. Sem fyrr hún hafði orðið eldsneytislaus í miðju áætlunarflugi. Eins og frá var skýrt í frétt Morgunblaðsins á laugardaginn urðu mistök við áfyilingu vélar- innar þannig að hún lagði af stað með meira en helmingi minna eldsneyti en til stóð. Voru raf- eindatæki í flugstjórnarklefanum, sem mæla eldsneytismagn, biluð, og fengu áfyllingarmennirnir því fyrirmæli um að setja vissan veittu þau Þórey Sigurðardóttir og Björgvin Jörgensson sumarbúðun- um forstöðu. Næstkomandi sunnudag, 14. ág- úst, er því tilvalið fyrir fólk að bregða sér Eyjafjarðarhringinn og koma við í Hólavatni og styrkja í leiðinni gott málefni. Kaffisalan verður kl. 14.30—18.00. GBerg kílóafjölda eldsneytis á tanka þot- unnar, en settu í stað þess sama fjölda punda! „Það er enginn vafi á því að það hefur verið fjandi snjall maður við stýrið, en hitt er svo annað mál að maður skilur varla hvernig svona nokkuð getur gerst," sagði Jó- hannes. „Að menn fljúgi af stað með hálfan tank! Hvers vegna mældu mennirnir ekki bensín- magnið ofanfrá ef bensínmælirinn var bilaður? Það var venja að gera það í gamla daga, en það er kannski ekki hægt á þessum nýju vélum. Þá finnst mér skrítið að þeir skildu ekki hafa orðið varir við að vélin var léttari en hleðslu- þyngdin sagði til um. Það er kannski ekki alltaf svo auðvelt að segja til um það í flugtaki, en það ætti að finnast í láréttu flugi. Ef vélin er léttari en hleðsluþyngdin gefur til kynna, fer hún hraðar, því aflið sem vélin er keyrð á mið- ast við hleðsluþyngdina. Mér finnst skrýtið að flugmennirnir skyldu ekki hafa orðið varir við aukinn hraða. En það er mesta mildi að ekki fór verr, og kemur þar sennilega bæði til hæfni flugmannsins og þekking á vélinni." ÞOR8KAFLI landsmanna fyrstu 7 mánuði ársins er tæpum 53.000 lest- um minni en á sama tímabili í fyrra, en af öðnim botnflski er aflinn rúm- um 4.000 lestum meiri. Heildarafli er rúmum 59.000 lestum minni en í fyrra og munar þar mestu um þorsk- inn. Sé aðeins tekið mið af júlí þessi ár kemur í Ijós að þorskaflinn er rúmum 3.000 lestum meiri nú en í fyrra, en annar botnflskafli tæpum 8.000 lestum minni. Heildaraflinn í júlí er rúmum 4.000 lestum minni en í fyrra samkvæmt bráðabirgðatölum Fiskifélags íslands. Sé litið nánar á júlímánuð kem- ur í ljós, að þorskafli báta hefur nú verið 7.501 lest en í fyrra 8.927 eða samdráttur upp á 1.426 lestir. Af öðrum botnfiski öfluðu bátarn- ir 6.185 lesta nú en 7.834 í fyrra eða 1.649 lestum minna nú. Heild- arafli bátaflotans i júlí nú varð 16.786 lestir en var í fyrra 19.208 eða 2.422 lestum minni nú. Sama mánuð nú öfluðu togarar 22.928 lesta af þorski en í fyrra 18.442 eða 4.486 lestum meira nú. Af öðrum botnfiski öfluðu togarar nú 16.407 lesta en í fyrra 22.606 eða 6.199 lestum minna nú. Heild- arafli togaraflotans f júlímánuði nú varð 39.335 lestir en í fyrra 41.048 eða 1.713 lestum minni nú. Heildaraflinn í júlímánuði nú varð alls 56.121 lest á móti 60.256 lestum í fyrra eða 4.135 lestum minni. Sé litið á fyrstu 7 mánuði ársins kemur í ljós að þorskafli bátaflot- ans er 123.590 lestir á móti 170.788 í fyrra eða 47.198 lestum minni. Þorskafli togaraflotans reyndist á sama tíma í ár vera 91.919 lestir á móti 97.537 í fyrra eða 5.618 lest- um minni. Samtals er því þorsk- aflinn tæpum 53.000 lestum minni nú. Annar botnfiskafli bæði tog- ara og báta varð í ár 195.117 lestir á móti 190.982 lestum í fyrra eða 4.135 lestum meiri nú. Heildarafl- inn fyrstu 7 mánuðina nú reyndist 426.467 lestir á móti 485.834 lest- um í fyrra eða 59.367 lestum minni. Tónleikar í D-14 TÓNLEIKAR verða haldnir í D-14, skemmtistað unglinga í Kópavogi, í kvöld. Leika þar hljómsveitirnar Pax Vobis og Nefrennsli. Hljómsveitin Pax Vobis er skipuð þeim Ásgeiri Sæmundssyni, Skúla Sverrissyni, Þorvaldi Þorvaldssyni og Sigurði Hannessyni. Sætaferðir verða að vanda. Stórt skref til einingar Frá Bernharði Guðmundssyni á Ottawa í Kanada. GUÐFRÆÐILEGUR ágreiningur um skírnina, altarissakramentið og embættisþjónustuna, sem öld- um saman hefur aðskilið kirkj- urnar í starfi þeirra og helgihaldi, er nú á góðri leið með að ieysast, sagði dr. Wiliam Lazareth, forstöðumaður guðfræðideildar Alkirkjuráðsins, er hann kynnti hina svonefndu BEM-skýrslu á heimsþingi þess i Vancouver. BEM er stytting á hinu enska heiti skýrslunnar (baptism, euch- arism, ministry). f 56 ár hafa fremstu guðfræð- ingar mótmælenda, rómversk- -kaþólskra og ortodoxu-kirkjunn- ar unnið skipulega að rannsókn- um á því hvernig kirkjurnar geti sameinast í skilningi sfnum á þessum grunnháttum kristinnar kenningar. Á ráðstefnu í Lima í Perú má síðasta ári var samþykkt að verkið væri komið á það stig að eðlilegt væri að senda það til kirknanna til umfjöllunar. Er þess óskað, að viðbrögð hinna ólíku kirkjudeilda berist fyrir 1985. heimsþingi Alþjóðakirkjuráðsins í Guðfræðingarnir geta að sjálf- sögu ekki skrifað einhuga undir allt sem felst í niðurstöðunum, sem hefur verið afar vel tekið hér á þinginu. Að sögn bróður Jean Tillard, talsmanns Páfagarðs, er BEM-skýrslan megináfangi sem náðst hefur í einingarátt síðan Jó- hannes páfi 23. hélt annað Vati- kan-þingið, sem hóf endurnýjun- arstarf kaþólsku kirkjunnar. BEM fjallar um ' skírnina, kvöldmáltfðina og embættið í kirkjulegri þjónustu út frá þrem- ur hliðum; játningarlega þar sem reynt er að setja í orð hina post- ullegu trú eins og hún er játuð í dag; skipulagslega þar sem fjallað er um hversu kirkjan boðar og tekur ákvarðanir með kennivaldi og í þriðja lagi út frá sjónarhóli helgihaldsins. Hið síðastnefnda reyndu menn með eftirminnilegum hætti við guðsþjónustu sunnudagsins. Þar var notað messuform, sem byggt er á niðurstöðum BEM-skýrslunn- ar. Einn höfunda hennar er bróðir Max Thuriamman. Thuriamman er einn Taize-bræðra, sem er ein af örfáum munkareglum mótmæl- enda. Erkibiskupinn af Kantaraborg annaðist altarisþjónustuna ásamt 6 prestum úr öllum heimsálfum. Meðal þeirra voru tvær konur, en erkibiskupinn hefur ekki viljað vígja konur til þessa, ekki þó af guðlegum ástæðum heldur vegna einingarumræðna milli angli- könsku- og rómversk-kaþólsku kirkjunnar, sem eru nú á mjög viðkvæmu stigi. Lesarar voru fjöl- margir og lásu á ýmsum tungu- málum, m.a. fólk frá ortodoxu og kaþólsku kirkjunni. Þau gátu þó ekki gengið til altaris, en opinber þátttaka þeirra í guðsþjónustunni með mótmælendum er mikið skref f einingarátt. Um 150 manns önnuðust útdeil- ingu sakramentisins og var séra Dalla Þórðardóttir á meðal þeirra. Um 3.500 manns voru sam- ankomnir í helgitjaldinu gula og hvíta sem á köflum virtist bólgna út hinum kraftmikla söng. Tónlist og textar voru úr öllum heims- hornum og hljóðfærin sömuleiðis. Robert Runcie, erkibiskup af Kantaraborg, sagði í aðfaraorðum sínum að þessari sögulegu guðs- þjónustu: „Heilög kvöldmáltið sameinar sundraða og ósamstæða veröld. Þiggjum hana með gleði og þótt enn svíði f hjarta, þar sem kirkjan er ekki að fullu samein- uð.“ Viðbrögð kirkjugesta voru flest á eina lund. Læknir frá Norður- írlandi sagði, að allt það sem menn hefðu átt sameiginlegt í þessari guðsþjónustu hefði fyllt mann sterkri von um að mega lifa það, að kirkjan verði eitt, kirkju- deildir sameinist og friður komist á. Faðir vorið var lesið sameigin- lega á meira en 70 tungumálum og — mér fannst ég vera að endurlifa hinn fyrsta hvftasunnudag þegar heilagur andi var gefinn mönnum og talað var tungum sagði einn af fulltrúunum frá Kóreu. En kannski hefur lokabænin orðað hvað skýrast það sem flest- um lá á hjarta — Láttu okkur drottinn takast á við hulda for- dóma okkar og ótta, sem lama bænir okkar og hamla nánu sam- félagi. Hjálpaðu okkur að vaxa f einingu með öllum þinum börn- um. Akureyri: Kaffisala að Hólavatni Akureyri, 9. ágúst.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.