Morgunblaðið - 11.08.1983, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 11.08.1983, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. ÁGÚST 1983 23 Stuttfréttir Ono bannar myndbirtingu New York, 10. ígúst. AP. YOKO Ono ekkja bítilsins John Lennon og ljósmyndarinn Allen Tannenbaum freista þess nú fyrir dómstólum að fá bannaða fyrirhugaða mynd- birtingu Swank-tímaritsins á 13 nektarmyndum af bítilhjón- unum í samfarastellingum. Ono og Tannenbaum, sem tók myndirnar mánuði fyrir morðið á Lennon 1980, segja að myndunum hafi verið stolið. Bófaflokkur upprættur Messína, 10. ágúst. AP. SIKILEYJAR-lögreglan segist hafa upprætt bófaflokk í Mess- ínu, tekið fasta 80 menn og komist yfir þýfi að verðmæti ein milljón dollara í bardag- anum við þennan bófaflokk. Drottning sett af Lobamba, 10. ágúst. AP. TIGNIR menn í konungsfjöl- skyldunni settu Dzeliwe drottningu af í dag, vegna gruns um að hún léti stjórnast af aðilum sem vildu grafa und- an konungdæminu, og settu Ntombi drottningu í hennar stað. Dzeliwe hafði farið með völd í Swazilandi frá því Sobhuza konungur lést fyrir ári. Búist hafði verið við að hún sæti á valdastóli þar til Makhosetive prins yrði 21 árs, en hann er nú 15 ára og stundar nám í skóla i Dorset á Englandi. Kóngur lifandi Bangkok, 10. ágúst. AP. SAWANG Wattana, fyrrum konungur Laos, sem kommún- istar settu af 1975, er enn á lífi, að sögn háttsettra embættis- manna í Thailandi. Wattana er fangi kommúnista, en ekki er nákvæmlega vitað hvar. Dráttarbátur með framhluta spánska olíuskipsins í eftirdragi. Nú er dráttarbáturinn kominn á þær slóðir sem fyrirhugað er að sökkva leifum olíuskipsins. Kyrrstæður olíuflekkur llöfðaborg, 10. ágúst. AP. OLÍUFLEKKURINN úr spænska skipinu Castillode Bellver hefur breiðst út en ekki nálgast strendur Suður-Afríku, fimm dögum eftir að eldur kom upp í skipinu undan Góðr- arvonarhöfða. Flekkurinn er 40 km frá ströndu. Stöðugt er unnið að því að hreinsa flekkinn, sem nú er orðinn Z-laga vegna smágolu á þessum slóðum. Rúmlega 170 súlum, sem ataðar voru olíu, var bjargað úr flekknum, og einnig nokkrum pel- ikönum. Talið er að súlan hafi tekið flekkinn í misgripum fyrir fiski- vöður og dýft sér eftir æti. Peli- kaninn er þekktur fyrir að synda allt að 100 km frá Suður-Afríku- ströndum eftir æti. Sjálfboðaliðar björguðu fuglunum og verður olían hreinsuð af þeim. Dráttarbátur með framhluta olíuskipsins nálgast óðum þær slóðir þar sem skipsleifunum verð- ur sökkt ofan í neðansjávargljúf- ur. Talið er að 50 þúsund lestir af olíu séu í framhlutanum, en 250 þúsund lestir voru í skipinu þegar eldur kom upp. Afturhlutinn sökk í sjó, en við og við berst olía úr honum upp á yfirborðið. Erfiðleikar hjá Rússum í kjarnorkuverunum Moskvu, 10. ágúst. AP. BLAÐ MIÐSTJÓRNAR sovézka kommúnistaflokksins, Sovietskaya Ross- iya, varpaði nýju Ijósi á þá erfiðleika sem Rússar hafa átt við að etja við byggingu kjarnorkurafstöðva og afsögn æðsta manns byggingarmála þar í landi. í forsíðufrétt eru þrír starfsm- enn við orkuverið í Balakovsky látnir skammast út í ráðuneyti og stofnanir fyrir „aðgæzluleysi... sem leitt hafi til krónískra vand-, kvæða", og kröfðust þeir að betur Féll fyrir hendi vélmennis: 280 millj. kr. í dánarbætur Detroit, 10. ágúst. AP. DÓMSTÓLL í Michigan-ríki í Bandaríkjunum hefur dæmt vél- mennaframleiðanda nokkurn til að láta af hendi rakna 10 milljónir doll- ara, rúmar 280 milljónir fsl. kr., til fjölskyldu manns, sem lét lífið fyrir hendi vélmennis frá fyrirtækinu. Atburðurinn átti sér stað í verk- smiðju á vegum Ford-bílaverk- smiðjanna 25. janúar árið 1979. Vélmennið, sem hafði það verk með höndum að flytja ýmsa hluti úr stórum stafla, var eitthvað bil- að og var þá einum starfsmann- anna, Robert Williams, skipað að fara upp á staflann og sækja það sem til þurfti. Þegar hann var kominn upp sló vélmennið allt í einu til hans með arminum svo fast, að hann beið samstundis bana. Lögfræðingur fjölskyldunnar hélt því fram, að vélmennið, sem var hljóðlaust með öllu, hefði átt að vera með einhverjum varúð- arljósum, sem gefið hefðu til kynna, að það var í gangi. „Manns- líf er mikilvægara en dauður véla- búnaður," sagði hann. yrði staðið að aðdrætti nauðsyn- legra hluta. Vinna hefur nánast legið niðri vegna skorts á aðföngum. Þannig stóðu verkamennirnir aðgerða- lausir í sex mánuði meðan þeir biðu eftir tveimur nauðsynlegum dælum. Þá hefur verksmiðja, sem framleiða átti ýmiss konar rör til orkuversins, aðeins afhent helm- ing þess magns sem um var samið. Ennfremur hefur enn ekki bor- ist einn einasti lengdarmetri af rafmagnsleiðslum, en samkvæmt framkvæmdaáætlun hefðu raf- virkjarnir þurft 1.250 kílómetra af þeim. Fjárframlög til fram- kvæmdanna leyfa hins vegar ekki að keyptir verði nema 405 kíló- metrar af rafmagnsleiðslum á ár- inu. Til að bíta höfuðið af skömm- inni dróst síðan afhending 30 tonna ketils úr hömlu, þannig að ekki reyndist kleift að setja hann á sinn stað með krana, þar sem smiðir höfðu klárað þakið áður. Tókst með miklum erfiðismunum að koma katlinum eftir öðrum leiðum á sinn stað, en vegna þess- ara tafa glötuðust um 10 þúsund vinnustundir, að sögn verka- mannsins. Þá bólar enn ekkert á fjórum kötlum öðrum, og ljóst er að tengi- hlutir fyrir háþrýstipípur, sem átti að vera búið að afhenda, verða ekki tilbúið fyrr en seint á þessu ári eða snemma á því næsta. Verkamennirnir sögðu þess vegna ekkert einkennilegt þótt ekki væri lokið við nema innan við fimmtungs þeirra framkvæmda sem fyrirhugaðar voru á þessu ári. Auk þessa sagði blaðið frá ýms- um erfiðleikum við Atommash- orkuverið í borginni Volgodonsk, þar sem uppbygging væri orðin nokkrum árum á eftir áætlun. Það var meðai annars vegna seinan- gangsins þar, og ýmissa kvartana um spillingu og lítil afköst, sem Ignaty T. Novikov yfirmaður byggingarráðsins var neyddur til að segja af sér. Sovétmenn mótmæla ákvörðunum FIDE ERLENT Luzern, Sviss, 10. ágúst. AP. Alþjóðaskáksambandið, FIDE, til- kynnti í gær, að annar Sovétmaður, Vasili Smyslov, hefði nú fyrirgert rétti sínum til að taka þátt f áskor- endaeinvígjunum. Vegna þessa hef- ur sovéska skáksambandið sent frá sér „ákaflega harðorð" mótmæli þar sem þess er krafist, að ákvörðunin verði tekin til endurskoðunar á árs- þingi FIDE, sem haldið verður 1.—10. október nk. í Manila á Fil- ippseyjum. í tilkynningu, sem barst frá FIDE seint í gær, sagði, að sovéski stórmeistarinn Vasili Smyslov væri nú úr leik og að mótherji hans, Ungverjinn Zoltan Ribli, myndi tefla við Viktor Korchnoi um réttinn til að mæta heims- meistaranum, Anatoli Karpov. I síðustu viku var annar sovéskur áskorandi, Garri Kasparov, úti- lokaður frá þátttöku þegar hann mætti ekki til leiks í Pasadena í Kaliforníu þar sem Korchnoi beið hans við borðið. Sovétmennirnir setja það sér- staklega fyrir sig í mótmælunum, að Kasparov skyldi hafa verið úti- lokaður frá einvígjunum en eins og kunnugt er höfðu þeir eitt og annað að athuga við Pasadena sem einvígisstað. Framkvæmda- nefnd FIDE féllst hins vegar ekki á röksemdir þeirra. Smyslov átti að mæta Ribli í Abu Dhabi í Sameinuðu arabísku I sumarbú- staðinn og ferðalagið STILL-LONGS ULLARNÆRFÖT Regnfatnaður Kuldafatnaður Vinnufatnaður Klossar Gúmmístígvél • ^úzddiru Olíulampar Olíuofnar Lampaglös Olfulampar og luktir í miklu úrvali. Utigrill GRILLTENGUR — GAFFLAR VIOARKOL — KVEIKILÖGUR Gas-ferðatæki OLÍUPRÍMUSAR STEINOLÍA, 2 TEG. PLASTBRÚSAR Björgunarvesti ÁRAR — ÁRAKEFAR SILUNGANET ÖNGLAR, PILKAR, SÖKKUR. Handfæra- vindur VIÐLEGUBAUJUR SÚÐHLÍFAR, MARGAR ST. VÆNGJADÆLUR , BÁTADÆLUR íslensk flögg FLAGGSTENGUR FLAGGSTANGARHÚNAR FLAGGLÍNUR, FESTLAR furstadæmunum sl. laugardag en mætti ekki. Raunar lék nokkur vafi á um þetta einvígi þar sem mótshaldararnir féllu frá því að halda einvígið, en Campomanes, forseti FIDE, segir í tilkynning- unni, að Sovétmenn hafi hins veg- ar aldrei svarað neinu upphaflegri ákvörðun um einvígið og þess vegna hafi Smyslov fyrirgert rétti sínum. Lim Kok Ann, ritari FIDE, sagði í dag, að hann gæti ekki tal- að fyrir munn Campomanesar en kvaðst þó viss um, að Campoman- es hefði meirihluta FIDE-fulltrúa á bak við sig í deilunni við Sovét- , tjaldtjóa OQ USAG STJÖRNULYKLAR TOPPLYKLAR LYKLASETT TENGUR PLÖTUBLÝ FJÖLBREYTT ÚRVAL Ananaustum Simi 28855

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.