Morgunblaðið - 11.08.1983, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 11.08.1983, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. ÁGÚST 1983 45 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 10100 KL. 11—12 FRÁ MÁNUDEGI - TIL FÖSTUDAGS Ánægjuleg sigling með ms. Eddu Guöjón Kristinsson skrifar: Eftir að hafa farið í siglingu með M.S. Eddu nýlega er ég þess fullviss að skemmtiferðaskip eiga framtíð fyrir sér. Við lögðum úr höfn 27. júlí og komum til Englands þann 30. Fór- um við með langferðabíl til Edin- borgar og gistum á hóteli þar skammt frá. Hittist svo á þetta kvöld að verið var að halda upp á brúðkaup og var dansað í tveimur sölum. Gaman var að sjá Skotana dansa, enda spor þeirra mikið ólík danssporum okkar íslendinga. Morguninn eftir var Edinborgar- kastali skoðaður og fannst ferða- löngum mikið til slíks mannvirkis koma. Síðan var farið aftur til Englands, gist þar á góðu hóteli og farið aftur um borð. Ekki er hægt að segja annað en að mikill gleðskapur hafi ríkt um borð, en hitt vil ég taka fram að mjög var drukkið í hófi og enginn farþega ofurölvi. Skemmtikraft- arnir um borð voru til fyrirmynd- ar. Örlagatríóið stóð sig svo vel að unun var af. Vil ég meina að þeir séu einhverjir albestu skemmti- kraftar sem verið hafa um borð í Eddunni, að föstu hljómsveitinni ólastaðri og öðrum þeim sem skemmt hafa þar. Að lokum vil ég svo þakka sam- ferðafólkinu fyrir ánægjulega ferð og þjónustuliði skipsins fyrir góða þjónustu. Athugasemd Systurnar Guðrún og Ólöf Benediktsdætur biðja Velvak- anda fyrir eftirfarandi leiðrétt- ingu: Magdalena Schram skrifaði Nærmynd af Ragnhildi Helga- dóttur menntamálaráðherra í Helgarpóstinn 4. ágúst sl. Það mishermi hjá blaðakonunni, að móðir okkar, Guðrún Pét- ursdóttir frá Engey, hafi átt Kristjönu, „móður Halldórs og Haralds Blöndals" (og þriggja annarra barna, innskot okkar) með föður sínum, Pétri bónda í Engey Kristinssyni, útvegs- bónda og skipasmið í Engey, Magnússonar, enda dó hann, er hún var nýorðin 9 ára. Móð- ir okkar eignaðist 7 börn, sem öll komust upp og öll með manni sínum, Benedikt Sveinssyni alþingismanni, síð- ast skjalaverði. Það er heldur ekki rétt, að Ragnhildur Ólafsdóttir, amma okkar Ragnhildar Helgadótt- ur, hafi verið af Engeyjarætt. Hún var fædd að Lundum í Stafholtstungum, af svonefnd- ri Lundaætt, sem er kunn ætt og fjölmenn. Hún giftist ung Pétri Kristinssyni í Engey og átti með honum fjórar dætur, en þá fimmtu, Kristínu, móður Ragnhildar menntamálaráð- herra, átti hún með seinni manni sínum, Bjarna Magn- ússyni, eins og fram kemur í Helgarpóstinum. Bjarni var fæddur að Digranesi í Sel- tjarnarneshreppi. Það er því með öllu ómaklegt að bendla Ragnhildi Helgadóttur við „hatur og langrækni" Engeyj- arættarinnar. Efumst við ekki um, að blaðakonan vilji hafa það heldur, er sannara reynist. Jarðrask vegna viðgerða Það er nú komið á þriðja ár frá því síminn bilaði hérna í Dverga- bakkanum. Var strax gert aðvart um bilunina og ekki stóð á við- gerðarmönnum. En til þess að við- gerð gæti fari fram þurfti að brjóta upp gangstéttina að inn- ganginum og gera heilmikið jarð- rask og síminn komst í lag. Eftir var þá að steypa upp gangstétt, ganga frá og þekja grasblettinn, sem allur var í um- róti. Dróst það fram á vor en var gert að lokum. Þegar þetta var gert, hirtu viðgerðarmenn og vinnuaðilar ekki um að ganga sómasamlega frá. Gangstétt var steypt en gangséttarkantur ekki, og afgangi steypuhrærunnar dreift í smáhrúgur á lóðinni. í fyrra var svo hringt í Velvak- anda vegna þessa frágangs. Jú og viti menn, einhverjir komu og fjarlægðu steypuklessurnar. Þær höfðu þá þegar skemmt blettinn mikið og þar við sat. Þetta hefur verið okkur íbúum hér í blokkinni til mikilla leiðinda. Mörg okkar hafa hringt og óskað þess að Póstur og sími sæi um lag- færingu, en ekkert gerist. Tillaga um lausn Guðrún Kristín náttúru- unnandi hringdi. Hér kemur tillaga um lausn á kindakjöts-offramleiðslu-vanda- máli þjóðarinnar. Friðum tófuna. GÆTUM TUNGUNNAR Sagt var: Þetta er fallegur bíll, alla vega á litinn. Rétt væri: ... fallegur bíll, að minnsta kosti á litinn. Eða: ... fallegur bíll, altjent á litinn. (Hið fyrra merkir, að bíllinn sé allt í senn gulur, rauður, grænn og blár.) s&> SlGeA V/öGA £ \iLVtRAN jaZZBQLLeCCaCÓLl BÓPU b| Suðurveri Stigahlíö 45, sími 83730. ' Likamsrækt 15. ágúst — 1. sept. Sól — Sauna og 50 mínútna sæla! Nú er bara aö drífa sig í „3ja vikna 4 sinnum í viku kúr“ Byrjum aftur á fullu 15. ágúst. ★ Líkamsrækt og megrun fyrir konur á öllum aldri. ★ Morgun-, dag- og kvöldtímar. ★ „Lausir tímar" fyrir vaktavinnufólk. ★ 50 mínútna æfingakerfi JSB meö músík. ★ Mataræöi — Vigtun — Mæling. ★ Sólbekkir — Sauna — Sturtur — Nudd. Ath.: Afsláttur í sólbekkina í Bolholti. Hjá okkur skín sólin allan daginn alla dagal Kennarar: Bára Magnúsdóttir, Sigríður Guö- johnsen og Margrét Arnþórsd. Upplýsingar og innritun í síma 83730. njpg nQ^BQQGTiDQzzor 2 Alltaf á fóstudögum „Líkamsrækt ekki eingöngu fyrir konur á aldrinum 25—35 ára“ Rætt viö Sigrúnu Stefánsdóttur fréttamann og íþróttakennara. Lissabon þangaö koma gestir aftur og aftur Barn eöa fullorðinn Önnur grein um börn án bernsku eftir Marie Winn Föstudagsblaðið ergott forskot á helgina SEtfAM ÝAUlr VAM $ANKAM£A/N ^öTfO OM 'ðíctoONA VS6AX [gAvílx tiANtíASTcJÓtfm mvsfj \ m&/\w srm o

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.