Morgunblaðið - 11.08.1983, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 11.08.1983, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. ÁGÚST 1983 13 Egill Júlíusson flytur ávarp við minnisvarðann. Ættarmót niðja frum- byggjanna á Dalvík Dalvík, 10. ágúst UM HELGINA 6. og 7. ágúst var haldið Kttarmót niðja Jóns Stefánssonar og Rósu Þorsteinsdóttur í Nýjabæ á Dalvík. Jón og Rósa eru talin frumbyggjar Dalvíkur en hér á Böggvisstaðasandi hófu þau búsetu á vordögum 1887 og cru því liðin 96 ár frá því að fost búseta hófst á Dalvík. Rósa Þorsteinsdóttir var fædd á Öxnahóli í Hörgárdal 12. júlí 1856 en lést 29. mars 1928. Hún ólst að mestu leyti upp á Völlum í Svarf- aðardal hjá séra Páli Jónssyni og naut hún þar góðs atlætis. Rósa var mikilhæf kona að sögn kunn- ugra, enda oft og einatt til hennar leitað af næstu nágrönnum. Hún var talin nærfærin bæði við menn og málleysingja og naut þess að hjálpa og aðstoða, ef með þurfti. Jón Stefánsson var fæddur að Böggvisstöðum þann 21. ágúst 1859 og lést 18. mars 1935. Jón ólst upp í Svarfaðardal og ól því allan sinn aldur hér um slóðir. Hann gegndi ýmsum trúnaðarstörfum í þágu sveitar og héraðs. Jón var fyrsti atvinnuveitandinn á Dalvík og jafnframt fyrsti skattþegn staðarins. Um áratugaskeið var hann póstafgreiðslumaður og átti lengi sæti í sveitarstjórn. 1908 þegar Útvegsmannafélag Norð- lendinga var stofnað var Jón þar í fararbroddi enda einn af fyrstu vélbátaútvegsmönnum hér. Sama er að segja um verslunar- og viðskiptamál, þar var hann einnig mikill baráttumaður um bætta hagi íbúa þessa byggðarlags. Hann var þar af leiðandi fyrsti fulltrúi þorpsins út á við og skel- eggasti baráttumaður byggðar- innar. Árið 1880 reistu ungu hjónin bú á Ölduhrygg og áttu þá fyrir 2 börnum að sjá. Á þessum árum var hart í ári hjá frumbýlingunum og árið 1885 gerast þau vinnuhjú hjá sr. Kristjáni Eldjárn Þórar- inssyni á Tjörn í Svarfaðardal. Þaðan lá svo leiðin niður að sjáv- arsíðunni og um aldamót reisa þau sér þar bústað, sem þau nefndu Nýjabæ. Gekk Jón Stef- ánsson sjálfur mest að verki við bygginguna enda smiður góður. í sögu Dalvíkur getur Kristmundur Bjarnason þess, að árið 1901 hafi einungis 2 húseignir í Svarfaðar- dal verið metnar skattskyldar og er önnur þeirra Nýibær. Má af því sjá, að Jón hefur fljótt risið úr örbirgð eftir að þau hjón tóku sér bólfestu á Böggvisstaðasandi. Hús þetta stendur enn og er nú elsta íbúðarhús á Dalvík. Nýjabæjarhjónunum varð 6 barna auðið en 5 þeirra komust upp til fullorðinsára þ.e. Þor- steinn, kaupmaður á Dalvík, Jón- ína, húsfreyja í Sunnuhvoli, Sig- urður Páll, kaupmaður, Petrína Þórunn, ljósmóðir i Lambhaga, Kristján Eldjárn, skipstjóri, og Kristín Sigríður, sem lést 19 ára að aldri. Auk þess átti Rósa 2 börn fyrir hjónaband, Kristján Hall- dórsson er lést sem barn og Maríu Eðvaldsdóttur, húsfreyju í Vega- mótum. Öll börn Jóns og Rósu ólu aldur sinn á Dalvík og er frá þeim kominn stór ættbogi. Ættarmótið hófst á laugardag í Víkurröst með ávarpi Gylfa Björnssonar, sem var stjórnandi mótsins. Þá fór fram kynning og sameiginleg kaffidrykkja en mættir voru um 260 niðjar og makar. Tilefni þessa ættarmóts var afhjúpun og vígsla minnis- varða, sem reistur var til minn- ingar um þau Nýjabæjarhjón. Kl. 17 á laugardag afhjúpaði Egill Júlíusson, elsti afkomandinn, minnisvarðann, sem stendur á túni Nýjabæjar. Minnisvarðinn er hannaður af Guðbjörgu Ringsted, með lágmyndum af Jóni Stefáns- syni og Rósu Þorsteinsdóttur, er gerðar voru af Jónasi Jakobssyni myndhöggvara. Byggingu stöpuls- ins vann Björn Þorleifsson á Dal- vík. Sóknarprestur, sr. Stefán Snævarr, flutti blessunarorð og við afhjúpunina flutti bæjarstjóri, Stefán Jón Bjarnason, ávarp. Um kvöldið neyttu ættingjar saman kvöldverðar í Víkurröst, en síðan fór fram kvöldvaka fyrir eldri og yngri mótsgesti. Stjórn- andi kvöldvökunnar var Hjálmar Júlíusson og var dagskráin fjöl- breytt og komu þar fram m.a. Halla Jónasdóttir, Þórir Baldurs- son, Sigvaldi Júlíusson, Baldur Brjánsson o.fl. niðjar Nýjabæj- arhjóna. Mótinu var fram haldið á sunnudag en þá um morguninn var gengið til messu í Dalvíkur- kirkju. Eftir hádegi lagði Rósa Þorgilsdóttir blóm á leiði Jóns og Rósu í Upsakirkjugarði. Um kl. 15 var mótinu slitið við minnisvarð- ann með stuttu ávarpi Egils Júlí- ussonar. Mikil ánægja ríkti meðal fólks með velheppnað ættarmót og var nokkur hópur niðjanna að heim- sækja heimaslóð forfeðra sinna í fyrsta skipti. Frá þessu ættarmóti fór fólk til síns heima sér betur meðvitað um ætt og uppruna. Fréttaritarar. Rósa Þorsteinadóttir Jón Stefánsson Fjölmenni við Nýjabs. öö RIOIMŒŒR Landsins mesta úrval af heimsins vinsælustu bHtækjum ISFWt IL MN .tltlll,. CD iplOIVŒfl /flö PIOMEER HLJOMBÆR inuwwDicnj e* -ssim.-is HLJOM*HEIMIUS*SKRIFSTOFUTÆKI HVERFISGÖTU 103 SÍMI 25999

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.