Morgunblaðið - 11.08.1983, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. ÁGÚST 1983
15
óhugnanleg völd í landinu, og fyrr
eða síðar muni slík völd leiða til
ófarnaðar.
Um eignaraðild að fyrirtækjum
segja andstæðingar launþegasjóð-
anna að nauðsynlegt sé að eignar-
aðild og ábyrgð sé á hendi eigend-
anna sjálfra.
Nauðsynlegt sé, að sem flestir
einstaklingar eignist hlut í fyrir-
tækjum og öðlist ábyrgð á aðgerð-
um þess.
Þeir álíta hins vegar, að laun-
þegasjóðirnir muni vinna gegn
þessari þróun.
Slíkir sjóðir muni draga úr
möguleikum og áhuga einstakl-
inga á að eignast hluti í fyrirtækj-
um, enda muni sjóðirnir kaupa
upp hluti einstaklinga í fyrirtækj-
unum.
Sem svar við þessu muni svo
stórfyrirtækin krunka sig saman
og mynda samstöðu gegn sjóðun-
um og yrði slík samstaða engu
betri en sjálfir launþegasjóðirnir.
Allt beri þetta að sama brunni;
— efla þurfi þátttöku einstakl-
ingsins í atvinnurekstrinum, með
einkakaupum hans á hlutabréfum,
en ekki í gegnum andlitslausan
risasjóð.
Forsendunni um áhættufjár-
magn svara andstæðingarnir svo,
að þar sem eigendur fyrirtækja
reyni hverju sinni að auka sam-
keppnishæfileika fyrirtækja sinna
á sem bestan hátt, stuðli þeir í
raun að auknu atvinnustigi og
langvarandi hagsæld. Hitt sé al-
varlegra, ef héraðssjóðir fái tæki-
færi til að notfæra sér aðstöðu
sína og hygla óarðbærum héraðs-
fyrirtækjum með kaupum á hluta-
bréfum í þessum fyrirtækjum,
eingöngu til þess að auka atvinn-
una í héraðinu.
Slíkt hljóti að virka sem niður-
greiðslur, dulið atvinnuleysi, og sé
hættulegt sænsku atvinnulífi.
Að því er varðar samræmda
launastefnu segja andstæðingar
sjóðanna að ágóðaskatturinn
(ágóðadreifingin) letji eigendur
fyrirtækja til dáða.
Um leið og fyrirtæki sýni vissan
ágóða (sjá að framan), sé þeim
hreint og beint refsað með skatt-
inum.
Þá telja þeir að ekkert bendi til
þess að launþegar muni draga úr
kaupkröfum sínum, þótt eignarað-
ild fyrirtækja flytjist yfir á fag-
pólitiska launþegasjóði.
Hitt væri trúlegra, að ættu ein-
stakir launþegar beinan hlut í
fyrirtækjunum, en slíkt felst ekki
í tillögunni, þá gætu áhrifin orðið
minni kaupkröfur.
Að því er önnur atriði varðar,
þá benda andstæðingar sjóðanna á
að hér verði um gífurlegan risa að
ræða, risa, sem gæti eignast stór-
fyrirtæki og nánast þjóðnýtt þau.
Markmiðið sé því ekki nýiðn-
væðing heldur hrein og bein sósí-
alisering atvinnuveganna.
Um fleiri atriði en að ofan getur
hefur vissulega verið deilt. Maður
getur varla opnað dagblað svo að
ekki sé ein eða önnur grein um
launþegasjóðina.
Samtök atvinnurekenda (SAF)
blésu nýlega til orrustu við sjóð-
ina. f riti þeirra, sem út kom þ. 14.
júlí sl., komu fram ýmsar tillögur
til mótmæla sjóðunum, svo sem:
— Lokum öllum fyrirtækjum í
einn dag ...
— Fyllum götur Stokkhólms í
risamótmælagöngu ...
— Allir forstjórar stórfyrirtækj-
anna segi upp, allir sem
einn ...
— B o r g u m ekki launatengd
gjöld...
Talsmaður atvinnurekendanna,
Olof Ljunggren, lét þung orð falla
um sjóðina. Hann hikaði jafnvel
ekki við að líkja launþegasjóðun-
um við ofbeldi nasista gegn gyð-
ingum ...
Eftir kosningasigurinn bauð
Palme fram útrétta hönd til hinna
stjórnmálaflokkanna um sam-
vinnu, þá sér í lagi í efnahagsmál-
um. Hingað til hafa borgaraflokk-
arnir hafnað slíkri samvinnu, og
miðflokkur Fálldins, fyrrv. for-
sætisráðherra, hefur gert afnám
launþegasjóðanna að skilyrði.
Má því vera að Palme verði enn
á ný að snúa sér til kommúnist-
anna (VPK) en það gæti orðið
honum dýrkeypt.
Fyrir upphaf síðustu kosninga-
baráttu sagði hinn kunni hagfræð-
ingur, Assar Lindbeck, sig úr sósí-
aldemókrataflokknum, mest
vegna launþegasjóðanna.
Síðan þá hefur hann verið
óþreytandi að láta í Ijós óbeit sína
á sjóðunum. í viðtali í dag, þann
21. júlí, segir Assar m.a. eitthvað á
þessa leið:
— Stjórnarandstaðan ætti nú
þegar að gefa út yfirlýsingu um að
hún muni leggja launþegasjóðina
niður, þegar hún kemst til valda.
Fyrr eða síðar verða stjórnar-
skipti og þá eru sjóðirnir úr sög-
unni. Hver er þá tilgangurinn með
að koma þeim á fót nú ... ?
_________________________ Prestsvígsla
Pétur Björn Pétursson er fréttarit- Hjá kaþólsku kirkjunni var vígður til prests Hjalti Þorkelsson nú fyrir skömmu, en auk preststarfsins er hann
ari Morgunblaðsins í Stokkhólmi. biskupsritari. Hjalti er sonur hjónanna Sigríðar Tómasdóttur og Þorkels Hjaltasonar kennara og stundaði nám í
þýskalandi. Nú eru níu kaþólskir prestar sem starfa á íslandi, þar af tveir íslenskir.
ÍSLANDI
UMBOÐSMENN
REYKJAVÍK:
Gúmmlvinnustofan, Skipholti 35
Otti Sæmundsson, Skipholti, 5
Höfðadekk, sf, Tangarhöfða 15
Hjólbarðastöðin, Skeifunni 5
Hjólbarðahúsið, Skeifunni 11
Hjólbarðahöllin, Fellsmúla24
AKRANES:
Hjólbarðaviðgerðin hf, Suöurgötu 41
Hjólbarðaþjónustan, Dalbraut 13
BORGARNES:
Kaupfélag Borgfirðinga
ÓLAFSVÍK:
Marfs Gilsfjörð
Hermann Sigurðsson
BÚÐARDALUR:
Dalverk hf.
SAUÐÁRKRÓKUR:
Kaupfélag Skagfirðinga
Vélsmiðjan Logi
HOFSÓS:
Bllaverkstæðið Pardus
DALVÍK:
Bllaverkstæði Dalvlkur
ÓLAFSFJÖROUR:
Bllaverkstæðið Múlatindur
SIGLUFJÖRÐUR:
Ragnar Guðmundsson
AKUREYRI:
Hjólbarðaþjónustan, Hvannarvöllum 14 B
Höldur sf, Tryggvagötu 14
HÚSAVÍK:
Vlkurbarðinn, Garöarsbr. 18 A
STÖÐVARFJÖRÐUR:
Sveinn Ingimundarson
HÖFN:
Dekkja- og smurþjónustan, Hafnarbr.
KIRKJUBÆJARKLAUSTUR:
Gunnar Valdimarsson
FLÚÐIR, HRUNAMANNAHREPPI
Viðgerðarverkstæðið, Varmalandi
HVOLSVÖLLUR:
Erlingur Ólafsson
SELFOSS:
Kaupfélag Árnesinga
VESTMANNAEYJAR:
Hjólbarðastofa v/Strandv.
ÞORLÁKSHÖFN:
Bifreiðaþjónustan
ÍSAFJÖRÐUR:
Hjólbarðaverkstæðið, Suðurgötu
BOLUNGARVÍK:
Vélsmiðja Bolungarvlkur
VÍÐIDALUR:
Vélaverkstæðið Vlðir
BLÖNDUÓS:
Bllaþjónustan, Iðngörðum
VARMAHLÍÐ:
Vélaval
KELDUHVERFI:
Vélav. Har. Þórarinssonar, Kvistási
EGILSSTAOIR:
Dagsverk sf.
Véltækni sf.
ESKIFJÖRÐUR:
Bifrv. Benna og Svenna
REYÐARFJÖRÐUR:
Bifreiðaverkstæðið Lykill
HVERAGERÐI:
Bjarni Snæbjörnsson
GRINDAVÍK:
Hjólbarðaverkstæði Grindavlkur
KÓPAVOGUR:
Sólning hf, Smiðjuvegi 32
HEKL/VHF
Laugavegi 170-172 Sími 21240
PRISMA