Morgunblaðið - 03.09.1983, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. SEPTEMBER 1983
11
Fer inn á lang
flest
heimili landsins!
Kirkja og safnadarheimili Langholtasafnaðar. Ljómn.: Matthíu Árni JóhuuRon.
Minnt á messu
— eftir Sigurð
Sigurgeirsson
Guðsþjónusturnar hér í borg-
inni á morgun verða um það bil 15
talsins, svo sem venja er á sunnu-
dögum. Með þessum línum ætlar
undirritaður að vekja sérstaka at-
hygli á einni þeirra, þ.e. messunni
í hinni ófullgerðu Langholts-
kirkju. Þetta verður „leikmanna-
messa". Prédikun flytur Gunn-
laugur Snævarr kennari. Leik-
menn annast ritningarlestur. Kór
Langholtskirkju syngur undir
stjórn Jóns Stefánssonar, nú 1
fyrsta sinn fullskipaður, um 70
manna kór. Fram til þessa hefur
þetta ekki verið hægt í messusal
safnaðarheimilisins, vegna pláss-
leysis. Hljóðfæraleikarar munu
leika básúnukvartett undir stjórn
Bills Gregory, fyrsta básúnuleik-
ara Sinfóníuhljómsveitar íslands.
Þeir félagar leika líka á undan
messunni, á meðan kirkjugestir
ganga til sæta sinna. Prestur
safnaðarins, séra Sigurður Hauk-
ur Guðjónsson, flytur ávarp í lok
messunnar.
Það er mikið verk að undirbúa
athöfn sem þessa f ófullgerðu
kirkjuhúsinu, bera inn stóla, hita
upp með bráðabirgðatækjum o.fl.,
o.fl. En sem betur fer er alltaf viss
hópur manna innan safnaðarins,
sem telur ekki eftir handtökin
þegar kirkjan á í hlut.
Byggingarsga Langholtssafnað-
ar spannar nú yfir 27 ár. Fyrst var
það safnaðarheimilið. Helgihald
hófst í litla salnum í desember
1960. Síðan jólaguðsþjónsutan
1961 í stóra salnum, það var mikill
og ógleymanlegur áfangi. Fallegur
og stílhreinn „loftsalur", í bað-
stofustíl var fullgerður með aðstoð
sjálfboðaliða AA-samtakanna,
undir verkstjórn kirkjuvarðarins,
Kristjáns Einarssonar. Síðan mik-
ið eldhús, fullbúið tækjum. Þá
vistarverur í kjallara. Um alla
þessa áfanga væri hægt að skrifa
langt mál. Öll þessi húsakynni eru
nýtt til hins ýtrasta. Fyrir utan
góða kirkjusjókn kemur ótölu-
legur fjöldi fólks í safnaðarheimil-
ið, á vegum safnaðarfélaganna og
annarra samtaka sem starfa að
mannúðar- og velferðarmálum í
anda kristninnar. Um betri nýt-
ingu á húsakynnum getur vart
verið að ræða.
Sjálft kirkjuhúsið hefur verið í
smíðum í rúm 12 ár. Það er vissu-
lega búið að reyna á þolrifin
þeirra byggingarnefndarmann-
anna og forráðamanna safnaðar-
ins. Það mun víst láta nærri að
hann Vilhjálmur Bjarnason for-
stjóri, í Laufskálum, sé búinn að
vera formaður byggingarnefndar
allt frá byrjun, í 27 ár. Hvílík
þrautseigja. Kvenfélagskonurnar
með allt sitt starf í gegn um árin
— og bræðrafélagið.
Ljúkum Langholtskirkju, þessi
orð framan á kirkjunni hafa blas-
að við augum undanfarna mánuði.
Þetta er hvatning og áeggjan frá
starfsfólki safnaðarins til sókn-
arbarnanna. Mér liggur við að
segja ákall um að standa nú sam-
an.
Messan á morgun mun marka
þáttaskil. Með þá bjartsýni, sem
alla tíð hefur einkennt öll störf
innan safnaðarins — og prest-
anna, í fleiri en einum skilningi,
þá verður nú lagt upp í síðasta
áfanga langrar byggingarsögu: Af
fullum krafti verður gengið til
verks og allir innviðir Langholts-
kirkju kláraðir. Á lokaspretti ger-
ist oft eitthvað ofurmannlegt.
Laugardagurinn 10. september
verður almennur söfnunardagur
innan sóknarinnar — þegar öll
heimilin verða heimsótt i von um
fjárstuðning. Langholtssöfnuður
hefur áður tekið myndarlega á
þegar til hans hefur verið leitað.
Nú er því spáð að átakið framund-
an verði hvað myndarlegast. Það
verður byrjað á því að stilla sam-
an hugi á helgri stund, í messunni
á morgun. Fyllum hina ófullgerðu
kirkju, sem á eftir að verða hið
fegursta guðshús, söfnuði sinum
til sóma.
Undirritaður var viðstaddur
þegar kirkjan á Suðureyri við Súg-
andafjörð var vígð fyrir mörgum
árum. Á kreppuárunum fyrir strið
— þegar fjárráð fólksins voru
minni en engin. Sóknarpresturinn,
sem þá var hinn ágæti séra Hall-
dór Kolbeins, lagði útaf þessu úr
Fjallræðunni: „Leitið fyrst ríkis
Hans og réttlætis og þá mun ailt
þetta veitast yður að auki.“ Á Suð-
ureyri þegar til þessa orða var
vitnað, vantaði ennþá gott frysti-
hús og fjölmargt annað. En vaskir
Vestfirðingar trúðu á sannleiks-
gildi textans, og úr öllu rættist,
með Guðs hjálp.
Sigvrdur Sigurgeirsson er deildar-
stjóri í Útvegsbanka íslands.
Gjalddagi fram-
lengdur hjá SÁÁ
VEGNA ófyrirsjáanlegra tafa á að
senda gíróseðla vegna gjafabréfa
SÁÁ er ákveðið að framlengja gjald-
daga til 15. september.
Samkvæmt gjafabréfunum er
annar gjalddagi á mánudaginn,
þann 5. september. Þar sem ekki
er tryggt, að allir gefendur fái
gíróseðla sína í hendur fyrir þann
tíma hefur SÁÁ ákveðið að færa
gjalddagann aftur um tíu daga.
Þeir sem gert hafa skil að kvöldi
15. september eru þátttakendur í
útdrætti fimm vöruúttekta, hver
að fjárhæð kr. 100.000. Dráttur fer
fram um mánaðamótin septem-
ber/október.
(Fréttatilkynning.)
Athugiö opiö í dag, laugardag frá kl. 1—5.
2-cioor Hotcnoeck / a-door Seúan
Komdu og kynntu þér af
eigin raun allan búnað,
sérstök gæði og frábær-
an frágang, sem tryggir
Honda sæti meðal vönd-
uðustu bíla í heimi.
V
/ICCORD
irútsala
^ ------?útsölu^_
'rtegt hvert é 'an^^n. g«6V^
á að seljast fs\áttur. Haísteinn símann .
HONDA Á ÍSLANDI — VATNAGÖROUM 24 — SÍMAR 38772 — 39460.