Morgunblaðið - 03.09.1983, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 03.09.1983, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. SEPTEMBER 1983 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 230 kr. á mánuði innanlands. (lausasölu 18 kr. eintakiö. Óhugnanlegur atburður Sá atburður, sem varð yfir Japanshafi í fyrradag, er sovézk herþota skaut niður suður-kóreanska farþegaþotu með 269 manneskjur innan- borðs, er óhugnanlegur og hef- ur vakið gífurlega reiði um gjörvalla heimsbyggðina. Það er með engu móti hægt að skilja, hvað fyrir sovézku her- stjórninni vakir með árás á óvopnaða farþegavél og at- burðurinn óafsakanlegur með öllu. í þessu sambandi breytir að sjálfsögðu engu, þótt kóre- anska farþegaþotan hafi villzt af leið og rofið lofthelgi Sov- étríkjanna. Tæknibúnaður Sovétmanna hlýtur að duga þeim til þess að greina á milli farþegaþotu og hervéla. Raun- ar hefur bandaríski utanrík- isráðherrann, sem upplýsti þetta mál, skýrt frá því, að sovézka herþotan, sem skaut niður kóreönsku farþegaþot- una, hafi verið í svo mikilli nálægð við hana, þegar eld- flauginni var skotið að henni, að flugmanni hennar hljóti að hafa verið Ijóst, að um far- þegaþotu var að ræða. Viðbrögð Sovétmanna sjálfra við þessum atburði eru jafn óskiljanleg og árásin sjálf. Þegar þetta er ritað höfðu þeir enn ekki viðurkennt verknað sinn, en talsmenn þeirra farið undan í flæmingi. Yfirlýsing TASS-fréttastof- unnar í gær er forkastanleg. Þau viðbrögð gefa fólki nokkra hugmynd um hugarfar þeirra manna, sem stjórna í Kreml. Oft hefur verið um það rætt, að hernaðarvélar stórveld- anna séu orðnar svo flóknar, að hin alvarlegustu slys geti að höndum borið. Nú vill svo til, að farþegavél frá Suður- Kóreu hefur áður villzt af leið og varð þá fyrir árás sovézkra herþota. Þá var farþegaþotan ekki skotin niður, en hins veg- ar skotið á hana með þeim af- leiðingum, að nokkrir farþeg- ar biðu bana. Sá atburður hefði átt að verða til þess að sovézk yfirvöld gerðu ráðstaf- anir til að slíkur atburður endurtæki sig ekki, en nú hef- ur það gerzt með óhugnanlegri hætti en nokkurn hefði getað órað fyrir. Það er að vísu ekki ástséða til mikillar bjartsýni um viðbrögð Sovétstjórnarinnar, því að yfirlýsingu TASS í gær má skilja á þann veg, að það sé beinlínis stefna Sovétstjórnar- innar að skjóta niður farþega- vélar, við þær aðstæður, sem þarna sköpuðust. Geir Hallgrímsson, utanrík- isráðherra, talaði fyrir hönd íslensku þjóðarinnar er hann kvaddi sendifulltrúa Sovét- ríkjanna á sinn fund í gær og lýsti hryggð sinni yfir siðlausu athæfi Sovétmanna. Sterkur en umdeildur foringi Deilumál ísraelsmanna og Arabaríkja fyrir botni Miðjarðarhafs eru svo flókin og margslungin og eiga sér svo djúpar rætur í sögu og trú þessara þjóða, að í raun og veru er þeim sem utan við standa um megn að skilja eðli þeirra. Það á ekki síður við um þær flóknu deilur, sem við og við skjóta upp kollinum inn- byrðis meðal Arabaríkjanna sjálfra. En hver svo sem afstaða manna er til ágreiningsefna þjóðanna fyrir botni Mið- jarðarhafs og hvað svo sem fólki kann að sýnast um stefnu Menachem Begins, forsætis- ráðherra ísraels, fer ekki á milli mála, að á þeim sex ár- um, sem hann hefur veitt ísra- elsríki forystu, hefur hann markað djúp spor í sögu þjóð- ar sinnar og áunnið sér sess, sem einn af sterkustu forystu- mönnum Ísraelsríkis. Mikil tortryggni ríkti í garð Begins, þegar hann tók við forsætisráðherraembætti í ís- rael. Stefna hans og störf hafa jafnan verið mjög umdeild og nú, þegar hann lætur af emb- ætti forsætisráðherra, verða þeir margir, sem telja, að verstu grunsemdir manna hafi komið fram. Þá er átt við hernaðaraðgerðir ísraels- manna í Líbanon og þá voðaatburði, sem urðu í flóttamannabúðum Palestínu- araba þar. Rannsóknardómur í ísrael komst að vísu að þeirri niðurstöðu, að Begin sjálfur hefði ekki átt þar hlut að máli. Hinu má heldur ekki gleyma, að Begin var sá for- ystumaður Ísraelsríkis, sem samdi frið við Egyptá og tók á móti Sadat Egyptalands- forseta á ísraelskri grund. Slíka samninga milli tveggja þjóða, se'm háð hafa marga hildi, geta aðeins sterkir stjórnmálaleiðtogar gert, sem njóta víðtæks stuðnings og trausts þjóða sinna. Flokkur Begins hefur nú valið eftirmann hans, en tím- inn einn leiðir í ljós, hvort hann reynist fær um að veita Ísraelsríki þá sterku forystu, sem leiðtogar á borð við Ben- Gurion, Goldu Meir og Men- achem Begin veittu þjóð sinni. Skipbrotsmenn af Brimnesinu í Ólafsvík í gær; frá vinstri Stefán Hjaltason, skipstjóri, Ásgeir Þorvaldsson, Steinn Símonarsoi „Reykurinn sveið í í áttum erfítt með a Rætt við skipbrotsmenn af Brimnesinu, sem sökk undan Jökli í gærmorgun „VIÐ vorum allir sofandi frammí lúk- ar þegar Stefán skipstjóri ræsti okkur og sagði að eldur væri laus um borð. Steinn vélstjóri fór ásamt Stefáni til þess að huga að eldinum, en Ásgeir og Finnur fóru aftur niður í lúkar til þess að sækja björgunarvesti," sögðu skipbrotsmenn á Brimnesinu í samtali við blaöamann Mbl. þar sem þeir voru staddir í Ólafsvík í gær. Þrír þeirra eru úr Reykjavík; Ásgeir Þorvaldsson, Arnbjörn Helgason og Finnur Magn- ússon, en Steinn Símonarson, vél- stjóri, er frá Keflavík. Skipverjar hófu þegar að reyna að koma björgunarbát fram á stafn og gekk það ágætlega. Þeir Ásgeir og Finnur fóru á meðan niður í lúkar til þess að sækja björgunarvesti. „Þegar við komum upp aftur var kæfandi reykveggur og sáum við ekki handa skil. Við urðum að geta okkur til um leiðina fram á stafn. Reykurinn sveið í augun og við átt- um erfitt með andardrátt," sögðu þeir Finnur og Ásgeir. Skipverjar köstuðu gúmmíbátn- um fyrir borð, en svo fljótt breiddist eldurinn út og svo mikill var reyk- urinn að björgunarbáturinn hvarf „Ræsti strákana og skömmu síðar lagði þykkan mökk yfir bátinn“ Segir Stefán Hjaltason, skipstjóri á Brimnesinu „ÉG VAR einn í brúnni þegar ég varð reyksins var. Vélarúmið var fullt af reyk þegar ég leit þar niður. Ég sendi þegar út neyðarkall, en svo virðist sem enginn hafi heyrt það. Því næst fór ég fram í lúkar og ræsti strákana og skömmu síðar lagði þykkan reykmökk yfir bátinn svo ekki sást framúr aug- um. Allt gerðist þetta ákafléga snöggt og ekki gafst ráðrúm til annars en að fara í björgunarbátinn. Sumir okkar fengu snert af reykeitrun, en við verð- um allir jafngóðir. Fyrir mestu er að mannbjörg varð,“ sagði Stefán Hjalta- son, skipstjóri á Brimnesinu og eig- andi bátsins, í samtali við blaðamann Mbl. „Við vorum búnir að vera um sól- arhring á trolli þegar eldurinn kom upp. Lögðum upp frá Reykjavík að- faranótt fimmtudagsins. Vorum 27 mílur vestur undan Jökli. Trollið var úti þegar eldurinn kom upp. Ekki gafst ráðrúm til þess að höggva á vírana og því rak bátinn undan trollinu og reykinn lagði eftir honum endilögum," sagði Stefán Hjaltason. Greinilegt var að Stefáni var mjög brugðið og vildi hann að öðru leyti ekki tjá sig um brunann — sagði það bíða sjóprófa. Mynd Mbl. Saxhamar SH 50 kemur með skipbrotsmenn til hafnar í Rifi. Björn Guðmundsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.