Morgunblaðið - 03.09.1983, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 03.09.1983, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. SEPTEMBER 1983 fclk í fréttum Elizabeth Taylor með Richard Burton. Sally Hay á von á barnl með Burton + Fyrir aðdáendur Liz og Burton eins frægasta parsins í Holly- wood, má segja, að saga þeirra saman, í eða utan hjónabands, verði ekki lengri. Sally Hay, núverandi kona Burtons, á von á barni með hon- um. Burton er fimmtíu og átta ára og á tvö börn, sem eru tutt- ugu og fjögurra og tuttugu og sjö ára. Hann hefur ákveðið að gefa þessu barni, sem hann á von á með Sally, almennilegt fjöl- skyldulif. Hin börnin hans hafa farið á mis við það að hans dómi. Liz lygnir bara sínum fallegu fjólubláu augum við allar þessar fréttir og segist vera hamingju- söm með Victor sínum, um leið og hún sýndi tuttugu og fjórum vinum sínum í veislu einni nýj- asta trúlofunarhringinn sinn, demant með sextán karötum, sem er háttskrifaður í skart- gripaheiminum og metinn á 200.000 dollara, um 6 milljónir ísl. kr. Mick Jagger og Rollingarnir fi 8—900 milljónir kr. fyrir að spila inn á fjórar plötur fyrir CBS. Stærsti plötusamn ingur sem + The Rolling Stones, rokkhljóm- sveitin sívinsæla, datt heldur bet- ur ú lukkupottinn nú nýlega. Var þeim Rollingunum boðinn plötu- samningur sem gefur þeim hvorki meira né minna en um 8—900 milljónir kr. í aðra hönd. Mick Jagger og félagar eiga að gera fjórar plötur fyrir stærsta plötufyrirtæki í heimi, CBS, og þetta er mesti samningur sinnar tegundar, sem gerður hefur verið. Sagt er, að CBS taki mikla áhættu með þessu, þar sem þeir Roll- um getur ingarnir eru enn bundnir samn- ingum við Atlantic-plötufyrir- tækið og eiga eftir að spila inn á tvær stórar plötur fyrir það áður en þeir geta snúið sér að CBS. Mick Jagger er nú talinn vera einhver ríkasti popptónlistarmað- ur í heimi og metinn á mörg hundruð milljónir króna. Honum ætti því ekki að verða skotaskuld úr því að veita barninu sínu sóma- samlegt uppeldi, sem hann á nú von á með unnustu sinni, Jerry Hall. + Leikarinn Robert Wagner er æfareiður þessa dagana ' egna þeirrar óvirðu, sem honum finnst minningu konu sinnar, leikkonunnar Natalie Wood, hafa verið gerð. Wagner vildi að Nat- alie yrði sá sómi sýndur að fá nafn sitt letrað á þá götu í Hollywood, sem heitir „Walk of Fame“ eða Frægramanna- gata en nefndin, sem þessu réð, sagði nei og ekki einu sinni heldur tvisvar. 39 Málflutningsskrifstofa Róberts Arna Hreiðars- sonar lögmanns er flutt að Túngötu 5, Reykjavík, sími 28030. Frá Badmintonfé- lagi Hafnarfjarðar Æfingatímar veturinn 1983 til 1984. Skráð verður á velli og tekið á móti félags- og vallargjaldi, 1.000 kr. á mann, mánudag og þriöju- dag, 5. og 6. september, kl. 18.00 til 20.00 í íþróttahúsinu við Strandgötu í Hafnarfirði. Stjórnin. o-.O, Fiskréttur á tiatnarbakkanuni Um helgina bjóðum við m.a. í forrótt sjávarréttasúpu eda grafna amálúdu meö sinnepssósu, síöan gufusoönar rauöspretturúllur meö Hollandaisesósu. Pönnusteiktan karfa meö olífum, rækjum og aspas. Djúpsteiktan steinbít meö Chantilysósu. Gratineraöa ýsu meö banönum. Auk okkar rómuðu fiskisúpu og fleiri girnilegra sjóvarrétta. Kaffivagninn. Grandagarði 10, sími 15932. Yngri ELDRI B0RGARAR Mallorkaferð 27. sept. — 18. okt. ae Enn á ný hefur feröaskritstofan Atlantik í boði Mallorkaferö fyrir fullorðiö fólk. Ferðin er kjörin tyrir þá er vilja lengja sumarið og njóta veðurbliöu siðsumarsins við Miöjarð- arhafsströnd. Gist veröur i hinu glæsilega ibuðarhoteli Royal Playa de Palma, en þar er öll aöstaöa hin ákjósanlegasta til að njóta hvíldar og hressingar. NÝJUNG Boöiö veröur upp á stutt fræösluerindi og umræöur um málefni aldraðra, heilsurækt o.fl Verð miöað viö 2 í stúdiói eða 3 i ibúð eöa 4 er kr. 25.800 -. Innifaliö i veröinu er hálft fæöi Fararstjori verður Þórir S. Guðbergeson télagsráðgjati. mO(VTH( Ferðaskritstofa, iönaðarhúsinu Hallveigarstig 1, símar 28388 og 28580.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.