Morgunblaðið - 03.09.1983, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 03.09.1983, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. SEPTEMBER 1983 ORVERUFRÆÐI eftir dr. Ara K. Sæmundsen Erfðavísar krabbameins 2. hluti. Upprifjun Til er flokkur veira, svokallaður Retro-veirur, sem innihalda erfða- vísi, sem ákvarðar ákveðið pró- tein, er síðan veldur truflun á eðli- legri starfsemi hinnar sýktu frumu. Afleiðingin er krabbamein. Allir þessir erfðavísar, sem ein- angraðir hafa verið úr Retro- veirum, eru kallaðir einu nafni v- onc (tafla 2). Síðan uppgötvuðu menn að allar frumur innihalda „erfðavísa krabbameins" sem órjúfanlegan hluta af erfðaefni sínu. Til aðgreiningar frá þeim erfðavísum, sem eru til staðar í Retro-veirum, þá eru erfðavísar frumnanna kallaðir einu nafni c- onc (tafla 2). í stuttu máli, c-onc virtust gegna mikilvægu hlutverki í eðlilegum efnaskiptum heilbr- igðra frumna, á meðan v-onc ollu umbreytingu þessara sömu frumna í illkynja krabbameins- frumur. Spurningum svarað Hinn mikli stöðugleiki í sam- setningu og uppbyggingu þessara erfðavísa benti til að þeir hefðu varðveist næsta óbreyttir í millj- ónir ára. Rannsóknir bentu einnig til að veirurnar hefðu innlimað c- onc snemma í þróunarsögunni og þannig hefðu v-onc orðið til. En hvers vegna höfðu þessar veirur innlimað einmitt þessa erfðavísa? Ein tilgáta gerir ráð fyrir að þess- ar veirur hafi upphaflega gegnt hlutverki boðbera innan frumna og milli frumna. Þær hafi verið einskonar erfðavísaferjur og flutt erfðavísa úr einu umhverfi í ann- að, t.d. frá einum litningi til ann- ars, eða hreinlega á milli frumna. Þannig hafi þroskun frumna farið fram fyrir milljónum ára. Þegar frumurnar verða þróaðri og þurfa ekki lengur á þessum „sendlum" að halda, þá verða til Retro-veir- ur, lítil bútur af erfðaefni, sem setur alla eðlilega starfsemi frumna úr skorðum. Hversu margir eru þessir erfða- vísar? Ekki er vitað, hvað þessir erfðavísar verða margir, þegar upp er staðið. Einangrun og auð- kenning þessara erfðavísa hefur hingað til verið tengd einangrun og auðkenningu nýrra Retro- veira. Alltaf er verið að einangra nýjar tegundir eða stofna annað slagið, en margir hinna „nýju“ erfðavísa virðast vera náskyldir þeim sem fyrir eru. Þannig er t.d. um erfðavísana bas og has (tafla 2). Margir hallast því að því að rjóminn af þessari erfðavísa „fjöl- skyldu" hafi þegar fundist. Hvert er hlutverk þeirra pró- teina, sem þessir erfðavísar ákvarða? Her manna fór nú í að reyna að auðkenna þau prótein, sem þessir erfðavísar ákvarða. Nokkur slík eru sýnd í töflu 2. Eins og sjá má, þá er töluverður stærðarmunur á milli þessara pró- teina, en eitt virðast þau flest eiga sameiginlegt og það er að þau hafa öll ensím virkni. Þau eru það sem kallað er „prótein kínasar", þ.e. ensím, sem bæta fosfathópum (fosfóra) á önnur prótein. Fosfór- un próteina er einmitt talin vera mikilvæg í stjórnun efnaskipta- ferlanna. Einnig kom í ljós að eng- inn munur virtist vera á uppbygg- ingu og gerð þeirra próteina, sem voru ákvörðuð af v-onc eða þeirra sem voru ákvrðuð af c-onc. Þannig virtist t.d. ekki vera nokkur mun- ur á pp60 frá v-src eða c-src (tafla 2). Þessar niðurstöður styrktu enn frekar tilgátur manna um skyld- leika hinna ýmsu v-onc og c-onc og um mikilvægi þessara erfðavísa í grundvallarefnaskiptum þroskun- ar. Hvers vegna? Svo virðist sem „erfðavísar krabbameins" Retro-veira ákvarði sömu prótein og þessir sömu erfðavísar ákvarða í heilbrigðum frumum. Ef þessu er þannig varið, hvernig stendur þá á því að afurð- ir v-onc veldur afbrigðilegum vexti, en ekki afurðir c-onc? Nokkrir möguleikar eru fyrir hendi. f fyrsta lagi þá mætti ímynda sér að magn þessara pró- teina yrði hreinlega of mikið inn- an frumnanna, þar sem c-onc væri í gangi, þ.e. ef sams konar v-onc væri innlimað í erfðaefni þeirra frumna og myndi hefja fram-j leiðslu sama próteins, þá yrði magn þess margfalt á við það sem eðlilegt væri. Afleiðingin yrði hömlulaus vöxtur. f öðru lagi, þá var hugsanlegt að lokað væri fyrir ákveðið c-onc, það hefði þegar gegnt skyldu sinni, t.d. í þroskun. Ef sambærilegt v-onc væri innlim- að inn í erfðaefni frumunnar og færi í gang, þá væri allt í einu til staðar prótein, sem ekki á að vera til staðar með sömu afleiðingum og áður var lýst. í þriðja lagi, þá gat verið um örlítinn mun að ræða milli v-onc og c-onc, þannig að prótein sem ákveðinn v-onc ákvarðar hafi hugsanlega aðra verkun eða láti ekki eins vel að stjórn og afurð c-onc. Þar með er kominn ruglingur á allt kerfið. Það hefur sýnt sig að allir þessir möguleikar geta verið fyrir hendi, en hvað hefur átt sér stað þegar ekki er hægt að sýna fram á að það sé ákveðin veira, eða v-onc sem er orsökin? Er hugsanlegt að breytingar í starfsemi og stað- setningu c-onc geti einnig valdið því að annars heilbrigð fruma verði illkynja? Nýjar aðferðir — nýjar niðurstöður Til eru aðferðir sem ekki verður farið nánar út í hér, er gera mönnum kleift að yfirfæra erfða- efni eða hluta af erfðaefni einnar frumu yfir í aðra. Til er fjöldinn allur af krabbameinum, m.a. í mönnum, sem ekki er hægt að bendla Retro-veirur við. Hægt var að ímynda sér að slík krabbamein væru orsök breytinga, t.d. stökk- breytinga, í sjálfum c-onc. Ef svo væri, þá var hugsnlegt að ef ein- angrað væri erfðaefni úr krabba- meinsfrumum ákveðinnar gerðar og það síðan yfirfært yfir í frum- ur, sem ekki væru umbreyttar, þá myndi sá c-onc, sem hlut ætti að máli, umbreyta þessum frumum. Menn létu ekki sitja við orðin tóm, heldur einangruðu erfðaefni í stórum stíl úr fjölda mismunandi krabbameina og tóku að yfirfæra yfir í „heilbrigðar" frumur í frumuræktun. Og viti menn, sumar þessara frumna umbreytt- ust. Þeir gátu síðan einangrað þá c-onc, sem hlut áttu að máli, og hingað til hafa sökudólgarnir reynst vera þrír náskyldir c-onc, þ.e. c-has, c-bas og c-kis(tafla 2). Hvað eftir annað einangruðust þessir þrír, c-onc, m.a. úr blöðru- krabba, lungnakrabba, ristil- krabba o.s.frv. Þetta hefur valdið mönnum nokkru hugarangri, því að þessar niðurstöður koma ekki heim og saman við þær niðurstöð- ur sem fengust með veirumódel- unum, þ.e. að hver v-onc væri mjög sérvirkur og ylli bara ákveðnum tegundum krabbameins í ákveðnum vefjum. Hér voru 2—3 erfðavísar, sem einangruðust úr öllum mögulegum krabbameinum af mismunandi uppruna. Hver gat verið skýringin á þessu? Tafla 2. Yfirlit yfir nokkra „erfðavísa krabhameins“ og afurðir þeirra Heiti v-onc Heiti c-onc c-onc í ganfi Afurðir einhvern tíma c-onc eóa á þroskunarferli v-onc ?-src c-src já pp60 v-myc c-myc Já ? v-mos c-mos ? ? v-abl c-abl ? pl50 v-bas c-bas ? ? v-has c-has Já p2l v-fes c-fes Já p92 v-sis c-sis Já p28 v-kis c-kis ? p22(?) Einar (fjær) við kennslu. Nemandinn heitir Bjargmundur Ingólfsson. 't MorgunblaðiðKEE „Fáir sem þurfa meira á flug- inu að halda en Snæfellingar“ - segir Einar Frederiksen sem kennir flug á Rifi Þau eru margvísleg verkefnin sem flugnemar úti á landi þurfa að leysa af hendi. Þarna eru Bjargmundur Ingólfsson og Hjálmtýr Ágústsson að setja eldsneyti á flugvélina. ,ÞAÐ ERU fáir sem þurfa meira á því að halda að fá sér flugvél og læra að fljúga en Snæfellingar. Vegirnir eru svo óskaplega erfiðir. Sem dæmi má taka að það tekur 4 klukkutíma að aka til Reykjavíkur en ekki nema 40 mínútur að fljúga þangað,“ sagði Einar Frederiksen flugkennari hjá Flugtaki í samtali við blaðamenn Mbl. er við hittum hann á flugvellin- um á Rifi fyrir sköramu. Einar sagð- ist hafa verið þarna í tvo og hálfan mánuð að kenna flug og sagðist hann ekkert fara suður aftur fyrr en hann væri búinn að koma þeim 14 nemendum, sem hann væri með, í gegnum sólóprófið. „Ég gef það ekkert eftir úr því ég er kominn hingað, ég er svo rómantískur í mér að ég hætti ekki fyrr en draumurinn rætist," sagði Eifiar.-rfÞe»si kennsla er orð- in geggjun hjá manni og kemst gróðasjónarmiðið þar ekki að, það er ágætt ef maður hefur sæmilega atvinnu af þessu. Við þessir gömlu í þessu erum meiri hugsjónamenn en atvinnumenn, við byrjuðum í sviffluginu barnungir og höfum gengið í gegnum allt.“ Um tildrög þess að hann fór vestur að kenna sagði Einar að nokkrir nemendur hefðu verið byrjaðir að læra hjá sér fyrir sunnan þar sem hann starfar sem yfirkennari hjá Flugtaki og hefðu þeir haft áhuga á að fá kennara vestur um tíma. „Svo ég sló til og fór hingað," sagði Einar. „Konan mín er frá Ólafsvík svo ég hafði aðstöðu til að búa hér. Þetta urðu síðan 14 nemendur þegar til kom. 4 eru búnir að taka sólóprófið og 4 eða 5 taka það á næstunni. Við erum komnir með 140 eða 150 flugtíma á þessum tíma og hefð- um verið búnir að fljúga miklu meira ef veðrið hefði ekki verið jafn leiðinlegt og raun ber vitni og sett strik í reikninginn." — Er áhuginn mikill? „Þetta eru býsna miklir áhuga- menn þegar þeir loksins komast af stað. Þetta er allt kraftmikið fólk, það er ekki með þetta sífellda kröfukjaftæði, allt öðru vísi en 1 Reykjavík. Þetta skapar skemmti- legan anda hjá hópnum. Þú sérð að þegar saman kemur hópur samansettur úr jafn ólíkum stétt- um sem: sjómaður, kaupmaður, stöðvarstjóri Loranstöðvarinnar, bæjarstjóri og forstjóri beina- mjölsverksmiðjunnar, þá verður úr því góður hópur sem lætur ekk- -ert standa fyFÍr-sér." HBj.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.