Morgunblaðið - 03.09.1983, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. SEPTEMBER 1983
17
Þessi hópur er meóal þeirra sem lyfta pilsum i skosku dðgunum i Hótel
Loftleiðum.
Skozkir dagar
á Loftleiðum
SKOSKIR dagar verða i Hótel Loft-
leiðum dagana 8.—11. september
næstkomandi. Þar koma fram
skoskir söngvarar, dansarar og aðrir
skemmtikraftar, skoskur matur
verður i boðstólum og kynntir verða
ferðamöguleikar til Glasgow og
Edinborgar.
Að sjálfsögðu eru sekkjarpípu-
leikarar og trumbuslagari með i
hópnum og hyggjast þeir sýna
borgarbúum listir sínar á Lækj-
artorgi í hádeginu þá daga sem
Skotlandskynningin stendur.
Breska ferðamálaráðið hefur fyrir
skömmu gefið út vandaðan bækl-
ing um Glasgow og Vestur-
Skotland og er hann á íslensku.
Breytt framkvæmd
við útreikning á
lánskjaravísitölu
GRUNDVÖLLUR linskjaravísitölu, sem settur var 100 hinn 1. júní 1979, er
samsettur að % af vísitölu framfærslukostnaðar og að ‘/i af vísitölu bygg-
ingarkostnaöar. Þar sem ríkisstjórnin hefur ákveðið, að ofangreindar vísitöl-
ur verði reiknaðar mánaðarlega, mun lánskjaravísitala frá og með 1. október
nk. fylgja hinum mánaðarlega útreikningi, segir í frétt Seðlabankans.
Þá segir: „Urskurðarnefnd skv.
44. gr. laga nr. 13/1979 um stjórn
efnahagsmála o.fl. hefur fellt úr-
skurð um, hvernig lánskjaravísi-
talan með hinum nýja útreikningi
skuli tengd hinum fyrri."
í síðari málslið 44. gr. nefndra
laga segir svo:
„Verði gerð breyting á grund-
velli einhverrar vísitölu, sem leyfð
hefur verið í verðtryggðum samn-
ingum, skal nefndin fella úrskurð
um það, hvernig umreikna skuli
milli hinna tveggja vísitölu-
grundvalla. Hagstofustjóri skal
vera formaður nefndarinnar, en
auk hans tilnefnir Hæstiréttur
mann í nefndina og Seðlabankinn
annan."
Að fengnum úrskurði skv.
ofanskráðu hefur Seðlabankinn nú
reiknað út lánskjaravfsitölu fyrir
septembermánuð 1983 og er hún
786 stig.“
Hreppsfélögin samein-
ud í Mýrdalshrepp
Lidihvammur, 1. september.
í MÝRDAL í Vestur-Skaftafellssýslu
hafa verið tvö hreppsfélög síðan
1887. Á undanförnum árum hefur
nokkrum sinnum borið á góma að
sameina þessa hreppa í eitt sveitar-
félag og 14. nóvember sl. var gengið
til atkvæðagreiðslu um sameiningu
hrcppanna.
Atkvæði féllu þannig að tölu-
verður meirihluti var með samein-
ingu. Síðan hefur verið unnið í
þessum málum og er nú það langt
komið að félagsmálaráðherra hef-
ur samþykkt að þessi tvö sveitar-
Barnaleikhúsið
HINN 28. ágúst sl. var stofnað
barnaleikhús í Reykjavík og hlaut
það nafnið Tinna.
Markmið Barnaleikhússins er
að skapa aðstöðu fyrir börn og
hvetja þau til dáða á öllum sviðum
leikhúss. í fyrstu mun leikhúsið
eingöngu sýna leikrit eftir börn.
En stefnt er að því í framtíðinni
að virkja barnaheimili, barna- og
gagnfræðaskóla landsins, svo og
ýmsa sérskóla fyrir bðrn og skapa
þessum stofnunum aðstöðu til
sýninga í sem flestum greinum
félög renni saman í eitt 1. janúar
1984. 12. september nk. verður
lögð fram kjörskrá til sveitar-
stjórnarkosninga fyrir hið nýja
hreppsfélag. Frestur tii að skila
framboðum verður til 11. október
nk. og að mánuði liðnum þar frá,
eða 12. nóvember, verða síðan
sveitarstjórnarkosningar þar sem
kosnir verða sjö menn í hrepps-
nefnd og tveir menn til sýslu-
nefndar. Eftir tillögu núverandi
hreppsnefnda mun hinn nýi
hreppur heita Mýrdalshreppur.
Sigþór
Tinna stofnað
lista, segir í frétt frá Tinnu.
Fyrsta verkefni Barnaleikhúss-
ins er skemmtun fyrir börn á
barnaskemmtun á 10 ára afmæli
Flugleiða. Skemmtunin fer fram á
Hótel Loftleiðum helgina 17. og
18. september. Meðal annars verð-
ur frumsýnt leikrit eftir Magnús
Geir Þórðarson, 9 ára. Þeir sem
hafa áhuga á að koma fram á veg-
um Barnaleikhússins á afmælis-
hátíð Flugleiða þurfa að hafa
samband við Tinnu, Vonarstræti
1, Reykjavík.
Ótrúlegt úrval
af sófasettum með leður- og
tauáklæði í 3+1+1 sætafjölda á
sérstaklega lágu verði.
Leður kr. 70.500.-
Áklæði kr. 39.900.-
Leður kr. 82.900,-
Áklæöi kr. 43.600,-
Leður kr. 58.800.-
Áklæði kr. 32.700.-
Leður kr. 66.700.-
Áklæði kr. 36.400.-
Leður kr. 65.700.-
Áklæði kr. 35.500.-
Leður kr. 61.900.-
Áklæði kr. 31.300,-
Opið í dag frá kl. 10—4
HÚSGÖGN
Langholtsvegi 111.
Sími 37010 — 37144.