Morgunblaðið - 03.09.1983, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 03.09.1983, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. SEPTEMBER 1983 Laddi, Jörundur og Hljómsreit Stefáns P. ?eróa fastur liður í Septembersyrp- unni í Eyjum, en hún hefst um n«stu helgi. Septembersyrpa fyr- ir ferðamenn í Eyjum Skansinn og Hótel Gestgjafinn auk fleiri aðila standa fyrir Sept- embersyrpu í Vestmannaeyjum um næstu helgar, en Hótel Gest- gjafinn opnaði nýlega 14 her- bergja mjög glæsilega gistiað- stöðu. Þá munu ýmsir aðilar í ferða- og menningarmálum standa að þáttum i sambandi við Septembersyrpuna í Eyjum. Gestgjafinn og skemmtistaður- inn Skansinn munu bjóða upp á sértaka ferðapakka til Eyja, gist- ingu og kvöldskemmtanir. Á föstudags- og laugardagskvöldum munu þeir Laddi og Jörundur flytja sérstaka skemmtidagskrá, en hljómsveit Stefáns P. leikur fyrir dansi. Þá er sitthvað fleira á boðstól- um í Eyjum fyrir gesti og gang- andi, skoðunarferðir til sjós og lands, með rútum um nýja hraun- ið m.a., með bátum i sjávarhella og rómaður er trompetleikur í sjávarhellunum sem bátsmenn bjóða upp á í Bravó, þá er unnt að komast í sjóstangaveiði á góðum bát sem bæði er búinn skjólfötum og veiðarfærum. Náttúrugripa- safn Vestmanneyja, lifandi fiska- safn m.a., er fjölsótt af ferða- mönnum, byggðarsafnið, sund- höllin með margþættri aðstöðu, golfvöllur Vestmannaeyja og sitt- hvað fleira mætti nefna, sagði Pálmi Lórensson eigandi Gest- gjafans í samtali við Morgunblað- ið. Auðvelt er að komast til Eyja með flugi eða Herjólfi og gjarnan taka menn þá bíla sína með sér, en með aukinni gistiaðstöðu í Eyjum hafa fastalandsmenn í æ rfkari mæli sótt Eyjarnar heim, enda er hægt að njóta þar samfelldrar dagskrár í nokkra daga ef mönnum sýnist svo. «s Hótel Gestgjafinn og eitt hinna vistlegu og rúmgóðu berbergja hótelsins. itostusamt helur verið i Chile síðustu vikurnar Ólgan í Chile síðustu vikurnar og mánuðina hafa beint augum manna að styrkleika Augosto Pinochet forseta landsins. Mótmælin voru þau fyrstu að einhverju gagni sem dundu á herstjórn hins 67 ára gamla forseta, sem er talinn einn sá fastasti í sessi sem til er í þessum heims- hluta, enda hefur hann kunnað til verka í þessum efnum eftir að hafa verið yfirmaður hersins í tíu ár eftir að hann tók völdin í landinu. Nú reynir á, að herinn svíki hann ekki og hann geti treyst stuðningi hans, því verka- lýðsfélög, námsmenn og stjórn- arandstöðuflokkar hafa staðið fyrir óvenjulega djörfum mót- mælum. Þessir hópar byrjuðu í maí á því að efna til mánaðar- legs verkfallsdags, til að mót- mæla 30 prósent atvinnuleysi í landinu og mannréttindabrot- um. Snerust kröfurnar upp í að Pinochet segði umsvifalaust af sér og boðað yrði til kosninga. Ofan á þetta hefur bæst, að ólga er sögð innan hersins vegna fregna þess eðlis, að mikil spill- ing „grasseri" innan forseta- fjölskyldunnar, en einnig og ekki síður vegna þess hvernig Pinoch- et hefur brugðist við mótmæla- aðgerðum alþýðunnar. Má nefna viðbrögð hans á mótmæladeginum í ágúst, er hann tefldi fram 18.000 her- mönnum til að lumbra á fólkinu. Var lumbrað svo rækilega, að 24 týndu lífi og fjöldi særðist meira og minna. Á sama tíma stokkaði hann upp ráðuneyti sitt í við- leitni til að endurheimta minnk- andi stuðning úr röðum hægri- og miðafla. Þó að óbreyttir borg- arar, en ekki hermenn, séu I meirihluta í ráðuneyti Pinoch- ets, í fyrsta skipti síðan hann komst til valda, þá telja kunnug- ir að herinn sé samt sem áður eina aflið sem geti komið i veg fyrir að Pinochet sitji óhaggan- legur í forsetastólnum til ársins 1989, eins og hann ætlar sér að gera. Margir óska þess að herinn hætti að styðja forsetann, hætti hann ekki að misnota hann með því að tefla honum fram gegn óbreyttum borgurum. Það er svo sem ýmislegt sem bendir til þess, yfirmaður flug- hers Chile, Fernando Matthei, hefur opinberlega gagnrýnt um- rætt hlutverk hersins og vitað er að háttsettir foringjar í sjóhern- um eru sömu skoðunar. Hins vegar er ljóst, að sjóherinn og flugherinn myndu lítið geta án hins 53.000 manna landhers. Sé einhver ólga innan hersins vegna verkefna þeirra sem Pin- ochet hefur fyrirskipað að und- anförnu, kom hún ekki fram ný- lega, er herforingjar Chile-hers sátu 5-daga fund. Menntamaður nokkur sem óskaði eftir nafn- leynd, túlkaði þetta á þann hátt, að það væri ekkert eðlilegra en Vöngum er velt yfir tryggð hersins við Pinochet forseta að menn færu ekki hátt með óánægjuraddir sínar. „Það er ólga innan hersins, en öll alþýða manna fær ekkert að vita og hugsanlegar aðfarir að Pinochet munu fara fram hægt og bítandi. „Herinn er á bak við lás og slá ef svo mætti að orði komast, hann er gersamlega afskiptur frá al- þýðu manna. Stjórnarsinnaðir pólitíkusar gera sér ekki einu sinni grein fyrir því hvernig Augosto Pinochet forseti Chile w AF ERLENDUM VETTVANGI eftir RICHARD BOURDREAUX Listamannaklúbb- ur í Kvosinni Kandalag íslenskra lista- manna hyggst endurvekja starf- semi listamannaklúbbs í Reykjavík. Hugmyndin er, að fyrsta mánudagskvöld hvers mánaðar komi listamenn saman í „Kvosinni" (Rósenbergkjallar- anum). Aðgang að listamanna- nnMiirfia w* *€« • klúbbnum eiga allir í félagatali BÍL, og einnig er þeim heimilt að taka með sér gesti á meðan húsrými leyfir. Klúbburinn opnar mánudags- kvöldið 5. september nk. kl. 20.00. ákvarðanatökum innan hersins er háttað," sagði menntamaður- inn. Salvador Allende, fyrrum for- seti Chile, skipaði Pinochet yfir- mann hersins í ágúst 1973 og að- eins mánuði síðar hafði hann staðið að valdaráni, því fyrsta í Chile í fjóra áratugi. Allar götur síðan, hefur Pinochet breytt landslögum um eftirlaun til þess að halda í völdin. Og til þess að hlaða undir vini sína og frama- drauma þeirra, hefur hann fjöl- gað hershöfðingjum úr 25 í 50. En þrátt fyrir alla hershöfð- ingjana, er það Pinochet einn sem ræður, hann stjórnar eftir geðþótta hernum, lögreglunni, sjóhernum og flughernum og hefur dregið með öllu úr áhrifum hersins í ákvarðanatökum varð- andi stjórnun landsins. Engu að síður sitja herforingjar í 7 ráð- herrastólum og öllum 13 héraðs- stjórnarstólum landsins. Sérfræðingur nokkur í Chile, sem ekki vildi láta nafns getið, sagði um tvo árlega fundi hers- höfðingjanna: „Það er aldrei rif- ist, það eru aldrei deilumál. Herforingjarnir mæla alltaf í ákveðinni röð, allt eftir því hvar þeir sitja í metorðastiganum og þeir ræða aldrei um annað en þau mál sem Pinochet sjálfur ákveður. Enginn spyr spurninga, allir segja já og amen við öllu sem Pinochet segir.“ Útgjöld til hermála hafa auk- ist um helming siðan Pinochet tók völdin fyrir 10 árum, árið 1981 nam upphæðin 1,5 milljörð- um dollara. Herinn hefur því haft í nógu að snúast við það eitt að stækka og eflast. Þá hefur at- hygli hersins einnig beinst að landamærum Chile og Argent- ínu, en þar hafa erjur staðið yfir lengi. Þá hefur Pinochet lengi verið með „hugmyndafræðilegt þjálfunarskipulag" fyrir herfor- ingja- og yfirmannaefni sín og á skipulagið að vera undirbúning- ur fyrir „nýtt lýðræði" sem Pino- chet kallar svo og verður varið fyrir ágangi marxismans með hervaldi. Samkvæmt gamalli hefð hefur herinn í Chile ekki viljað blanda sér um of í pólitfk- ina og umrætt skipulag hefur al- ið á nokkurri tortryggni innan hersins. En aðskilnaður hers og alþýðu er ekki einhlítur og nægir að benda á nýja ráðuneytið sem Pinochet skipaði í þessum mán- uði, en fyrir því fer Sergio Onofre Jarpa, stjórnmálamaður en ekki herforingi. Hann er sagður harðsnúinn kommúnista- hatari. Pinochet gaf einnig eftir varðandi fregnir um spillingu f fjölskyldu hans. Hann rak tengdason sinn úr opinberu emb- ætti, en sá hafði beitt nautgripa- hjörðum sfnum á tún f eigu rík- isins. Þá dró hann mjög úr við- skiptum ríkisins við tryggingar- félag dóttur sinnar eftir að hafa fengið ákúrur þar um. Ýmislegt hefur sem sagt breyst í Chile síð- ustu mánuðina. Spurningin er hvort herinn snúi baki við Pinochet. Sérfræð- ingar í málefnum Chile eru næstum allir á eitt sáttir um að herforingjarnir muni ekki rjúfa tryggðina nema þeir verði sam- mála um að ólgan f landinu sé stjórnarháttum forsetans um að kenna. Mannfallið í óeirðunum á dögunum vakti marga til um- hugsunar og víst er, að rjúfi her- inn tryggð verður það á þessum forsendum. Herinn gegn fólkinu, er það sem herforingjunum mis- líkar að því að talið er, en það er í hæsta máta ólíklegt að frekari breytingar á stjórnarháttum í Chile fari fram á einni nóttu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.