Morgunblaðið - 03.09.1983, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 03.09.1983, Blaðsíða 48
Þú svalar lestxarþörf dagsins i Moggans! LAUGARDAGUR 3. SEPTEMBER 1983 Flugleiðir lána Cargolux flugvirkja: Draga varð um hverjir færu „ÞAÐ KOM beiðni frá Cargolux um aö Flugleiðir lánuðu þeim 10 flug- virkja vegna tímabundinna aukinna verkefna félagsins og miðað við á.stand mála þótti sjálfsagt að verða við þessari beiðni," sagði Sæmundur Guðvinsson, fréttafulltrúi Flugleiða, í samtali við Mbl. „Þegar farið var að kanna málið meðal flugvirkja félagsins koma f ljós, að mikill áhugi var hjá mönnum að komast í þetta og endir- inn varð sá að dregið var úr nöfnum manna,“ sagði Sæmundur ennfrem- ur. Sæmundur sagði mjög æskilegt, að félög gætu samnýtt að hluta starfsmenn eins og gerist í þessu tilviki, eftir verkefnum hvers fyrir sig. „Ég vona að þetta verði aðeins upphafið að frekari starfsemi af þessu tagi.“ Þess má geta, að Cargolux er með viðhald eigin véla auk þess að sjá um viðhald flugvéla fyrir Luxair. Sovétríkin svara ekki í síma SOVÉTMENN lokuðu fyrir allar sím- hringingar til Sovétrfkjanna í kjölfar þess að herþota sovézka hersins skaut niður suður-kóreönsku farþegaþotuna norður af Japan á miðvikudag. Þegar Morgunblaðið bað „talsam- band við útlönd", 09, að ná sam- bandi við íslenzku sendinefndina, sem átt hefur í viðskiptaviðræðum við Sovétmenn í Moskvu síðustu daga, fengust þau svör í London, en öll símtöl við Evrópu fara þar í gegn, að Sovétríkin væru lokuð. Ekki hefði verið um að ræða neitt símasamband þangað síðan árásin á suður-kóreönsku farþegaþotuna var gerð. Skotárás mótmælt í gær kvaddi Geir Hallgrímsson, utanríkisráðherra, á sinn fund sendifulltrúa Sovétríkjanna, sem veitir sendiráði Sovétríkjanna for- stöðu í fjarveru sendiherrans. Öskaði utanríkisráðherra eftir upplýsingum og skýringum á þeim sorglega atburði er kóre- önsk farþegaþota með 269 far- þega og áhöfn var skotin niður. Lýsti utanríkisráðherra hryggð yfir þessum ógnarlega atburði og siðlausa athæfi. Ljósmyndari Mbl., RAX tók þessa mynd af sovézka fulltrúanum þegar hann mætti til fundar við Geir Hallgrímsson, utanríkisráð- herra. Brimnesið frá Ölafsvík sekkur í sæ undan Jökli. Mynd Mbl. Eggert Ólafsson „Kæfandi reykveggur og við sáum ekki handa okkar skii“ Rætt við skipbrotsmenn af Brimnesinu sem sökk í gærmorgun undan Jökli „ÞAÐ ER LJÓST að vart mátti tæpara standa með björgun okkar — aðeins liðu nokkrar mínútur frá því við vorum ræstir þar til kæfandi reykmökkurinn lagðist yfir bátinn,“ sögðu skipbrotsmenn af Brimnesinu frá Ólafsvík í samtali við blaðamann Mbl. í gær, en eldur kom upp í bátnum rétt um klukkan fimm í gærmorgun. Brimnesið var þá statt um 27 sjómílur vestan undir Jökli. Laust fyrir klukkan hálfsjö var skip- brotsmönnum bjargað um borð í Saxhamar frá Rifi. Nokkrir skip- verja fengu snert af reykeitrun, en að öðru leyti urðu engin slys á mönnum og kom Saxhamar með skipbrotsmenn til Rifs um hádeg- isbilið í gær. „Ég ræsti þegar strákana en skömmu síðar lagði þykkan reykmökk yfir bátinn. Allt gerðist þetta ákaflega snögglega og ekki gafst ráðrúm til annars en að fara í björgunarbátinn," sagði Stefán Hjaltason, skipstjóri á Brimnes- inu. Á meðan skipverjar komu björgunarbáti fram á stafni, fóru tveir þeirra, Ásgeir Þorvaldsson og Finnur Magnússon, niður til þess að sækja björgunarvesti. „Þegar við komum upp aftur var fyrir kæfandi reykveggur og sáum við ekki handa okkar skil. Við urð- um að geta okkur til um leiðina fram á stafn. Reykinn sveið í aug- un og við áttum erfitt með andar- drátt," sögðu þeir Ásgeir og Finn- ur. Skipverjar komust um borð í björgunarbátinn, en skömmu síð- ar var Brimnesið alelda og mikil sprenging kvað við. Þá rak frá log- andi bátnum, en sendu upp neyð- arblys. Saxhamar frá Rifi kom og bjargaði skipbrotsmönnum um klukkan hálfsjö. Um áttaleytið kom varðskip á vettvang og hóf slökkvistarf, en allt kom fyrir ekki. Brimnesið sökk í sæ rétt um klukkan 10. Sjá viðtöl við skipbrotsmenn og skipstjórann á Saxhamri ásamt myndum í miðopnu. Stefna ríkisstjórnarinnar við gerð fjárlagafrumvarps 1983: Stöðugt gengi og 4—6% verðlags- og launahækkanir STEFNA ríkisstjórnarinnar við gerð fjárlagafrumvarps fyrir árið 1984 var mörkuð að stærstum hluta á ríkis- stjórnarfundi, sem stóð frá kl. 9 til 15 í ráðherrabústaðnum í gær. Bygg- ir frumvarpið á að gengi íslenzku krónunnar verði stöðugt á árinu og að meðaltalshækkun launa á næsta ári verði um 4—6%. Allar útreikn- ingsforsendur eru miðaðar við verð- lag í desembermánuði 1983, sem þýðir að búið er að taka inn í allar hækkanir sem orðið hafa frá fjárlög- um fyrir árið 1983. Gert er ráð fyrir heldur meiri launahækkunum en verðlags- hækkunum, þannig að launahækk- anir verði nær 6% en verðlags- hækkanir nálægt 4%. Talið er að unnt verði að halda stöðugu gengi með þessum prósentuhækkunum, en ekki er loku fyrir það skotið að utanaðkomandi aðstæður geti haft óverjandi áhrif á gengið. Ríkis- stjórnin stefnir að rekstrarjöfnuði á árinu 1984, en rekstrarhalli árs- ins 1983 nálgast óðum einn millj- arð króna. Stefnt er að almennum niður- skurði á öllum rekstrargjöldum ríkissjóðs, svo og i verklegum framkvæmdum, á framlögum til opinberra sjóða, einnig á að hamla svo sem kostur er gegn nýfram- kvæmdum. Ríkisstjórnin ræddi einnig gerð þjóðhagsáætlunar á fundi sínum í gær og verður vinnu við hana haldið áfram í Þjóðhagsstofnun með viðmiðun við grundvallar- stefnu ríkisstjórnarinnar í fjárlagafrumvarpsgerðinni. Fund ríkisstjórnarinnar í gær sátu einnig ráðgjafar hennar í efna- hagsmálum og þeir sem unnið hafa að gerð fjárlagafrumvarpsins og þjóðhagsáætlunar. Ríkisstjórn- in hyggst leggja lánsfjáráætlun fram á Alþingi samhliða fjárlaga- frumvarpinu og er stefna ríkis- stjórnarinnar hvað hana varðar að nýjar erlendar lántökur á árinu 1984 fari ekki fram úr 3.500 til 4.000 milljónir króna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.