Morgunblaðið - 22.09.1983, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 22.09.1983, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. SEPTEMBER 1983 Lélegar heimtur á gönguseiðum í Grímsá og Langá: Ekki nægar rannsóknir á afdrifum gönguseiða — segir Þórir Dan, fiskifræðingur MJÖG LÉLEGAR heimtur voru á gönguseiðum í Grímsá í Borgarflrði og Langá á Mýrum í sumar og mun verri en búist hafði verið við. Samkvæmt upplýsingum sem Morgunblaðið fékk hjá Þóri Dan, fiskifræðingi hjá Veiðimálastofnun, sem aðsetur hefur í Borgarnesi, var 3.000 merktum gönguseiðum sleppt í Grímsá í fyrra, en af þeim veiddust 4 laxar í sumar eða 0,133%. í Langá var sleppt 4.000 merktum seiðum, en í sumar veiddust í ánni 4 laxar merktir, en í sjó fengust 12 merktir laxar. Þá fengust auk þessa 6 laxar sem virtust uggaklipptir, en án örmerkis. Hvað Grímsá varðar er endur- heimtan 0,133%, en að sögn Þór- is væri hægt að ná henni upp í 0,4%, ef gert er ráð fyrir að þriðjungur laxanna hafi veiðst í Hvítá og þriðjungur hafi ekki veiðst. Hins vegar væri vanda- málið það að allar rannsóknir vantaði, en miðað við þær stað- reyndir sem fyrir iægju, væri árangur gönguseiðasleppinga mjög lélegur og miklu verri en talið hefur verið. Hins vegar gat Þórir þess að eitthvað af laxi gæti skilað sér á næsta ári, en yfirleitt væri hlutfallið minna af tveggja ára fiski í Borgarfjarðarám. Ef vikið er að Langá er hlut- fallið betra en í Grímsá, ef sjáv- arveiðin, en veitt er í net við ósa árinnar, er tekin með. Með sjáv- arveiði er hlutfallið 0,4%, án hennar er hlutfallið 0,1%, en séu vafalaxarnir 6 teknir með er hlutfallið 0,55%. Þórir Dan sagði um heimturn- ar á gönguseiðum í sumar, að hann hefði átt von á litlum, en ekki svona litlum heimtum. Hins vegar kvaðst hann telja að veiði- aukningin í Grímsá í sumar hefði verið þökkuð gönguseiðun- um, ef þau hefðu ekki verið merkt og því ekki hægt að sýna fram á litla hlutdeild þeirra í aflanum. Miðað við þann lélega árangur sem slepping gönguseiða virðist gefa, kvaðst Þórir telja að miklu arðvænlegra væri að sleppa sumaröldum seiðum í laxveiðiár, þar sem slík slepping ætti við. En varðandi þá stefnu að sleppa gönguseiðum, sagði Þórir að hún byggðist ekki á nægum rann- sóknum. Ólafsvík: Dómsátt vegna sýn- inga á myndinni ET Ólafsvík, 21. september. TEKIST hefur dómsátt með munn- legu samkomulagi í máli framleið- enda kvikmyndarinnar ET gegn Villa vídeói í Ólafsvík vegna sýn- ingar kvikmyndarinnar af mynd- bandi um síðustu jól. Fréttaritari sneri sér til Jónas- ar Gestssonar, bankafulltrúa, stjórnarmanns í Villa vídeói, en Jónas hefur séð um málið fyrir fé- lagið. Var Jónas spurður hvort rétt væri að samið hefði verið um kr. 30.000 til sættarinnar. Jónas kvaðst hvorki vilja staðfesta þetta né neita þessu, því hann hefði ekki fengið í hendur skrifleg gögn hvað þetta varðar, en Villa vídeó væri sátt við málslok. Eftir því sem fréttaritarinn kemst næst er þetta það gjald sem greiða þarf fyrir þessa óheimilu sýningu. Hér vestra er talið, að framleið- andi myndarinnar geti líka unað vel við sinn hlut, því hann hefði fengið í sárabætur mikla hlát- urskviðu þegar hann komst að því að þessi óheimila sýning hefði get- að náð til allt að 1200 manns og greinilegt að hér hafi menn gert sér langan skó á lítinn fót. - Helgi Tunnusamsetning á Seyðisfirði. MarxunblaðiA/ Kjartan „Tjái mig allra síst í Morgunblaðinu fyrst“ — segir Kjartan Ólafsson um framboð til varaformanns Alþýðubandalagsins „ÞAÐ HEFUR ekki verið gefin út nein yfirlýsing af minni hálfu í þeim efnum og allra síst er við því aö búast að ég fari að tjá mig um slíkt í Morgunblaðinu fyrst,“ sagði Kjart- an Ólafsson, ritstjóri og varaformað- ur Alþýðubandalagsins, er Mbl. spurði hann hvort hann ætlaði að gefa kost á sér til kjörs sem varafor- maður Alþýðubandalagsins á lands- fundi flokksins sem haldinn verður um miðjan nóvembermánuð nk. Kjartan dvelur nú í fræði- mannsíbúð Húss Jóns Sigurðsson- ar í Kaupmannahöfn og hefur íbúðina til umráða frá 1. septem- ber sl. til 1. desember nk. Hann var spurður, hvort hann myndi sækja landsfundinn, sem haldinn verður upp úr miðjum nóvember. Hann svaraði: „Það gæti orðið. Ég hef húsnæðið að vísu til nóvem- berloka, þannig að ég er að velta því fyrir mér. Ef ég hef eitthvað um þessi efni að segja þá læt ég það koma fram á flokksvettvangi mínum að sjálfsögðu," sagði Kjartan að lok- um. Bruninn í fiskiðjunni Freyju á Suðureyri: Skemmdir minni en óttast var Suóureyri, 21. september. SkEMMDIR í fiskiöjunni Freyju hf. á Suðureyri af völdum bruna sem þar varð á mánudagskvöld voru minni en óttast hafði verið, en tjónið er metið á um 900 þús. kr., og er þar bæði um að ræða tjón á fasteignum og lausafé. Skemmdir á umbúðum reyndust ekki eins miklar og haldið var og verður hægt að nota mestan hluta umbúðanna. Einnig kom í Ijós að fiskur í frystiklefum var óskemmdur og ekki þarf að skipta um umbúðir á neinu því sem í frystigeymslu var, en þangað komst dálítill reykur. Útlit er fyrir að hér komist framleiðslan í eðlilegt horf á mánudagsmorgun. Nú eru allir að vinna hjá frystihúsinu og tekið er á móti fiski og eru allir bátar á sjó, stórir og smáir. Verður tekið á móti afla heimabáta út vikuna, en togarinn er væntanlegur í land um helgina. Þegar kviknaði í frystihúsinu voru á milli 30 og 40 tonn af óunn- um karfa þar og þegar er búið að flytja þann fisk til Þingeyrar til vinnslu og því liggur enginn fiskur undir skemmdum. — Fréttaritari Innflutningur á ósamsettum sfldartunnum Gæti orðið til að tryggja öruggan atvinnu, segir Jón Reynir Magnússon, framkvæmdastjóri SR INNFLUTNINGUR á ósamsettum sfldartunnum er nú hafínn í til- raunaskyni á vegum Sfldarverk- smiðja ríkisins. Er hér um að ræða efni i um 20.000 tunnur og verða þær settar saman á þeim stöðum, sem talið er að þeirra verði helst þörf við söltun. Að sögn Jóns Reynis Magnússonar, fram- kvæmdastjóra SR, er þetta meðal annars gert í því skyni að reyna að tryggja öruggari atvinnu hjá verk- smiðjunum. Auk þessa verða fluttar inn um 175.000 tunnur á vegum Síld- arútvegsnefndar, en tilrauna- innflutningurinn er í samráði við SÚN. Nokkuð skiptar skoð- anir eru um það, hvort innflutn- ingur þessi borgi sig og taldi einn viðmælenda blaðsins ódýr- ara að flytja samsettar tunnur inn frá Noregi en ósamsettar frá Finnlandi, eins og nú er verið að gera tilraunir með. Mun þar mestu skipta fjarlægðarmunur milli landanna og möguleikar á hagkvæmum flutningum frá Noregi. Að sögn Jóns Reynis hafa tunnur verið settar saman í Siglufirði, 5.000, og Raufarhöfn, 1.700, og samsetning er hafin á Seyðisfirði, 5.400 og að hefjast á Reyðarfirði, 3.500. Eru vélar til samsetningarinnar fluttar á milli staða. Sagði hann þetta til- raun til að brúa bilið milli loðnu- vertíða, svo fremi sem af þeim yrði. Gæti það orðið til að tryggja öruggari atvinnu. Þá væri einnig heppilegt að nota húsnæði Síldarverksmiðjanna, sem að miklu leyti væri autt mikinn hluta ársins. Sagðist hann ekki geta sagt til um það að svo stöddu, hvort þetta væri hagkvæmt, en ástæða hefði þótt til að reyna þetta, meðal annars til að við værum ekki um of háð fáum aðilum í Noregi með tunnukaup. Biðskák hjá Jóni L, JÓN L Arnason tefídi við alþjóðlega meistarann Daniel Roos í elleftu umferð alþjóðalega mótsins í Zug í Sviss. Skákin fór í bið og er staðan tvísýn að sögn Jóns, en að miklu leyti ótefld. Svisslendingurinn Beat Zuger sem er efstur á mótinu, gerði jafn- tefli við Svíann Dan Cramling og er því staða efstu manna líti breytt, en hún er þannig: 1. Zúge 8 v. af 11 mögulegum, 2.—! Cramling og Bischoff, V-Þýskal með 7 v., 4.-5. Jón L. Árnason o Trepp, Sviss, 6'A v. og biðskák. Tólfta umferð mótsins verðu tefld í dag og sú þrettánda og síð Lyf og læknaþjón- usta hækkar á bilinu 30—90% LYF OG lækniþjónusta mun hækka á bilinu 30—90% um næstu mánaða- mót samkvæmt upplýsingum sem Morgunblaðið fékk hjá Páli Sigurðs- syni, ráðuneytisstjóra heilbrigðisráðuneytisins. Er hér um að ræða hækkun á greiðsluhlut fólks fyrir fyrr- greinda þjónustu og sagði Páll að við það væri miðað að greiðslurn- ar væru hlutfallslega jafn háar og var árið 1979, en síðustu ár hefur hlutfallið farið lækkandi, þar sem hækkanir á lyfjum og læknisþjón- ustu hafa ekki fylgt verðlagi að sögn Páls. Lyf kvað Páll hafa hækkað um á annað hundrað prósent á milli ára og því hefði þurft að hækka hlut- deild fólks í þeim kostnaði. Sú læknisþjónusta sem hækkar er þjónusta heimilislækna, sér- fræðinga og þjónusta röntgen- deilda og rannsóknastofa. Hækkun láns- kjaravísi- tölunnar 1,4% SEÐLABANKI íslands hefur reikn- að út lánskjaravísitölu fyrir októ- bermánuð og reyndist hún vera 797 stig. Hafði hún hækkað um 1,4% frá síðasta mánuði, þegar hún var 786 stig. Verðbólguhraðinn miðað við umrædda mánaðarhækkun er því liðlega 18,15%. Hækkun láns- kjaravísitölunnar milli ágúst og september var hins vegar um 8,12% og var verðbólguhraðinn þá um 155,2%. Árnasyni asta á morgun, föstudag. J6n hyggst að mótinu loknu halda áfram taflmennsku í Mið-Evrópu og mun annaðhvort tefla á opnu skákmóti í Balatonbereny við Bal- atonvatn í Ungverjalandi, eða á lokuðu móti í Stara Palanka, rétt hjá Belgrad í Júgóslaviu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.