Morgunblaðið - 22.09.1983, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 22.09.1983, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. SEPTEMBER 1983 35 til Sjómannadagsins, sem nú hef- ur verið hátíðlegur haldinn á Is- landi í rúmlega fjóra áratugi. Var hann gjaldkeri Sjómannadagsins fyrstu sex árin og sat í Fulltrúa- ráði Sjómannadagsins í tæpa fjóra áratugi. Og í stjórn þess, sem gjaldkeri síðustu tvo áratug- ina, en hann var slyngur fjármála- maður, glöggur, hagsýnn og fram- sýnn í senn. Flest þessi störf vann Guð- mundur með sjómennskunni, eins og þá var siður, en eftir að í land kom, fyrir tuttugu árum, hélt hann áfram útgerð um nokkurt skeið. Seinustu árin vann hann einvörðungu fyrir Sjómanna- dagsráð. Þá var hann og um árabil rit- stjóri Sjómannadagsblaðsins, er kemur út einu sinni á ári; á Sjó- mannadaginn. Var ég ritstjóri ásamt honum seinasta áratuginn, og þar kynntist ég stjórnsemi hans, dugnaði og hagsýni. Guð- mundur var maður vel ritfær og vel máli farinn og hann unni sögu þjóðar sinnar og sögu sjómanna- stéttarinnar. Hann átti umtals- verðan þátt í útgáfu Skipstjóra- og stýrimannatals, sem nú hefur verið gefið út í fjórum bindum, ásamt ágripi af sögu sjómennsku íslendinga og siglingalist. Og hann átti sinn þátt í því, að nú er verið rita sögu Öldunnar. Hann var menningarmaður í víðtækum skilningi þess orðs, alla sína daga. Nútímamaður, er unni sögu þjóðar sinnar, og þá sér í lagi sjómanna. Það er oft örðugt að meta, hvað merkast er í lífsverki manna, og þá ekki síst þeirra, er víða koma við sögu. Þó hygg ég að störf Guð- mundar H. Öddssonar að upp- byggingu Hrafnistu í Reykjavík og Hafnarfirði séu ef til vill merk- ust. Það er næstum því ótrúlegt, hver þrekvirki þeir í Sjómanna- dagsráði Reykjavíkur og Hafnar- fjarðar hafa unnið, of oft við lít- inn skilning stjórnvalda. Þar fór samhent lið, sem segja má að hafi komið miklu í verk. Þeir reistu stórhýsi fyrir áldraða og þjáða, og þeir mótuðu þá mannúðarstefnu, er þjóðin fylgir nú í öldrunarmál- um, meira en nokkrir aðrir. Fyrir það verður seint þakkað, — og kannske aldrei, en það er önnur saga. Ekki skal hér heldur stofnað til hlutaskipta, en það er mál manna, að við rekstur Hrafnistuheimil- anna undanfarinn áratug og við uppbygginguna í Hafnarfirði, hafi reynt mjög á hin vestfirsku, söltu úrræði Guðmundar Oddssonar, sem og eldmóð formannsins Pét- urs Sigurðssonar og þeirra félaga. Þeir sóttu á brattann og voru oftast með vindinn í fangið. Árið 1936 kvæntist Guðmundur, eftirlifandi konu sinni, Laufeyju Halldórsdóttur, en hún er dóttir hjónanna Guðlaugar Jónsdóttur, er ættuð var frá Melum á Kjalar- nesi, og Halldórs Halldórssonar, bónda á Jörva og síðar í Reykja- vík. Er Laufey því systir Gísla Halldórssonar, arkitekts og þeirra systkina, er settu mikinn svip á Vesturbæinn, þegar ég var barn. Heimilishald þeirra Guðmundar og Laufeyjar var til mikillar fyrir- myndar og sambandið við börnin var alla tíð náið. Til þeirra var gott að koma alla tíð, og gestrisnin var mikil, enda ættuð úr Austur- koti og vestan úr Djúpi, þar sem hús standa opin. Börn þeirra Laufeyjar og Guð- mundar eru: Helga f. 1939, Oddur Kristján f. 1940, d. 1953, Halldór f. 1948 og Gunnar f. 1953. Þetta er nú myndarlegt, uppkomið fólk, sem erft hefur góða kosti foreldra sinna, en sonarmissir var þeim þungur, sem von var. Þegar þessar línur eru ritaðar og horft er til baka, fer hugurinn víða. Þótt hér hafi að framan verið talin upp mikil verk, til sjós og lands, er mér ef til vill minnis- stæðast, hversu ljúflega Guð- mundur tók vistmönnum á Hrafn- istu, og mannlega, er þeir leituðu til hans, einkum þeim, sem aftur voru orðnir að barni. Skrifstofa hans stóð þeim opin. Hann var þeim sérstakt haldreipi; einnig þeim, því hann sparaði ekki sporin fyrir hina vandalausu, og þá er minna máttu sín í lífinu. Um það kann ég mörg dæmi. En nú eru sögulok. Enn stendur skipstjóri í lyftingu. Dagur er að kvöldi og enn er lagt á djúpið. Kveðjustundin er oft örðug, en ljósið sést lengi á skipi heiðríkj- unnar. Við hér sendum Laufeyju, börn- unum og öðrum vandamönnum samúðarkveðj ur. Jónas Guðmundsson, rithöfundur Sárt ég hlýt aft sakna þín svo var okkar kynning góft. Alla tíft hún skært mér skín. Þaft skeflir ekki í þína slóð. (Hannes Pétursson) Söknuð finna menn fyrst þegar eitthvað mikilvægt er horfið á braut og á ekki afturkvæmt nema í minningunni. Kynni okkar af Guðmundi Oddssyni voru ekki löng en þeirrar náttúru að söknuð- ur hlýtur að fylla hugann nú við leiðarlok. Kynni okkar hófust raunar fyrir einum átta árum þeg- ar hafist var handa við að reisa Hrafnistu í Hafnarfirði, en eins og allir vita var Guðmundur um ára- raðir í forystusveit samtaka Sjó- mannadagsins. Guðmundur var þá í sveit viðsemjenda við okkur sem stóðum að Hamrinum og vorum verktakar að byggingunni. Hann hélt þá eins og ætíð fast á spilum fyrir samtökin sem hann var full- trúi fyrir, en jafnframt var hann gæddur þeim fágæta eiginleika að vera þeim ekki síður ráðhollur sem hann átti viðskipti við. Vel- vild hans, útsjónarsemi og marg- háttuð reynsla var því afar dýr- mæt fyrir okkur sem ungir áttum við hann viðskipti. Allt þetta vild- um við mega þakka en þó mun fremur hina hlýju vináttu hans og fjölskyldu hans. Við vitum að margir hafa mikið misst og mega mikils sakna, nú þegar hugsjóna- baráttu- og drengskaparmaður er horfinn, en handan þess saknaðar ríkir minningin um góðan dreng, heil og traust og fölskvalaus. Pétur Jökull Hákonarson Hallgrímur Guðmundsson Þegar ég kvaddi Guðmund H. Oddsson á Islandi 23. ágúst sl. vor- um við báðir að halda utan næsta dag. Hann var á leið til Spánar í sumarleyfi með eiginkonu sinni, en ég m.a. í erindum þeirra sam- taka sem við báðir höfum unnið fyrir um áratuga skeið. Þennan eftirmiðdag bárum við saman bækur okkar um þau verkefni sem framundan voru að fjarveru okkar lokinni, um það sem að baki væri og annað sem fresta mætti. Ég lærði þann góða sið af Guðmundi að ljúka þeim störfum sem hægt var áður en haldið væri upp í lengri ferðir eða af landi brott. Þetta kallaði hann að hafa hreint borð. Hafa allt eins aðgengilegt og hægt væri fyrir sjálfan sig þegar til baka væri komið, eða þeim sem við þyrftu að taka, ef eitthvað kæmi fyrir. Þannig skildi hann einnig við nú er hann hélt af stað í sína siðustu siglingu til fjarlægs lands. Guðmundur fékk heilablóðfall á hóteli sínu þann 12. september og lést skömmu síðar. Tilkynningin um þetta sviplega dauðsfall barst mér til Kaupmannahafnar daginn eftir, en þar ætluðum við að hitt- ast Halldór arkitekt sonur Guð- mundar og ég. Þegar ég er að ljúka við þessi fátæklegu minningarorð um vin minn og samstarfsmann um ára- tugaskeið er hann að leggja í sið- asta áfanga sinnar síðustu heim- siglingar. Nú stjórnar hann ekki siglingunni lengur. En hann er í góðri fylgd, sonur hans er með honum. Hjá þeim sem eftir standa, þeg- ar góðir menn eru kvaddir, er samúðin með eiginkonu, börnum og öðrum nánum ættingjum efst í huga. Síðan leitar hugurinn óhjákvæmilega # að störfum, áhugamálum og viðfangsefnum sem Guðmundur vann að um ævina og þá blasa við ótrúlegir hlutir. Guðmundur H. Oddsson var fæddur 31. júlí 1911 í Bolungarvík við ísafjarðardjúp, sonur Odds Guðmundssonar frá Hafrafelli við Skutulsfjörð og fyrri konu hans Jósefínu Bjarnadóttur frá Ármúla í Nauteyrarhreppi. Á Bolungarvík var faðir Guðmundar verslunar- stjóri hjá bróður sínum, útgerðar- og athafnamanninum Pétri Odds- syni. Stóðu að þeim bræðrum skörungar miklir af svokallaðri Hafrafellsætt, en hún mun rakin til Vatnsfirðinganna Vatnsfjarð- ar-Kristínar og Björns Jórsala- fara. Þótt fyrrum stæði mikill auður að baki þessarar ættar í Bolungarvík, gekk á hann og varð lítt til skipta, sagði Guðmundur mér eitt sinn. Guðmundur átti tvö systkini, séra Pétur Tyrfing Oddsson sem lést í umferðarslysi á besta aldri og Ragnheiði hjúkrunarkonu sem nú dvelur sem vistkona á Hrafn- istu. Enga átti hann sældarvist í æsku, missti móður sína ungur, fór fljótt til sjós sem var þá nær eina leið þeirra til að brjótast áfram, sem ekki fluttu gull úr föð- urgarði, enda lærði hann fljótt að standa á eigin fótum og treysta á sjálfan sig. Það var líka óhætt því Guðmundur var mjög vel búinn andlegu og líkamlegu atgervi, hár og þrekinn og samsvaraði sér vel. Fram á síðasta dag hélt hann fríðu útliti sínu og ekki dró úr glæsimennsku hans að hann var mikið snyrtimenni í klæðaburði. Guðmundur lauk prófi frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík vorið 1933. Fyrst að loknu námi vann hann að tryggingastörfum, en hagur hans stóð til sjómennsk- unnar og sjávarútvegs og varð dvöl hans við störf í landi ekki löng. Stýrimaður og skipstjóri var Guðmundur um áraraðir og var hann einn þeirra skipstjóra sem sigldu stöðugt öll heimsstyrjald- arárin með togara okkar til Bret- lands. AUtaf sigldi hann skipi sínu heilu til hafnar, hann var vel lið- inn af skipsfélögum sínum og skipshöfn og héit vináttu þeirra til hinstu stundar. Hann var láns- maður í skipstjórn sinni, því hon- um ásamt skipverjum hans tókst að bjarga tugum mannslífa á stríðsárunum. Eftir að félagsstörfin hlóðust á Guðmund og hann kom alfarinn í land, rak hann eigið flutningafyr- irtæki um margra ára skeið. Það sem hér hefur verið drepið á af lífsstarfi hans, mundi mörg- um meðalmanninum þykja all- nokkuð ævistarf. En Guðmundur H. Oddsson var enginn meðalmað- ur, hvorki í starfi eða leik. Lang- stærsti hluti ævistarfsins var unninn í þágu sjómannastéttar- innar, bæði þeirra sem að störfum voru og þeirra sem aldraðir voru orðnir, svo og að hagsmunamálum útgerðar og sjávarútvegsins í heild. Ekki var Guðmundur fyrr kom- inn í tölu skipstjórnarmanna en hann var valinn þar til forystu og þá fyrst í Skipstjóra- og stýri- mannafélag Reykjavíkur, sem hann var með í því að stofna. Það félag sameinaðist Skipstjóra- og stýrimannafélaginu Öldunni, elsta launþegafélagi landsins og var Guðmundur þar, sem i sínu fyrra félagi, áhuga- og athafnamaður um framgang hagsmunamála þess. Á engan er hallað þótt því sé haldið fram hér, að í stjórnartíð Guðmundar H. Oddssonar sem formanns Öldunnar, en því trún- aðarstarfi gegndi hann um langt árabil, hafði Aldan orðið það sterka hagsmunafélag skipstjórn- armanna á fiskiskipum, sem það er í dag. Ég dreg ekki í efa að sá mikli samhugur sem skapaðist innan Öldunnar á þessum árum hafi meðal annars stafað af starfi eiginkonu Guðmundar, Laufeyjar Halldórsdóttur, en frá stofnun þess og á annan áratug gegndi hún formennsku í kvenfélagi Óldunnar SJÁ NÆSTU SÍÐU NYKOMIÐ moppur, þveglar, fötur og pressur BURSTA GERÐIN Smiðsbúð 10 — Garðabæ — s: 41630 — 41930. Á undanfórnum árum hefur Qöldi smátölva á Islandi margfald- ast. Flestöllum þessum smátölvum fylgir eða getur fylgt forrit- unarmálið BASIC. Basic er alhliða forritunarmál. sem þö er auðvelt í notkun. MARKMIÐ: Tilgangur þessa námskeiðs er að kenna forritun í Basic og þjálfa þátttakendur í meðferð þess. Að námskeiðinu loknu skulu nemendur vera færir um að levsa eigin verkefni. EFNI: Kennslan fer fram með verklegum æfingum undir leiðsögn kenn- ara. Farið verður yfir skipanir í basic, þær útskyrðar og helstu aðferðir við forritun kynntar. Raunhæf verkefni verða leyst. ÞATTTAKENDUR: Námskeiðiðerætlaðöllum þeimsem læra vilja forritun t Basic. LEIÐBEINANDI: Unnar Þór Lárusson. tölvunarfræðingur. Útskrifaðist frá Háskóla íslands 1982 og hefur síðan starfað við Reiknistofnun Háskólans TIMI-STAÐUR: 26.—-28. september kl. 9—13. Samtals 12 klst. Siðumúli 23, 3. hæð. TIIKYNNIÐ ÞÁTTTÖKU í SÍMA 82930 ATH: Verslunarmannafélag Reykjavikur og Starfs- menntunarsjóður Starfsmanna rikisstofnanna greiðir þátttökugjald fyrir félaga sína a þessu námskeiði. Upplys- ingargefa viðkomandi skrifstofur. STJÓRNUNARFÉIAG ÍSLANDS HSiœMo23

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.