Morgunblaðið - 22.09.1983, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 22.09.1983, Blaðsíða 48
Tölvupappír IMI FORMPRENT Hverfisgotu 78, simar 25960 — 25566 FIMMTUDAGUR 22. SEPTEMBER 1983 írar unnu íslendinga í landsleik í knattspyrnu í gær. frskir ihorfendur fögnuðu mjög velgengni landa sinna, sem skoruðu 3 mörk. íslendingarnir i myndinni eru ekki eins kampakitir, enda tókst íslenska landsliðinu ekki að skora. MorgunbUAUt/KÖE. Morgunblaðið/KEE Iss, hvaða mili ætli það skipti þó maður moki ekki fyrir innan spýtuna, húsið verður þi bara stærra. Einn þeirra ungu Mosfellinga, sem í gær tóku fyrstu skóflustungu að nýju barnaheimili þar. — Sji ninar i miðsíðu. Rekstrarhalli útgerðarinnar nú 14,5%: Akureyri: Tap eftir fiskverðs- hækkunina 11,7% Lögreglan komst yfir hasssendingu Akureyri, 21. september. SÍÐASTLIÐINN mánudag komst rann- sóknarlögreglan á Akureyri yfir send- ingu á hassi til manns um þrítugt sem hér er búsettur. Eftir að í ljós kom hvað sendingin innihélt var gerð húsleit heima hjá viðkomandi. Fundust þar m.a. þrjár kannabisplöntur, sem virtust þrifast vel. Máli þessu tengjast auk manns- ins, sem sendinguna átti, eiginkona hans og tveir aðrir. Lánasjóður íslenzkra námsmanna í fjárveitingaáætlunum: Man ekki verri stöðu í kjölfar fiskverðshækkunar, segir Ágúst Einarsson verulegs afla til ágústloka og áætl- að að afli síðustu mánuði ársins verði sá sami og síðustu mánuðina í fyrra. Hins vegar getur enginn sagt til um, hvort samdráttur í afla heldur enn áfram, en eins og kunn- ugt er dróst þorskafli togara sam- an um 9.000 lestir í ágúst síðast- liðnum. Þá er rétt að taka það fram, að hér er um útreikninga Þjóðhags- stofnunar að ræða. LIÚ hefur aðr- ar hugmyndir um reksturinn og telur hann enn verri. Meðal annars tekur Þjóðhagsstofnun ekki allan fjármagnskostnað inn í dæmið. í útreikningum hennar er ekki gert ráð fyrir fjármagnskostnaði vegna vanskila, en hann er verulegur," sagði Ágúst. SAMKVÆMT áætlun Þjóðhagsstofnunar, sem dagsett er 15. september, er afkoma útgerðarinnar metin þannig, að hallinn á bátaflotanum, án loðnu- veiða, sé 11,6%, á minni togurum 15,8% og á stærri togurum 19,6%, samtals 14,5% halli. Áhrif áætlaðs gengismunar á afkomuna eru áætluð 4,2% til bóta. Ætla má að 4% fiskverðshækkun um mánaðamótin bæti stöðuna um 2,8%. Vegna þessa ræddi Morgunblaðið við Ágúst Einarsson, viðskipta- fræðing LÍC og innti hann álits á þessum útreikningi. „Varðandi gengismuninn og aðferð Þjóð- hagsstofnunar, að meta útgerðinni þetta til tekna, teljum við það ekki alls kostar rétt, því stærsti hluti þessara peninga fer til að jafna hallarekstur liðinna ára, en verður ekki notaður til greiðslu á rekstr- arkostnaði í framtíðinni. Þannig að sú tala, sem útvegsmenn líta á, þegar fjallað er um rekstrartapið, er 14,5% taprekstur. 4% fisk- verðsbreyting breytir dæminu úr 14,5% halla í 11,7% halla. Ég minnist þess ekki i kjölfar fisk- verðsbreytingar, að hallarekstur flotans hafi verið svona mikill. Ástæðu þess, að málum er nú svona komið, má skýra með því að Þjóð- hagsstofnun hefur gert spá um aflamagn og verðmætabreytingu afla á árinu 1983 samanborið við árið 1982. Samkvæmt þeirri spá minnkar heildaraflamagnið um 9% milli þessara tveggja ára og verð- mæti um 6%. Hér er um tölur án loðnuveiða að ræða enda er ekkert vitað hvort af slíkum veiðum verð- ur. Þetta skiptist þannig á milli togara og báta að gert er ráð fyrir um 4,5% samdrætti í afla togara og að verðmæti dragist saman um 4,7%, en þetta er tölvert meira ef litið er á hvern togara út af fyrir sig vegna þess að um nokkra fjölg- un togara hefur verið að ræða á tímabilinu. Sé tekið tillit til þess, litur dæmið enn verr út. Varðandi bátana. er dæmið þannig að afla- samdrátturinn er áætlaður 13,3% og að verðmæti dragist saman um 7%. Hér er um að ræða afla á föstu verðlagi. Þá er tekið tillit til raun- Að sögn Ófeigs Eiríkssonar, rann- sóknarlögreglumanns, er málinu lok- ið af þeirra hálfu og komið til bæjar- fógeta. Mun það væntanlega fara þaðan fyrir fíkniefnadómstólinn. G.Berg Alvarlegt umferðarslys: Drengur höfuð- kúpubrotinn ÁTTA ára drengur liggur mikið slasað- ur í sjúkrahúsi eftir alvarlegt umferð- aslys á mótum Miklubrautar og Löngu- hlíðar laust eftir hádegi á þriðjudag. Hann varð fyrir bifreið, sem ekið var vestur Miklubraut, þegar hann hugðist komast norður yfir þessa miklu um- ferðaræð. Drengurinn höfuðkúpubrotnaði og fótbrotnaði og skarst í andliti en hann mun ekki talinn í lífshættu. Fær 650 millj fram á tæpa LÁNASJÓÐUR íslenskra námsmanna fær 650 milljónir króna I fjárlaga- fnimvarpi og á lánsfjáráætlun fyrir árið 1984 samkvæmt heimildum Mbl., eða sem nemur 3,71% af þeim 17,5 milljörðum kr. sem mun vera heildarniðurstöðutala tekna og gjalda í fjárlagafrumvarpinu. Lánasjóðurinn fór aftur á móti fram á tæpa 1,2 milljarða kr., sem nemur 6,86% af sömu niðurstöðutölu. Heildarfjárveiting áætluð til Lánasjóðsins á árinu 1984 er 650 millj. kr., þar af eru um 400 millj. kr. á lánsfjáráætlun. Beiðni lána- sjóðsins upp á tæpa 1,2 milljarða, eða nákvæmlega tiltekið 1.162 millj., byggist að sögn Sigurjóns Valdimarssonar, framkvæmda- stjóra Lánasjóðsins, á 60% meðal- hækkun lánveitinga milli áranna 1983 og 1984. Lánasjóðurinn hefur fengið 500 milljónir króna úr rík- issjóði á þessu ári, þ.e. 227 millj. kr. á fjárlögum, 138 milljónir á lánsfjárlögum og 135 millj. kr. í viðbótarframlög. Raunveruleg út- lán ársins ásamt viðbótarkostnaði sagði Sigurjón hins vegar vera 675 , kr. — fór 1,2 milljarða milljónir kr. og út frá þeirri tölu væri reiknuð 60% meðalhækkun milli áranna. Sigurjón var að því spurður, hvort lækkandi verðbólga og stöð- ugra gengi hefðu ekki áhrif til lækkunar á beiðni sjóðsins. Hann sagði að miðað við stöðu mála í dag teldi hann þessa 60% hækkun raunhæfa, en eftir væri að sjá hver þróun mála yrði. Hann bætti þó við að þar sem þróun gengis hefði verið hagstæð gæti sjóður- inn hugsanlega þurft eitthvað minna. Nánar aðspurður um hvernig hann fengi út sömu niður- stöðu, þrátt fyrir lækkandi verð- bólgu, sagði hann: „Þá ber að hafa í huga að hluti af fjárþörfinni er reiknaður frá miðju vormisseri í mars 1983 til sama tíma árið 1984. Verðbólgan það tímabil getur numið um 80%. Hinn hlutinn reiknast frá hausti til hausts og verður kannski aðeins 30%. Með- altalið af þessu er um 60%, en auðvitað getur staðan breyst þó þessar tölur liggi fyrir nú, og því svipuð fjárþörf."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.