Morgunblaðið - 22.09.1983, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 22.09.1983, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. SEPTEMBER 1983 29 Sjötugun Ole Peder Peder- sen garðyrkjustjóri „Maöurinn á hjólinu" er sjötug- ur í dag. Það var einhverju sinni, að blaðamaður vildi leita upplýs- inga um starfsemi Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæmis. Hon- um var bent á að tala við manninn á hjó’únu. Ole Pedersen er trúr dönskum uppruna sínum og var hjólhesturinn þarfasti þjónn hans á götum Reykjavíkur og f vinn- unni um margra ára skeið. Hjólið varð fljótt mikilvægur þáttur í lífi Ole, því að hvorki skógarvarðar- heimilið, Gribskov, þar sem Ole var fæddur, né bóndabærinn, Dönneville, þar sem foreldrar hans bjuggu síðar, voru í byggða- kjarna, svo að aðdrætti alla og skólagöngu þurfti að sækja um nokkurn veg. Reiðhjólið var þar heppilegur farkostur. Einu sinni þegar fara átti með kálf í haga, þá fannst drengnum Ole ekki úr vegi að binda tjóðurbandið við hjólið, og teyma kálfinn þannig á eftir sér, en kálfurinn streittist á móti þar til halla tók undan fæti. Kálf- urinn stökk þá af stað, svo að ekki varð hjá árekstri komist og úr varð mikið búmmsara-búmm. Það hefur ekki viðrað sérstak- lega vel í sumar fyrir garðyrkju, svo að sjaldan hefur glaðlega og fjöruga flautið hans Ole heyrst, en þeim mun oftar hefur pípan sést útundan hettunni á regnkápunni og í vindli hefur ekki verið kveikt fyrr en heima í stofu að kvöldi. Það er fróðlegt að fylgjast með Ole vinna, hann er mikill garð- yrkjumaður, hefur næma tilfinn- ingu fyrir gróðri og gróðurmold, og hefur einstakan áhuga á starfi sínu, og leggur ríka áherslu á, að allt, sem unnið er í kirkjugörðun- um, þjóni því markmiði að skapa frið og fegurð, því að í huga hans er kirkjugarður heilagur staður og maður finnur, að Ole „dregur skó af fótum sér“, þegar hann nálgast verkefni sitt með huga og höndum. Hann ann starfi sínu og hefur helgað líf sitt gróðurrækt og hefur sem innfæddur náð tengslum við íslenskan jarðveg og veðurfar, svo að hann veit vel hvað hentar gróð- urfarinu sunnan í öskjuhlíðinni. Það er með ólíkindum hvað Ole þekkir vel til í kirkjugörðunum í Reykjavík. Hann veit hvar fjöldi nafngreindra manna hvílir og sömuleiðis 'þekkir hann vaxtar- sögu margra trjáa og jurta í görð- unum. Þessi þekking Ole hefur komið mörgum að miklu gagni, þeim sem vitjað hafa leiða að- standenda og vina, en vita ekki upp á hár hvar leita ber. Það hafa margir þreyttir, vonsviknir og jafnvel kaldir knúið dyra hjá Ole og fjölskyldu hans og þar hefur þeim verið veitt úrlausn, hvort sem það hefur verið árla á páska- dagsmorgni eða seint á aðfanga- dag. Það eru margir sem hugsa til þeirra með hlýju og þakklæti fyrir greiðvikni þeirra í þessu efni sem öðrum. Sem garðyrkjustjóri hefur Ole haft sérstaklega með höndum skipulag þeirra þátta starfsemi kirkjugarðanna, sem snerta heild- arsvip og hirðingu þeirra. Hefur honum oft tekist mjög vel eins og sjá má þegar gengið er um garð- inn í Fossvogi síðla sumars. Eins og fyrr segir hefur Ole lif- að sig inn i starf sitt með einstök- um hætti, sem á rætur sínar í upp- vexti hans allt frá barnæsku, þvi að skógrækt og jarðrækt hafa ver- ið viðurværi hans allt frá fæðingu og raunar feðra hans einnig. Starfið er mjög lífrænt og veit- andi, en Ole hefur lika mikinn áhuga á mannlegum samskiptum og mannlifinu yfirleitt, og bækur les hann gjarna og þá mann- og þjóðháttalýsingar. En tré hafa ávallt verið í umgjörðinni i kring- um lif Ole bæði til fegurðarauka og nytja. Það var t.d. tilvalið að fela sig uppi i tré og horfa á glundroðann og óðagotið á fólkinu, þegar það hélt, að drenguinn Ole hefði orðið eftir i lestinni, sem brunaði burt af brautarstöðinni. Stökkva svo niður úr trénu og hlæja að öllu saman. Það var stórkostlegt að vera með Ole, þegar stór draumur rætt- ist í lífi hans, er hann í fyrsta sinn kom í Hallormsstaðarskóg, og sjá hvað þar hafði verið unnið og hvað þar er hægt að gera, því að hann er fyrir löngu farinn að hugsa í áratugum og öldum, þegar skóg- rækt á íslandi er annars vegar. Þar voru afbrigði trjánna skoðuð og skilgreind og glaðst eins og hreykinn bóndi yfir góðum heimt- um að hausti vegna þess árangurs, sem þarna hefur náðst í skógrækt. Hann naut staðarins og stundar- innar, samfagnaði þeim, sem lagt höfðu hönd á plóginn, sem sam- herji þeirra, sem berjast með líf- inu og fegurðinni á jörðinni. Ole leggur minna en margir aðrir upp úr veraldlegum gæðum og er lítið í mun að afla sér þeirra, en nýtur hvers augnabliks, hvort sem það er vinna, frístundir eða hátíð. Þegar Ole heldur hátíð, þá er hátíð í bæ og hann vill, að aðrir njóti með sér. Rausnarskapur hef- ur ævinlega fylgt veitingum á heimili þeirra hjóna Ole og hans ágætu konu, Kristínar Halldórs- dóttur. Dyrnar á heimili þeirra standa oft opnar fyrir mörgum, því að hjartarými er mikið og hressandi blær yfir samskiptum fólks, sem þar kemur. Þau eru lfka vinmörg hjónin og því er vitað mál, að margt verður um manninn í Kirkjuhvoli í dag, þegar líða tek- ur á daginn. Þegar Ole lauk cand. hort.-prófi frá landbúnaðarháskóla í Dan- mörku árið 1939, þá bauðst honum staða kennara við Garðyrkjuskóla ríkisins í Hveragerði og tók hann sér far með Gullfossi hingað til lands. Það voru góð laun í boði fyrir það eina ár, sem hann ætlaði að dvelja hér. Trúlega hefur það verið eitthvað annað en launin, sem réð því, að hann valdi þessa stefnu. Stríðið skall á og svo hitti hann Stínu (eða þannig sko) og þá varð ekki svo auðveldlega aftur snúið. Ole er mjög samviskusamur maður og ekki má hann vita, að réttu máli sé hallað, rétt er rétt, og rétt skal það vera, jafnvel þótt það fari ekki saman við hagsmuni hans, og ekki er honum um að sýn- ast annað en hann er. Hann geng- ur hreint til verks í samskiptum við aðra, og er ekki víst, að allir þoli honum það, er hann segir þeim sannleikann um þá sjálfa eða það, sem þeir eru að gera. Fyrir honum eru allir jafnir, hvort sem um er að ræða börn eða fullorðna. Þetta hafa börnin í fjölskyldunni fengið að reyna og njóta og marga stundina hefur hann gefið þeim i spilum og gönguferðum og nú síð- ustu árin hafa barnabörnin auðg- að líf hans og glatt. f eðli sínu er Ole litillátur og nægjusamur og kann þá lífslist út í æsar að njóta þess, sem til er og í næst, án þess að gera sér rellu út af því, sem ekki er innan seilingar. Hverjum degi er látin nægja sín þjáning, Ole hefur reynt, að það koma ekki allir dagar á silfurfati, en hann er hamingjumaður, hann hefur búið við mikið fjölskyldulán, sem er honum mikils virði. Hann er mikill íslendingur, en með hon- um búa einnig margir góðir danskir eiginleikar, sem hann hef- ur hlotið í arf úr foreldrahúsum. íslenskar bækur og fslensk nátt- úra eru honum mjög hugþekk, hann er léttur í spori og erfitt er að fylgja honum eftir, þegar geng- ið er úti í náttúrunni. Þegar áð er á ferðalögum hér innanlands er Ole yfirleitt horfinn á svipstundu, það er svo margt að skoða og lífið er svo dásamlegt. Þetta er afmæliskveðja til þín, Ole minn, frá okkur öllu, við óskum þér til hamingju og vonum, að þú megir eiga áfram góða, bjarta og sporlétta daga, og að við megum eiga þig að sem hingað til, því að þú ert traustur vinur vina þinna. Kolla, Tómas og fjölskyldur smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar Þurrkaður saltfiskur Niöurskorinn og heill fiskur. Gott verö. Uppl. í sima 39920. i.O.O.F. 7 =1649218% = St.St. 59839227 VIIIGÞ. handmemtaskóHnn 91 - 2 76 44 . ItlC KYNNINGARRIT SKÖL ANS SENT HEIM I FERÐAFELAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU3 SÍMAR11798 og 19533. Dagsferðir sunnudaginn 25. sept.: 1. kt. 10. Þrándarstaöafossar — Bollafell (510m) — Botnsdal- ur. Gengiö meö fjallabrúnum sunnan Brynjudals aö Sand- vatni og siöan yfir Hrísháls í Botnsdal. Fararstjóri: Þor- steinn Bjarnar. Verö kr. 300,-. 2. kl. 13. Brynjudalur — Hris- háls — Botnsdalur, haustlita- ferö. Óvíöa eru fegurri haust- litir en á þessu svæöi. Farar- stjóri: Baldur Sveinsson. Verð kr. 300,-. Brottför frá Umferöarmlöstöö- inni, austanmegin. Farmiöar viö bil Feröafélag íslands. UTIVISTARFERÐIR Þórsmörk. Árleg haustlita- og grillveisluferö veröur núna um helgina. Fá sæti laus. Uppl. og fars. á skrifst. Lækjarg. 6a, s. 14606. Sjáumst! Útivist. Grensáskirkja Almenn samkoma veröur i safn- aöarheimilinu i kvöld kl. 20.30. Allir hjartanlega velkomnir. Séra Halldór S. Gröndal. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía Almenn samkoma kl. 20.30. Raaöumaöur Óskar Gíslason. fámhi óh> Samkoma aö Hverfisgötu 42 í kvöld kl. 20.30. Vitnisburöur, Fjölskyldan 5 syngur. Ræöu- maöur Óli Ágústsson. Allir vel- komnir. Samhjálp. Hjálpræðis- herinn Kirkjustræti 2 Fimmtudaginn kl. 20.30, almenn samkoma. Alllr velkomnir. Félagsfundur FR-deildar 4 laugardaginn 24. sept. kl. 14.00 aö Hlégaröi Mosfellssveil Stjórnin. Vegurinn Almenn samkoma veröur i kvöld kl. 20.30 i Siöumúla 8. Allir vel- komnir. Krossinn Judy Lynn syngur og prédikar á samkomu i kvöld kl. 20.30 aö Álfhólsvegi 32, Kóp. Allir vel- komnir. FERÐAFÉLAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU3 SÍMAR 11798 og 19533. Helgarferðir 23.—25. sept. 1. Þórsmörk — haustlitaferð. Komiö og njótiö feguröar haustsins í Þórsmörk. Gistiaö- staöa hverfi betri en í Skag- fjörösskála. 2. Landmannalaugar — Jðkul- gil Ekiö inn Jökulgiliö suöur í Hattver, en þar er litadýrö öræf- anna meö ólíkindum Gist i sæluhúsi Fl í Laugum. Farmiöasala og allar upplysingar á skrifstofunni. Öldugötu 3. Feröafélag islands. jt. raðauglýsingar — raðauglýsingar — raðauglýsingar _________bátar — skip_____________| 5 tonna plastbátur Til sölu meö tveimur rafmagns handfærarúll- um og línuspili. Hentugur á handfæri og net. Fiskveiöisjóösián á bátnum fylgir. Uppl. í síma 96-26990 eftir kl. 8. húsnæöi i boöi_______ Húsnæði til leigu Til leigu er 200 fm húsnæöi á 3. hæð í stein- húsi viö Lindargötu, hentugt fyrir léttan iðnaö. Uppl. í síma 14240. fundir — mannfagnaöir Flugvirkjar Félagsfundur verður haldinn aö Borgartúni 22, föstudaginn 23. september kl. 17.00. Fundarefni: 1. Atvinnumál. 2. Önnur mál. Stjórnin. Reykjavíkurdeild Norræna féiagsins heldur aöalfund í Norræna húsinu sunnudag- inn 25. september 1983, kl. 17.00. Dagskrá: Samkvæmt félagslögum. þjónusta Húseigendur, húsfélög ath.: Þaö borgar sig aö láta þétta húsin fyrir veturinn. Múrþéttingar Tek aö mér múrþéttingar á veggjum og þök- um. — Einnig viögeröir af alkalískemmdum. Látiö ekki regn og frost valda meiri skemmd- um á húseigninni. Áralöng reynsla í múrþétt- íngum. Greiöslukjör. K.H. múrþéttingar. Kjartan Halldórsson, múrþéttingamaður. Sími 46935.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.