Morgunblaðið - 22.09.1983, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 22.09.1983, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. SEPTEMBER 1983 31 Jóhanna E. Sveinsdóttir. „ ... ef tekin yrði upp allsherjar leynileg at- kvæðagreiðsla um boð- un verkfalla, myndir þú auka áhrifamátt þinn og réttindi innan verka- lýðsfélaganna, í stað þess að vera leiksoppur vilja duttlungagjarnra leiðtoga eða fulltrúa- ráða, sem sjá eitt í dag en annað á morgun.“ um með atkvæði sínu hvort grípa skuli til verkfallsaðgerða eður ei. Ég hef orðið vör við það, að fólk hafi misskilið tilgang fyrrnefnds greinarkorns míns, og lagt það eingöngu út á þann veg að ég væri á móti verkföllum. Ég mun ekki Síðasta rall- keppni ársins Bifreiöaíþróttaklúbbur Reykjavík- ur gengst fyrir svonefndu Bridge- stone-ralli ’83 dagana 14. og 15. október nk. og er þetta síðasta rall-keppni ársins. Lagt verður af stað að kvöldi föstudagsins 14. október, frá Hjólbarðahöllinni við Fellsmúla, en þar verða bílarnir ræstir kl. 22.00, en Bridgestone- ralli ’83 lýkur um kl. 13.00 á laug- ardag, 15. október, við Bílaborg, Smiðshöfða. Heildarvegalengd keppninnar er 500 km og þar af verða 265 km eknir á sérleiðum eða yfir 50%. Keppnin gefur stig til íslands- meistara í ralli, en sú keppni er tvöföld að þessu sinni, bæði fyrir ökumenn og aðstoðarökumenn. Efstir að stigum í keppni öku- manna eftir keppnir ársins eru: Halldór Úlfarsson á Toyota Cor- olla með 65 stig, í öðru sæti er Ómar Ragnarsson á Renault með 52 stig, í þriðja sæti er Hafsteinn Hauksson á Ford Escort með 26 stig og í fjórða sæti er Rfkharður Kristinsson á Lada með 25 stig. í keppni aðstoðarökumanna um íslandsmeistaratitilinn er Jón R. Ragnarsson efstur að stigum eða með 52, í öðru sæti er Tryggvi Að- alsteinsson með 45 stig, i þriðja sæti er Birgir Viðar Halldórsson með 26 stig og í fjórða sæti Atli Vilhjálmsson með 25 stig. Væntanlegir þátttakendur í Bridgestone-ralli ’83 eru beðnir að skrá sig til keppni fyrir 1. október nk. hjá keppnisstjóra, Birgi Þór Bragasyni, eða á skrifstofu BÍKR í Hafnarstræti 18, Reykjavík. Athugasemd Jóhannes Helgi óskar þess getið, að myndin af Sigurhæðum, sem birtist með samnefndri grein hans í gær, er frá þeim tíma er allt var í sómanum með húsið. neita því að það er ég, og hef jafn- an verið. Ég mun aldrei sjá neinn ávinning í því, nema sem algjört örþrifaráð, að stöðva allt atvinnu- líf landsins, sem þýðir að tekjur þjóðarbúsins hætta að koma inn ef talað er um þjóðarheimilið, ásamt því um leið að tekjur laun- þeganna stöðvast. — Nei, það sem vakti fyrir mér með greinarkorni mínu var að vekja athygli laun- þega á því, að eins og lög kveða á um í dag, gefst þeim ekki kostur á því að fá að taka sjálfir þátt í ákvörðun um það hvort verkfall skuli hafið — á sama tíma og laun- þegum er gert að skyldu að vera meölimir í verkalýðsfélögum. Þar erum við ekki spurð. Það hlýtur því að vera skylda verkalýðsfélaga að tryggja að ekki sé gengið í ber- högg við vilja meirihluta meðlima sinna. Eins og málið lftur út í dag, er fólki ekki gefinn kostur á að taka þátt í þessari mikilvægu ákvörðun, sem boðun verkfalls er, með allsherjaratkvæðagreiðslu. Þótt ég sé mjög á móti verkföll- um, breytir það engu um það að ég yrði að sjálfsögðu að sætta mig við að fara í verkfall, þar sem meiri- hluti meðlima í viðkomandi verka- lýðsfélagi hefði greitt þvf atkvæði sitt. — Sú er hinsvegar ekki raun- in í dag. Allsherjar- atkvæðagreiðsla Mér hefur verið sagt af ýmsum aðilum, að það sé alveg bráðnauð- synlegt að hafa heimild um verk- fallsboðun í höndunum, ef nokk- urn tíma eigi að nást einhver hækkun á launum. Atvinnurek- endur hlusti einfaldlega ekki á verkalýðsleiðtogana, nema hægt sé að veifa verkfallsboðun framan í þá. Það er mjög miður ef þetta er satt. Ekki ætla ég að leggja neinn dóm á það mál hér, en ekki er úr vegi að gera því máli skil síðar f sjálfstæðu greinarkorni. Ég mun þó aldrei fallast á að verkalýðsfé- lög leyfi sér í raun að höndla tekj- ur meðlima sinna og stöðva þær, án þess að meirihluti meðlimanna hafi fengið tækifæri til þess að taka afstöðu til þess hvað skuli að hafst. Það ætti þá alveg eins að gefa fólki kost á að velja sjálft, hvort það vilji vera í verkalýðs- eða launþegafélagi, og ríkir spurn- ing í huga mínum um hvort allir myndu velja slíkt, ekki síst á með- an þeir fá engu ráðið í svo miklu réttlætismáli. Til eru í raun tvær leiðir til þess að innleiða lýðræðið í þessu máli: 1. Að verkalýðsfélög breyti lögum sínum í þá átt að trúnaðar- mannaráð hafi ekki lengur vald til að taka ákvörðun um að boða verkföll, og sé það vald þá fært til meðlimanna sjálfra í formi allsherjaratkvæða- greiðslu. 2. Að breyta þeim hluta vinnu- löggjafarinnar sem snýr að boðun verkfalla þannig að verk- föll megi því aðeins boða að viðhöfð sé leynileg allsherjar- atkvæðagreiðsla. Aukinn áhrifa- máttur þinn Því miður vill það svo oft brenna við að réttlætismál séu þöguð í hel, þar sem það er svo algengt, því miður, að fólk láti sig málið engu skipta, og sé ekki reiðubúið til að vinna að því aí það nái fram að ganga. Baráttan kostar nefnilega meiri tíma en fólk er reiðubúið að láta í té. Hversu margir mætti ekki ætla að séu sammála mér úm að liklega yrði það til. bóta að staðið yrði aí boðun verkfalla á lýðræðislegri hátt en við búum við í dag. Er viljann til þess að berjast fyrir þv: vantar, — fólk er samdauné ástandinu og hreinlega nennir ekki að gefa sér tíma til að leggja málinu lið. Slíkt er mjög miður — ekki síst þar sem þetta fólk sér oft eftir því að hafa ekki lagt eitthvað af mörkum til framgangs málsins, á meðan það var ekki of seint, en getur síðan ekkert að gert, þegar það horfist í augu við að nú sé engu hægt að breyta. Það væri verðugt íhugunarefni fyrir þig, lesandi minn, að minn- ast þess, að ef tekin yrði upp alls- herjar leynileg atkvæðagreiðsla um boðun verkfalla, myndir þú auka áhrifamátt þinn og réttindi innan verkalýðsfélaganna, í stað þess að vera leiksoppur vilja duttl- ungagjarnra leiðtoga eða full- trúaráða, sem sjá eitt I dag en annað á morgun allt eftir því hvaða stjórnmálaflokkar sitja í ríkisstjórn. Þess vegna hvet ég alla hugsandi menn og konur, hvar sem þau standa í pólitík, að ljá þessu máli lið sitt, láta álit sitt í ljós hvar sem þau geta, og vinna að því að koma þessu réttlætis- máli í farsæla höfn. Jóhanna E. Sveinsdóttir er einka- ritari hjá Eimskipafélagi íslands og stjórnarformaður í Verzlunar- mannafélagi Reykjavíkur. FIGGJO NORWAY Figgjó hótelpostulín er fínlegra, sterkara og fallegra Figgjó hótelpostulín er þéttbrennt meö stálhöröum glerungi. Mjög hreinlegt í allri notkun. í postulínsmassann er blandaö „korund", sem er áloxíö sem gerir postulíniö sérlega sterkt og óbrotgjarnt. Figgjó hótelpostulíni er hægt aö stafla vel og tekur minna pláss, enda teiknaö af hönnuöum meö kunnáttu og þekkingu á hótel- rekstri. Figgjó hótelpostulín er nútímalegt í hönnun og til í ótal litum og mynstrum. Hvitt postulín er ávallt til á lager. Figgjó postulín er hægt aö fá sérmerkt gegn litlum aukakostnaöi og lítilsháttar biötíma. Figgjo-Stavanger Figgjo Fajanse Stavangerflint as RK_ UMBOÐS OG HEILDVERSLUN A. Kairlssoin In. If. P 0. BOX 167, GRÓFIN 1, 121 REYKJAVÍK, ICELAND. SÍMI 27444 í staðinn fyrlr tvlst og grisju Tork á vinnustað Tork þurrkurnar eru sérstaklega íramleiddar tyrir atvinnulífið, hvort sem um er að rœða olíuþurrkur, þurrkur fyrir elektrónisk tœki, þurrkur fyrir eldhús og mötu- neyti, verkstœðisþurrkur eða aírafmagnaðar þurrkur fyrir tölvur, ljós- nœma hluti og ljós- myndatœki. Hafðu samband við söludeild okkar og fáðu upplýsingar um Tork þurrkur, sem hœfa þínum vinnustað. ? dfc asiaco ht Vesturgötu 2, P.O. Box 826, 101 Reykjavík sími 26733

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.