Morgunblaðið - 22.09.1983, Qupperneq 47

Morgunblaðið - 22.09.1983, Qupperneq 47
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. SEPTEMBER 1983 47 mmmrn - SmSmtmt Morgunblaöiö/Friöþjófur Michael Robinson — liggjandi á vellinum — hefur hór skorað annað mark íranna. Boltinn sést á milli fótanna á Liam Brady (númer sex) lengst til vinstri. Robinson hafði nœgan tíma til athafna er hann skoraöi eins og sóst mætavel á myndinni. Enn einu sinni mikil vonbrigði: Sterkt írskt lið vann öruggan sigur ÞAÐ ER OFT stutt milli hláturs og gráts í knattspyrnunni. Það sýndi sig enn einu sinni á Laugardalsvellinum í gærkvöldi í leik íslands og írlands í Evrópukeppninni. Einni mínútu eftir að Janus Guðlaugsson hafði fengið gullið tækifæri til að taka forystuna fyrir ísland skoruðu írar sitt fyrsta mark í 3:0 sigri. í staö 1:0 stóð 0:1 á markatöflunni, og slíkur vendipunktur hefur alltaf mikiö að segja. íslenska liðiö hafði byrjað ágætlega — stemmningin á vellinum var frábær, en þar voru samankomnir á fimmtánda þúsund áhorfendur. Janus hafði einmitt byrjað leikinn geysilega vel, var sterkur í varnaraðgerðum liðsins og uppbyggjandi í sókninni. Síðan kom þetta tækifæri hans á 15. mín. Pétur Pótursson sendi gullfallega sendingu milli miðvarðanna fram völlinn, Janus stakk sór á milli þeirra á eftir boltanum — óð meö hann inn á teig, en Jim McDonagh, markvöröur, gómaöi knöttinn snilldar- lega af tám hans er inn í teiginn kom. Það kom berlega í Ijós strax i upphafi að Kevin O’Callaghan, út- herjinn leikni frá Ipswich, lék stórt hlutverk í írska liðinu — og það kom einnig í Ijós að Viöar fyrirliöi Halldórsson hafði ekki mikiö í hann aö segja. O'Callgahan komst hvað eftir annaö upp kantinn og sköpuöu sendingar hans fyrir markið hættu. „Til þess að vinna íslendingana uröum viö aö spila upp kantana — þaö er aöferöin til aö bera sigurorö af þeim,“ sagöi Eoin Hand, þjálfari íranna, eftir leikinn — og svo sannarlega verö- ur aö viöurkennast aö þar hefur hann á réttu aö standa. Þeir sem vildu sjá, sáu einnig aö frarnir voru mjög fastir fyrir: ákveönir í aö gefa ekki þumlung eftir. Nokkuö haföi veriö talaö um þaö fyrir leikinn aö hætta væri á því aö harka yrði mikil eins og í leiknum á irlandi í fyrra — en svo varö þó aldrei þó menn léku sumir nokkuö fast. Fyrsta markiö kom eins og áöur segir mjög fljótlega eftir aö Janus haföi fengið sitt góöa marktæki- færi. Liam Brady, sá frábæri leik- maöur, komst í teig, síðan lók hann upp aö endamörkum og sendi fyrir markiö. Gary Waddock frá QPR rak endahnútinn á sókn- ina meö marki af stuttu færi — hans fyrsta landsliösmark fyrir Ir- land. frarnir voru meira meö boltann þennan fyrsta kafla leiksins — spiluöu nokkuð vel úti á vellinum, en íslendingar ógnuöu þeim meö skyndisóknum. í einni þeirra átti Arnór gullfallegt langskot sem smaug framhjá fjærstönginni. Þaö var á 19. mín., en aöeins tveimur mín. síðar höföu irar skoraö aftur. Vörnin var ótrúlega sofandi og slík mörk eiga alls ekki aö geta séö dagsins Ijós. Stapleton haföi betur í baráttu viö Jóhannes Eövaldsson úti viö endamörk, gaf fyrir markið: og þar fékk Michael Robinson eins mikinn friö til aö skalla í netiö og nokkur leikmaöur getur fengiö til þess. Viöar Halldórsson stóð hjá honum en geröi ekki tilraun til aö koma í veg fyrir mark. Þorsteinn fraus á línunni og Robinson stýrði boltanum meö enninu i bláhorniö. Staöan oröin 2:0 og brúnin farin aö síga á mörgum áhorfandanum. Stuttu síðar vildu íslendingar fá vítaspyrnu er Lawrenson braut á Lárusi, en sá franski meö flautuna sá ekki ástæöu til aö blása í hana. Lawrenson var aftur á feröinni stuttu síðar er hann sparkaði í andlit Siguröar Lárussonar á víta- ísland _ - írland 0:3 teigslínunni. Aukaspyrna dæmd en úr henni varö ekkert. Staöan var 2:0 í hálfleik — og íslensku strákarnir komu ákveönir til leiks eftir hlé. Á fyrstu 15 mín. varö McDonagh í markinu tvivegis aö taka fram sparihanskana til að verja glæsilegt skot utan af velli. Þaö fyrra átti Janus strax á 47. mín. en hiö síöara Pétur Pétursson á 14. mín. Boltinn barst út fyrir teiginn — Pétur tók hann á lofti á 30 metra færi — og þrumuskot hans stefndi í fjærhorniö. McDon- agh sveif eins og köttur og varöi í horn. Þennan kafla snerist dæmiö viö frá því í fyrri hálfleik. íslendingar sóttu meira — en írar beittu skyndisóknum. Þeir drógu sig aft- ar, ánægöir meö feng sinn, enda árangur þeirra á útivöllum ekki til aö hrópa húrra fyrir undanfariö þó sterkir sóu heima fyrir. Ekki var mikiö um marktækifæri, íslend- ingar voru meira meö boltann úti á vellinum en aldrei varö mikiö úr sóknartilraunum þeirra. Það vantaöi oft aö boltanum væri leikiö í gegnum miöjumennina til þeirra sem fremstir voru. Menn voru aö flýta sér of mikið: lang- spyrnur voru reyndar fram á Lárus — og hann átti að stinga miðverö- ina af. Þetta gekk einfaldlega ekki upp. Rangt væri aö segja aö þetta hafi verið einkennandi fyrir leik liðsins því oft á tíöum var reynt aö leika í gegn. Þaö tókst því miöur ekki heldur vel því irarnir voru grimmir á miöjunni, yfirleitt fljótari á boltann og ákveðnir í návígi. Seinni part síðari hálfleiks náöu írar aftur upp ágætum köflum. Brady fór í vel í gang og dreiföi spilinu vel meö frábærum send- ingum. Þriðja markiö kom á 81. mín. Chris Hughton komst aleinn upp vinstri kantinn. Enginn íslend- ingur nálægur og hann haföi næg- an tíma til aö gefa fyrir. Þar skall- aöi Mick Walsh, sem nýkominn var inn á fyrir Robinson, óáreittur í nærhorn marksins af markteigs- horninu. Sorglega auðvelt og varn- armenn íslenska liösins ekki nógu vakandí. Arnór Guöjohnsen, sem varö aö fara út af í síöari hálfleik vegna meiðsla, Siguröur Lárusson og Janus Guölaugsson voru bestu menn íslenska liðsins. Siguröur var mjög sterkur í vörninni, Janus sí- vinnandi á miöjunni og uppbyggj- andi og Arnór átti mjög góöa spretti. Pétur Pétursson geröi einnig góöa hluti og Atli baröist vel. O’Callaghan var stórhættulegur í írska liöinu, lipur leikmaöur og fljótur, og skapaöi oft hættu. Liam Brady lék einnig vel: sendingar hans margar hverjar gullfallegar og Stapleton var góður. Það ber ekki alltaf mikiö á honum, en hann leikur mikið fyrir liöiö og er mjög óeigingjarn. Leikur meðspilara sína mjög vel uppi. Í stuttu málí: Laugardalsvöllur, Evrópukeppni landslióa. ísland — írland 0:3 (0:2) Mörk irlands: Gary Waddock á 16. min., Michael Robinson á 21. min. og Mick Walsh á 81. min. Áhortendur: 13.706 keyptu sig inn á völlinn, en mikió var af boösmióum á leikinn, þannig aó í allt hala áhorfendur veriö eitthvaó á fimmtánda þúsundið. Dómaratríóiö var franskt. Liðin: island: Þorsteinn Bjarnason, Vióar Halldórsson, Jóhannes Eðvaldsson, Sssvar Jónsson, Sigurður Lárusson, Janus Guð- laugsson, Arnór Guðjohnsen (Ásgeir Elías- son), Atli Eðvaldsson. Pátur Ormslev, Pátur Pétursson (Siguróur Grátarsson), Lárus Guðmundsson. írland: Jim McDonagh, John Devine, Chris Hughton, Mark Lawrenson, Kevin Moran, Tony Grealiah, Gary Waddock, Liam Brady, Kevin O'Callaghan, Frank Stapleton, Micha- el Robinson (Mick Walsh). — SH. Corneliusson sá um Tékka í Stokkhólmi DAN Corneliusson skoraði sigur- mark Svía í Evrópuleiknum gegn Tékkum í Stokkhólmi í gær- kvöldi. Markið gerði hann snemma í fyrri hálfleik — með því að vippa snilldarlega yfir mark- vöröinn. Svíar eru nú á toppi riöilsins og nú á liðið aðeins einn leik eftir: gegn heimsmeisturum italíu 15. október. „Þetta var frábær sigur hjá okkur. Ég hef aldrei séö sænskt lið leika svona, sérstaklega í fyrri hálfleiknum. Tommy Holm- gren lék stórkostlega fyrir okkur í kvöld,” sagöi Lars Arnesson, þjálf- ari Svíanna, i samtali viö frótta- mann AP eftir leikinn. Svíar léku sér bókstaflega aö Tékkunum í fyrri hálfleiknum. Holmgren plataði þá hvaö eftir annað upp úr skónum — en Sví- unum tókst þó ekki aö skora eftir undirbúning hans. Það var Glenn Hysen sem átti frábæra sendingu á Corneliusson er hann skoraði — og Tékkar urðu aö kyngja tapi eftir sjö sigurleiki í röö.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.