Morgunblaðið - 22.09.1983, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 22.09.1983, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. SEPTEMBER 1983 27 Alþýðuleikhúsið enn á hrakhólum: Neyðarástand í hús- næðismálum leikhópa „STAÐREYNDIN er sn, að það ríkir neyðarástand í húsnsðismálum sjálfstæðra leikhópa og þar er Al- þýðuleikhúsið engin undantekning. Þar bíður heil leiksýning í kössum og heilabúum leikaranna eftir að á hana sé rekið smiðshöggið og hún komist á fjalirnar," sagði Sigrún Valbergsdótt- ir, framkvæmdastjóri Bandalags ís- lenskra leikfélaga og fyrrum leikhús- stjóri hjá Alþýðuleikhúsinu, í samtali við blm. Morgunblaðsins. Alþýðuleikhúsið er í gríðarlegum húsnæðisvandræðum og eru fram- tiðarhorfur heldur dapurlegar, að sögn Sigrúnar. „Okkur hefur reynst gjörsamlega ómögulegt að fá inni fyrir leiksýningar i þeim hluta borgarinnar, sem hentar fyrir leikhús," sagði Sigrún, sem er leikstjóri verksins, er hún gat um i upphafi. „Við höfum skrifstofu- aðstöðu fyrir Alþýðuleikhúsið, æf- Leiðrétting ÞAU MISTÖK urðu [ frétt Morgun- blaðsins í síðustu viku, er sagt var frá því, er leki kom að Óskari AR 44, að föðurnöfn mannanna á Óskari voru röng. Rétt eru nöfn þeirra þann- ig: Sigurður Kr. Jónasson og Árni Þórhallsson. Þá var ennfremur sagt að þeir væru báðir eigendur bátsins, en svo er ekki. Sigurður er einn eigandi bátsins. Þeir Sigurður og Árni báðu Morgunblaðið að koma á framfæri þökkum þeirra til eigenda og áhafnar Hergilseyjar NK, sem dró þá að landi og Fram GK, sem einnig veitti þeim aðstoð. Að lokum má geta þess, að þeir félagar hafa gert við bátinn og haldið til veiða að nýju. ingahúsnæði og geymslu, enda eig- um við mikið af tækjum og ýmsum búnaði, en vantar sjálft leikhúsið. Við vörðum miklum fjármunum og kröftum til að gera Hafnarbió þannig úr garði, að þar væri hægt að reka leikhús, en þá þurfti endi- lega að rífa húsið." Sigrún sagði ekkert launungar- mál, að mestan áhuga hefðu þau i Alþýðuleikhúsinu, sem og aðrir leikhópar, á gamla Sigtúni við Austurvöll. „Þar er ekkert um að vera um helgar en i hádeginu í miðri viku er þar rekið mötuneyti fyrir hluta starfsfólks Pósts og síma. Því fólki fer fækkandi, þvi starfsemin hefur verið að færast austar í borgina," sagði Sigrún. „Það væri ekkert auðveldara en að leigja eða lána húsið til leikæfinga síðdegis og vera með leiksýningar þar um helgar. Húsið er eign ríkis- sjóðs en Póstur og sími hefur húsið undir mötuneytið. Þetta er fallegt hús og alveg tilvalið til að leika i því en það er engu að síður látið viðgangast ár eftir ár, af hverri ríkisstjórninni á fætur annarri, að það sé notað til þess eins að tiltölu- lega fáir ríkisstarfsmenn geti borð- að þar. Þetta er í einu orði sagt fáránlegt," sagði hún. „Ef væri hér einhver menningarpólitískur vilji, hvort sem væri af hálfu hægri stjórnar eða vinstri, þá sæju menn vitaskuld að þetta er ótækt og óverjandi. Einmitt nú í kreppunni ætti að auka framlög til menning- armála, rétt eins og Frakkar hafa gert. Það eru stór orð en engu að síður sönn, að ef ekki verður nú gert menningarátak þá er veruleg hætta á að þjóðarímyndin þurrkist út.“ KARL Kristjánsson er frá Hjarðar- bóli i Eyrarsveit. Hann fluttisí i fermingaraldri að Grund í Grundar- firði. — Árið 1935 fluttist Karl hingað til Reykjavíkur og hefur ver- ið búsettur hér síðan. Hann var starfsmaður Reykjavíkurborgar í 35 ár. Sést þá best að það hafa verið framsýnir forystumenn, sem að framkvæmdum stóðu og mótuðu verkið. Frá þessum fyrsta rétt- ardegi í nýrri Grundarrétt fyrir 75 árum, hefur dagurinn verið árviss gleðifundur vina, frænda og nágranna. Pontan og pelinn ganga á milli manna og gleðin skín á vonar hýrri brá. Áður fyrr var vaninn að upphefja raustir á Réttarhólnum og var þá sungið svo að undir tók í Klettaborgum Grundarfjalls, ungir og aldnir eiga því margvíslegar, glaðar og fagrar endurminningar úr Grundarrétt. Árið 1920 fengu Staðsveitung- ar leyfi til að stækka dilkinn sinn í átt að Réttarhólnum. Sunnanfé fjölgaði árlega. Þessi stækkun særði sjónlínu og rask- aði hlutföllum á útliti réttarinn- ar frá Réttarhólnum séð, eins og meðfylgjandi mynd sýnir. En nauðsyn brýtur lög. Þörfin var yfirsterkari, enda fóru skila- menn Staðarsveitar oft með stóran og fallegan hóp úr rétt- inni. En tímarnir breytast og mennirnir með. Nú er orðin bylt- ing í búskaparháttum á Islandi og véltæknin hefur tekið völdin. Eins og sést á meðfylgjandi mynd, hefur afmælisbarnið ekki farið varhluta af þróun tækninn- ar. Búið er að hafa endaskipti á dyraumbúnaði réttarinnar, aðal- dyrnar orðnar að uppgróinni flöt, en búið að setja dyr á miðj- an vegg lögréttudilks. Réttar- hóllinn er afgirtur sem nátt- stekkur og ekkert sungið á „Hólnum" lengur. Féð orðið fátt og ekið burt á bílum. Aftur á móti er mér sagt að æskufólk og ungmennin séu far- in að fjölmenna og setja sinn há- tíðarblæ á staðinn og er það vel. Réttin er því talandi tákn og samnefnari til að tengja saman fortíð og nútíð — þessa hægfara glaðværu bændamenningu og vélvædda nútima búnaðarhætti. Grundarrétt er og verður listrænn menningararfur og héraðsprýði genginnar kynslóð- ar, sem ekki má gleymast eða týnast, þess vegna beini ég orð- um mínum til æskunnar i Grundarrétt í dag, sem verður þjóðin á morgun. — Virðið og verndið afmælisbarnið 75 ára i dag, til minningar og virðingar genginna forfeðra ykkar og heið- urs og metnaðar komandi kyn- slóöum. Verndið sjálf listaverkið á komandi tímum og haldið uppi þjóðlegri gleðireisn inni i þess- um dýrlega fjallasal. Við Grundarfjall er fögur rétt, reist af framsýnni bændastétt, sýnir best handlagni þeirra kalla, sem hlóðu á sex dögum réttina alla. I Grundarrétt var gleði og gaman, góðir vinir glöddust saman, sögðu sögur, hlógu og sungu, svo bergmálaði í klettabungu. Lengi lifi þjóðleg réttargleði i Grundarrétt. Karl Kristjánsson DEKK SEM GILDA ALLT ÁRIÐ FYRIR STÆRRI BIFREIÐAR Td. vörubíla og langferðabfla Hinar sex köntuðu Radial-blokkir eru ílangar Blokkirnar eru ískomar og veita þar af leið- og liggja þvert, til aukinnar spymu. andl melra grip og stöðuglelka. Hin opna brún grefur sig í gegnum lausan snjó Hlð þétta mynstur á miðju dekkslns gefur og aur, niður á fast og veitir meira öryggi á aukinn snertiflöt. votum vegum. GOODfÝEAR GEFUR ^RÉTTA GRIPfÐ Goodyear G 124 iHlHEfSSA^ VM'C#/ •V* w fe - Pósthólf 377 SKRI FST< 3FUVÉLAR H.F. ^ : x \ HverfiSQÖtu 33 — Sfmi 20560- U-BIX90 Smávaxna eftirherman Þó U-BIX 90 sé minnsta eftirherman í U-BIX fjölskyldunni hefur hún alls enga minnimáttarkennd, enda óvenju hæfileikarík og stórhuga eftirherma. Einstaklingar og fyrirtæki sem til hennar þekkja láta heldur ekki á sér standc og pantanir streyma inn. -— --------__ Verd kr. 74.900.-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.