Morgunblaðið - 22.09.1983, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 22.09.1983, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. SEPTEMBER 1983 15 UNOAVA BAT Á þessu korti sést Atlantshafsströnd Kanada og fylkin fimm sem þar er að finna. Nýfundnaland nær yfir stærsta hluta strandlengjunnar og sá hluti Labradorskag- ans sem snýr út að Atlantshafi er hluti af fylkinu Ný- fundnaland. Út af Labrador og 150 mílur norður af Nýfundnalandi veiðist besti þorskur Kanadamanna, hættulegasti keppinautur íslandsþorsksins. Fylkið Nova Scotia er á skaga en New Brunswick þar fyrir vestan og síðan Bandaríkin og Quebec-fylki. Prince Edward-eyja er í krikanum í St. Lawrence-flóanum á milli New Brunswick og Nova Scotia. Mtíiktgt f m o Korth W#*l Rív«f .. w o C*rtwfi|« "V r"> o \ ■!'M6<a* Áirport O o o ±_____ I o* sfjrtu* I O SL 1 Wo aviF ST. NEW ! BRI'NSWICK uNtTEÐ STATES PR1NCS ÍOftRRO ISIANO S*wn«r»<t#o iawrehcb ST.KW* North Sytjrvey 0 Fiskur er talinn þjóðareign Kan- adamanna og nýting hans ræðst því af ákvörðunum sambandsstjórnar- innar í Ottawa. 1981 var ákveðið að stjórnun kanadískra fiskveiða skyldi breytt á þann veg að tekinn yrði upp „fyrirtækjakvóti“. Stóru fyrirtækin tilnefndu fulltrúa sína í nefnd sem samdi þær reglur sem síðan tóku gildi í ársbyrjun 1982. „Við náðum samkomulagi um allt nema skipting- una á þorskinum," sagði Lester G. Riche, einn af framkvæmdastjórum Fishery Products. Stjórnin í Ottawa hjó á þann hnút. Ég varð ekki var við annað en fulltrúar stærstu fyrir- tækjanna National Sea og Fishery Products væru ánægðir með reglurn- ar. Þótt hvorir tveggja segðu að sinn hlutur mætti vera meiri. David R. Bollivar hjá National Sea lýsti kvótakerfinu. Forsendurnar fyrir aflamagninu eru byggðar á rannsóknum fiskifræðinga. Full- trúar smábátaeigenda og stóru fyrirtækjanna eiga fulltrúa í ráð- gjafarnefnd sem gerir tillögur um kvótaskiptinguna til sjávarútvegs- ráðuneytisins í Ottawa þar sem lokaákvörðun er tekin. Ráðuneytið tekur í senn við tillögum vísinda- manna um leyfilegan hámarksafla á hverri einstakri fisktegund og tillög- um útgerðarmanna um skiptingu aflans. Fiskstofnarnir við Atlants- hafsströndina eru 37 þar af eru 11 þorskstofnar. Með því að skipta aflanum milli einstakra togarafyrirtækja eins og gert hefur verið síðan í janúar 1982 hefur allt viðhorf til fiskveiða gjör- breyst. Fyrirtækin ráða sem sé yfir ákveðnum hluta af óveiddum fiski og þennan hluta má enginn annar nýta nema með leyfi fyrirtækisins. Innan kerfisins rúmast heimild fyrir ein- stök fyrirtæki til að ráðstafa sinum kvóta til annarra og er algengt að þau skiptist á kvótum, þar sem kerf- ið byggist á því að úthíutað er stað- bundnum stofnum. Þannig geta út- gerðarfyrirtækin stundað kaup og sölu á óveiddum fiski og ráðstafað úthlutuðu aflamagni að eigin vild innan kerfisins, t.d. með hliðsjón af því hvort það er hagkvæmara fyrir þau að senda eigin skip til að ná í fiskinn eða ekki. David R. Bollivar sagðist stjórna veiðum togara National Sea með hliðsjón af viku- legu yfirliti frá eftirlitsmönnum sambandsstjórnarinnar yfir nýtingu innan hvers kvóta og með tilliti til markaðsaðstæðna hverju sinni. „Þetta gjörbreytir auðvitað stöðu skipstjóranna," sagði hann, „en við reynum með öllum tiltækum ráðum að viðhalda keppnisandanum sem óneitanlega er ómissandi í fiskveið- um. Við höfum til dæmis ekki sam- þykkt tillögur um að kvóta fyrirtæk- isins skuli skipt á milli einstakra skipa.“ Með kvótakerfinu er útgerðar- og fiskvinnslufyrirtækjunum veitt frelsi innan fastmótaðs ramma og felur það í raun í sér mun minni opinber afskipti af fiskveiðunum en áður tíðkaðist. Nú geta fyrirtækin gert áætlanir nokkur ár fram í tím- ann miðað við spár um þróun afla- magns og eigin hlutdeild í því. Þeir sem best þekktu kerfið hjá National Sea og Fishery Products voru ánægðir með það og töldu það lofa góðu um framtíðina. Líklegt er að það leiði til fækkunar á togurum hjá stóru fyritækjunum því að með nákvæmri stjórnun úr landi er unnt að nýta hvert skip betur en áður, þegar keppst var um að ná sem mestum afla innan heildarkvótans. Gus Etchegary, forstjóri Fishery Products, sagði að fyrir átta árum hefði ársafli togara verið um 1.400 lestir en væri nú 3.500—4.000 lestir á ári. Ársaflinn er nær 5.000 lestum hjá togurum National Sea. í ár mega Kanadamenn veiða 550 þúsund lestir af þorski á öllum veið- isvæðum við Atlantshafsströnd Kanada. 24. ágúst síðastliðinn höfðu verið veiddar 370 þúsund lestir eða 67% af heildaraflanum. Togararnir veiða besta þorskinn í vetrarkulda og hafís um 150 mílur norður af Nýfundnalandi og út af strönd Labrador á tímabilinu janúar til mars. Það er þessi þorskur sem er hættulegasti keppinautur íslands- þorsksins á Bandaríkjamarkaði. Leyfilegur heildarafli á norður- þorskinum, eins og Kanadamenn kalla þennan stofn, er í ár 260 þús- und lestir. 20 þúsund lestum er ráðstafað til útlendinga, þannig að 240 þúsund lestir koma i hlut kanad- ískra skipa, þar af 106 þúsund lestir til stóru fyrirtækjanna. Þar af fær Fishery Products 47%, National Sea 33%, The Lake Group 12% og Nic- kerson 8%. Því er spáð að 1987 verði leyfilegur hámarksafli á norður- þorski 120 þúsund lestum meiri en í ár eða 380 þúsund lestir. Eins og áður sagði er leyfilegur heildarafli Kanadamanna á þorski við Kanada í ár 550 þúsund lestir en því er spáð að almennur heildarafli verði 810 þúsund lestir 1987 og þar af komi 770 þúsund lestir í hlut Kanadamanna sjálfra. 1 ár er Na- tional Sea leyft að veiða alls 60 þús- und lestir af þorski og 37 þúsund lestir af karfa. Björn Bjarnason, blaðamaður Morgunblaðsins, var í síðustu riku á íerð um Atlantshafsfylki Kanada, Nýfundnaland og Nova Scotia, og kynnti sér útgerð og fiskrinnslu. Nú eru aðeins 56 fiystikistur eftir! Við eigum Philips írystikistur á sérstaklega hagstæðu verði, sem við náðum með því að kaupa inn mikinn fjölda á einu bretti. Kisturnar fást í tveimur stærðum, 2601 og 4001. Við erum sveigjanlegir í samningum 260 I kostar 14.950 kr. Staðgreitt 400 \ kostaf-17.-640 kr. Staðgreitt uppseld Heimilistæki hf HAFNARSTRÆTI 3 - 20455- SÆTÚNI 8- 15655 ro- c *< i;n i \8 )s , if t • **•'******««**•• *•**••**

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.