Morgunblaðið - 22.09.1983, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 22.09.1983, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. SEPTEMBER 1983 SYMRE Leiklist Jóhann Hjálmarsson StúdentaleikhúsiA: Gestaleikur: SYMRE MUSIKK-TEATER. Hópinn skipa: Hanne Dahle, Henning Farner, Geir-Atle John- sen og Sinikka Langeland. SYMRE er norskur söng- og leikhópur skipaður ungu fólki: Hanne Dahl, Henning Farner, Geir-Atle Johnsen og Sinikka Langeland. Undirritaður sá gestaleik hópsins i Stúdenta- leikhúsinu á laugardaginn. Þar sem sett hafa verið upp þrjú leikrit á vegum hópsins bjóst ég við að þarna yrði leiklist og söngur, en að þessu sinni var einungis um söng að ræða. Að vísu var söngurinn fluttur í anda leikrænnar tjáningar svo að bilið milli söngs og leiks var ekki breitt. Eiginlega hefði átt að boða tónlistargagnrýnanda til að meta dagskrána, en hér skal freistað að segja lítillega frá viðfangsefnum hópsins. Það er einkum vísnasöngur sem Symre-hópurin stundar. En út af því er brugðið með ýmsum hætti, jafnvel farið út í rokk og jass. í Stúdenta- leikhúsinu kynntust áheyrend- ur fyrst og fremst vísnasöng af því tagi sem algengur er í Skandinavíu og á því miður fá- ar hliðstæður hér. Fluttir voru vandaðir textar við létt lög sem leiddu hugann að Bellman, Taube og Vreeswijk. Meðal þeirra sem lögðu til efni voru Alf Pröysen, Alf Hambe, Ketill Björnstad og Fred Ákerström. Nokkuð var um sænska söngva og einnig heyrðist kvæði eftir Bob Dylan og gamlir enskir söngvar. Yfirleitt var ástin og umkomuleysið á dagskrá. En einnig ádeila á velferðarþjóðfé- lagið sem hirðir ekki um ein- staklinginn. ólafur Liljurós kom ríðandi og Geir-Ántle Sjáandinn frá Bonn TESS Kvíkmyndír Ólafur M. Jóhannesson Nafn á frummáli: Tess of the d’Urbervilles. Handrit Gérard Brach og John Brownjohn samkvæmt samnefndri skáldsögu Thomas Hardy. Tónlist: Philippe Sarde. Stjórn: Roman Polanski. „Hverfum aftur til náttúrunn- ar ... “ hrópaði Rousseau á sínum tíma og allt fína fólkið í Frakklandi bretti upp skálmar og skálmaði útí náttúruna þar sem lýðurinn hírðist samgróinn frumöflunum og leit á tildurslegt fyrirfólkið einsog silki- slaufu á þyrnirunna. Ég veit ekki hvað hefir hlaupið í Roman Pol- anski þegar hann ákvað að filma Tess nema hann hafi verið að svara ákalli Rousseau um að hlaupa stundarkorn frá kókaínssniffurun- um í París útí hrjóstrugt landslag, máski í leit að glötuðu sakleysi. Sagan af Tess d’Urberville er svo sem nógu laglega samin af Thomas Hardy en mér finnst einsog hún til- heyri tímabili sem er liðið undir lok í vitund okkar — timabili þegar ströng siðalögmál kennd við krist- Með allt indóm komu í staðinn fyrir pilluna. Raunar virðist sem allt þetta tíma- bil hafi einkennst af ásókn ungra aðalsmanna í almúgastúlkur. Sögu- efnið spinnst svo út frá blessuðum börnunum sem koma undir. Svo er einnig í þessari dæmigerðu sveitalifsskáldsögu. Tess verður ólétt eftir aðalsmann og missir barn sitt oní gröf sem hún hefir sjálf tekið í óþökk kirkjunnar. Þeg- ar svo er komið verða henni fæstir vegir færir nema gerast frilla hins unga aðalsmanns. Ég ætla ekki frekar að rekja söguþráðinn en þar er beitt alkunnum brögðum til að drepa tilfinningar áhorfandans úr dróma svo sem að skilja Tess frá þeim sem hún elskar. Eru raunar síðustu mínútur myndarinnar næsta broslegar þegar elskendurnir ná að lokum saman — eftir að Tess hefur kálað friðlinum — og þeir leggjast í sæluvímu milli stein- kumbalda sem minna á Stonehenge. Má vera að þetta atriði ýti við tára- pokum viðkvæmra sálna, ég var persónulega orðinn of syfjaður eftir þriggja tíma setu til að gráta hin dapurlega örlög Tess d’Urberville og hins heittelskaða Angle Clare. Nastassia Kinski, dóttir hins Johnsen hafði samið laga við ljóð eftr Arnljot Eggen um um- skipting, barn sem var ólíkt öðrum börnum. Söngvana flutti Symre-hóp- urinn af innlifun og fjöri og var stundin með þeim fljót að líða og virtust allir skemmta sér hið besta. Að mínum dómi var hér á ferð fólk með vandaða dagskrá og vona ég sannarlega að fleiri hafi notið listar þeirra en fremur fáir áhorfendur Stúdentaleikhússins. á hreinu Tess magnaða þýðverska leikara Klaus Kinski, leikur Tess. Stúlka þessi hefir afar fíngert andlit og totulag- aðan Bardot-munn sem hefir vafa- laust freistað ýmissa leikstjóra enda telpan orðin meiriháttar stór- stirni og verð ég að játa að þær Nastössiu-myndir sem ég hefi séð hafa hrifið mig. Þannig hélt Tess athygli minni þrátt fyrir að Pol- anski væri þar trúr hinum lygna natúralíska frásagnarhætti sem oft einkennir stóru-skáldsöguna. Pol- anski hefir raunar náð furðulegu Erlendar bækur Siglaugur Brynleifsson Buchela: Ich aber sage euch. Das Vermáchtnis der grossen Se- herin. Droemer Knaur 1983. Sígaunar eru merkileg þjóð, þeir eru miklir spámenn margir hverjir og hafa verið á ferða- lagi um Evrópu í margar aldir. „Sjáandinn frá Bonn“ varð kunn fyrir þann þátt sem hún átti í þvi að Adenauer fékk því framgengt að þýskir stríðs- fangar voru leystir úr haldi í Rússlandi eftir styrjöldina. Buchela var og er mjög eftir- sótt sem ráðgjafi stjórnmála- manna og fjöldi manna leitar til hennar með vandamál sín og biður hana að lyfta fortjaldi framtíðarinnar. Buchela segir sjálf að hún sé önnur virkra sjáenda í Evrópu en í öllum heiminum telur hún að séu um 50 sjáendur. Hún telur að meginhluti þeirra, sem þykjast geta spáð, séu ómerkir og gutlarar, sem valdi yfir þessum hæggenga frá- sagnarmáta í Tess því fyrri myndir hans bera vott um afar ofsafengið hugmyndaflug og næsta súrrealfska lífssýn. Tel ég Polanski njóta sín best þegar hann gefur hugmynda- fluginu lausan tauminn og leitar fanga í þjóðsagnaheimi síns föður- lands, Póllands. Þannig hafði ég óskaplega gaman af hryllingsmynd sem hann gerði í kringum 1970 og nefndist „Dans blóðsuganna". Það kom aldrei til tals að krýna þessa mynd með Óskari en þar var að mínu mati að finna svo mörg bráðfyndin gullkorn að nægði í tylft Óskara. En svona er þetta orðið á kvikmyndasviðinu sem á öðrum sviðum þjóðlífsins — nafnfrægðin dregur okkur á asnaeyrunum. Menn sigra heiminn — kannski af tilvilj- un — og eftir það er heiminum sig- að á þá af þeim sem kippa f spott- ana. Má vera að Tess sé snilldar- verk, í það minnsta dansar hún eft- ir formúlunni fræg leikkona plús frægur leikstjóri plús metsölubók samasem ... ég ætla ekki að svara þeirri spurningu; henni hefur þegar verið svarað í auglýsingadálkum hönnuðum í kvikmyndaverum Renn í París og Burrill í London. Nöldur gagnrýnenda af útkjálka veraldar má sfn lítið gegn slfku valdi; kannski er best að þegja og láta hina útvöldu dæma alfarið fyrir okkur hin. ekkert mark sé takandi á. Hún gerir greinarmun á spámönn- um og sjáendum, en hún álítur að þessi gáfa að sjá örlög fólks í augum þess, sé gjöf Guðs og að hún eigi að hjálpa fólki, þegar slíkt er hægt. Fjölmargar fræg- ar persónur hafa leitað til hennar, Hollandsdrottning. til- vonandi keisarainna í íran, Edward Kennedy og fjölmargir aðrir. Hún sagði Edward Kennedy að hann yrði orðinn gráhærður þegar hann yrði for- seti Bandaríkjanna og jafn- framt að hann yrði mun valda- meiri en fyrri forsetar Banda- ríkjanna, myndi ráða heimin- um. Buchela nefnir nokkra stjórnmálamenn, sem henni er hlýtt til, meðal þeirra var Adenauer. Flestir stjórnmála- menn eru að hennar áliti brask- arar, sem fólk ætti alls ekki að treysta. Hún leggur mikla áherslu á þessa skoðun sína. Hún virðist sjá karakterinn í augum manna og er alls ófeim- in að láta misjafna karaktera fara, jafnvel áður en þeir hafa stunið upp erindinu. Buchela telur að kjarnorku- styrjöld verði ekki hafin, en aftur á móti verði næstu tveir áratugir tími mjög mikilla þrenginga, náttúruhamfara, eldgosa, flóða og óveðra, einnig spáir hún borgarastyrjöldum og miklum manndauða. Fátækt og skortur telur hún að muni ríkja í heiminum fram að alda- mótum. Buchela er trúuð kona og leggur mikla áherslu á mátt bænarinnar og hlýðni við Guðs vilja. Buchela segir fjölmargar sögur af fólki, sem hefur komið til hennar í örvæntingu sinni og hún virðist alltaf hafa haft þá reglu að segja því ekki það neikvæða sem hún sá. Ef bjart var framundan, lá hún ekki á því. Buchela fæddist 12. október 1899 og hún segist nú standa á grafarbarminum og því sé eng- inn tími né ástæða fyrir sig að ljúga. Nafn hennar Buchela er dregið af þessari trjátegund, sem hún fæddist undir úti á víðavangi. Þetta er óvenjuleg bók og ólík öllum spábókum, skrifuð á ein- földu máli og af einlægni. Quelle pöntunarlistinn meö haust- og vetrartískuna ’83 - ’84 er 600 litprentaðar blaðsíður, uppfullar af vönduðum þýskum varningi. Úrvalsfatnaður á alla fjöl- skylduna, skór og töskur. Allt gæðavörur á hagstæðu verði. Öruggur afgreiðslu- máti. 20 marka afsláttarseðill fylgir hverjum lista. Vinsamlegast klippið þennan hluta auglýsingarinnar frá og sendið okkur eða hringið - I ef þér viljið kaupa Quelle pöntunarlistann. Verð listans er kr.195 auk póstkröfugjaldsins. ■ Quelle-umboðið Pósthólf 136, 230 Njarðvík. Sími 92-3567. Afgreiðsla í Kópavogi, Auðbrekku 55, sími 45033. ■ Nafn sendanda: heimilisfang: sveitarfélag: Póstnr.: Quelle umboðið sími 45033

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.