Morgunblaðið - 22.09.1983, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 22.09.1983, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. SEPTEMBER 1983 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. SEPTEMBER 1983 25 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Að- alstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 230 kr. á mánuöi innanlands. I lausasölu 18 kr. eintakið. Efling íslensks atvinnulífs I Myndir Mbl. RAX leiðinni yfir „götuna". Lögreglumenn á kassabflunum og börnin ganga yfir. Börnin í Árbæjarskóla fengu aufúsugesti í heimsókn í gær AUGU barnanna í Árbæjarskóla geisluðu af gleði þegar Ijósmyndara Mbl. bar að garði í gær. Lögreglan var mætt til leiks í Árbæinn til þess að fræða börnin um hvernig forðast eigi hættur umferðarinnar. Það var ekki þurr skólabókalærdómur sem lögreglan bauð uppá, — fjarri því. Lögreglan hafði ( fórum sínum færanleg umferðarljós og kassabfla. — Lögreglumennirnir voru aufúsugestir í Árbænum, sem annars staðar þar sem þá hefur borið niður að undanrörnu. „Við höfum að undanförnu verið í skól- um í Breiðholti; farið í Fellaskóla, Hóla- brekkuskóla, Seljaskóla, Ölduselsskóla og Breiðholtsskóla. Börnin hafa verið mjög eftirtektarsöm og þetta hafa verið ánægjulegar heimsóknir," sagði Óskar Ólason, yfirlögregluþjónn í Reykjavík í samtali við Mbl. „Fyrirhugað er að öll börn á aldrinum 5 til 10 ára verði þessarar fræðslu aðnjót- andi; um sjö þúsund talsins. Alls munum við fara í 21 skóla í Réykjavík. Við höfum átt mjög góða samvinnu við kennara og foreldrafélög. Sérstaklega er það ánægju- legt hve foreldrar hafa sýnt umferðarör- yggi vaxandi áhuga. Einungis með sam- stilltu átaki tekst okkur að skapa börnun- um aukið öryggi í umferðinni. Við höfum fari.ð með færanleg umferð- arljós í skólana og kennt börnunum að nota ljósin og gangbrautir og umfram allt lagt áherslu á að börnin treysti ekki ljós- unum í blindni heldur fari eftir því sem þau sjá og umfram allt líta vel til beggja hliða. Það eru margar hætturnar, sem börnin verða að varast og brvnt er að ökumenn sýni þeim tillitssemi. I þessu sambandi er vert að geta þess, að ökumenn stöðvi bif- reiðir sínar ekki of nærri ljósunum þegar þeir hleypa börnum yfir. Erfitt er fyrir þau að sjá eftir götunni, því ekki ná þau upp fyrir bílana. Þetta á auðvitað fyrst og fremst um yngstu börnin,” sagði óskar Ólason. Allir stilla sér upp — Páll Garðarsson, lögregluþjónn leiðbeinir börn- unum. Nú er komið grænt Ijós — og allir mega ganga yfir eftir að hafa athugað gaumgæfilega hvort nokkrir bflar séu á leiðinni. Og nú var gengið yfir „alvöru" gangbraut. Sigurhæðir á Akureyri: Ekki íengið eðlilegt viðhald undanfarin ár — bæjarstjórn enn ekki skipað stjórn fyrir safnið Akureyri, 21. september. EINS og meðfylgjandi mynd- ir af Sigurhæðum á Akureyri bera með sér er þar ýmislegt sem betur má fara, eins og Jóhannes Helgi bendir rétti- lega á í Morgunblaðinu í dag. Sigurhæðir, hús skáldjöf- ursins Matthíasar Joch- umssonar, þar sem áhuga- fólk setti á sínum tíma upp safn til minningar um skáldið og prestinn, virðist ekki hafa fengið eðlilegt viðhald undanfarin ár, hvorki húsið né umhverfi þess. Hjörtur Pálsson, lög- fræðingur Akureyrarbæjar, tjáði Mbl. að fyrir u.þ.b. tveimur árum hafi áhuga- mannafélag það sem á sín- um tíma stofnsetti safnið afhent Akureyrarbæ það til varðveislu og rekstrar. Ekki hefði bæjarstjórn enn séð ástæðu til þess að skipa stjórn fyrir safnið, heldur hefði bæjarstjóri séð um að ráða fólk til starfa þar svo halda mætti safninu opnu, a.m.k. yfir sumartímann. Viðhald væri í lágmarki og þyrfti auðsjáanlega að ráða bót þar á. Helgi Bergs, bæj- arstjóri, var fjarverandi, þannig að ekki var hægt að fá álit hans á málinu. — G. Berg. Þjóðin sem heild lýtur sömu lögmálum um lífskjör og heimili og einstakl- ingar. Þjóðartekjur, þ.e. heild- artekjur þjóðarbúskaparins að frádregnum tilkostnaði við að afla teknanna, setja lífskjör- um okkar heildarramma. Ekki verður farið út fyrir þann ramma nema með skuldasöfn- un, sem síðan skerðir ráðstöf- unartekjur þjóðarinnar í næstu framtíð. Heimildarrit Þjóðhags- stofnunar, Þjóðarbúskapur- inn, sem er nýkomið út, segir m.a.; „Reiknað á mann er sam- dráttur þjóðarframleiðslu á þessu ári um 7% í kjölfar 3% samdráttar 1982. Framleiðsla á mann hefur því minnkað um 10% á tveimur árum ...“ Þegar svo árar, sem þessar tölur Þjóðhagsstofnunar bera með sér, er þörf þjóðarsam- stöðu. Það ber því að fagna því að framkvæmdastjórn Vinnu- veitendasambands íslands hefur kallað fulltrúa verka- lýðshreyfingarinnar til sam- ráðs um mótun tillagna um eflingu íslenzks atvinnulífs. í samþykkt framkvæmda- stjórnarinnar er sagt að taka verði tillit til viðblasandi stað- reynda í þjóðarbúskapnum, sem efnislega eru þessar; • Halli hefur verið á viðskipt- um við umheiminn sl. 12 ár, að einu ári undanskildn. Aiian þennan tílha hafa lífskjör pjóðarinnar að hluta til verið borin uppi með erlendum lán- tökum. • Erlendar skuldir, sem hafa vaxið mikið á næstliðnum ár- um, nema 60% af ársfram- leiðslu þjóðarinnar — og greiðslubyrðin tekur til sín fjórðung útflutningstekna. • Samdráttur í fiskafla og markaðsörðugleikar í ýmsum greinum sjávarútvegs gefa ekki tilefni til bjartsýni. Þessi þróun í þjóðarbúskap okkar hefur hvarvetna sagt til sín, ekki sízt í almennum kaupmætti, enda er hluti launa um 80% í hreinum þjóð- artekjum. Atvinnuvegirnir hafa ekki haft möguleika tu „ , ^ — VII eoiilegs vaxtar og tæknivæð- ingar. Fyrirtæki hafa gengið á eignir og safnað skuldum. Óðaverðbólga hefur skekkt samkeppnisstöðu íslenzkrar framleiðslu, bæði heima og erlendis, og varð að setja fjölda fyrirtækja stólinn fyrir dyrnar. „Þjóðin þarf að hefja nýja sókn til bættra lífskjara á grundvelli aukinnar verð- mætasköpunar," segir í álykt- un framkvæmdastjórnar VSÍ. „Sú sókn verður aldrei áráng- ursrík nema menn horfist í augu við efnahagslegar stað- reyndir. Aðilar vinnumarkað- arins eiga ekki að að togast á um það sem ekki er til. Um- ræðan verður að snúast um hvernig hægt sé að skapa þau skilyrði, að atvinnuvegirnar vaxi og dafni til þess að þeir geti staðið undir bættum lífskjörum." Það er mjög brýnt að aðilar vinnumarkaðarins taki hönd- um saman um stefnumörkun á þessum vettvangi. Það er vissulega þörf samátaks ef þjóðin á að vinna sig út úr þeim vanda, sem við er að glíma. Það er til miklis að vinna með slíku samátaki. Öll ábyrg öfl í þjóðfélaginu þurfa að leggjast á eitt um að snúa vörn í sókn til framtíðarat- vinnuöryggis og viðunandi framtíðarlífskjara. Þjóðargjaldþrot? Þjóðargjaldþrot blasir við ef ekki næst samstaða með þjóðinni um þær aðgerðir sem nauðsynlegar eru og verið er að vinna að, segir Albert Guðmundsson. f’Armálaráð- í samtali við Morgun- blaðið í gær. Fjárlög líðandi árs, sem reist vóru á áætluðum 42% verðhækkunum milli áranna 1982 og 1983, í nærri þrefalt meiri verðbólgu, stefna ríkis- sjóði í stórfelldan rekstrar- halla, þrátt fyrir margháttað- an niðurskurð á útgjaldahlið fjárlaganna. Flestöll fyrirtæki ríkisins, stofnanir og ráðu- neyti, vóru komin í greiðslu- þrot þegar á vormánuðum. „Við tókum við þessum vanda," sagði fjármálaráð- herra, „og við stefnum að raunhæfum fjárlögum næsta ár og drögum saman seglin á flestum sviðum". Fjármálaráðherra sagði það eftirtektarvert að ASÍ og YMSi pyrou ekki í almenna leynilega atkvæðagreiðslu um afstöðu fólks til björgunarað- gerða í þjóðfélaginu. Hinsveg- ar væri gripið til undirskrifta- söfnunar og fólk óttaðist að „lenda á svörtum lista hjá verkalýðsforystunni" ef það sniðgengur söfnunina. „Fólk hefur hringt til mín og látið í Ijós andúð á þessum vinnu- brögðum," sagði ráðherrann. Vandi þjóðarbúskaparins verur ekki leystur með undir- skriftum, heldur aðgerðum. Nýtt barnaheimili í Mosfellssveit: Tilboðið í 1. áfanga nýrrar flugstöðvar: Lægstu fyrirtækin beð- in um margvísleg gögn „ÞAÐ NÆSTA í þessu máli er að ganga frá samningum við Hagvirki hf. Viðræður við það fyrirtæki standa enn og á meðan get ég ekkert um það sagt hvers vegna þess tilboði var tekið en ekki tilboði einhvers annars fyrirtæk- is. En ég minni á, að það er venja verkkaupa að áskilja sér rétt til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum," sagði Sverrir Hauk»' Gunn- laugsson, formaður Varnarmálanefnd- ar utanr>'v-|Srgöunej,tjsjns. í samtali við Mbl. um væntanlegan samning um fyrsta áfanga nýrrar flugstöðvar á Keflavíkurflugvelli. Byggingarnefnd flugstöðvarinnar ákvað að taka þriöja lægsta tilboðinu ( áfangann og hefur það vakið nokkra athygli. Lægsta tilboðið í verkið, um 7,6 milljónir króna, kom frá fyrirtæk- inu Vörðufelli hf. Guðni Eiríksson, tæknifræðingur hjá Vörðufelli, staðfesti í samtali við fréttamann blaðsins í gærkvöld, að misskilnings hefði gætt á milli aðila þegar Vörðu- fell gerði tilboð sitt. „Við reiknuðum með að verkkaupinn, þ.e. byggingar- nefndin, myndi útvega losun á fyll- ingarefni í Stapafelli enda var ekki annað tekið fram í útboðsgögnum. I viðræðum okkar við þá kom í ljós að okkur var ætlað að losa efnið sjálfir og það hefði hækkað okkar tilboð um ca. 400 þúsund krónur en það er sú upphæð, sem við gátum fengið verkið unnið fyrir. Okkar tilboð hefði því hækkað upp í um átta milljónir. En þetta var ófrágengið og hefði allt eins getað komið fram á sjálfum verktímanum, eins og oft gerist." Sættum okkur ekki við niðurstöðuna og viljum útlagðan kostn- að endurgreiddan, segir forstjóri Háfells sf., sem átti næst lægsta tilboðið Guðni sagði að fulltrúar Vörðu- fells hf. hefðu tvisvar rætt við bygg- ingarnefndina. Fyrirtækið hefði lagt fram ársreikninga síðustu tveggja ára og auk þess veitt heim- ildir fyrir því að byggingarnefndin fengi yfirlit um stöðu fyrirtækisins frá viðskiptabanka þess, olíufélagi og gjaldheimtu. „Eftir því sem okkur hefur verið sagt þótti bygg- ingarnefndinni ekkert athugavert við stöðuna samkvæmt þessum upp- lýsingum," sagði Guðni. „Ég tel því, að það hafi verið gengið fram hjá okkur í þessu máli en þeir eru að sjálfsögðu frjálsir að því að semja við hvern sem er.“ Eiður Haraldsson, forstjóri Há- fells sf., sem átti næst lægsta tilboð- ið í verkið, um 8 milljónir, sagði í samtali við Mbl. að sér þætti niður- staða byggingarnefndarinnar „ákaf- lega skrítin. En ég tel að það hafi verið búið að ákveða þetta fyrir löngu, raunar strax og tilboðin bár- ust. Það heyrðum við annars staðar frá fljótlega eftir að tilboðin voru opnuð.“ Eiður sagði að byggingamefndin hefði beðið um ýmis g&gn, sem ekki væri venja að þ’ýrfti að leggja fram. Þar á rnéoal hefðu verið yfirlýsingar frá viðskiptabanka, gjaldheimtu og oliufélagi. „Við höfum ekki fyrr þurft að sanna að við værum ekki á hausnum," sagði Eiður. „Ég tel að þeir hafi einfaldlega verið að leita að veikum blettum til að þurfa ekki að semja við okkur. Það höfðu margir áhuga á að komast í þetta verk því þarna verða mörg aukaverk og þegar upp verður staðið verður búið að vinna fyrir tvöfalda upp- hæðina. Ég vissi alltaf að við mynd- um ekki græða á verkinu en við höf- um á fundum með nefndinni rök- stutt að við gætum vel unnið verkið á því verði, sem við buðum í það.“ Eiður Haraldsson sagðist ekki vilja sætta sig við þessa niðurstöðu nefndarinnar án frekari skýringa. „Það er ekki nema sanngjarnt að við fáum að vita hvers vegna okkur var hafnað þótt við værum með lægsta tilboð," sagði hann. „Það er álits- hnekkir fyrir fyrirtæki þegar lægsta tilboði er hafnað, það er eins og látið sé að því liggja að við getum ekki unnið verkið. Við munum að minnsta kosti gera kröfu um að okkur verði endurgreiddur kostnað- ur, sem við höfum þurft að leggja í vegna tilboðsins; auk 4500 króna skilatryggingar höfum við þurft að leggja í verulegan verkfræðikostnað og fleira, sem er ástæðulaust að henda út um gluggann." Morgunblaðið/RAX. Krafturinn í gorminum sprengdi léttilega af sér um þriggja sentímetra þykka ísbrynju. Gormkrafturinn sprengdi ísinn PRÓFIIN á sjósetningarbúnaði björgunarbáta frá Vélsmiðju Ol. Olsen hf. í Njarðvík, fór fram í Njarðvíkurhöfn síðdegis í gær, að viðstöddu fjölmenni. Var björgunarbátum skotið úr tveimur gálgum, sem komið hefur verið fyrir á Keflavíkurbátnum Bergþóri KE 5, en gálgar af þessu tagi hafa verið settir á 16 báta. Fyrsta tilraunin gekk ekki sem lega, ísbrynjan brast og 140 kíló- skyldi, hylkið með björgunarbátn- um haggaðist hvergi, þrátt fyrir að togað væri í losunarhandfang staðsett í stýrishúsi. Kom síðar í ljós, að fjarstýringarvír milli gálgans og stýrishússins hafði verið tengdur rangt. Voru gerðar tvær aðrar tilraunir á gálgunum um borð í Bergþóri og gekk þá allt að óskum. Síðan var farið að ísstöðinni hf. í Garði, en þar hafði verið fryst rúmlega þriggja sentimetra þykkt lag á gálga einn. Var hugmyndin að kanna sleppibúnaðinn á gálga í ísbrynju. Gekk sú tilraun ágæt- gramma þung tunna hentist á þriðja metra frá gálganum. Er þetta fimmta tilraunin af þessu tagi sem Vélsmiðja 01. Olsen hef- ur gert og hefur tunnan ávallt losnað frá. Það er Karl Olsen jr., verkstjóri í Vélsmiðju 01. Olsen, sem er hönnuður þessa gálga, sem hefur verið nefndur Olsen-gálginn. Hann er frábrugðinn Sigmunds- gálganum, sem Sigmund Jóhanns- son í Eyjum hefur hannað, að því leyti, að í stað loftbúnaðar til að skjóta bátshylkinu á haf út er notaður kraftmikill gormur. Yngstu sveitungarnir tóku fyrstu skóflustunguna í GÆR var tekin fyrsta skóflustunga að nýju barnaheimili í Mosfellssveit. Fór athöfnin fram með nokkuð óvana- legum hætti, því ekki var einn maður um að taka hana, heldur hjálpuðust yngstu Mosfellingarnir að við verkið. Voru það börn á aldrinum þriggja til sex ára, frá leikskólanum Hlaðhömr- um sem mættu til leiks og tóku skóflu- stunguna. I Mosfellssveit er nú rekið dag- heimili og leikskóli. Leikskólinn er að Hlaðhömrum og eru þar daglega um 110 börn í hálfsdagsplássum, en auk þess leigir Mosfellshreppur hús- næði í Reykjadal, og rekur þar dag- heimili níu mánuði ársins. Áætlað er að byggingu nýja dagheimilisins ljúki að þremur árum liðnum og verður það starfrækt samhliða Hlað- hömrum. í hinu væntanlega barna heimili verða tvær leikskóladeildir og ein dagheimilisdeild. Kostnaður við bygginguna er, að sögn Páls Guðjónssonar, sveitar- stjóra, áætlaður 12—14 milljónir króna. Fjárveiting til verksins í ár er kr. 900.000, þar af kr. 190.000 af hálfu ríkisins og verður hún nýtt til að gera sökkla og plötur í húsið. «2 Fyrsta Bítlakvöldið á Broadway á morgun — sérstök Hljómahátíð á sunnudag: ... og Rúnar Júl. mun svífa inn á sviðið „ÞESSIR söngvarar voru örugg- lega margfalt vinsælli á sínum tíma en þeir sem vinsælastir eru í dag. Þetta fólk skipar einfaldlega landsliðið í bítli, eins og það hefur verið kallað," sagði Ólafur Lauf- dal, veitingamaður í Broadway, um ustamennina, sem taka þátt í upprifjun Bítlaæðisins í fyrsta skipti annað kvöld. Þá munu 35 manns, hljómlistarmenn og tæknifólk, skemmta gestum á Broadway í um tvo tíma með rúmlega fimmtíu vinsælustu lög- unum frá árunum 1963—1971 und- ir yfirskriftinni „Bítlaæðið". Það er Gunnar Þórðarson sem hefur borið hitann og þungann af undirbúningi skemmtunarinnar undanfarnar vikur. „Ég held að það sé samdóma álit allra, sem hafa komið nærri þessu, að enginn annar hefði getað gert þetta eins vel og Gunnar hefur stjórnað æf- ingum og skipulagningu," sagði Ólafur Laufdal. „Mér finnst þetta vera meiriháttar uppákoma. Það er búið að leggja feiknamikla vinnu í allan undirbúning, ef fólk kemur ekki á he22a skérnmtun þá veit ég ekki hvað er hægt að bjóða því.“ Það virðist vera ástæðulaust fyrir Ólaf að hafa áhyggjur, upp úr síðustu helgi var þegar orðið uppselt í matinn á föstudags- kvöldið; að loknu borðhaldi verður hinsvegar hægt að kaupa sig inn og í þann mund er áætlað að skemmtunin hefjist. Verð aðgöngumiða verður 300 krónur, matarverð 450 krónur. Það verður tólf manna hljómsveit undir stjórn Gunnars Þórðarsonar, sem annast allan undirleik, átta manna rokksveit og strengja- kvartett. Söngvararnir fjórtán munu syngja lög sem heil kynslóð ólst upp með og kann utanbókar og helstu kempur Bítlatímans munu rifja upp gamla „stæla". I því augnamjjj þl£fur verjð byggð sérstök grind ofan við stjórnklef- ann og þaðan mun Rúnar Júlíus- son, fyrrum söngvari Hljóma, koma svífandi inn á sviðið rétt eins og hann gerði í Glaumbæ sál- uga. Sérstakir pallar hafa og verið reistir fyrir gógó-stúlkurnar, sem um tíma voru ómissandi á hverju balli og með hverri hljómsveit." Það er einmitt um þessar mund- ir sem fyrsta raunverulega Bítla- hljómsveit landsins, Hljómar, á tuttugu ára afmæli. í tilefni af því verður næsta Bítlakvöld á Broad- way, nk. sunnudagskvöld, sér- staklega helgað Hljómum og verða liðsmenn sveitarinnar í gegnum árin heiðursgestir. f ár eru einnig tuttugu ár síðan Ólafur Laufdal, húsbóndi í Broadway, Ktr«*i nAi n /V «4« n na*v» L - ^ — — T T ujijavi ao atana sciu pJUIHl. Ilctllil var án efa fyrsti framreiðslumað- ur landsins með Bítlagreiðslu. „Það var nú ekki vinsælt í þá daga,“ sagði hann. „Vinnuveitand- inn var mjög mótfallinn þessari nýju tísku og gestirnir störðu eins og maður væri viðundur." Alla tíð síðan hefur ólafur verið viðloð- andi skemmtanalíf íslendinga og tæplega eru þeir margir sem hlakka jafn mikið til og hann að heyra „gömlu góðu lögin" með „gamla góða landsliðinu". Enda segir hann að sér þyki forsmekk- urinn að væntanlegum Bítlakvöld- um „stórkostlegur. Þetta fólk er betra núna en það hefur nokkurn tíma verið."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.