Morgunblaðið - 22.09.1983, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 22.09.1983, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. SEPTEMBER 1983 Guömundur H. Oddsson skipstjóri - Minning Fæddur 3. júlí 1911 Dáinn 11. september 1983 Guðmundur H. Oddsson, sem ég minnist hér, var mér ágætur vinur sem ég sakna sárlega. Það tel ég óþarft að ég beri á torg fleiri orð um hug minn til hans látins. Orð bregðast jafnan þear sorgin tekur hús á manni. Mér er auðveldara en að tjá hug minn, að minnast þessa vinar míns með stuttu ágripi af lífs- hlaupi hans og ætterni, enda held ég að það sanni betur hversu ágætur þessi maður var en mitt einkavottorð. Guðmundur Helgi Oddsson fæddist 31. júlí 1911 og var því rúmlega 72 ára þegar hann varð bráðkvaddur úti á Spáni. Guð- mundur var af kunnum vestfirsk- um ættum. Faðir hans, Oddur Guðmundsson, var valmenni og glæsimenni, sonur Guðmundar Oddssonar sveitarhöfðingja og út- gerðarmanns á Hafrafelli. Eru um þá ætt bókaðar ættartölur; hún er til dæmis rakin í sögu Jóns Indía- fara sem var einn af forfeðrum Guðmundar. Af nánum skyld- mennum í föðurætt eru þeir kunn- astir nútímamönnum afi hans, Guðmundur á Hafrafelli í Skut- ulsfirði, og afabróðir hans, Pétur Oddsson í Bolungavík. Rannveigu í Tungu, systur þeirra bræðra, er ekki síður ástæða til að nefna, en það var nú svo á fyrri tíð að sög- urnar fóru af karlmönnunum fremur en konunum. öll þessi systkini, Guðmundur, Pétur og Rannveig, börn Odds Tyrfingsson- ar á Hafrafelli, þóttu hið mesta greindarfólk og annálað dugnað- arfólk. Guðmundur Oddsson á Hafrafelli var sem fyrr segir höfð- ingi í sinni sveit og kemur mjög við ísafjarðarsögu um og uppúr aldamótum. Pétur Oddsson var út- gerðarmaður og kaupmaður í Bol- ungavík nokkuð á fjórða tug ára og um tíma talinn einn stöndug- asti útgerðarmaður á landinu. Um hann hefur verið skrifuð bók (Brimgnýr Jóhanns Bárðarsonar). Ekki vil ég gleyma Oddi Oddssyni, þegar ég get barna Odds Guðmundssonar á Hafrafelli. Hann var formaður í fimmtíu ár í þeirri erfiðu verstöð Bolungavík, síðast á áraskipatímanum og á fyrstu árum vélbátanna. Oddur sótti sjóinn fast en vann það afrek að hleypa aldrei frá heimavör í sinni fimmtíu ára formennsku. Hann var manna gleggstur á veðrabrigði. Móðurætt Guðmundar var svo- nefnd Ármúlaætt. Þar var ættfað- irinn Gísli dannebrogsmaður Bjarnason. Ættartala Armúla- manna var rakin af Gísla fræði- manni Konráðssyni. Þess vil ég geta að amma Gísla Bjarnasonar hét Steinunn og var Magnúsdóttir auðga í Meirihlíð en frá honum er margt merkra manna. Allir sem ég þekki til af þessu Ármúlakyni frá Gísla eru mjög gjörvulegt fólk, karlar stórir en konur fríðar. Það var og svo um móður Guðmundar, Jósefínu, að hún var fríð kona og að sögn manna í Bolungavik mikil ágætis kona. Guðmundur H. Oddsson var á vondum aldri, sem kallað er, eða rúmt átta ára, þegar móðir hans dó og eins og gerðist oft á þessum tíma gekk á ýmsu fyrir honum á uppvaxtarárunum. Það vill oft verða svo þegar menn missa mæð- ur sínar í ótíma, ef menn eru til- finninganæmir inní sér, eins og Guðmundur var. Þess held ég að Guðmundur heitinn hefði viljað að getið væri, að hann átti oft inn- hlaup hjá ömmubróður sínum, Guðmundi Sveinssyni, kaupmanni í Hnífsdal, á uppvaxtarárum sín- um. Á unglingsárum sínum var Guð- mundur tvo vetur á Núpsskóla og þar var mönnum haldið að námi og það entist mörgum vel sem þar voru. Guðmundur fékk sem ungl- ingur pláss hjá hinum fræga fiski- manni Þorsteini Eyfirðingi og lágu leiðir Guðmundar og Þor- steins lengi saman. Guðmundur lauk hinu meira fiskimannaprófi við Stýrimannaskólann árið 1933 og varð stýrimaður hjá Þorsteini og nótabassi á síldveiðum. Þor- steinn Eyfirðingur gat valið úr mönnum á þessum tíma á Fróða sinn. Það er of langt að rekja hér sjómannsferil Guðmundar, en ég vil ljúka honum með orðum Tryggva Ófeigssonar, en Guð- mundur sigldi Júpiter fyrir Tryggva á stríðsárunum síðari: „Við fengum ágætan mann, Guð- mund H. Oddsson, til að sigla með skipið.“ Það hlýtur að hafa verið góður sjómaður sem Tryggvi kall- ar „ágætan". Eftir stríð átti Guðmundur hlut að útgerð á flutningaskipi og þó hann væri þá tekinn að færa sig í land, þá var hann oft sjálfur með þetta skip, en það sigldi stundum á önnur lönd eftir því sem flutn- ingar féllu til en var einnig í flutn- ingum innanlands fyrir Banda- ríkjamenn á hinar ýmsu stöðvar þeirra hérlendis á þessum árum. Guðmundur var félagslyndur maður og eftir að hann flutti suð- ur uppúr 1930 fór hann fljótlega að gefa sig að félagsmálum sjó- manna. Hann var einn af stofn- endum Skipstjóra- og stýrimanna- félags Reykjavíkur og í fyrstu stjórn þess, og vann manna mest að sameiningu þess og skipstjóra- félagsins Öldunnar. Það segja menn, sem nú líta yfir farinn veg, að þetta hafi orðið báðum félögun- um til mikilla hagsbóta og einkum þá hinu gamla og virðulega félagi skútuskipstjóranna, Óldunni. Guðmundur var í stjórn Öldunnar um árabil og formaður frá 1958—1970, eða í tólf ár, og á því tímaskeiði í fjögur ár forseti Far- manna- og fiskimannasambands íslands. Þá var hann og á þessum tíma í verðlagsráði sjávarútvegs- ins fyrir sín sjómannasamtök. Guðmundur var einn af stofnend- um Sjómannadagsins og gjaldkeri þeirra samtaka tvívegis, í fyrra skiptið ein sex ár en í síðara skipt- ið ein 17 ár. í fulltrúaráði Sjó- mannadagsins átti Guðmundur sæti í 38 ár. Undir Guðmund, sem stjórnarmeðlim í Sjómannadags- ráði og gjaldkera, heyrði hvorki meira né minna en allar greiðslur fyrir Sjómannadaginn, Sjómanna- dagsblaðið og hið stóra heimili, sem hann hafði átt svo mikinn hlut að að stofna, Hrafnistu í Reykjavík. Enn er að nefna það um starfsferil Guðmundar að hann var einn af stofnendum Sjó- mannablaðsins Víkings, var í und- irbúningsnefnd að stofnun þess blaðs og í fjölda ára í ritstjórn þess. Þá er enn að nefna Sjó- mannadagsblaðið, sem er eitt af vönduðustu blöðum sem hér eru gefin út að öllum frágangi og þvi hefur Guðmundur ritstýrt og ann- ast útgáfuna á um áraraðir. Eitt af síðustu verkum Guð- mundar í þágu sjómanna var að hrinda þeirri gömlu hugmynd sinni í framkvæmd að gefa út Skipstjóra- og stýrimannatal í fé- lagi við annan gamlan sjómann frá Bolungavík. Guðmundur H. Oddsaon var at- gervismaður, hlýr og góður við þá sem hann tók tryggð við. Ég vona að ég nái að festa einhvern tíma á bók meira um þennan mæt- ismann. Hinni ágætu Guðmundar og lífsförunaut, Laufeyju, og börnum þeirra votta ég mína innilegustu samúð. Ásgeir Jakobsson Mánudagskvöldið 11. þ.m. var hringt til mín, og mér sagt að Guðmundur vinur minn Oddsson, fyrrverandi skipstjóri, væri lát- inn. Hann ásamt komu sinni, Laufeyju, var staddur á suður- strönd Spánar þegar kallið kom svo skyndilega, hann varð bráð- kvaddur. Næsta dag fengum við hjónin vinakveðju frá Guðmundi og konu hans, sem var skrifuð nokkrum dögum áður. Þar segja þau að sól skíni í heiði og að þau hafi það mjög gott. Það er skammt milli ljóss og skugga, á milli lífs og dauða. Ég er aðeins eldri en Guðmund- ur varð, og það ætti víst ekki að koma manni á óvart þó jafnaldrar séu kallaðir í burtu, en það kemur manni ævinlega á óvart, maður hrekkur alltaf við, og því meira sem maðurinn er kunnugri og kærari. Þannig eru menn gerðir. Og Guðmundur Oddsson var mér og mínum einkar góður vinur. í hálfa öld hefur kunningsskapur okkar staðið óslitið. í fyrstu sem ungfullorðnir menn, og síðar eftir að við eignuðumst báðir eigin heirnili, hefur þessi vinátta haldist órofin milli fjölskyldna okkar. Það má vel vera, að á hinu hraða lífshlaupi meti maður ekki sem skyldi hinn trausta og heil- steypta samferðamann, en hægi maður á og líti yfir farinn veg, þá sér maður og finnur hve fátækur maður hefði verið og væri, ef mað- ur hefði ekki átt samfylgd og notið mannkosta margra ágætra sam- ferðamanna. Guðmundur Oddsson var einn af þessum mönnum, sem ber hátt þegar ég lít til baka, góðviljaður og traustur meira en þrjátíu ár höfum við komið saman vikulega yfir vetr- armánuðina, alltaf þegar því varð við komið, og spilað bridge. Þetta, eitt af mörgu sem kemur nú í hugann, segir langa sögu um þá vináttu, sem ríkti á milli fjöl- skyldna okkar. Æviatriði Guðmundar verða ekki rakin af mér hér, það munu aðrir gera. Guðmundur var glæsi- legur maður og kom víða við í störfum sínum fyrir íslenska sjó- mannastétt. Hann tók mikinn þátt í félagsmálum varðandi sjávar- útveg og afkomu þeirra manna sem hann stunda, var þar forustu- maður á mörgum sviðum og hlaut verðskuldaða viðurkenningu fyrir störf sín. Hann var velviljaður og hjálpsamur og leysti margra vanda á sinn hógværa hátt. En mesta viðurkenningu mun Guð- mundur hafa fengið í eftirlifandi konu sinni, börnum og heimili. Það fylgir honum góðhugur margra manna, og það er víst allra drýgsta veganestið. Nú þegar leiðir okkar skilja í bili, og litið er yfir þennan langa tíma, þá sækir á fjöldi góðra minninga og löngun til að þakka samfylgdina. Við hjónin óskum honum bless- unar á þeim brautum, sem hann nú leggur út á, einnig þökkum við konu hans, Laufeyju, órofna vin- áttu hennar öll árin, og vottum henni, börnum hennar og öðrum ástvinum okkar dýpstu samúð. Ásta og Jón Sigurðsson hæglátur, félagi. í Guðmundur H. Oddsson er lát- inn, um aldur fram. Enginn veit sína ævina fyrr en öll er. Ekki get ég sagt að mér hafi komið á óvart, er hringt var til mín og mér sagt lát hans. Ég tel að mér hafi verið það ljóst að svo var það sterka lífshlaup hans farið að láta á sjá að ég óttaðist að það gæti undan látið, án mikils fyrirvara. Fyrstu kynni mín af Guðmundi voru fyrir tæplega fimmtiu árum. Hann hafði nýlega lokið skip- stjórnarprófi frá Stýrimanna- skóla íslands, en ég var nýskráður til náms í Samvinnuskólanum. Við vorum staddir á skrifstofu Vá- tryggingarfélagsins Thule hjá Carl Tulinius, sem var kunningi okkar beggja, og við ætluðum okk- ur að safna fyrir félagið líftrygg- ingum. Báðir vorum við nýkomnir af síldveiðum fyrir norðan, hann af stóru síldarskipi en ég af einum þrílembinga, sem kallaðir voru, níu tonna bát frá Hrisey. í þetta skipti urðu kynni okkar ekki löng. Hann lagði á sjóinn og stundaði fiskveiðar og sigldi mikið með togara til Englands á stríðs- árunum. En að loknu námi mínu i Samvinnuskólanum fór ég til heimabyggðar minnar á Patreks- firði og staðnæmdist þar í nokkur ár. Árið 1944 fluttum við hjónin, ég og Magnea kona mín, til Reykja- víkur og þá bar fundum okkar Guðmundar fljótt saman. Þá varð sú vinátta bundin, sem varað hef- ur í nálega fjörutíu ár. Það kom fljótlega í ljós að við Guðmundur áttum sameiginleg mörg áhugamál. Hann var í for- ustu fyrir málum skipstjórnar- manna allan tímann á meðan líf hans entist. En það atvikaðist svo að málefni útvegsmanna urðu mitt hlutskipti á ýmsum sviðum. Því miður verður það ekki rakið hér nú sem skyldi, allt það sem Guðmundur vann í félagsmálum sjómanna og sá þáttur, sem kona hans, Laufey, átti einnig í þeim störfum á lífsleið þeirra. Enda þótt Guðmundur tæki sjálfur allmikinn þátt í útgerð, og þá einkum í útgerð flutningaskipa, þá tileinkaði hann lífsstarf sitt að- allega málefnum sjómanna á fé- lagsmálasviðinu. Hann var frumkvöðull að end- urreisn skipstjóra- og stýri- mannafélagsins Öldunnar, var í stjórn þess félags og formaður í mörg ár. Hann var í forustusveit þeirra er stofnuðu Farmanna- og fiskimannasamband íslands 1937, í stjórn þess í mörg ár og forseti þess. Hann var einn af stofnend- um Sjómannadagsins í Reykjavík, í stjórn hans og vann mikið að málum hans til dauðadags. Störf Guðmundar í þágu Hrafnistu, dvalarheimilis aldraðra sjó- manna, voru mikil og vann hann þau með mikilli ánægju og alúð, sem hann á skilið miklar þakkir fyrir. Það kom oft í hlut okkar Guð- mundar að leysa samningamál í launamálum skipstjórnarmanna og útvegsmanna. Það var gott að vinna að þessum málum með hon- um. Hann var heilsteyptur og hreinskilinn og við komum mörgu góðu til leiðar í samskiptum um þessi mál. Það var okkur hjónum mikið lán að eignast kunningsskap þeirra Guðmundar og Laufeyjar. Við vor- um ókunnug fólki í bænum, en þau tóku okkur opnum örmum og við nutum félagsskapar þeirra. Það var orðinn sjálfsagður þáttur að þau tækju okkur með sér á loka- skemmtanirnar, en Laufey var eins og áður er getið í forustu fyrir kvennaliðinu og formaður Kvenfé- lags Öldunnar, og við fórum lengi saman út á gamlárskvöld. Seinast sá ég Guðmund fyrir nokkrum vikum er ég sótti þau heim að Laugarásvegi 5 og við átt- um þar saman ánægjulega kvöld- stund. Að leiðarlokum færi ég þeim hjónum Guðmundi og Laufeyju al- úðarþakkir fyrir alla þá vináttu og velvilja sem þau sýndu mér og konu minni og fjölskyldu okkar allri. Ég bið Guð að styrkja þig, Laufey mín, og innilega samúð votta ég þér, börnum þínum og allri fjölskyldunni. Guðmundi óska ég farsældar á nýjum vegum. Baldur Guðmundsson Genginn er góður vinur, Guð- mundur H. Oddsson. Tilfinningar er erfitt að tjá með orðum en trega fær enginn með orðum lýst. í hjarta mínu ber ég trega og söknuð og sé að hin síðari ár hefði ég ef til vill getað ræktað betur garð vináttunnar því mér sem öðr- um hefði mátt vera það ljóst að kallið gat komið hvenær sem var. Vinátta okkar Guðmundar hófst þegar leiðir okkar lágu saman fyrir aldarfjórðungi og á dánar- degi hans barst mér í hendur kort frá honum þar sem hann sagði mér að þeim hjónunum liði vel í sól og sumri. Það er huggun í harmi. Við hjónin nutum einnig þeirrar gæfu að eignast að vini Laufeyju, hina góðu konu Guðmundar. Sam- an áttum við indælar stundir og ánægjuleg ferðalög um landið. Að vita um vináttu Guðmundar veitti mér sífellt styrk og sjálfum finnst mér að engum manni, mér óskyldum, eigi ég jafnmikið að þakka. Guðmundur var ekki að- eins stór maður og glæsilegur heldur einnig stór í sniðum, sterk- ur maður sem styrkti aðra. Við fyllumst trega þegar dauð- inn hefur drepið á dyr, en þeir sem • f •■ n 11 's sgoabiiv <<• ri f'i r r» jirl i rr i (s ttt* 1051101191110 i,u*í trúa vita að dauðinn er ekki endir heldur upphaf, hin æðsta vígsla sérhvers manns. Guðmundur hefur nú lagt út á þá braut sem okkur er öllum búin og blessun fylgir honum en Guð gefi hinum líkn sem lifa. Hilmar Biering Hinn 12. september lést á Beni- dorm á Spáni Guðmundur H. Oddsson, skipstjóri, en þar var hann á ferðalagi, í skemmtiferð með konu sinni til að búa sig undir enn einn vetur, eins og svo margir gjöra. Hann mun hafa átt þar fáeina góða daga; kenndi sér ekki meins, að séð væri, en svo allt í einu var lífið búið. Guðmundur Helgi Oddsson, eins og hann hét fullu nafni, fæddist í Bolungarvfk 31. júlí árið 1911 og voru foreldrar hans Oddur Guð- mundsson, kaupmaður frá Hafra- felli við Skutulsfjörð (1883—1940) og Hólmfríður Jósefína Bjarna- dóttir, kennari frá Ármúla við fsafjarðardjúp (1879—1919), en Hólmfríður var fyrri kona Odds. Guðmundur ólst upp vestra. Var tvö ár við nám í Núpsskóla, en meira fiskimannaprófi lauk hann frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík árið 1933, og var eftir það stýrimaður og skipstjóri á bátum og togurum í 27 ár, og stundaði einnig útgerð. Guðmundur hóf snemma sjó- mennsku, en um sjóferðir hans á æskudögum veit ég fátt, því hann sagði ekki sjóferðasögur í hinum almenna skilningi. Hitt er annað mál, að þegar ég hóf sjómennsku, var hann þegar orðinn landskunn- ur skipstjóri og sjósóknari. Ég man þó eftir Guðmundi ung- um, því nokkur fjölskyldutengsl voru milli okkar. Á hinn bóginn kynntist ég honum ekki að ráði fyrr en ég hóf einhver félagsmála- störf innan Farmanna- og fiski- mannasambands íslands. Varð mér þá strax starsýnt á þennan vaska og bjarteyga fulltrúa Skip- stjóra- og stýrimannafélagsins öldunnar, sem er elsta félagið, eða frá skútuöldinni. Á þessum dögum var Far- manna- og fiskimannasambandið rekið með dálítið öðrum hætti, en núna er. Það lét sig varða ýms þjóðhagsleg mál, vitamál, hafna- mál, fjárfestingu og skipakaup. Kjaramálin voru í höndum ein- stakra félaga. Hinir öldnu sæ- garpar ræddu þarna hugsjónir; notuðu öll tækifæri til þess að styðja að öryggi sjófarenda, betri höfnum og nýjum skipum. Margt af þessu komst í verk. Og þótt ég vilji eigi efna til neinna hlutaskipta, þá átti Guðmundur H. Oddsson þátt í þeirri sögu, því á mál hans var hlustað, og eftir skoðunum hans og sjónarmiðum var tekið. Guðmundur vann þarna marg- háttuð störf. Var ritstjóri Sjó- mannablaðsins Víkings um tíma og blómstraði blaðið undir stjórn hans. Hann sat í stjórn FFSI um árabil, var forseti sambandsins í fjögur ár og lengi formaður öld- unnar, eða í 12 ár. Sat í áratug í verðlagsráði sjávarútvegsins, svo nokkuð sé nefnt. Guðmundur H. Oddsson, skip- stjóri var í hópi þeirra, er stofnaði rinM'i >>íi'i68Mi|ií iui i/1 ,.hi m( 11 1{ 1)' .1)8 Jl ll fl V EOÍ I (il(!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.