Morgunblaðið - 22.09.1983, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 22.09.1983, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. SEPTEMBER 1983 Pepsi Áskorun! völdu Pepsi af þeim sem tóku afstöóu Fepsi 4719 Coke 4429 Jafn gott 165 Alls 9313 Láttu bragöiö ráða Ford Cargo Eigum fyrirliggjandi FORD CARGO 1013 vörubíla á hagstæöu veröi og greiöslu- kjörum. Leitiö frekari upplýsinga hjá sölumönnum okkar. FORD CARGO — Vörubíll árs- ins í Evrópu 1982. Sveinn Egilsson Skeifunni 17, sími 85100. AF ERLENDUM VETTVANGI eftir GUÐMUND GUÐJÓNSSON Papandreou gerir banda- mönnum sínum lífið leitt Sannarlega er Grikkland aðiidarríki að NATO, varnar- bandalagi vesturlanda, en á margan hátt hafa grísk stjórn- völd eigi að síður gert bandamönnum sínum lífið leitt og er þá einkum og sér í lagi átt við forsætisráðherrann Andreas Papandreou. Hinn voveiflegi atburður, er sovésk herþota skaut niður kóreska farþegaþotu með manni og mús hefur orðið til þess að enn á ný reita vestrænir ráðamenn hár sitt yfir viðbrögðum Grikkja. Andreas Papandreou Aður en fjallað verður um málið er rétt að rekja það sem kalla má gang mála. Fyrir tveimur árum hrukku ráðamenn á Vesturlöndum við, er Papandreou hótaði að draga Grikki út úr NATO og EBE. Ekkert varð úr því, en í dag velta menn því fyrir sér hvort betra hefði ekki verið að láta Papandreou eiga sig. Fyrir hönd Grikkja, hefur hann gert mikinn óskunda í báðum samtökunum og dreg- ið mjög taum Moskvu. Sem dæmi má nefna, að Papandreu neitaði að for- dæma setningu herlaga í Póllandi og gekk svo langt, að reka einn af ráðherrum sín- um sem setti nafn sitt undir plagg sem það gerði. Hann reyndi síðan að koma í veg fyrir að Sovétmenn yrðu beittir refsiaðgerðum og það var einungis vegna þess að aðrir ráðherrar EBE sam- þykktu að sleppa leynilegri atkvæðagreiðslu, að Rússar voru straffaðir. Þá hafa Grikkir hvað eftir annað reynt að koma lagi á friðarumleitanir Bandaríkj- anna í Miðausturlöndum. Grikkland eitt vestrænna ríkja hefur ekki viðurkennt Ísraelsríki og hafa Grikkir reynt að koma í veg fyrir að aðrar Evrópuþjóðir sendi friðargæslusveitir til þessa heimshluta. Samheldni EBE-landanna í utanríkis- stefnum hefur verið brothætt þegar best hefur látið. Síð- ustu árin hafa þó borið með sér breytingu til batnaðar, einkum vegna vaxandi sam- vinnuvilja Frakklands. Þess vegna eru það sannkallaðir fleygar sem Papandreou rek- ur í vestræna samvinnu er hann neitar að fylgja banda- mönnum sínum að málum. Síðustu ærsl Papandreous- ar hafa ekki orðið til þess að auka samheldnina, hann hef- ur bannað herskipum NATO að leggjast að grískum bryggjum og fyrir skemmstu stakk hann upp á því að NATO frestaði um hálft ár að setja niður 572 meðaldrægar kjarnorkueldflaugar í Vest- ur-Evrópu á þessu ári, eld- flaugar sem hugsaðar eru sem mótvægi við miklum samsvarandi hernaðarstyrk Sovétmanna í Austur-Evrópu og Sovétríkjunum. Nú, svo skutu Rússar far- þegaþotuna niður með marg- umræddu hrikalegu mann- falli og þá hefði mátt ætla að Grikkir gætu skipað sér á bekk með þeim þjóðum sem fordæmdu slík fjöldamorð. En það var öðru nær. Fyrir skömmu neituðu Grikkir að greiða atkvæði með tillögu sem fordæmdi ódæðið á ráð- herrafundi EBE. Yiannis Haralambopoulos, utanríkis- ráðherra Grikklands hafði áður reynt að koma í veg fyrir að þotumálið yrði rætt á fundinum, m.a. með því að beita sér á þeim grundvelli að Grikkland hefur í höndunum forsetastól EBE um þessar mundir. Umræðan á EBE-þinginu var vægast sagt fjörug og þar hefði enginn láð Grikkjum þó þeir hafi hugsað með sér hvor hafi skotið niður þotuna, þeir eða Rússar. Tillagan um for- dæmingu Sovétmanna fyrir hinn „viðbjóðslega verknað" var samþykkt þrátt fyrir and- stöðu Grikkja, sem voru sjálf- ir gagnrýndir í tillögunni fyrir viðhorf þeirra til máls- ins. Ekki voru notuð stór orð um Grikki í textanum, þau biðu uns fulltrúar á þinginu risu úr sætum og tóku til máls. Hófst þá linnulítil skothríð á Grikki, svo mikil, að forsetinn Konstantin Kar- amanlis einangraði sig kyrfi- lega frá stefnu grísku stjórn- arinnar. Þeir sem til máls tóku kepptust um að hreyta ónotum í Grikki, „þeir ættu að skammast sín“, „þeir verða aldrei teknir alvarlega eftir þetta", og fleira í sama dúr var fleygt. Fjör færðist þó fyrst í leik- inn er Adam Ferguson, einn af bresku fulltrúunum, sagði að ætla sér að fá eitthvað af viti upp úr Haralambupoulos utanríkisráðherra væri eins og að ætla sér að negla ávaxtahlaup við loftið heima hjá sér! Grikkir reiddust mjög við þessi orð Fergusons og einn fulltrúi þeirra, Spyri- don Plaskovitis, spratt á fæt- ur og tilkynnti bresku nefnd- inni að ástæðan fyrir því að Grikkir vildu halda friðinn væri sú að þeir hefðu orðið illa úti í síðari heimsstyrjöld- inni og „50.000 Grikkir hefðu þá látist" vegna stefnu Breta í stríðinu. Bretar stukku á fætur og svöruðu fullum hálsi að orð Grikkjans væru skammarleg og hneykslanleg þar sem fjöldi Breta lést í Grikklandi við það að frelsa Grikki í stríðinu. Svo var þráttað og þrætt. Karamanlis Grikklands- forseti ávarpaði þingið skömmu síðar og byrjaði á því að taka það fram að orð sín myndu ekki endurspegla grísk stjórnvöld, heldur „tal- aði hann sem einstaklingur". Reifaði hann síðan draumsýn sína um sameinaða Evrópu þar sem allir strituðu hver fyrir hagsmunum annars og sínum eigin í leiðinni. Hlýddi þingheimur á og var mál manna að hann hafi halað inn á ný talsvert af virðingu þeirri sem bandaþjóðirnar báru fyrir Grikklandi, en höfðu misst síðustu vikurnar. En hvað um það, það veit eng- inn upp á hverju Papandreu tekur næst. Heim.:The Times, The Economist, AP o.fl. ('.uðmundur Guðjónsson er blaða- maður á erlendri fréttadeild Morg- unblaðsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.