Morgunblaðið - 20.10.1983, Síða 3

Morgunblaðið - 20.10.1983, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. OKTÓBER 1983 3 Örugg í umferðinni Morgunbladiö/Friöþjófur. Þó þessi litla stúlka í Grindavík sé svolítiÖ efins á svipinn, ætti hún að vera nokkuð örugg í umferðinni á milli tveggja lögregluþjóna og að sjálfsögðu með endurskinsmerkið sitt. Veiðiréttareigendur við Laxá í Kjós: Leigja ána beint út næsta sumar — veiðileyfi hækka um 33.000 dollara á milli ára GERÐ hefur verið breyting á leigumál- um Laxár í Kjós, en breytingin er þess eðlis að nú selur veiðifélag árinnar sjálft veiðileyfin, en hingað til hefur áin verið leigð út og hefur Páll G. Jóns- son, forstjóri Pólaris, verið leigutaki síðustu 13 árin. Samkvæmt upplýsingum sem Mbl. fékk hjá Gísla Ellertssyni, formanni veiðifélagsins, hefur Páll keypt öll veiðileyfin fyrir næsta sumar, en sú breyting yrði væntanlega á að nú yrði starfsfólk veiðihússins nær ein- göngu heimamenn, en það hefur ekki verið áður. Mun veiðifélagið sjá um rekstur veiðihússins að öllu leyti næsta sumar. í sumar var áin leigð fyrir 228 þúsund Bandarikjadali, eða sem jafngildir 6,354 milljónum króna, en næsta sumar kostar sumarið 261 þúsund Bandaríkjadali, eða sem Viðræður um afgreiðslutíma verslana: „VIÐ erum í viðræðum við Kaup- mannasamtökin og Vinnuveitenda- sambandið, þessar viðræður eru haldnar að ósk Kaupmannasamtak- anna og Vinnuveitendasambandið kom inn í viðræðurnar vegna þess að Hagkaup er í VSÍ,“ sagði Magnús L. Sveinsson, formaður Verslunar- mannafélags Reykjavíkur, í samtali við blaðamann Morgunblaðsins í gær. Tilefni ummæla Magnúsar voru ummæli, sem Magnús E. Finns- son, framkvæmdastjóri Kaup- mannasamtakanna lét falla í frétt í blaðinu í gær, þar sem hann seg- ir enga fulltrúa frá Vörumarkaðn- um og Hagkaupi taka þátt í við- ræðum um afgreiðslutíma versl- ana á höfuðborgarsvæðinu. „Þarna gætir greinilega einhvers misskilnings," sagði Magnús L. Sveinsson, „að því er varðar Hag- kaup, en hitt er alveg rétt, að eftir því sem ég kemst næst, þá á Vöru- markaðurinn ekki aðild að neinum þeim vinnuveitendasamtökum, sem við okkur semja. Það er vandamál útaf fyrir sig.“ Magnús L. Sveinsson sagði það hins vegar ekki einfalt mál, að fulltrúi Vörumarkaðarins tæki milliliðalaust þátt í viðræðunum: „Stéttarfélög hafa yfirleitt aldrei samið við einstök fyrirtæki, held- ur við samtök vinnuveitenda, og við höfum nú viljað halda okkur við það. — Þetta var þó rætt í upphafi þessara viðræðna, og ég gerði sérstaka fyrirspurn um mál- ið, um það hvort þessi fyrirtæki, sem einna helst hafa verið í sviðsljósinu, hefðu aðgang að við- ræðunum í gegnum samtök vinnu- veitenda." jafngildir 7,274 milljónum króna. Hækkunin á milli ára er því 33 þús- und Bandaríkjadalir, eða sem jafn- gildir um 920 þúsund krónum, eða um 14,5% að raunvirði. VSÍ gætir hagsmuna Hagkaups, en Vörumarkaðurinn á engan fulltrúa Vilja að stjórnin fái vinnufrið 100 Sauðkræk- ingar senda undirskriftalista Forsælisráðherra hafa borist undirskriftir um hundrað Sauð- krækinga þar sem þeir lýsa yfir, að þeir séu ósammála undirskrifta- söfnun BSRB og annarra launþega- samtaka gegn efnahagsaðgerðum ríkisstjórnarinnar. Einnig hafa for- sætisráðherra borist tveir undir- skriftalistar frá Húsavík til viðbót- ar og samhljóða þeim sem honum höfðu áður borist þaðan. Forsætisráðherra sagði í við- tali við Mbl. í gær, að í bréfi frá þeim sem undirrituðu listana á Sauðárkróki hefði verið tekið fram, að þeir vildu að ríkis- stjórnin fengi vinnufrið til að koma efnahagsmálunum í viðun- andi horf, en í því fælist þó ekki stuðningur við afnám samnings- réttarins. Þar hefði einnig verið bent á að síðasta ríkisstjórn hefði hvað eftir annað lítilsvirt samningsréttinn. OLÍUÁMAGANN Sólarolfan þín gæti verið orðin svolítið gömul því það hefur svo lítið þurft að nota hana í sumar. Nú skaltu endilega endurnýja birgðirnar og ganga f Kanaríklúbb Samvinnuferða/Landsýnar, Flug- leiða, Úrvals og Útsýnar. Við fljúgum til Las Palmas á Gran Canaría í beinu leiguflugi á þriggja vikna fresti frá og með 14. desember og vikulega frá 2. nóvember í áætlunarflugi um London þar sem hægt er að hafa viðdvöl í bakaleiðinni. Við bjóðum úrval frábærra gististaða: hótelíbúðir með 1 eða 2 svefnherbergjum, hótelherbergi og smáhýsi með 1 eða 2 svefnherbergjum. Við bjóðum dvöl í: 1,2, 3, 4, 6, 9 eða jafnvel 24 vikur! Við bjóðum hagstætt verð: Prá 19.460.- kr. í eina viku og frá 22.155.- kr. í þrjár vikur, miðað við 2 í hótelíbúð. 21 vika á Broncémar miðað við 2 í íbúð kostar aðeins 78.000.- kr. Þú kemur heim 9. maí!

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.