Morgunblaðið - 20.10.1983, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. OKTÓBER 1983
15
sjálfsögðu að miðast sérstaklega
við að tónlistarflutningur færi þar
fram, en einnig yrðu menn að hafa
í huga að nýta húsnæðið sem best
og á sem fjölbreytilegastan hátt.
Tók hann sem dæmi tónleikahús í
Bergen, sem er af svipaðri stærð
og tónleikahús okkar Íslendinga
verður. í anddyri þess húss sagði
hann að færu fram tískusýningar,
málverkasýningar, iðn- og bíla-
sýningar, dansieikir o.fl., en í
salnum færu fram sinfóniutón-
leikar, jass- og popptónleikar, kór-
söngur, óperu- og ballettsýningar,
stúdíóupptökur og ráðstefnur, svo
eitthvað væri nefnt. Hugmyndina
um stærð tónleikahúss hér á landi
sagði Ármann vera hús með 2 söl-
um, þar sem annar salurinn tæki
um 1300 manns í sæti en hinn um
300. Aðspurður kvað hann það rétt
vera, að flutningur popptónlistar,
svokallaðrar, krefðist annarskon-
ar húsnæðis en flutningur sígildr-
ar tónlistar, en tók það fram að
hönnun hússins myndi miðast við
að tónlistarflutningur gæti orðið
sem fjölbreytilegastur. „Hér er
ekki um að ræða tónlistarhús fyrir
neina ákveðna tónlist, heldur tón-
listarhús fyrir alla tegund tónlist-
ar.“
Fjárframlög: Vladimir Ashk-
enazy býður stuðning
Gunnar Guðjónsson sagði á
fundinum að minningarsjóður föð-
ur síns, Guðjóns Sigurðssonar,
næmi nú um V6 milljón króna.
Lýsti hann yfir áhuga sínum á að
láta fjármagn sjóðsins renna til
samtakanna, en hugmyndin, er
sjóðurinn var stofnaður árið 1915,
hefði verið sú að gefa Reykvíking-
um kost á að hlýða á góða tónlist.
Sagðist Gunnar nú vinna að þvi
við viðkomandi yfirvöld, að sjóð-
urinn fengi að renna til starfsemi
samtakanna.
Hinn frægi tónlistarmaður,
Vladimir Ashkenazy, hefur sent
samtökunum heillaóskir; kveðst
hann þess reiðubúinn að afla fjár
með tónleikahaldi, hvenær sem
þess yrði óskað.
„Áhugi og ást á tónlist sameinar
okkur sem hér erum samankomin.“
Ármann ö. Ármannsson, formaður
undirbúningsnefndar, ávarpar fund-
argesti.
Fulltrúarád skipað 50 manns
Félagasamtök sem aðild eiga að
stofnun samtakanna, tilnefndu
fulltrúa í fulltrúaráð samtakanna.
Auk þeirra voru á fundinum sam-
þykktir 36 aðrir einstaklingar i
fulltrúaráð. Samtals sitja því um
50 manns í ráðinu.
Félagsgjöld voru ákveðin 200
krónur á ári og greiddu margir fé-
iagsgjöld sin eftir fundinn. Einn
aðili greiddi 10.000 krónur og bað
um að mismunurinn fengi að
ganga i sjóð samtakanna. Margir
stofnfélaga létu fé af hendi rakna
og greiddu 500—1000 krónur í fé-
iagsgjöld. Bæði það, hve mikla
gjafmildi fólk sýndi við greiðslu
félagsgjalda og svo hin góða fund-
armæting segir sína sögu um
áhuga fólks á byggingu tónlistar-
húss á íslandi.
Sigríftur Ella Magnúsdóttir í stuttri
heimsókn á íslandi.
„Uppfull
ánægju"
„Ég er nýkomin til landsins
og verð hér í viku að þessu
sinni,“ sagði Sigríður Ella
Magnúsdóttir söngkona í sam-
tali við Morgunblaðið. „Ég held
að ég hefði ekki getað komið til
íslands á skemmtilegri tíma.
Það er mér mikið ánægjuefni
að geta setið þennan stofnfund
en svo eru 150 ár liðin frá fæð-
ingu Brahms, núna á þriðjudag-
inn kemur, þannig að ég get
einnig haldið upp á afmæii hans
á íslandi. Ég ætla að halda hon-
um ofurlitla afmælisveislu í
Gerðubergi, þar sem ég syng
eingöngu verk eftir Brahms.
Eg er svo uppfull ánægju
yfir því að loksins skuli tón-
list á íslandi fá eigið húsnæði
og ég er stolt af því að við
íslendingar skulum eiga svo
góða Sinfóníuhljómsveit, sem
raun ber vitni. Hljóðfæraleik-
ararnir leggja á sig mikla
vinnu og þeir hafa staðið sig
stórkostlega vel miðað við að-
stæður.
Ég kem aftur heim um jólin
og syng þá hlutverk Rósínu í
óperunni „Rakarinn frá Sev-
illa". Stærsta verk, sem ég hef
sungið í, er 8. sinfónía Mahl-
ers, en flytjendur í því verki
eru á sjötta hundrað. Nú þeg-
ar bygging tónlistarhúss á ls-
landi er í augsýn, sé ég líkan
tónlistarflutning í hillingum
hér heima á íslandi."
„Kngin aðstaða fyrir hljóðfsraleik-
ara í Háskólabíói.“ Jean-Pierre
Jarquíllat.
„Kominn
tími til“
Næsti viðmælandi var Jean
Pierre Jacquillat, stjórnandi
Sinfóníuhljómsveitar íslands.
„Háskólabíó er alls ekki nógu
gott Þar er heldur engin að-
staða fyrir hljóðfæraleikarana.
Þeir hafa engan samastað til að
hvfla sig né heldur æfa sig, en
aðstaða til hvorstveggja þarf
nauðsynlega að vera fyrir hendi
þar sem tónlistarflutningur fer
fram að einhverju ráði. Það er
kominn tími til að Sinfóníu-
hljómsveitin fái þak yfir höfuð-
ið, því sú aðstaða sem hljóm-
sveitin býr við nú, er mjög
ófullkomin. Eitt ber að athuga
og það er að Háskólabíó var
aldrei byggt með það fyrir aug-
um að tónlist yrði flutt þar.
Þetta er kvikmyndahús en ekki
tónleikahús!
Ég tel æskilegt að stærð
hússins miðist við að rúma
1800—1900 manns í sæti. Þá
ég við að 2 salir verði í húsinu
og annar taki um 1500 manns
í sæti, en hinn 300—400. Ég
vona að hljómsveitinni eigi
eftir að vaxa fiskur um hrygg
á komandi árum og stærra og
betra húsnæði þýði stærri og
enn betri hljómsveit. Svo vil
ég taka það fram að lokum, að
ég vona að mér verði boðið að
stjórna Sinfóníuhljómsveit-
inni í hinu nýja tónlistarhúsi
íslendinga ..."
Ásthildur Guómundsdóttir. „Þetta
er merkilegur fundur."
„Þak Háskóla-
bíós lekur!“
„Ég var á fundi, sem haldinn
var hér síðastliðið vor. Fundur-
inn var haldinn í framhaldi af
tónleikum söngsveitarinnar Ffl-
harmoníu og Sinfóníuhljómsveit-
arinnar og fóru fram umræður
um byggingu tónlistarhúss auk
þess sem kosið var ( undirbún-
ingsnefnd,“ sagði Ástríður Guð-
mundsdóttir kennari sem í frí-
stundum syngur með söngsveit-
inni Fflharmoníu. „Annars leyfi
ég mér að fullyrða það, að þó ég
hefði ekki mætt á fundinn í vor,
hefði ég mætt á þennan fund.
Þetta er merkilegur fundur, hér
er verið að stofna samtök, sem
munu einbeita sér að því að tón-
listarhús verði reist á Islandi, en
slík framkvæmd er tónlistinni
nauðsynleg.
Söngsveitin Fílharmonía
hefur margsinnis haldið tón-
leika í Háskólabíói og ég verð
að segja það, að mér finnst
mjög erfitt að syngja í Há-
skólabíói. Röddin nær einhvern
veginn aldrei að hljóma al-
mennilega þar, auk þess sem
við heyrum illa hvert í öðru. Þá
meina ég í innkomum, þ.e. þeg-
ar ein rödd tekur við af ann-
arri. Ég er nú að visu éngin
fagmanneskja, en ég get ekki
ímyndað mér annað en að lé-
legur hljómburður geri hljóð-
færaleikurum erfitt um vik.
Það er ekki nóg með að hljóm-
burður í Háskólabíói sé ekki
góður, heldur lekur þakið einn-
ig, þannig að þegar veðurguð-
unura lýst þannig á, lekur bara
ofan á tónleikagesti og það
finnst mér engan veginn nógu
gottr
Einar Keynis. „fsland hlýtur að telj-
ast menningarþjóðfélag."
„Góðar
undirtektir"
Síðasti maður, sem blaðamað-
ur Morgunblaðsins ræddi við,
heitir Einar Reynis. „Ég hef
sungið með Pólýfónkórnum síð-
astliðin 5 eða 6 ár og sumarið ’82
fórum við f söngferðalag til Spán-
ar,“ sagði Einar. „Það var stór-
kostleg upplifun að syngja í
kirkjunum þar syðra. Hljóm-
burðurinn var ekki sambæri-
legur við þann, sem við áttum að
venjast hér heima. Á aðalfundi
Pólýfónkórsins gat ég skráð mig
sem stofnfélaga að samtökunum
og gerði ég það án þess að hika,
því eftir að hafa kynnst góðum
tónlistarsölum, sá ég að brýn
þörf var á byggingu sem þessari.
Eins og allir vita er tónlist á
íslandi hornreka og fastur
samastaður fyrir tónlistarlíf af
öllu tagi hlýtur að vera einn af
hornsteinum menningarþjóð-
félags. ísland verður að teljast
menningarþjóðfélag, vegna
hins öfluga listalífs á öllum
sviðum. Það er að mínu mati
ákaflega mikilvægt, að hug-
myndin að byggingu sem þess-
ari hljóti góðar undirtektir al-
mennings, því hún mun að öll-
um líkindum rúma allar grein-
ar tónlistar.
Tónlistarhús á íslandi verð-
ur gríðarleg framför frá Há-
skólabíói, sem er mjög ófull-
komið tónleikahús. Þess má
kannski geta hér að frágangi
Hallgrímskirkju er að ljúka og
í augsýn er vegleg umgjörð um
kirkjulegar tónbókmenntir."
Um 700 manns mættu á fundinn á Hótel Sögu, er stofnuð voru samtök um byggingu tónlistarhúss.