Morgunblaðið - 20.10.1983, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 20.10.1983, Qupperneq 19
100—200% verðbólgu aftur af stað. En við skulum líka gera þá kröfu til stjómvalda og okkar sjálfra, að þeim aðgerðum sem beitt hefur verið í baráttunni gegn verðbólgu og svo mikinn og góðan árangur hafa borið, verði fylgt fram með nýrri atvinnu- stefnu, með því að ríkið dragi úr umsvifum sínum og skattheimtu, en veiti einstaklingum og atvinnufyrirtækjum hvort sem þau eru rekin sem einkafyrirtæki eða á félagsgrundvelli svigrúm, enda beri menn ábyrgð á gerðum sínum. Orka og öryggi Herra forseti, þótt þáttaskil í efnahagsmálum hafi hér aðallega verið gerð að umræðuefni vil ég ekki ljúka máli mínu án þess að geta þáttaskila á tveimur öðrum sviðum. Á sviði orkumála og stóriðju er ný sókn hafin eftir stöðnun und- anfarinna ára og brotist er út úr sjálfheldu fyrrverandi iðnaðar- ráðherra og Alþýðubandalags með bráðabirgða samkomulagi í álmálinu. Á sviði öryggis- og varnarmála hefur núverandi ríkisstjórn eytt margra ára óvissu. Það er ekki lengur til staðar neitunarvald, sem kemur í veg fyrir framgang nauðsynlegra framkvæmda í þágu öryggis og friðar. Við íslendingar verðum að halda vöku okkar á mörgum svið- um. Tilraunin sem hófst með lýð- veldisstofnuninni tekst ekki nema við kunnum fótum okkar forráð heima fyrir og getum tryggt efna- hagslegt sjálfstæði okkar. Stjórn- arfarslegu sjálfstæði höldum við ekki án efnahagslegs sjálfstæðis. Menningarlegt sjálfstæði okkar, vernd menningararfleifða okkar tekst okkur ekki heldur nema efnahagslegt og stjórnarfarslegt sjálfstæði sé til staðar. Allt er þetta samofið. Ég vonast til þess að vori, þegar haldið verður hátíðlegt 40 ára af- mæli lýðveldisstofnunar á íslandi, að þá hafi íslendingar sýnt og sannað, að veturinn hafi verið vel nýttur og sigur unninn á verð- bólgunni og þeim upplausnaröfl- um sem við höfum stundum átt við að glíma þegar mikið hefur legið við. Nú ætti öllum að vera ljóst, reynslunni ríkari, að við höfum ekki nema eina leið að fara, þá réttu leið, sem við erum loks byrjuð að rata. MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. OKTÓBER 1983 19 OLÍS: Myndbanda- leiga á bensínstöð OLÍUVERSLUN íslands, OLÍS, hef- ur ákveðið að hefja nú á næstunni rekstur myndbandaleigu í húsnæði bensínstöðvar félagsins við Háaleit- isbraut, samkvæmt upplýsingum sem Mbl. fékk hjá Svan Friðgeirs- syni, stöðvarstjóra OLÍS. Sagði Svan, að í fyrstu yrði að- eins um þessa einu stöð að ræða, en ljóst væri að þó rekstur mynd- bandaleigu myndi ganga vel á þessari bensínstöð, þá myndi slík- ur rekstur ekki verða á nærri öll- um bensínstöðvum fyrirtækisins. Myndböndin sagði Svan verða eingöngu frá myndbandaleigu kvikmyndahúsanna, en OLIS myndi reka leiguna. Myndbanda- leigan verður opin á sama tíma og bensínstöðin. Sagði Svan að þessi rekstur væri eingöngu í tilrauna- skyni, og þessi bensínstöð sú eina sem leiga sem þessi yrði starfrækt á til að byrja með, enda væri það vel mögulegt vegna húsnæðisins. Harður árekstur í Armúla HARÐUR árekstur varð í Ármúla til móts við Ármúlaskóla laust eft- ir klukkan níu í fyrradag. Öku- maður Subaru-bifreiðar, sem al- veg nýlega hefur fengið bílpróf, ók vestur Ármúla. Hann hugðist beygja að Ármúlaskóla en tókst ekki betur til en svo, að hann lenti í árekstri við Toyota-jeppa. Báðar bifreiðirnar eru mikið skemmdar, jafnvel ónýtar. Sextán ára gömul stúlka, sem var farþegi í Subaru- bifreiðinni slasaðist en ekki al- varlega. Þú svalar lestrarþörf dagsins ásíðum Moggans! KVÖLDSÝNING fimmtudaip Opiðtil lOíkvöld röAíiLA, I ^323 l 323l300 5dyia ................; 29X00 Uiazaa +*m 929 Station sj.sk. . ,81 20.000 626 16004dyta .... ,81 52.000 fiOb 626 2000 2dyraHT •••• ^ 34.000 -1a«íaW»»W 929LTD4dyiaVJt. ... ^ 2B 000 13 I 626 2000 2dyraHT ^ 27 000 323 1500 Station ••••■— 31.000 323l300Saloonsi.sk- • ^ 29.000 626 2000 4dyias].sk. • ^ 34.000 626 2000^4dyra .•----- Smiösbotöa 23 Fólksbíll/Stationbíll Nýr framdrifinn MAZDA 626 5 dyra Hatchback margfaldur verðlaunabíll. Vél: 102 hö DIN Vidbragd: 0-100 km 10.4 sek Vindstuðull: 0.35 Farangursgeymsla: 600 litrar m/niðurfelldu aftursæti Bensíneyðsla 6.3 L/100 km á 90 km hraða á1.580 fcrónur habitat Opið: til kl. 21 á íimmtudögum. til kl. 19 á töstudögum, írá kl. 9 - 12 á laugardögum H94xB70xD29. Verð 790 kr. 6 H188xB70xD29 Verð 1580 kr. Laugavegi 13. simi 25808.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.