Morgunblaðið - 20.10.1983, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. OKTÓBER 1983
25
iri myndarinnar situr við klippiborðið, og honum tií hsgri handar og aðstoðar Jón Axel
ðin í klippingu
rðir um erlenda dreifingu
tökum á kvikmyndinni Atómstöðin, sem mun
rlcndis. Klipping myndarinnar er hafin og er
jun febrúar. Blaðamaður Morgunblaðsins leit
n leikstjóra um klippingu mvndarinnar og við
slæm klipping getur eyðilagt gott efni, en
góð klipping getur hinsvegar ekki bætt
slæma kvikmyndatöku eða leik.“
Og hver er áætlaður kostnaður við gerð
myndarinnar?
Örnólfur: „Kostnaðaráætlun sem gerð
var fyrir myndina í maí síðastliðnum
hljóðaði upp á tíu og hálfa milljón. Sá
kostnaður sem þegar er fram kominn er
tæpar 10 milljónir, og má því reikna með
að heildarkostnaðurinn fari upp í að
minnsta kosti 12 milljónir."
Og hvernig er þetta fjármagnað?
„Við fjármögnum þetta með sama hætti
og hefur tíðkast með íslenskar kvikmyndir
til þessa. Eigendur félagsins fá bankaián
með því að veðsetja allar sínar eigur, auk
þess sem starfsfólk og viðskiptafyrirtæki
iána hluta af launum og þjónustu fram
yfir frumsýningu."
Mun ágóði af sýningu myndarinnar hér-
lendis nægja fyrir kostnaði?
„Nei, og það hefur okkur alltaf verið
ljóst, enda höfum við frá byrjun ætlað að
gera kvikmynd sem höfðar til fólks víðar
og hluti kostnaðarins er einmitt til kom-
inn vegna þess að við gerum sérstaka er-
lenda útgáfu myndarinnar. En við höfum
þegar gert samninga um að Atómstöðinni
verði dreift á heimsmarkaði og um þessar
mundir er verið að vinna umfangsmikið
starf til að undirbúa frekari sölu.
Dreifing fer þannig fram að dreififyr-
irtæki kaupa eða leigja einkarétt á sýn-
ingum myndarinnar í ákveðnu landi eða
iöndum, í ákveðinn tíma og greiða kvik-
myndafyrirtækinu lágmarkstryggingu,
auk þess að skuidbinda sig til að borga því
ákveðinn hundraðshluta af seldum að-
göngumiðum.
Skáldsagan Atómstöðin hefur komið út
í minnst 25 löndum og því viðbúið að ein-
hverjir hafi áhuga á að kaupa mynd sem
byggð er á þessu efni. í byrjun nóvember
verður haldin kvikmyndakaupstefna þar
sem fulltrúar frá kvikmyndafyrirtækjum í
Bandaríkjunum, Þýskalandi, Bretlandi og
Spáni munu skoða hálfklippt efni úr
Atómstöðinni á myndbandi. Þeir hafa
þegar fengið handrit og annað kynningar-
efni og við væntum þess að hægt verði að
undirrita samninga þá þegar, þó myndin
sé ekki fullbúin. Erlendis er algengt að
dreifa kvikmyndum á þennan hátt, en
hingað til höfum við íslendingar því miður
ekki haft nógu sterka aðstöðu til þess. Það
er því stórt skref stigið ef okkur tekst að
selja myndina þannig fyrirfram. Gæti það
valdið straumhvörfum í íslenskri kvik-
myndagerð á þann hátt að hægt verður að
fjármagna íslenskar kvikmyndir með er-
lendri forsölu, svo kvikmyndagerðarmenn
þurfi ekki að ganga eins og stafkarlar á
milli bankanna til að biðja um að fá að
veðsetja eigur sínar, og greiða síðan vexti
árum saman áður en þeir selja dreifirétt
erlendis, sem svo er alls ekki tryggt."
: „Guðlaugur Bergmann talaði um
í vöruúttekt hjá Karnabæ, en þar
slapp hann naumlega fyrir horn, því
i það passa nefnilega engin föt úr
Karnabæ á mig!! Annars er ég nú að
grínast... Ég býst við að ég kaupi
jólagjafir fyrir úttektina."
Hvað finnst þér vanta uppá að
fólk lifi samkvæmt orðunum
Kjarkur-Elja-Ábyrgð?
„Mér finnst svo margir einblína
of mikið á dökku hliðar lífsins og
fólk gleymir líka svo oft smáatrið-
um sem geta þó skipt sköpum, eins
og til dæmis það að hvetja náung-
ann. Við íslendingar virðumst eiga
svo erfitt með að tjá tilfinningar
okkar, okkur finnst svo erfitt að
láta aðra vita að eitthvað sem þeir
gera sé góður hlutur eða vel gerður.
Það er ekki svo lítils virði fyrir
manneskju sem leggur alla sína
krafta í eitthvert verk að fá viður-
kenningu fyrir. Fólk á nefnilega að
fá viðurkenningu meðan hún virkar
sem hvatning. Það er ekki nóg að
hrósa manni eftir að hann er dáinn,
en það vill því miður svo oft verða
þannig."
Áttu að lokum einhver „spök
lokaorð" til Islendinga?
„Ég vil þakka Guðlaugi Berg-
mann fyrir að hafa farið af stað
með samkeppni um hvatningarorð,
vonandi er hann sá fyrsti, en ekki sá
síðasti sem stuðlar að jákvæðari
hugsunarhætti landsmanna. Svo
vona ég að þrátt fyrir að ástandið í
þjóðfélaginu sé ekki eins og við
hefðum helst kosið, gefist fólk ekki
upp, gleymi aldrei að brosa framan
í lífið og missi aldrei vonina því að
það dýrmætasta sem hver mann-
eskja á til er vonin.“ Að svo mæltu
brosti Ásthildur hlýlega, setti sig í
vinnustellingar og hóf að afgreiða
næsta viðskiptavin Búnaðarbank-
ans í Austurstræti.
„Man ekki eftir öðru
í æsku en sárri fátækt
og miklu vinnustriti“
— segir Guðmundur Arnason sem er 100 ára í dag
GUÐMUNDUR Árnason er 100
ára í dag. Hann fæddist 20. októ-
ber 1883 í Húnavatnssýslu og
stundaði sjómensku og verka-
mannastörf mestan hluta ævi sinn-
ar. Blaðamaður Morgunblaðsins
ræddi við hann í gær á Hrafnistu,
þar sem hann hefur dvalið síðast-
liðin 11 ár.
„Ég fæddist á bæ sem hét
Hólanes og bjó þar til fjögurra
ára aldurs," segir Guðmundur.
„Faðir minn lést þegar ég var
á fimmta ári, en þá stóð móðir
mín eftir ein með 3 börn og það
fjórða á leiðinni. Hún átti ansi
erfiða ævi, blessunin. Síðan
fluttumst við nú til Hjalteyrar,
það mun hafa verið árið 1887.
Þar giftist móðir mín aftur, en
eftir þriggja eða fjögurra ára
hjónaband drukknaði seinni
maður hennar. Þau eignuðust
einn son sem einnig drukknaði
ungur. Systkini mín ólust upp
hjá móðursystrum mínum, sem
bjuggu fyrir austan. Þau urðu að
fara þangað því fátæktin var
mikil og móðir mín gat ekki séð
okkur öllum farborða. Ég var
aftur á móti hjá móður minni
þar til hún flutti austur til syst-
ur sinnar. Þá fór ég til ísafjarð-
ar og hóf störf sem sjómaður.
Hvernig var nú að alast upp á
þessum árum?
„Það ríkti mikil fátækt. A.m.k.
var það svo á mínu heimili. Ég
ólst upp í moldarkofa og strax og
hægt var að nota mann í eitt-
hvert starf fór maður að vinna.
Ég byrjaði svona um fermingar-
aldur að fara á sjóinn. Engir
voru nú skólarnir í þá daga. Ég
man samt eftir einhverjum körl-
um sem fóru um sveitina, dvöld-
ust á bæjunum svona vikutíma í
senn og kenndu fólki að lesa. Ég
lærði að lesa, en ég hef aldrei
haft sérstaklega gaman af lestri.
Mér þótti aftur á móti gaman að
spila. Ég átti ágætis spilafélaga
og við hittumst oft hérna áður
fyrr og spiluðum rommy, bridge,
21 og allskyns þessháttar spil.
Nú get ég ekki spilað lengur því
ég sé ekki nægilega vel. En ég
get sagt þér það að ég hef aldrei
notað gleraugu. Lífið á mínum
uppvaxtarárum var mjög erfitt,
Guðmundur Árnason, sem heldur
upp á 100 ára afmæli sitt á Hrafn-
istu í dag.
ég man ekki eftir öðru en sárri
fátækt og miklu vinnustriti. Lít-
ið fór fyrir fjölskyldulífi eins og
það tíðkast í dag. Margir voru
svo fátækir að þeir gátu ekki
framfleytt fjölskyldu sinni og þá
þurfti að senda börnin annað,
jafnvel sitt á hvern staðinn.
Þannig voru fjölskyldumeðlimir
nánast í engu sambandi hver við
annan.“
Giftir þú þig ekki?
„Jú, jú, ég gifti mig. Konan
mín er dáin núna. Hún hét Una
og var Magnúsdóttir. Una bjó
hérna með mér á Hrafnistu þar
til hún dó árið 1975. Við eignuð-
umst 5 börn, tvo stráka og þrjár
stúlkur. Þau eru öll á lífi og
heita Hulda, Magnús, Margrét,
Gunnlaugur og Guðríður. Hulda
er elst, er að verða sjötug, en
Guðríður er yngst. Hún er ekki
nema 53 ára. Við Una fluttumst
frá ísafirði til Reykjavíkur þeg-
ar ég hætti að vinna. Ég var á
sjónum í 25 ár, eða þar um bil.
Síðan vann ég verkamannavinnu
í landi í svona 30 ár.“
Örugglega hefur margt at-
hyglisvert gerst í lífi þínu síð-
astliðna öld. Er eitthvert sér-
stakt atvik sem er þér minnis-
stæðara en annað?
„Já, ætli það sé ekki þegar ég
endurheimti son minn, ef svo má
að orði komast. Þannig var, að
Magnús, sonur minn, var flug-
stjóri. Hann brotlenti ásamt fé-
lögum sínum á Vatnajökli á
flugvélinni Geysi. Leit bar ekki
árangur og var fólkið talið af.
Síðar heyrðist í neyðarsendi og
fannst áhöfnin heil á húfi eftir 5
daga.
Hvernig gengur dagurinn
fyrir sig hjá þér hérna á Hrafn-
istu?
„Ég byrja nú daginn snemma.
Ég vakna kl. 8 á hverjum
morgni. Mér finnst betra að vera
klæddur áður en okkur er gefinn
morgunverður. Hjúkrunarfólkið
hjálpar mér að klæða mig, því ég
er nefnilega orðinn svolítið
stirður í fótunum. Ég sef mikið á
daginn, en hlusta einnig mikið á
útvarpið. Ég er hættur að geta
fylgst með sjónvarpinu, því það
er svo gríðarlegur hraði á öllu
sem þar fer fram. Svo fer ég nú
yfirleitt snemma að sofa og
þannig líða dagarnir hjá mér
hver af öðrum," sagði hinn 100
ára gamli maður, Guðmundur
Árnason, að lokum.
í samtali við starfsfólk Hrafn-
istu kom fram að Guðmundur er
mjög vel liðinn þar. Samróma
álit allra, sem þekkja hann, var
að hann væri sérstakt prúð-
menni, geðgóður og einstaklega
jákvæður maður. I dag verður
honum haldin veisla á Hrafnistu
í tilefni afmælisins, en hann er
elsti vistmaður Hrafnistu og eini
karlmaðurinn þar sem náð hefur
þessum háa aldri, a.m.k. síðast-
liðin 10 ár. Einnig kom það fram
að Guðmundur var einn af stofn-
endum Kaupfélags ísfirðinga og
Verkalýðsfélagsins Baldurs, þar
sem hann er nú heiðursfélagi.
Guðmundi hefur greinilega ekki
þótt þörf eða ástæða til að segja
frá þessum atburðum í lífi sínu,
scm margur hefði gortað af.
— Btom.
Anton Pjctur l*or- Bergljót Priórik»- (>unnar Jóhann llöróur llauknNon,
Nteinwwn, dóttir, heimspeki BirgLsson, lögfræói. vió.skiptafræði.
læknisfræói
Kosningar f háskólanum f dag:
Tveir listar í framboði
til hátíðarnefndar 1. des.
í KVÖLI) fara fram í Hásknla íslands 1. des. kosningar
stúdenta. f þeim kosningum kjósa stúdentar hátíðarnefnd
þá sem hefur það hlutverk að undirbúa og stjórna hátíðar-
dagskrá stúdenta á fullveldisdeginum I. desember nk.
Tveir listar eru í framboði: A-listi Vöku, félags lýð-
ræðissinnaðra stúdenta, og B-listi vinstrimanna. Vaka
býður fram undir kjörorðinu: Friður, frelsi, mannrétt-
indi, en vistrimenn hafa valið sér kjörorðið: Sjálfstæði,
eitthvað ofan á brauð.
A-lista Vöku skipa þau Anton Pjetur Þorsteinsson,
Bergljót Friðriksdóttir, Gunnar Jóhann Birgisson,
Hörður Hauksson, ólafur Arnarsson, Ragnat' Pálsson
og Stella Kristín Víðisdóttir.
Framboðslisti Félags vinstrimanna (FVM) er þannig
skipaður: Birna Gunnlaugsdóttir, Karl Axelsson, Níels
Einarsson, Sóley Reynisdóttir, Sólveig Óladóttir, Sús-
anna Svavarsdóttir, Jón Gunnar Grjetarsson.
Að sögn Stellu Kristínar og Ragnars Pálssonar,
tveggja frambjóðenda Vöku, valdi Vaka sér kjörorðið:
Friður, frelsi, mannréttindi til þess að vekja athygli á
þessum þremur grundvallarhugtökum lýðræðissinna,
því í allri stjórnmálaumræðu vill oft gieymast að frelsi
og almenn mannréttindi eru víðast hvar i veröldinni
ekki fyrir hendi, ef frá eru skilin vestrænu lýðræðisrík-
in. Einnig vill Vaka vekja athygli á því, að í allri um-
ræðu um frið og afvopnun vill oft gleymast, að friður án
frelsis og mannréttinda er til lítils og það er ekkert sem
rét.tlætir það að fórna frelsi og mannréttindum fyrir
friðinn, sá friður er of dýru verði keyptur, sögðu þau
Stella Kristín og Ragnar að lokum.
Kosið verður í hliðarsal Félagsstofnunar stúdenta og
verður kjörfundur opinn frá kl. 20.00— 24.00 i kvöld.
Sjá ennfremur mynd af veggspjaldi á bls. 26, sem
Vaka hefur gefið út í tilefni kosninganna.