Morgunblaðið - 20.10.1983, Side 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. OKTÓBER 1983
Norðurland vestra:
Kaupmanna-
félag stofnað
Ljósm. Mbl. Kristján Einarsson.
Gáfu Landssamtökum hjartasjúklinga 40 þús. kr.
Starfsfólk Mjólkursamsölunnar í Reykjavík og
Mjólkursamlagsins í Búðardal söfnuðu á einni
dagstund kr. 40.300, sem fulltrúar þeirra afhentu
stjórn Landssamtaka hjartasjúklinga sl. þriðju-
dag. Tilefni gjafarinnar var, að einn starfsmanna
Samsölunnar hafði fengið alvarlegt hjartaáfall en
náð bata. Myndin er tekin er gjöfin var afhent, en
Útgerðarfélag Akureyringa:
Gerir tilboð í Hafþór
á henni eru talið frá vinstri: Björn Bjarman, Sig-
urveig Halldórsdóttir, Ingólfur Viktorsson, for-
maður samtakanna, þá Þórður Jóhannsson sem
afhenti gjöfina, Gunnar Sigurjónsson, Helgi Jóns-
son og Páll P. Jónsson. Þess má geta að á þeirri
rúmu viku frá því samtökin voru formlega stofnuð
hafa þeim borist gjafir hvaðanæva af landinu.
Akureyri, 19. október.
ÚTGERÐARFÉLAG Akureyringa
hf. samþykkti á stjórnarfundi sem
haldinn var síödegis í dag, að senda
inn tilboð í skuttogarann Hafþór,
sem Hafrannsóknastofnun hefur
auglýst til sölu. Frestur til að skila
inn tilboðum rennur út á miðnætti í
nótt, þannig að ekki mátti stjórnin
vera seinni á sér.
Hafþór er 800 tonna skuttogari
af sömu gerð og Ögri og Vigri, sem
reynst hafa ein bestu fiskiskip ís-
lenska togaraflotans. Skipið mun
vera í mjög góðu ástandi, m.a.
mun aðalvél skipsins ekki vera
keyrð nema um 20 þúsund tíma,
sem er u.þ.b. 3ja ára vélarnotkun
Akureyrartogaranna. Þó er áætl-
að að verja þurfi um 10—15 millj-
ónum í viðgerðir og endurbætur á
skipinu og myndu að sögn fróðra
manna fara um 6—8 vikur í þær
breytingar.
Útgerðarfélagið þarf nauðsyn-
lega á 5. skipinu að halda, eins og
í ljós hefur komið að undanförnu,
því síðustu fjórar vikurnar hefur
ekki verið unnið að meðaltali
meira en 4 daga í viku í frystihúsi
félagsins.
Morgunblaðinu tókst ekki að
afla upplýsinga um áætlað verð
Hafþórs, en reikna má með að ÚA
eigi góðan möguleika á að hreppa
skipið, þó ekki sé nema vegna þess
fyrirmyndarrekstrar sem verið
hefur á félaginu og lýsir sér m.a. í
ummælum forráðamanna Bæjar-
útgerðar Reykjavíkur í þá veru að
stefnt sé að því að allur rekstur
þar færist í sama horf og hjá Út-
gerðarfélagi Akureyringa.
— G.Berg.
KAUPMANNASAMTÖK íslands
gengust hinn 8. október síðastliðinn
fyrir stofnun kaupmannafélags á
Norðurlandi vestra, en félagssvæði
þess er Skagafjarðar- og Húna-
vatnssýslur. Stofnfundurinn var
haldinn á Hótel Blönduósi og hófst
hann kl. 14.00. Um 20 manns sóttu
fundinn, að því er segir í fréttatil-
kynningu frá KÍ.
í upphafi fundar greindu for-
maður Kaupmannasamtaka ís-
lands, Sigurður E. Haraldsson og
Magnús E. Finnsson, fram-
kvæmdastjóri, frá starfi
Kaupmannasamtakanna. Þar kom
m.a. fram að KÍ hafa að undan-
förnu beitt sér fyrir stofnun kaup-
mannafélaga á landsbyggðinni,
svo sem á Vestfjörðum, Austfjörð-
um, Akureyri, Vestmannaeyjum
og á Suðurnesjum.
Nokkrar umræður fóru fram á
fundinum um stöðu smásöluversl-
unarinnar á landinu og lögðu
fundarmenn sérstaka áherslu á að
aðstöðumunur samvinnufyrir-
tækja og kaupmanna yrði jafnað-
ur, en eins og kunnugt er nýtur
samvinnuverslun ýmissa forrétt-
inda fram yfir kaupmannaverslun,
svo sem í skattamálum, lánamál-
um o.fl. í stjórn félagsins voru
kjörnir eftirtaldir kaupmenn:
Formaður Karl Sigurgeirsson,
Versl. Sigurðar Pálmasonar,
Hvammstanga; aðrir stjórnar-
menn: Einar Þorláksson, Blöndu-
ósi, Pétur Valdimarsson, Sauð-
árkróki, Sveinn Jóhannsson,
Varmalæk og Elín Grímsdóttir,
Blönduósi. Fulltrúi í fulltrúaráð
KÍ var kjörinn Pétur Valdimars-
son frá Sauðárkróki.
Fyrirlest-
ur um jarð-
vísindi
FIMMTUDAGINN 20. október kl.
16.15 flytur prófessor Jason Morgan
frá jarðvísindadeild háskólans í
Princeton, New Jersey, fyrirlestur í
stofu 157, húsi verkfræði- og raun-
vísindadeildar HÍ við Hjarðarhaga.
Fyrirlesturinn nefnist Hotspots
and the Iceland-Faeroe Ridge.
Próf. Morgan hlaut nýlega verð-
laun Evrópska jarðvísindasam-
bandsins (European Union of
Geosciences) fyrir framlag sitt til
jarðvísinda, en hann er einn af
helstu frumkvöðlum flekakenn-
ingarinnar og kenningarinnar um
„heita reiti" (hotspots).
Keppt er um þína framtíð
STAÐUR: ÍSLAND
TÍMI: NÚNA
LÝÐRÆÐI ALRÆOI
Þremur hjólum stolið
frá Framnesvegi 20B
AÐFARANÓTT miðvikudags 19. október var þremur reiðhjólum stolið
frá húsinu númer 20B við Framnesveg, tveimur kvenhjólum og einu
karlmannshjóli. Eitt hjólanna var Romain, rauðbrúnt á litinn, alsett
límmiðum, annað Raleigh, blátt; karlmannshjólið var grænt Mars.
Stuldur hjólanna kemur eigend-
um þeirra afar illa, því þau voru
mikið notuð til ferða innanbæjar.
Þeir sem kynnu að hafa orðið var-
ir við mannaferðir við Framnes-
veg 20B þessa nótt eða vita hvar
hjólin eru niðurkomin eru vin-
samlegast beðnir að hafa sam-
band við lögregluna í Reykjavík,
hringja í síma 26482 eða skila
þeim aftur á sinn stað.
Montesquieu
Adam Smtth
Alexbt de Tocquevfite
Kar Popper
Thomas Jefferson Augusto Pínochet
Jón Portéttsson
Brynjóifur Bjamason
Bentto Mossoiiní
Fétag
Vaka vínstrimanna
LechWaiesa Wo|crech Jarusetski
Ráðstefna um þarf-
ir sjúkra unglinga
SAMNOKRÆNT félag áhuga-
fólks um þarfir sjúkra bama held-
ur ráðstefnu á Hótel Loftleiðum
dagana 21.—23. október nk. Ráö-
stefnan hefst á föstudaginn kl.
17.00 og lýkur síðdegis á sunnu-
dag.
Félag áhugafólks um þarfir
sjúkra barna eru þverfagleg
samtök heilbrigðisstétta á
Norðurlöndum með það mark-
mið, að auka Norðurlanda og al-
þjóðlega samvinnu, upplýsa og
hafa áhrif á skerf hins opinbera
og almennings til handa sjúkum
börnum. Um 85 þátttakendur
frá Noregi, Svíþjóð, Finnlandi,
Danmörku og íslandi hafa
skráð sig á ráðstefnuna.
Aðalviðfangsefni ráðstefn-
unnar verður umönnun sjúkra
unglinga og eldri barna. Flutt
verða allmörg erindi af íslensk-
um og erlendum vísinda-
mönnum og munu þeir skýra
frá rannsóknaniðurstöðum sín-
um.
Ólafsfjörður:
Fyrsta sfld-
in komin
Ólafsfírdi, 19. október.
í MORGUN kom fyrsta sfldin á
haustinu hingaö til söltunar. Það var
Guömundur Olafur Óf sem kom
hingað með 90 tonn af ágætri sfld
sem hann veiddi austur á Mjóafirði.
Er saltað hér í dag hjá tveimur
söltunarstöðvum, en það er hjá
Stíganda og Guðmundi ólafssyni.
Er síldin mjög góð til söltunar
þrátt fyrir 20 tíma siglingu af
miðunum.
John Locke
Vladírmr Lenin
A. Solzhenitsyn
Niccolo Machiavellia
J6n Sigurðsson Mao Tse-Tung
Ætlar þú bara að vera
hlutlaus áhorfandi
....EÐA VILT ÞÚ LEGGJA
EITTHVAÐ AF MÖRKUM?
VAKA FÉLAG LÝÐRÆÐISSINNAÐRA STÚDENTA
SKÓLAVÖRÐUSTÍG 12,3. HÆÐ - SIMI22465
Mynd þessi er af veggspjaldi, sem Vaka, félag lýðræðissinnaðra stúdenta hefur látið gera í tilefni
kosninga til hátíðarnefndar 1. desember, sem fram fer í Háskóla íslands í dag. Sjá ennfremur frétt
á miðopnu.
— Jakob.