Morgunblaðið - 20.10.1983, Page 32

Morgunblaðið - 20.10.1983, Page 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. OKTÓBER 1983 Viðbrögð stjórnarandstöðu Svavar Gestsson Svavar Gestsson: „Ríkis- stjórnin hefur sagt þjóðinni stríð á hendur“ — Kafli úr þingræðu Svavar Gestsson, formaður Alþýðu- bandalagsins, sagði m.a. í útvarpsum- ræðum sl. þriðjudag: „Þessi þrjú dæmi um kauphækk- un, samningsbann og lokun Alþingis Islendinga eiga að vera nægileg til þess að sýna að hér er að störfum hægri stjórn undir forystu Fram- sóknarflokksins en Steingrímur Hermannsson hefur tekið að sér að verða eins konar forfallaformaður I Sjálfstæðisflokknum þar til á Landsfundi íhaldsins nú eftir nokkr- ar vikur. Þessi þrjú dæmi eiga líka að nægja til þess að ljóst verði að ríkis- stjórnin hefur sagt þjóðinni stríð á hendur. Hún hefur sagt í sundur friðinn á íslandi, þegar mest á ríður að skapa samstöðu um erfið úrlausn- arefni. Þjóðin stendur nú frammi fyrir miklum efnahagslegum erfiðleikum, sem eiga rætur að rekja til erfiðra ytri aðstæðna, auk þess sem mörg verkefni voru óleyst þegar fráfar- andi ríkisstjórn fór frá vegna sjálf- heldunnar á Alþingi sl. vetur. Þessi vandamál verða ekki leyst með sjón- hverfingum eins og ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar beitir gagnvart verðbólgunni. Áður en var- ir kemur blekkingin í ljós, því að ríkisstjórnin hefur hvergi snert á raunverulegum ástæðum verðbólg- unnar; hún hefur aðeins ráðist að kaupinu. Alþýðubandalagið lagði áherslu á þjóðarsamstöðu í stjórnarviðræðun- um í vor. Sjálfstæðisflokkurinn hafnaði þeim möguleika. Framsókn- arflokkurinn fylgdi 1 kjölfarið og steig þó feti framar með því að heimta samningabann. Framsóknar- flokkurinn hótaði launafólki hegn- ingarlögunum. Þar með náðu kaup- ráns- og kerfisflokkarnir saman. Alþýðubandalagið taldi í vor og telur að grípa verði til víðtækra al- hliða efnahagsráðstafana. Við vor- um og erum reiðubúin til að mæta erfiðleikum þjóðarbúsins með jöfn- unaraðgerðum. Við viljum standa að niðurskurði á milliliðakerfinu og sparnaði í níðþungri yfirbygging- unni en við höfnum árásum á kjör fatlaðra og aldraðra. Við erum reiöubúin að taka þátt í því að ganga á sjálfvirkni efnahagskerfisins en við erum andvíg því að sjúklingar greiði dvalarkostnað á spítölum. Við teljum að brýnasta verkefnið nú sé að afnema bráðabirgðalögin þannig að launamenn geti með fullum myndugleika tekið þátt í lýðræðis- legu samstarfi í samfélagi okkar. Við viljum að strax hefjist samning- ar um dýrtíðaruppbætur á laun og tafarlausar launabætur. Við viljum leggja grundvöll að traustara at- vinnulífi, jafnframt því sem yfir- byggingin verður skorin niður og milliliðakerfið grisjað. Verðbólguvaldurinn á Islandi er fólginn i þeirri staðreynd að reynt er að skipta meiru en til er. Þegar verslunin hrifsar margfaldan hlut á við það sem verið hefur, þá veldur það verðbólgu. Þegar skipulagsleysið einkennir sjávarútveginn, undir- stöðuatvinnuveg landsmanna, þá veldur það verðbólgu. Þegar millilið- irnir í landbúnaði eyða hundruðum milljóna í fjárfestingu, sem er að mestu óþörf, þá veldur það verð- bólgu. Þegar ríkissjóður er rekinn með stórfelldum halla, þá veldur það verðbólgu. Þarna er dýrtíðarvaldur- inn á íslandi. Þessir aðilar, sem þarna voru nefndir, eru að reyna að knýja fram skipti á því sem ekki er til. Verðmætasköpunin stendur ekki undir þessu þunga bákni þróunar- innar. Þeir sem ekki þora að ráðast á þetta kerfi munu áfram búa við dýrtíð. Og enginn getur ætlast til þess að kerfisflokkarnir tveir hrófli við tilverugrundvelli sínum, sein- virku, ranglátu og siðspilltu bákni fjármagnsaflanna. Ríkisstjórnin ætiar þjóðinni að búa við kaupránið allt næsta ár, sama kaupmátt verkalauna og 1953. Það munu launamenn ekki þola, það geta þeir ekki liðið. Það er ekki spurning um vilja, heldur um getu. Rekstrargrundvöllur alþýðuheimil- anna er brostinn. Ríkisstjórnin gum- ar af því með aðgerðum sínum að hún tryggi fulla atvinnu. Staðreynd- in er sú að ríkisstjórnin hefur magn- að hættuna á atvinnuleysi með til- litslausum aðgerðum sínum á öllum sviðum. Ríkisstjórn Steingríms Her- mannssonar hefur þá stefnu í inn- anríkismálum að lækka kaupið og skera niður félagslega þjónustu. I at- vinnumálum að hefja tii vegs er- lenda auðhringa. Og í utanríkismál- um að gera eins og Bandarlkjastjórn fyrirskipar. Þessi stefna stríðir gegn sjálfstæðisvitund landsmanna, rétt- lætiskröfum þeirra og jafnréttisvið- horfum. Þess vegna mun ríkisstjórn þessi fá sömu útreið í næstu kosn- ingum og samstjórn kerfisflokkanna fékk árið 1978. Þess vegna þurfa allir andstæðingar ríkisstjórnarinnar að hefja undirbúning að traustu sam- starfi, sem leiðir þjóðina út úr því myrkri skammdegisins sem Stein- grímur og Albert hafa lagt yfir borg og bæ. Vegvísirinn út úr myrkrinu er samstaða vinstri manna um félags- leg úrræði jafnréttis og lýðræðis. Því það má aldrei aftur gerast, að aftur- haldsöflin komist til valda í skjóli sundrungarinnar." Kristín S. Kvaran Kristín S. Kvaran: „Efnahagslegu sjálfstæði almennings teflt í tvísýnu“ — Kafli úr þingræðu Hér fer á eftir kafli úr þingræðu Kristínar S. Kvaran, sem flutt var við útvarpsumræður sl. þriðjudag. Þetta var fyrsta þingræða þingmannsins, „jómfrúræöa". „Bandalag jafnaðarmanna vill að fólk fái að kjósa um það I hvaða og hvernig ríkisstjórn og stefnu það fellir sig við. Ríkisstjórn sem það getur treyst, ríkisstjórn sem hefur opinberað stefnu sína fyrirfram og kemur ekki aftan að fólki eftir á. Þá hefur ríkisstjórn fengið vald sitt beint frá þjóðinni og getur þannig í krafti þess valds, sem það veitir henni, beitt þeim efnahagsaðgerð- um, sem hún fyrir kosningar áleit nauðsynlegar til þess að tryggja hag þjóðarinnar svo sem best verði á kosið. Bandalag jafnaðarmanna er and- vígt afnámi samningsréttar. Slíkt afnám er alrangt mat á aðstæðum og leiðir ekki til góðs. Slíkt afnám er misbeiting valds, rétt eins og Pétur Sigurðsson, alþingismaður, sagði réttilega þann 22. okt. 1981, þá stjórnarandstæðingur, þegar hann var að mæla til Svavars Gestssonar, þáv. ráðherra. En við hann sagði Pétur Sigurðsson: „Hann á nokkra skoöanabræður í Póllandi, sem eru þar við völd. Þeir halda verkafólki í járngreipum ófrelsins og þeir hafa herlið sér til stuðnings. Sovétherlið grátt fyrir þess að hindra frjálsa verkalýðs- hreyfingu í að ná mannsæmandi kjörum." Tilvitnun lýkur. Þetta er rétt og þetta er voðalegt. En hvaða aðgerðum stendur Pétur Sigurösson, alþingismaður, nú fyrir ásamt skoðanabræðrum sínum hér á Islandi? Það vantar sjálfsagt ekkert nema hervaldið. Bandalag jafnað- armanna telur að betri og varanlegri árangri verði náð með því að gefa samninga frjálsa, þar sem fólk sem- ur um þau verðmæti, sem eru til, og að einstaklingar og samtök þeirra beri fulla ábyrgð á þeim samningum, sem samið hefur verið um. Eftirleik- urinn verður mun auðveldari og raunhæfari, þegar fólki eru búnir möguleikar til þess að hafa áhrif á umhverfi sitt. Það næst raunhæfari árangur með því að hafa samvinnu við fólk í stað þess að fótumtroða grundvallarmannréttindi þess. Það var mikið rætt um erfiðleika 1 þessari stefnuræðu, erfiðleika þar sem allir almennir launþegar þurfi að leggja sinn skerf af mörkum svo að hægt verði að vinna bug á þessum erfiðleikum. Staðreyndin er bara sú að erfiðleikana er nú þegar að finna á heimilum hins almenna launþega. Það ríkir kreppa f heimilisbókhaldi flestra heimila. Þar ná endarnir eng- an veginn saman. Samt sem áður vill forsætisráðherra að launþeginn taki enn meira en orðið er á sig af þvl litla sem hann hefur til umráða, svo að unnt reynist að lagfæra ríkis- bókhaldið, þannig að ríkisvaldið með helstu skjólstæðinga sfna, atvinnu- rekendur undir verndarvæng sínum, geti vel við unað. Þetta sannfærir okkur enn betur en áður um það, að inngrip ríkisvaldsins f gerða samn- inga er gersamlega ábyrgðarlaus að- gerð Víðtækar samstilltar aðgerðir er vinsælt hugtak hjá rfkisstjórninni um þessar mundir. En hvaða víð- tæku samstilltu aðgerðir eru þeir að tala um? Jú, það er komið upp á jrfirborðið. Það eru launþegamir, sem að mati ríkisstjórnarinnar hafa lifað um efni fram og eiga nú að hafa með sér víðtæka, samstillta sam- stöðu um að borga upp verðbólgu- brúsann á svo skömmum tíma sem verða má, svo að ríkisstjórnin geti fengið sér rós í barminn og hreykt sér að því loknu. En það gengur bara ekki upp, að það sé hægt að láta heimilisbókhaldið borga brúsann einhliða. Ríkisbókhaldið verður að taka sinn skerf af þvf á sig. Jú, jú, mikil ósköp. Það hafa fallið mörg orð í þá átt hvernig ríkisvaldið ætlar að spara og draga saman seglin. En þau orð stemma bara ekki við fjárlaga- frumvarpið, sem lagt var fram hér á Alþingi nú fyrir helgina. Þar ætla allflest ráðuneytin sér t.d. mjög auknar tekjur til sinna umsvifa á meðan launþeginn verður að herða sultarólina. Það hefur líka mikið verið rætt um það, að ríkið ætli ekki að ráða í þær stöður sem losna. Það sannast best hve mikið er að marka þessi orð, þegar lesnar eru auglýs- ingar helgarblaðanna þar sem fjár- málaráðuneytið auglýsir eftir fuil- trúa. Ekki á að láta þá stöðu óráðna. Svona væri lengi hægt að telja. Þetta eru því miður bara orðin tóm. Það hefði verið gott að geta trúað því að undir þessum orðum fælist sann- ur ásetningur um það að gera vel, en dæmin sanna því miður að svo er ekki. Annað er og uppáhalds orðatil- tæki ráðherranna, að efnahagslegu sjálfstæði þjóðarinnar sé teflt í tví- sýnu. Er hægt að trúa því að þessir menn geri ekki grein fyrir því, að með þessum einhliða aðgerðum tefla þeir efnahagslegu sjálfstæði hins al- menna launþega í tvfsýnu. Þegar sjálfstæði einstaklingsins er brotið niður, þá tekur við niðurlægingin, niðurlægingin yfir þvf að geta ekki með nokkru móti staðið við skuld- bindingar sínar, niðurlægingin yfir því að þurfa að ganga eins og bón- bjargarmenn milli lánastofnana, til þess að bæta gráu ofan á svart, með enn einu láninu. Niðurlægingin yfir því að geta ekki séð sér og sfnum farborða, þrátt fyrir gífurlegt vinnu- álag. Þegar svo er komið, að ein- staklingum þessa þjóðfélags er stillt þannig upp við vegg, fer maður að spyrja sig að því, hvort það geti ver- ið réttlætanlegt og hvort það geti verið að tilgangurinn helgi meðalið." Þingfréttir f stuttu máli Verkalýðshreyfingin hefur sama rétt til verkfalla og áður sagði Svavar Gestsson, alþingismaður ráðherrar mæla fyrir bráðabirgðalögum • Steingrímur Hermannsson, for- sætisráðherra, mælti í neðri deild Alþingis í gær fyrir frumvarpi til staðfestingar á bráðabirgðalögum, sem m.a. kveða á um takmörkun á verðbótum launa og skammtíma- skerðingu samningsréttar. Tölu- verðar umræður urðu og féllu í svipaðan farveg og útvarpsumræð- ur í fyrradag. Svavar Gestsson (Abl.) varpaði fram þeirri stað- hæfingu, að verkalýðsfélög hefðu fullan rétt til vinnustöðvana, ef þau kysu að beita þeim, þrátt fyrir þessa löggjöf. Hann sló einnig fram þeirri spurningu, hvað ríkis- stjórnin gæti gert í málinu, ef ein- hverjir aðilar á vinnumarkaði næðu samningum um hærra kaup en lögin gera ráð fyrir. • Albert Guðmundsson, fjármála- ráðherra, mælti í efri deild fyrir nokkrum frumvörpum til staðfest- ingar á bráðabirgðalögum í tengsl- um við efnahagsráðstafanir ríkis- stjórnarinnar, m.a.: 1) Lækkun tolla á búsáhöldum, borðbúnaði, kornvöru og ávöxtum ýmiskonar. 2) Fjármálaráðstöfunum til verndar lífskjörum: lækkun tekju- skatts, hækkun á framlagi úr ríkis- sjóði til að lækka kostnað við hús- hitun með olíu, hækkun barnabóta o.fl. Albert 3) Niðurfellingu stimpilgjalda af íbúðarlánum. • Snarpar umræður urðu um mál- Steingrímur ið. Stjórnarandstæðingar töldu „mildandi aðgerðir" léttvægar með hliðsjón af almennri kaupmáttar- rýrnun. Salome Þorkelsdóttir (S) benti á að tollalækkun af bús- áhöldum hefði haft f för með sér 20% lækkun verðs af þessari vöru. • Margrét Frímannsdóttir (Abl.) mælti fyrir frumvarpi sem hún flytur um heimild dragnótaveiða fyrir Suðurlandi 1984 og 1985. • Fram var lagt frumvarp til staðfestingar á bráðabirgðalögum, sem Hjörleifur Guttormsson, fyrrv. orkuráðherra, gaf út f aprfl 1983, er fólu í sér að breytingar á verðákvæðum í gjaldskrám orku- fyrirtækja „skuli háðar samþykki ráðherra". • Fram var lagt frumvarp um framlengingu á gildistfma ákvæða laga um lagmetisiðnað og Þróun- arsjóð lagmetisiðnaðarins, sem falla áttu úr gildi í árslok 1983, fram til ársloka 1985. Þau ákvæði fela m.a. í sér einkarétt til að ann- ast sölu á niðursoðnum og niður- lögðum sjávarafurðum til landa þar sem ríkisstofnun, ríkið sjálft eða aðili fyrir þess hönd, er aðal- kaupandinn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.