Morgunblaðið - 20.10.1983, Qupperneq 40
40
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. OKTÓBER 1983
Tvær til-
lögur um
flugstöð
TVÆR lillögur um flugstöðina á
Keflavíkurflugvelli komu fram á
þingi Yerkamannasambandsins í
Vestmannaeyjum, önnur samin af
Karli Steinari Guðnasyni, varafor-
manni sambandsins, en flutt af
fjórtán öðrum fulltrúum, hin frá rót-
Uekasta hópi þingsins. Tillaga Karls
Steinars var svohljóðandi:
„Verkamannasamband íslands
lýsir stuðningi sínum við byggingu
flugstöðvar á Keflavíkurflugvelli.
Með byggingu flugstöðvar er skilið
á milli farþegaflugs og herflugs og
aðbúnaður og starfsaðstaða
starfsfólks stórbætt.
Þingið telur að óþarfi sé að
kosta þessa byggingu með fjár-
munum úr rikissjóði, heldur sé
nær að þau fyrirtæki, sem fá
ómældan gróða af starfsemi í
tengslum við varnarliðið, greiði
þann kostnað, sem þessi bygging
hefur í för með sér. Því skorar
þingið á Alþingi að samþykkja að
þessi fyrirtæki kosti þessa bygg-
ingu.“
Þessi tillaga vakti talsvert
fjaðrafok á þingi og var felld með
49 atkvæðum gegn 43.
Hin tillagan var svohljóðandi:
„11. þing Verkamannasambands
íslands mótmælir því, að á meðan
fjármagn virðist vanta til nauð-
synlegra framkvæmda og félags-
legra þátta þjóðfélagsins, skuli
eiga að verja stórfelldu fjármagni
sem taka verður að láni erlendis
til byggingar of stórrar flugstöðv-
ar í samvinnu við bandaríska her-
inn. Þingið lýsir samstöðu sinni
með öllum friðarhreyfingum í álf-
unni gegn kjarnorkuvopnakapp-
hlaupi stórveldanna og lýsir yfir
vilja sínum, að ísland og hafið
umhverfis það verði friðlýst."
Tillagan var borin upp i tvennu
lagi eftir talsverðar umræður,
fyrst sá þáttur er varðaði flug-
stöðina og síðan sá hluti er sneri
að friðarhreyfingunum. Báðir
hlutarnir voru samþykktir með
samhljóða greiddum atkvæðum.
Bifreiðarslys
í Andakfl
llvannatúni 1 Andakíl, 16. október.
FOLKSBIFREIÐ á leið suður lenti
út af veginum og á hliðina ofanf veg-
arskurð fyrir neðan Innri-Skelja-
brekku eftir hádegi í dag. Allir í
bílnum voru fluttir í sjúkrahúsið á
Akranesi.
Bílstjórinn slapp að mestu
ómeiddur og fékk að fara heim
ásamt þeim, sem frammí sat.
Tveir ungir piltar í aftursætinu
meiddust meira og var annar
fluttur í sjúkrahús í Reykjavík, en
er ekki alvarlega slasaður.
Beygjan, sem um er að ræða, er
varhugaverð og hafa oft áður orð-
ið óhöpp þar, og mætti setja þar
upp þverslá til aðvörunar. Bjart
veður var þegar slysið varð en síð-
an hefur gránað hér í sveit í fyrsta
skipti í haust.
DJ.
Ljósmynd
Nafn ljósmyndarans, sem tók
mynd þá er birtist með Reykjavík-
urbréfinu á sunnudaginn, féll
niður. Myndin var frá Norðfirði og
hana tók Jóhann Kristinsson.
Fróóleikur og
skemmtun
fyrirháa sem lága!
TOLVU
RirutnnsLfi
MARKMIÐ:
Notkun ritvinnslukerfa f stað ritvéla hefur verið að færast mjög í vöxt hér
á landi sem annars staðar á undanfomum árum. Til skamms tíma hefur
þó ritvinnsla á minni tölvur átt erfitt uppdráttar hérlendis vegna erfið-
leika við islenska stafrófið. Nú má segja að þeir séu að miklu leyti að baki
og ber ^öldi ritvinnslukerfa á markaði í dag vott um það.
MARKMIÐ:
Tilgangur námskeiðsins er að kenna ritvinnslu á minni tölvur. Eftir
námskeiðið munu þátttakendur vera færir um að nota ritvinnslukerfi f
starfi sfnu.
EFNI:
Á námskeiðinu fá þátttakendur æfingu og þjálfun f notkun rit-
vinnslukerfa. Bein kennsla fer fram á Wordstar, Scripsit og Applewriter
en einnig verða kynnt efni frá Heimilistækjum, K. Skagfjörð, Micró-
tölvunni, Rafrás, og Tölvubúðinni.
ÞÁTTTAKENDUR:
Námskeiðið er ætlað öllum þeim sem hafa hug á að kynnast kostum rit-
vinnslukerfa og þjálfast f notkun þeirra.
LEIÐBEINANDI:
Ragna Sigurðardóttir Guð-
johnsen, ritvinnslukennari.
STAÐUR OG TIMI:
Síðumúli 23, 3. hæð. 24.-27. okt.
TIIKYNNIÐ ÞÁTTTÖKU
í SÍMA 82930
ATH: Verslunarmannafélag Reykjavíkur og Starfsmenntunnarsjóður
Starfsmanna rfkisstofnanna greiðir þátttökugjald fyrir félaga sfna á
þessu námskeiði. Upplýsingar gefa viðkomandi skrifstofur.
m
STJÓRNUNARFÉIAG
ISLANDS ÍKræ®*)23
Alltaf á fóstudögum
VAXANDI VINSÆLDIR
HELGARFERÐANNA TIL
STÓRBORGA EVRÓPU
— og hvaö er aö gerast þar
í menningarlífinu.
„VERÐUM VIÐ EKKI AÐ
TAKA ÁHÆTTUNA?“
Rætt viö ungan framkvæmdamann,
Ásgeir Bjarnason.
TÍSKUSÝNINGAR, DANS
KOSSAR OG BLÓM
Sagt frá afmælishátíö MOdel 79 í
myndum og máli.
Föstudagsblaðid ergott forskot á helgina
verður í
Súlnasal Hótels Sögu
föstudag 21. október.
Húsið veröur opnaö kl. 7 fyrir matargesti.
Forsala aögöngumiöa og boröapantanir í dag
fimmtudag milli kl. 5 og 7 í fordyri Súlnasalarins.
Skíðaskólinn í Kerlingarfjöllum.