Morgunblaðið - 20.10.1983, Page 43
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. OKTÓBER 1983
43
HOIUH
il Sími 78900
Ted Kotcheff (First Blood)
hefur hér tekist aftur aö gera
frábæra mynd. Fyrir Danny
var það ekkert mál aö fara til
Homeland, en ferö hans átti
eftir aö hafa alvarlegar afleið-
ingar i för meö sér.
Erl. blaöaskrif: Meö svona
samstööu eru góöar myndir
geröar. — Variety.
Split Image er þrumusterk
mynd. — Hollywood Rep.
Aðalhlutverk: Michael
O'Keefe, Karen Allen, Peter
Fonda, James Woods, Brían
Dennehy. Leikstjóri: Ted
Kotcheff.
Bönnuö börnum innan 12
Sýnd kl. 5, 7.05, 9.10,11.15.
Hsekkaó verö.
Flóttinn
(Pursuit)
I Spennandi og bráösmellín
mynd um fífldjarfan flugræn-
| ingja sem framkvæmir rániö af
mikilli útsjónarsemi enda
fyrrverandi hermaöur í úr-
valssveitum Bandaríkjahers í
Vietnam.
Aöalhlutv.: Robert Duvall,
Treat Williams, Kathryn
Harrold.
Sýnd kl. 7, 9 og 11.
Dvergarnir
með krökkunum sem léku í
Mary Poppins.
Sýnd kl. 5.
Upp meö fjöriö
(Sneakers)
Sýnd kl. 5.
Glaumur og gleöi
í Las Vegas
Sýnd kl. 7,9 og 11.
Frumsýnir stórmyndina:
í Heljargreipum
(Split Image)
Ted Kotcheff (First Blood)
hefur hér tekist aftur aö gera
frábæra mynd. Fyrir Danny
var það ekkert mál aó fara til
Homeland, en ferö hans átti
eftir aö hafa alvarlegar afleið-
ingar i för meö sér.
Erl. blaöaskrif: Meö svona
samstööu eru góöar myndir
geröar. — Varíety.
Split Image er þrumusterk
mynd. — Hollywood Rep.
Aðalhlutverk: Michael
O’Keefe, Karen Allen, Peter
Fonda, James Woods, Brían
Dennehy. Leikstjóri: Ted
Kotcheff.
Bönnuö bömum innan 12
Sýnd kl. 5, 7.05, 9.10,11.15.
Hækkaö verö.
Sýnd kl. 5 og 7.
Utangarösdrengir
(The Outsiders)
Nýjasta mynd Francls Ford |
Coppola.
Sýnd kl. 9 og 11.
Bönnuó innan 14 éra.
Dauðagildran
Kvíkmyndir
Ólafur M. Jóhannesson
DAUÐAGILDRAN.
Nafn á fnimmáli: Deathtrap.
Leikstjóri: Sidney Lumet.
Handrit: Jay Presson samkvæmt
leikriti Ira Levin.
Tónlist: Johnny Mandel.
Myndatökustjórn:
Andrze Bartkowiak.
Ef til vill hefur þáttur sjón-
varpsins í þróun kvikmyndarinnar
verið vanmetinn, en ekki er því að
neita að áhrif þess verða æ greini-
legri sérstaklega í bandarískum
kvikmyndum. Hér gefst ekki færi
á að fara nánar út i þá sálma en
talin ástæða til að benda á kvik-
myndina „Deathtrap" sem nú er
sýnd í Austurbæjarbíói þessu til
sönnunar. Leikstjóri myndarinn-
ar, Sidney Lumet, er nefnilega
þjálfaður sjónvarpsmaður og
fyrsta alvörumynd hans fyrir
hvíta tjaldið „Twelve Angry Men“
var gerð ’57 en einmitt á því herr-
ans ári gerði annar frægur leik-
stjóri, John Frankenheimer, sina
fyrstu „breiðtjaldsmynd": „The
Young Stranger", en Franken-
heimer kom einnig frá sjónvarp-
inu bandaríska.
Á þessum árum ríkti raunar
kreppa i kvikmyndaframleiðslu
vestanhafs, framleiðendur neydd-
ust til að selja kvikmyndir til
sjónvarpsins og kvikmyndaver
voru leigð stóru sjónvarpsstöðvun-
um, jafnframt því sem hönnuðir
sjónvarpsefnis tóku á honum
stóra sinum. En einsog áður sagði
ílentust ekki allir hjá sjónvarpinu
og kvikmyndaverin eignuðust vel
þjálfaða sjónvarpsstarfsmenn á
borð við Sidney Lumet, John
Frankenheimer og Robert Mullig-
an.
Ég minntist á að „Deathtrap"
eða Lífsháski væri gott dæmi um
kvikmynd gerða af sjónvarps-
manni. Það má eins segja að leik-
húsið hafi haft hér umtalsverð
áhrif á frásagnarháttinn enda
handrit myndarinnar unnið uppúr
samnefndu leikriti Ira Levin.
Þannig er sviðsmyndin mjög af-
mörkuð en sjónhornið gjarnan vítt
þannig að maður getur horft yfir
sviðið líkt og í leikhúsi. Framanaf
fannst mér þetta fremur hvimleitt
en skildi tilganginn við lok mynd-
arinnar. Nú er þessi mynd byggð
fyrst og fremst uppá óvæntum
leiklausnum þannig að ég vil ekki
upplýsa hvað gerðist við lok
myndarinnar en það er orðið
næsta fátítt að maður sjái svo
haganlega ofinn söguþráð. Verður
mér helst hugsað til Agötu
Christie í þessu efni en þó efa ég
að mörg verka hennar búi yfir
jafn óvæntum leikfléttum og
„Deathtrap". En sjón er sögu rík-
ari og færi ég að upplýsa sögu-
þráðinn skemmdi ég ánægju
áhorfandans. Hér er sum sé á ferð
mynd sem höfðar fremur til vits-
muna áhorfandans en tilfinninga
— hún höfðar því fremur til
þeirra sem hafa áhuga á skák en
handbolta svo dæmi sé tekið.
En ég get ekki alveg skilið við
þessa mynd án þess að minnast á
aðalleikarann Michael Caine. Ég
held bara að Caine sé óðum að
verða minn uppáhaldsieikari. Ég
get ekki skýrt hvers vegna en það
er einsog Caine skyggi ætíð á um-
hverfi sitt án þess þó að troða á
mótleikaranum. Annars lenti
hann hér næstum í skugga
Christopher Reeves fyrrum Sup-
ermanns. Óvænt upplifelsi að sjá
skyndilega leikara sem hefir notið
frægðar vegna hlutverks fremur
en frammistöðu skáka næstum
8. leikvika — leikir 15. okt. 1983
Vinningsröö: 212 — 2X1 — X22 — 212
1. vinningur: 11 róttir — kr. 104.635,-
6837 55119* 86885**+
* (1/11,4/10)
** (2/11,10/10)
2. vinningur: 10 réttir — kr. 3.322,-
205 10581 19188 50168+ 93380 Úr 7. viku:
1386 10641 37013+ 50170+ 160854 86256+
2997 14646 39963 54367+ 38236* 86551+
3202 15227 40548 85883+ 50261* 86718+
6213 15777 46091 92376 87083* 86799+
6363 16797 49011+ 92659
6375 17185 49025+ 93074
* (2/10)
Kærufrestur er til 7. nóvember kl. 12 á hádegi. Kærur skulu vera
skriflegar. Kærueyöublöö fást hjá umboösmönnum og á skrifstofunni í
Reykjavik. Vinningsupphæöir geta lækkaö, ef kærur veröa teknar til
greina.
Handhafar nafnlausra seöla (+) veröa að framvísa stofni eöa senda
stofninn og fullar upplýsingar um nafn og heimllisfang til Getrauna fyrir
lok kærufrests.
GETRAUNIR — íþróttamiöstöðinni — REYKJA-
VÍK
þaulæfðum stórleikara á borð við
Michael Caine. Nú veit ég ekki
hversu vítt svið Reeves spannar en
hér megnaði hann að spanna hina
sérstæðu persónu Clifford And-
erson. Dyan Cannon leikur hér
eiginkonu Michael Caine en sá er
frægur rithöfundur eins og þeir
muna sem hafa séð leikritið.
Cannon er ætíð á mörkum yfir-
leiks enda þverr æskublóminn
ekki með árunum — þvert á móti.
Kannski er það hið besta meðal
við elli að ætla sér hvergi af, í það
minnsta sannast sú kenning á
Caine og Cannon.
Miklaholtshreppur:
Kindur drep-
ast í óviðri
Borg, Miklaholtshreppi, 17. október.
NÚ viröist sem vetur kon-
ungur hafí tekið völdin hér á
sunnanverðu Snæfellsnesi.
Reyndar kom hvorki vor eða
sumar í eiginlegri merkingu
því í öllum mánuðum þessa
árs hafa fjallstoppar hér
fengið hvítan lit af snjó.
Seinni partinn á laugardaginn
gekk veður í snjókomu með mikl-
um stormi af norðaustri. Alla að-
faranótt sunnudags var hið versta
veður, mikil snjókoma og stormur.
Stórir skaflar eru nú komnir til
fjalla.
í gær var verið að athuga með fé
eftir þennan veðurofsa. Þá fund-
ust dauðar kindur sem hrakið
hafði í læki sem voru fullir af
krapi. Ef litið er til liðinna ára,
fimmtíu ár aftur í tímann, þá var
þennan sama mánaðardag aftaka-
stórhríð með mikilli fannkomu.
Urðu þá hér í sveit miklir fjár-
skaðar. Páll
} SJÁLFSÞEKKING - SJÁLFSÖRYGGI |
Ný námskeið
Samskiptí og fjölskyldulíf
Flestum veröur æ Ijósara hve mikilvæg andleg
líðan og sjálfsöryggi er í vinnu og einkalífi.
Námskeiöið er œtlaö þeim sem ungang-
ast börn og fullorðna í starfi og fjöl-
skyldu.
Á námskeidinu kynnast
þátttakendur:
e Hvernig sérstæö reynsla einstaklingsins mótar hann.
e Hvað stjórnar sambandi fjölskyldumeölima.
e Hvað hefir áhrif á samband maka.
e Hvað leiðir til árekstra í samskiptum.
e Hvernig læra má samskipti sem auka sjálfsöryggi.
Leiðbeinendur eru sálfræðingarnir Guðfinna
Eydal og Álfheíður Steinþórsdóttir.
Innritun og nónari
upplýsingar í símum
21110 og 24145 kl.
18—20.
er0iwirtM$tfoii§>
G('h)œi daginn!
F0RSETA-
HEIMSÓKNIN
í AUSTURBÆJARBÍÓI
laugardag kl. 23.30
Miðasala
í Austurbæjarbíói
kl. 16—21, sími 11384.
i .!•: i k i'í;i At:
RKYklAVÍkllR