Morgunblaðið - 20.10.1983, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 20.10.1983, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. OKTÓBER 1983 Bjarni Friðriksson: „Sé ekki tilgang Oi-nefndar að liggja á peningum sem nota á til þess að styrkja íþróttafólk“ — ÞAÐ URÐU mér vissulega mikil vonbrigði aö Ólympíunefnd íslands skildi ekki sjá sér fært að veita mér peningastyrk úr sjóði sínum til þess að fara á heimsmeistaramót júdómanna sem fram fór í Moskvu um síöustu helgi. Ég hafði vonast til að geta veriö þar á meðal þátttakenda því að þar heföi ég fengiö virkilega góöan samanburð á getu minni og annarra júdó- manna. Ég get ekki séö neinn tilgang í því hjá Ólympíunefnd- inni aö liggja á peningum þeim sem nota á til þess að styrkja íþróttamenn sem hugsanlega koma til greina sem keppendur á næstu Ól-leikum, sagöi Bjarni Friöriksson er Mbl. spjallaöi við hann í gærdag. — Það er gjörsamlega út í hött að ætla aö fara aö úthluta þessum peningum tveim til þrem mánuöum áöur en Ól-leikarnir sjálfir hefjast. Á svo skömmum tíma fyrir leikana er ekki mikiö hægt aö gera. Undir- búningur þarf allur að vera mark- viss og miöast viö mikiö lengra tímabil. Og þar sem þessum pen- ingum var aflaö á þeirri forsendu aö þeir ættu eingöngu aö renna til þeirra íþróttamanna sem koma til greina sem keppendur á næstu vetrar- og sumar-ÓI-leikum, þá verö ég aö segja aö ég sé ekki tilganginn í því aö úthiuta a.m.k. ekki stærri hlut þeirra en nú hefur veriö gert. — Ég er búinn aö fá fimmtíu þúsund krónur þaö sem af er árinu og sú upphæö dugöi ekki fyrir utanferðum mínum á alþjóöleg júdómót. Ég varö því aö bæta viö þá upphæö sjálfur. Frá áramótum hef ég tekiö þátt í stórum júdómót- um og alfariö kostaö mig á eitt þeirra. — Eitt af því mikilvægasta fyrir mig og reyndar fleiri er aö öölast mikla keppnisreynslu á alþjóöleg- um stórmótum til þess aö geta gert sér einhverjar vonir um fram- bærilegan árangur á Ólympíuleik- um. Þaö er ekkert sem kemur í staö mikillar keppnisreynslu. Jafn- framt er mikilvægt að venjast miklu keppnisálagi. Hór heima eru júdómenn sífellt aö glíma hver viö annan og gjörþekkja því öll brögö andstæöingannas og því fáum viö ekki nægilega mikla reynslu af þvf. Viö þurfum aö keppa við mótherja sem viö þekkjum ekki. — Ég hef ákveöiö aö taka þátt í Opna skandinavíska meistara- mótinu í júdó sem fram fer í Hels- inki í næsta mánuöi. Þaö veröur gífurlega sterkt mót því þar keppa bæöi Rússar og A-Þjóöverjar. Finnska sambandiö á 20 ára af- mæli og býöur því mörgum til keppninnar. Þaö veröur góö reynsla fyrir mig aö vera þar. Ég á ekki von á ööru en aö ég og félagi minn þurfum aö greiöa allan kostnaö viö þá ferö. Svo þarf aö velja þátttakendur strax í nóvem- ber í síöasta lagi. Svo mörg voru þau orö Bjarna Friörikssonar júdókappa sem er einn af þeim sem veröa væntan- lega í Ól-liöi íslands á sumarleik- unum í Los Angeles á næsta ári. Bjarni æfir nú af kappi fyrir leik- ana, fjórum til fimm sinnum í viku hverri. Þaö er slæmt til þess aö vita aö Ólympíunefnd islands styö- ur ekki betur viö bakiö á slíkum íþróttamönnum en raun ber vitni. — ÞR • Bjarni Friðriksson, einn fremsti íþróttamaður landsins, hefur aöeins fengið 50 þúsund króna styrk frá Ól-nefnd íslands nú 10 mánuðum áður en leikarnir í Los Angeles hefjast. Samt var hagnaöur af happdrætti Ól- nefndar 3 milljónir króna, og átti alfariö að nota hagnaðinn í að styrkja íþróttamenn og -konur. en tveir leikir eru framundan við Tékka, á mánudag og þriöjudag í næstu viku í Laugardalshöll. Bogdan hefur valiö 25 manna hóp, og er þar um aö ræöa þann hóp sem byggt verður á i undir- búningi fyrir B-keppnina í Noregi 1985. Hópinn skipa eftirtaldir leikmenn: Markveröir: Brynjar Kvaran, Stjörnunni, Ellert Vigfússon, Vík- ingi, Einar Þorvaröarson, Val, og Jens Einarsson, KR. Aðrir leik- menn: Þorgils Óttar Mathiesen, Kristján Arason, Hans Guö- mundsson og Atli Hilmarsson, allir FH, Siguröur Gunnarsson, Guö- mundur Guömundsson, Hilmar Sigurgíslason, Steinar Birgisson og Karl Þráinsson, allir Víkingi, Páll Ólafsson, Þrótti, Sigurjón Sigurös- son, Haukum, Jóhannes Stefáns- son, KR, Brynjar Haröarson, Jak- ob Sigurösson, Steindór Gunn- arsson og Þorbjörn Jensson, allir úr Val, Aöalsteinn Jónsson, Breiðabliki, Siguröur Sveinsson, Lemgo, Alfreö Gíslason, Essen, Bjarni Guömundsson og Þorberg- ur Aöalsteinsson, Þór, Vestmanna- eyjum. Hópurinn fyrir leikina viö Tékka veröur ekki tilkynntur fyrr en eftir æfingu á mánudagskvöld. Vltaö er aö nokkrir þessara leikmanna veröa örugglega ekki meö í þeim leikjum, Guömundur Guömunds- son og Hilmar Sigurgíslason eru báöir meiddir og Steinar Birgisson er veikur, þannig aö ekki er víst aö hann veröi meö. Bjarni Guðmundsson kemur ekki til landsins fyrr en aöfaranótt mánudagsins, þannig aö hann veröur aöeins á einni æfingu meö liöinu. Það vekur athygli aö Sigur- jón Sigurösson, Haukum, er valinn í þennan hóp, en hann er aöeins 17 ára aö aldri. Hann leikur í hægra horni. __ $h. Fjórar úr Fram — í kvennalandsliðinu Tveir lelkir Tékka eftir helgl: Dómarar hóta verkfalli BANDARÍSKA atvinnumanna- deildin í körfuknattleik, NBA, hefst í næsta mánuöi. Dómarar sem dæma í NBA hafa nú hótað að fara í verkfall ef þeir fái ekki talsverða launahækkun. Dómarar í körfuknattleik í Bandaríkjunum, eins og í baseball og fótbolta, eru allir atvinnumenn, og veröa laun þeirra að teljast hin sæmilegustu. Þau eru nú frá 40 þúsund dollurum á ári upp i 80 þúsund dollara (frá 1.100.000 — 2.200.000 ísl. kr.), en þeir bestu fara nú fram á rúmlega 100.000 dollara (um 2.800.000 ísl. kr.) í árslaun. Fyrir tveimur árum kom upp sama staöa og þá tóku forráöa- menn NBA þaö til bragös aö láta aöra dómara taka viö hlutverkum þeirra sem fóru í verkfall en þaö gekk ekki upp. Leikmenn og áhorf- endur voru mjög óánægöir meö þá ráöstöfun, þar sem nýju dómar- arnir voru langt frá því aö vera eins góöir. Því er talið aö nú veröi ör- ugglega samiö áöur en deildin á aö hefjast. Dómarar hafa nóg aö gera yfir keppnistímabiliö — því hvert liö leikur aö meöaltali þrjá leiki á viku. — SH. Á dögunum var Chris Cattlin, fyrrum leikmaöur Brighton, ráöinn til félagsins sem þjálfari, og þá til- kynnt að Melia kæmi ekki lengur nálægt þjálfun. Cattlin valdi einnig liöið. „Ég fann það strax að þetta gat ekki gengiö. Ég fékk engu aö ráöa lengur,“ sagöi Melia í gær. Bogdan Kowalzcyk tolleraður af Víkingum á síðasta keppnistímabili. Hvað gerir hann með landsliöið næstu árin? EFTIRTALDIR leikmenn hafa verið valdir til æfinga hjá kvennalands- liöinu fyrir væntanlega landsleiki við Bandaríkin í nóvember nk. Markverðir: Kolbrún Jóhannsdóttir Fram, Jó- hanna Pálsdóttir Val, Málfríöur Sig- urhansdóttir KR. Aörir leikmenn: Guöríöur Guöjónsdóttir Fram, Sig- rún Blomsterberg Fram, Oddný Sig- steinsdóttir Fram, Erna Lúövíks- dóttir Val, Karen Guönadóttir Val, Rut Baldursdóttir Fylki, Eva Baldurs- dóttir Fylki, Erla Rafnsdóttir ÍR, Ing- unn Bernódusdóttir ÍR, Kristín Pét- ursdóttir FH, Sigurborg Eyjólfsdóttir FH, Margrót Theódórsdóttir FH, Val- dis Hallgrímsdóttir KR, Erika Ás- grímsdóttir Víkingi. Mike Bamber, formaöur Bright- on, var ekki á stjórnarfundinum í gær, hann er í fríi í Los Angeles. Hann sagöi í síöustu viku aö hann væri mjög ánægöur meö samstarf Cattlin og Melia — en aðrir stjórn- armenn félagsins notuöu tækifær- iö þegar hann var í burtu og losuöu sig viö Melia. „TÉKKAR ERU að mínu mati meö sjötta besta lið í heimi í dag. Þeir eru meö mjög góðar skyttur, þeir eru mjög snöggir og leika vel saman. Hornamennirnir eru góöir svo og markvörður þeirra, sem er frábær,“ sagöi Bogdan Kowalcz- yk, landsliösþjálfari, í gær þegar landsliöshópurinn var tilkynntur, Frá Bob Hennetsy, fréttamanni Morgunblaösins í Englandi. „SKÖLLÓTTI diskóstrákurinn" Jimmy Melia, sem orðinn er 47 ára gamall, var um hádegisbil í gær rekinn frá Brighton. Hann tók viö liöínu í desember í fyrra, féll jafnframt í 2. deild og þar hefur ekki gengiö allt of vel í vetur. Á laugardag tapaöi liöið 0—5 fyrir Grimsby á útivelli, og er nú fyrir neöan miöja deild. Melia vildi ekki viöurkenna aö hann heföi verið rekinn, þó for- ráðamenn félagsins segöu þaö. „Ég fór, mér var ekki ýtt í burtu. Það var mín ákvöröun aö yfirgefa félagiö. Ég mun aldrei gleyma þeim tíma sem óg var hjá Brighton, og gengi okkar í bikarkeppninni var eitthvaö alveg sérstakt," sagöi Melia. • Jimmy Melia en eftir sigur liðsins á Liverpool í 5. umferð bikarsins í febrúar var fyrst ákveðiö að hann hóldi stööu sínni sem framkvæmdastjóri. Melia kom Brighton á Wembley i fyrra, í úrslit FA-bikarsins, en liöiö Melia rekinn frá Brighton „6. besta lið heims“ — segir Bogdan iandsliðsþjálfari um þá

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.