Morgunblaðið - 01.11.1983, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 01.11.1983, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. NÓVEMBER 1983 fHwgmtVUifrtfe Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 250 kr. á mánuöi innanlands. f lausasölu 20 kr. eintakiö. Hvað voru Kúbu- menn að gera? Vika er nú liðin síðan Bandaríkjamenn réðust með herliði á land í Grenada. Fréttirnar frá Grenada hafa verið takmarkaðar en þær eru þó allar á einn veg: Kúbu- menn unnu að því að breyta eyjunni í víghreiður og mið- stöð vopnaflutninga. Þetta starf unnu Kúbumenn í þágu Sovétríkjanna. Það er því ástæða til að taka undir með Geir Hallgrímssyni, utanrík- isráðherra, sem hefur komist svo að orði, að innrásin fyrir viku hafi í raun verið önnur innrásin sem gerð er á Gren- ada. Hin fyrri fór fram í kyrr- þey enda þurfa þeir sem fyrir henni stóðu, einræðisherrar kommúnistalandanna, ekki að standa neinum reikningsskil heima fyrir, þótt þeir spili á almenningsálitið í lýðræðis- ríkjunum eins og þá lystir. Samkvæmt þeim fréttum sem birst hafa í Morgunblað- inu og byggðar eru á skeytum Associated Press kom í ljós að á Grenada voru fimm vöru- skemmur fullar af sovéskum og kúbönskum vopnum sem að sögn foringja í Banda- ríkjaher hefðu nægt átta til tíu þusund manna skæruliða- her í „langan, langan tíma“. Yfirlýsingar Kúbumanna um að þessi vopn hafi verið flutt til Grenada fyrir 1000 manna herlið stjórnvalda þar eru síð- ur en svo sannfærandi. Hins vegar hefur yfirmaður banda- rísku hersveitanna á Grenada skýrt frá því að skjöl sem inn- rásarliðið hefur náð sýni að Kúbumenn hafi ætlað að koma sér upp 6800 manna herliði á Grenada og taka þar öll völd í sínar hendur. And- staðan við innrásarliðið á Grenada kemur ekki frá íbúum eyjunnar. Fréttir bera með sér að þeir hafi fagnað hermönnunum sem hröktu kúbönsku „byggingarverka- mennina" til fjalla þar sem þeir hafa nú tekið upp skæru- hernað. Um nokkurt árabil hafa kúbanskir hermenn verið í Angóla og barist þar með skjólstæðingum Sovétríkj- anna. Kúbumenn aðstoðuðu Sovétmenn við að ná töglum og högldum í Eþíópíu. Á sín- um tíma voru nokkur þúsund kúbanskir hermenn sendir til að aðstoða sovéska innrásar- liðið í Afganistan. Þannig mætti áfram rekja hlutdeild Kúbumanna alls staðar þar sem óhæfuverk eru framin í þágu heimskommúnismans. En hvað gerist þegar frá því er skýrt að Kúbumenn séu að leggja lönd í Karabíahafi, Mið-Ameríku eða Suður- Ameríku undir heimskómm- únísmann? Á Vesturlöndum telja ýmsir það skýrasta dæmið um „kúrekahugarfar" Ronald Reagans, Bandaríkja- forseta, að hann skuli leyfa sér að væna Kúbumenn um undirróður í þágu Sovétríkj- anna við suðurdyr Bandaríkj- anna. Fréttirnar frá Grenada ganga þvert á allar yfirlýs- ingar vestrænna Kúbuvina sem telja að Fidel Castró eigi aðeins að dæma með hliðsjón af „umbótum" á Kúbu. Enn einu sinni hafa fingraför Castrós fundist þar sem þeirra er leitað sem lauma sér inn bakdyramegin og reyna síðan í skjóli myrkurs að svipta þjóðir sjálfsákvörðun- arrétti í nafni Karls Marx, Leníns og KGB. Hátt raforkuverð Rollie Héath, aðalforstjóri Manville International Corporation, sem á Kísiliðj- una við Mývatn með íslenska ríkinu sagði frá því í samtali við Morgunblaðið á sunnu- daginn að Manville greiddi hvergi hærra raforkuverð í Evrópu en hér á landi og hann bætti við: „Það sem er kannski sorglegast við það, er sú staðreynd, að þegar við byrjuðum á sínum tíma var raforkuverðið hér á landi það lægsta. í dag er staðan sú, að við greiðum á bilinu 40—75% hærra verð fyrir raforku hér á landu, en við greiðum í öðr- um verksmiðjum fyrirtækis- ins.“ Þegar rætt er um stöðuna í íslenskum orkumálum um þessar mundir ber allt að sama brunni: Verði blaðinu ekki snúið við á þessu sviði eins og flestum öðrum erum við ekki lengur samkeppnisf- ærir í orkufrekum iðnaði. Hvað svo sem líður draums- ýnum um framtíð íslenskra atvinnuvega er Ijóst að við verðum að sníða okkur þann stakk sem alþjóðleg sam- keppni mótar. Útlendingar bíða ekki í röðum eftir að „fá“ að fjárfesta hér á landi. Niðurrifsstefna Alþýðuband- alagsins í stóriðjumálum hef- ur valdið okkur ómældu tjóni út á við og ekki leitt til neins annars en vandræða heima fyrir. Fátt er brýnna en að nýju sé mótuð víðsýn stórið- justefna og í samræmi við hana verði reynt að fá erlenda aðila til að fjárfesta hér í arðbærum fyrirtækjum. Sjóslysid við Bjarneyjar Leitarbátur við Lón. Verst að bíða utan vi garðinn og geta ekkert Rætt víð skipstjórana á Þórsnesi og Gretti, sem voru næstu bát- ar á eftir Haferninum „ÞAÐ VAR nánast fyrir tilviljun að við vorum svona nærri. Það fyrsta scm við sáum var blys og síðan tók- um við eftir gúmmíbát og tveimur mónnum, sem stóðu í honum. Þá voru þeir komnir alveg upp í brot vestast í Bjarneyjum, þar sem heita Lónssker. Við komumst næst þeim í 300—500 metra fjarlægð," sagði Kristinn Jónsson, skipstjóri á Þórs- nesi SH 108, í gærkvöld. Þórsnes og Grettir SH 104 voru næstu bátar á eftir Haferninum þegar hann fórst laust eftir kl. 14 í gær á Breiðafirði. Blaðamaður Mbl. ræddi við Kristin og Pál Guðmundsson, skipstjóra í Gretti, í Stykkishólmi í gærkvöldi. Þeir sögðu svo frá, að fjórir bát- ar hefðu verið við skelfiskveiðar innan við Bjarneyjar. Haförninn hefði verið fyrstur af stað heim og hagaði svo til, að fara þyrfti langt vestur með Bjarneyjum til að kom- ast á rétta stefnu inn til Stykkis- hólms. Haförninn hefði verið Vfe—1 sjómílu á undan Þórsnesinu og hafi bátarnir barist á móti vestanátt og hvössum éljum í slæmu skyggni. „Klukkan var 15 eða 20 mínútur yfir tvö þegar við sáum blysið og gúmmíbátinn," sagði Kristinn. „Við sáum svo tvo menn komast upp á skerið en gátum ekki farið nær, enda var þá búið að láta vita í land og vitað að hjálp var á leið- inni. Gúmmíbátinn rak svo upp í Lón með þriðja manninn og þar komst hann í örugga höfn. Það gaf stanslaust yfir skerið, þar sem mennirnir tveir voru, og þar máttu Kristinn Jónsson, skipstjóri á Þórsnesi, bend- ir á slysstaðinn á sjókorti. Vorum í 300—500 metra fjarlægð, en komumst ekki nær. Páll Guðmundsson, skipstjóri á Gretti: um ekkert fyrr en Þórsnesið kallaði og ist sjá blys Og gúmmíbát. MorgunblaðMt/ Hafórn SH-122 hét áður ófeigur II og þar á eftir Hlein. Báturinn var 80 ton stáibátur, smíðaður í A-Þýskalandi 1959.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.