Morgunblaðið - 01.11.1983, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 01.11.1983, Qupperneq 28
36 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. NÓVEMBER 1983 Minning: Runólfur Péturs- son iðnverkamaður Fæddur 1. desember 1935 Dáinn 22. október 1983 Það er erfitt að sætta sig við það þegar maður á besta aldri, fullur starfsorku og lífsvilja, er hrifinn burt héðan. Okkur sem eftir erum finnst að hann hafi átt langt lífsstarf fyrir höndum. Ótrúlegt er það að hinn voðalegi vágestur hafi lagt þennan duglega og lífsglaða mann. Örlögin eru undarleg. Runólfur fæddist hinn 1. des- ember 1935 í Reykjavík og hefði því orðið 48 ára á þessu ári. Run- SIÐAN 32 QGENN AFULLU VtNNUFÖT VINNUFATAGERÐ ÍSLANDS. REYKJAVÍK, SÍMI:16666 ólfur var sonur hjónann i Guð- finnu Ármannsdóttur dá .1 1968, aðeins 58 ára, og Péturs F. Run- ólfssonar vélstjóra og síðar full- trúa hjá tollstjóraembættinu þar til hann lést um aldur fram árið 1960 aðeins 52 ára. Foreldrar Run- ólfs eignuðust 7 böi .i 6 komust til fullorðinsára, þ* . eru Ásgeir, Ólöf, Runólfur, Armann, Helga og Pétur. Runni, eins og hann var ávallt kallaður af fjölskyldunni og vin- um, var sérstaklega glaðlegur maður og hress í tali. Hann vann lengst sem iðnverkamaður, var SIÐAN 32 QGENN AFULLU I/INNUFÖT VINNUFATAGERÐ ÍSLANDS. REYKJAVÍK. SÍMI:166 66 lengi hjá Isaga hf. og síðustu árin hjá Skorra hf. Hann tók virkan þátt í félags og stjórnmálum og hafði ákveðnar skoðanir í þjóð- málum. Hann vann að málefnum iðnverkafólks, var í stjórn Iðju í mörg ár og formaður í nokkur ár. Einnig vann hann ýmis trúnað- arstörf fyrir Sjálfstæðisflokkinn, var varaborgarfulltrúi og til- nefndur endurskoðandi í Sparisjóð Reykjavíkur af hálfu Reykjavík- urborgar um árabil. En fyrst og fremst var Runni mikill fjölskyldu- og heimilisfaðir. Hann var kvæntur Rut Sörensen og eignuðust þau 3 börn, Garðar Björn sem er við Háskóla íslands, kvæntur Herdísi Hauksdóttur, þau eru búsett í Reykjavík, Kristí sem stundar einnig nám við há- skólann, gift Erni ðskarssyni líf- fræðingi og kennara, þau eiga einn son, Atla. Þau búa á Selfossi. Yngst er Ásdís Lára, nemi við Menntaskólann í Hamrahlíð, hún býr í foreldrahúsum. Það er sárt að sjá á bak elsku- legum eiginmanni og föður, en minningarnar lifa. 1 langri baráttu við erfiðan sjúkdóm sýndi hann mikið æðru- leysi og alltaf var stutt í brosið og gamansemina þó að þjáður væri. Það létti baráttuna að finna ástúð og hlýju frá samheldri fjölskyldu. Aldrei vék hún frá honum eigin- konan fyrr en yfir lauk. Nú er helstríðinu lokið. Ég kveð mág minn og vin. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þokk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. Grátnir til grafar göngum vér nú héðan, fylgjum þér, vinur. Far vel á braut. Guð oss það gefi, glaðir vér megum þér síðar fylgja’ í friðarskaut. (V. Briem.) Mágkona Okkur setur ævinlega hljóð þeg- ar einhver þeirra sem við þekkjum og okkur hefur fundist eiga langa dagleið framundan er kallaður burt héðan. Við getum ekki skilið hvers vegna dauðinn hafi komið svo fljótt. f einstaka tilfellum get- ur þó svo verið komið fyrir sár- sjúku fólki, að hans er vænst sem líknandi vinar. En hvern þann sem hann hrífur til sín úr fjöl- skyldu, vinahópi eða kunningja- þá fyllist fólk klökkva vegna komu hans. Minningin ein mun lifa í brjóstum þeirra sem eftir standa. Undarleg eru örlögin og ævinlega erfitt að sætta sig við þau þegar einhver er hrifinn burt á besta aldri. Runólfur Pétursson, fyrrver- andi formaður Iðju, félags verk- smiðjufólks, verður í dag til mold- ar borinn. Hann lést laugardaginn 22. október sl. eftir að hafa átt í harðri baráttu við þann sjúkdóm sem ekki varð við ráðið. Löngu og erfiðu sjúkdómsstríði er lokið. Runólfur fæddist 1. desember 1935. Hann stundaði sjómennsku og önnur tilfallandi störf á yngri árum. Árið 1962 gerðist hann fé- lagi í Iðju. Sama ár var hann kos- inn í trúnaðarmannaráð félagsins og ári síðar varamaður í stjórn og sinnti hann því starfi fram til árs- ins 1966, er hann var kosinn ritari félagsins. Um skeið var Runólfur meðstjórnandi og síðar gjaldkeri, eða þar til hann tók við formanns- starfi árið 1970, sem hann gegndi til ársins 1976. Runólfur var starfsmaður Iðju um tíma árið 1965 og síðan aftur frá 1969—1976. Runólfur var einn af stofnend- um Landssambands iðnverkafólks og var á stofnþingi þess árið 1973 kosinn gjaldkeri sambandsins. Runólfur sýndi mikinn áhuga á félags- og stjórnmálum. Hann átti um langt árabil sæti í stjórn Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokks- ins og um tíma varaborgarfulltrúi flokksins. Þá var hann um skeið endurskoðandi Sparisjóðs Reykja- víkur og í stjórn Strætisvagna Reykjavíkur. Þegar horft er yfir farinn veg má sjá að það hafa verið marg- þætt störf sem Runólfur innti af hendi á sinu lífshlaupi. Þó hann sé horfinn af okkar sjónarsviði, mun minningin um hann sem samherja og sam- starfsmann lifa í hugskoti okkar á ókomnum árum. Við hörmum að hinn voðalegi vágestur hafi náð að leggja hann að velli. Við vissum að hverju stefndi er heilsu hans hrakaði sífellt, þó kemur það eigi SMITWELD rafsuóuvír Rafsuöumenn um allan heim þekkja SMITWELD merkið. í yfir hálfa öld hefur SMITWELD þjónað iðnaði og handverks- mönnum um allan heim. SMITWELD rafsuðurvírinn er einn sá mest seldi í Evrópu. Yfir 70% af rafsuðuvír fyrir ryð- varið efni, sem selt er í Vestur- Evrópu er frá SMITWELD. Sannar það eitt gæði hans. Við höfum fyrirliggjandi í birgðastöð okkar allar algengustu gerðir SMITWELDS rafsuðuvírs og pöntum vír fyrir sérstök verkefni. SMITWELD: FYRSTA FLOKKS VÖRUR Á MJÖG HAGSTÆÐU VERÐI SINDRA STALHF Pósthólf 881, Borgartúni 31, 105 Reykjavlk, slmi: 27222, bein llna: 11711. Kvöld og helgarslml: 77988. að síður ævinlega á óvart þegar allt er um garð gengið. Við sendum konu hans og börn- um og öllum ástvinum einlægustu samúðarkveðjur. Bjarni Jakobsson Hinn 22. október sl. andaðist á Landakotsspítala Runólfur Pét- ursson, fyrrverandi formaður Iðju, félags verksmiðjufólks í Reykjavík, tæplega 48 ára að aldri. Hafði hann átt við langvar- andi veikindi að stríða. Banamein hans var krabbamein. Runólfur var fæddur í Reykja- vík 1.12. 1935, þriðja barn hjón- anna Guðfinnu Ármannsdóttur og Péturs, sem starfaði á skrifstofu tollstjóra í áratugi, Runólfssonar, „pólití" í Reykjavík. Foreldrar Guðfinnu voru Ármann Jóhanns- son, ættaður af Kjalarnesi, og Guðný dóttir Jóns Oddssonar, tómthúsmanns, og Ólafar Hafliða- dóttur í Mýrarholti í Reykjavík. Önnur börn Guðfinnu og Péturs eru Ásgeir, ólöf, Ármann, Helga og Pétur. Runólfur fór strax að loknu skyldunámi að vinna fyrir sér og fór til sjós, byrjaði hjálparkokkur á farskipi, eins og svo margir, sem fara í siglingar. Hann kvæntist eftirlifandi konu sinni Ruth Sör- ensen 28.3. 1959 og eignuðust þau þrjú börn: Garðar, Kristínu og Ásdísi, sem er enn í foreldrahús- um, en Garðar og Kristín hafa stofnað sín eigin heimili, Kristín á Selfossi og Garðar hér í Reykja- vík. Árið 1961 hóf hann vélgæslu- störf hjá Isaga á Rauðarárstígn- um við framleiðslu á súrefni og gasi. Þar var hann til 1968 er hann fór um tíma í Umbúðaverksmiðj- una, en varð svo starfsmaður Iðju 1969 til 1976. Hann rak verslun á Snorrabraut í rúmlega tvö ár, en þá kenndi hann þess meins, sem varð honum að aldurtila. Gekkst hann þá undir mikla aðgerð á spít- ala, sem tókst vel, og héldum við því vinir hans að hann myndi ná sér. Hann vann síðustu 2 árin hjá Skorra hf., en þar hafði hann bestu húsbændur, sem hann hafði unnið hjá um æfina og reyndust honum mjög vel í veikindum hans. Var hann hress þangað til í vor að hann fór í rannsókn á Landa- kotsspítala, og þaðan varð honum ekki afturkomu auðið. Runólfur var, einsog svo margir í hans fjölskyldu, mjög félags- málalega sinnaður. T.d. var Ásgeir bróðir hans mörg ár í stjórn Iðju og um tíma varaformaður og for- maður Byggingasamvinnufélags iðnverkafólks og Ólöf systir hans árum saman í trúnaðarráði Iðju. Ennfremur var Ármann bróðir Runólfs formaður félags Slökkvi- liðsmanna, Pétur í stjórn Farfugla og fleiri dæmi mætti nefna um fé- lagsmálastörf í fjölskyldunni. Runólfur gekk snemma í Sjálf- stæðisflokkinn. Hann var vara- borgarfulltrúi í Reykjavík 1966— Birting afmœlis- og minningar- greina ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góð- um fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hlið- stætt með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Þess skal einnig getið, af marggefnu til- efni, að frumort ljóð um hinn látna eru ekki birt á minningar- orðasíðum Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.