Morgunblaðið - 01.11.1983, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 01.11.1983, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. NÓVEMBER 1983 19 Óvæntur meirihlutasigur miðjumanna í Argentínu Buenos Aires, 31. október. AP. RAUL ALFONSIN leiðtogi Róttæka flokksins, sem er miðjuflokkur, hét löndum sínum nýrri og betri tíð eftir sjö ára herstjórn í Argentínu, þegar Ijóst var að í glæsilegan og óvæntan sigur flokks hans stefndi í þingkosningum, sem fram fóru í gær í landinu. Flokkurinn hlaut einnig meirihluta kjör- manna, sem kjósa munu forseta landsins í næsta mánuði, og því Ijóst að Alfonsin verður næsti forseti Argentínu. Þegar lokið var talningu 80% atkvæða hafði flokkur Alfonsin hlotið 53% atkvæða og meirihluta í þingi. Perónistar, undir forystu Italo Luder, höfðu 39% atkvæða, og talið er að þau atkvæði sem eftir er að telja hafi ekki áhrif á hlutfallið milli flokkanna. Tíu flokkar aðrir skipta milli sín af- gangi atkvæða, þeirra stærstur flokkur Oscars Alende með 2,4% atkvæða. Kosningar í Argentínu voru hinar fyrstu í áratug, og tekur ný stjórn við af herforingjastjórn- inni, sem hrifsaði völdin 1976. Auk þingkosninga var kosið til bæjar- og sveitarstjórna og fylkisstjórna. Lorenzo Miguel, einn af leiðtogum Perónistaflokksins, sakaði kosn- ingayfirvöld um svik og pretti við birtingu kosningaúrslita. Raul Alfonsin, sem er 56 ára, er þrekvaxinn lögfræðingur með yf- irvaraskegg, sem alizt hefur upp við stjórnmálin frá blautu barns- beini, en vart verið í sviðsljósi stjórnmálanna í Argentínu á síð- ustu 12 mánuðum. Hann er úr vinstri armi Róttæka flokksins, en hefur einbeitt sér að því að afla sér fylgis meðal hófsamari afla innan flokksins. Einnig hefur hann óspart biðlað til unga fólks- ins, sem nú kaus fyrsta sinni, og óánægðra perónista. Alfonsin er sonur spænskra inn- flytjenda og rak faðir hans verzl- un. Hann gekk i herskóla rikisins og varð lautinant, en hætti síðar við atvinnuhermennsku og hóf laganám í Buenos Aires. Að námi loknu sneri hann til heimabæjar- ins, Chasomus, og hóf afskipti af stjórnmálum. Var hann kosinn í bæjarstjórn Chasomus 24 ára gamall, og á þing var hann kosinn 1958, 31 árs að aldri. Brezk yfirvöld eru þess vongóð að ný stjórn í Argentínu fallist á að vinna að eðlilegum samskiptum ríkjanna tveggja, sem rofnuðu í kjölfar innrásar Argentínumanna á Falklandseyjar 2. apríl í fyrra. Raul Alfonsin, forsetaefni Róttæka flokksins, fagnar sigri í kosningunum í Argentínu á fundi með fréttamönnum í Buenos Aires í gær. s(m.mynd-AP „Hingað komnir til að sameina þjóðina“ — sagði Amin Gemayel við setningu þjóðarsáttarfundarins Genf, 31. október. Frá önnu Bjarnadóttur fréttaritara Mbl. „VIÐ ERUM hingað komnir til að ina, endurheimta sjálfstjórn okkar bjarga Líbanon, til að sameina þjóð- og efla bræðrabönd milli Líbana Frá jarðskjálftasvæðunum í austurhluta Tyrklands. Konur og börn híma við rústir heimila sinna. AP/símamynd. 44 þorp hrundu til grunna í Tyrklandi: Rúmlega 1.100 látnir en óttast er að talan hækki Krzumm, 31. oktéber. AP. TALA ÞEIRRA sem týndu lífi i jarð- skjálftanum mikla í austurhluta Tyrk- lands í gærkvöldi er komin í a.m.k. 1.126. Hefur tala látinna farið stöðugt hækkandi i dag, og er óttast að hún eigi enn eftir að hækka, þar sem engar upplýsingar hafa borizt frá hluta skjálftasvæðanna. Vitað er um 534 al- varlega slasaða, sem grafnir hafa verið úr rústum, og er mörgum þeirra vart hugað líf. Um 25 þúsund manns eru heimil- islausir eftir skjálftana, og eykur það á erfiðleika fólksins að vetrar- ríki er á skjálftasvæðunum. Mest tjón varð í borgunum Horasan, Narman og Pasinler og nærliggjandi þorpum í Erzurum-héraðinu og í Sarikamis í Kars-héraði. Vitað er um 44 þorp þar sem hvert hús jafn- aðist við jörðu, og gífurlegt tjón varð í mörgum þorpum til viðbótar. Einnig hafa fundist 3.400 dauðir nautgripir og sauðir, en íbúar á skjálftasvæðunum höfðu afkomu sína fyrst og fremst af landbúnaði. Kuldi og úrkoma hefur valdið björgunarmönnum miklum erfið- leikum og er talin hætta á að margir hinna heimilislausu eigi eftir að verða illa úti vegna vosbúðar. Jarðskjálftinn reið yfir á sunnu- dagsmorgun, klukkan 4.12 að is- lenzkum tíma, eða 7.12 að staðar- tíma. Fullorðnir voru því flestir á fótum til að sinna skepnum og vegna annarra verka. Börn voru hins vegar enn í rekkjum og má rekja hátt hlutfall barna meðal látinna til þess. Jarðskjálftinn mældist 7,1 stig á Richter-kvarða. sjálfra, og milli Líbana annars vegar og bræðra þeirra araba hins vegar. Við viljum að þessi bönd grundvall- ist á réttlæti, jafnrétti og mannlegri reisn,“ sagði Amin Gemayel forseti Líbanon í ræðu við formlega setn- ingu þjóðarsáttarfundar Lfbanon á Interrontinental-hótelinu í Genf í dag. Eftir fundarsetninguna, þar sem Pierre Aubert forseti Sviss hélt einnig ræðu, yfirgáfu fund- armenn fundarsalinn, þar sem viðræðum var frestað til fyrra- máls. Öll helztu þjóðarbrotin í Líbanon eiga fulltrúa á fundinum, en auk þess sitja hann áheyrnar- fulltrúar Sýrlendinga og Saudi- Araba. í ræðu sinni þakkaði Gemayel Sýrlendingum og Saudi- Aröbum fyrir að gera fund þennan mögulegan en minntist ekki á Israel. Hljóðið í fundarmönnum og fréttamönnum frá Líbanon var bæði neikvætt og vonlaust, og hermt er að almenningur í Líban- on búist ekki við miklu af fundin- um. Kalt er milli allra fulltrúa brotanna og stórt skref út af fyrir sig að fá þá til að koma saman í einu herbergi. Erfitt var að finna sætaskipan sem allir gátu sætt sig við, en vandinn var leystur með því að koma fundarmönnum fyrir á fimm borðum. Tvö höfuðverkefni bíða fundar- ins, að ná samkomulagi um veru ísraelshers í Suður-Líbanon og um nýja stjórnarskrá. Andstæð- ingar Gemayels vilja að hann rifti samningnum, sem gerður var um dvöl Israelshers 17. maí sl., en ísraelar vöruðu Gemayel um helg- ina við því að hrófla við samn- ingnum. Sagt er að ísraelar, Sýrlend- ingar og Bandaríkjamenn ræðist við á bak við tjöldin og hafi óbeint samband við fundinn. Óljóst er hversu lengi fundurinn mun standa, en fjórir til sjö dagar nefndir. SIEMENS — vegna gæðanna Vönduð ryksuga með still- anlegum sogkrafti, 1000 watta mótor, sjálfinndreginni ' snúru og frábærum fylgi- hlutum. Siemens-SUPER — öflug og fjölhæf. SMITH & NORLAND HF., NÓATUNI 4, SIMI 28300. Nú mælum við barnaherbergió og gefum barninu okkar vönduö og hentug húsgögn. Hér er tegund 2024, bekkur með hillum yfir, til í furulit. Stærð: hæð 167, lengd 197, breidd 75. Verö meö dýnu og 3 púðum 9.930,-, útborgun 2.000,- og rest á 6 mán- uðum. Bekkurinn stakur kostar 7.370,-. Hér er gagnlegur hlutur þar sem vantar klæöaskápa í herbergi. Teg. 2033, er til í furulit. Stæröir eru: hæð 167, lengd 274, breidd 75. Verð með dýnu og þrem púðum: 14.390,-, útborgun 3.000,- og rest á 7 mánuðum. Hringdu til okkar eða líttu inn, við höfum geysilegt úrval húsgagna sem henta vel í lítil barnaherbergi. Hagsýnn velur það besta HUSGACNAHÖLLIN BlLDSHÖFÐA 20-110 REYKJAVÍK S 91-81199 og 81410

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.