Morgunblaðið - 01.11.1983, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 01.11.1983, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. NÓVEMBER 1983 Akranes: í kvöldverðarboði borgarstjórans í Reykjavfk: Aristides Maria Pereira, forseti Grænhöfðaeyja, Davíð Oddsson borgarstjóri, og forseti íslands, Vigdís Finnbogadóttir. MorgunblaJið/ Friðþjófur Forseti Grænhöfðaeyja fer til Akureyrar í dag í GÆRKVELDI sneddi forseti Grænhöfðaeyja, Aristides Maria Pereira, kvöldverð í boði borgar- stjórans í Reykjavík á Kjarvals- stöðum, en í gær komust hinir er- lendu gestir ekki til Akureyrar eins og áætlað hafði verið. Þess í stað fóru gestirnir í Fiskeldistöð ríkisins í Kollafirði, Þingvellir voru heimsóttir og farið var til Hveragerðis. í dag er hins vegar áformað að fara til Akureyrar og verður þar m.a. sjósett skip sem smíðað hef- ur verið fyrir Capo Verde í Slippstöðinni á Akureyri. Forseti Grænhöfðaeyja kom hingað til lands ásamt fylgdar- liði á sunnudag og sat þá kvöld- verðarboð forseta Islands á Bessastöðum. I kvöld heldur Pereira forseti kvöldverðarboð, en hinir erlendu gestir halda utan í fyrramálið. Með forsetanum, Aristides Maria Pereira og eiginkonu hans, frú Carlina Pereira, eru m.a. Silvino da Luz utanríkis- ráðherra, Miguel Lima sjávarút- vegsráðherra, H. Bettencourt Santos sendiherra, Timoteo Ta- vares höfuðsmaður, aðstoðar- maður forsetans, og Daniel Sousa protokollfulltrúi. Um 125 manns sagt upp störfum TVÖ FYRIRTÆKI á Akranesi, hraðfrystihús Hafarnar hf. og Þórð- ar Oskarssonar, hafa sagt upp starfs- mönnum sínum frá og með 1. nóv- ember og hefur félagsmálaráðu- neytinu verið tilkynnt um uppsagnir annars fyrirtækisins. Samkvæmt upplýsingum sem Mbl. fékk hjá óskari Halldórssyni í félagsmálaráðuneytinu, munu um 80 manns missa atvinnuna í öðru fyrirtækinu, en í hinu er um 40—50 manns að ræða. Ástæða uppsagnanna er sú, að skipið sem aflar einkum hráefnis til fyrir- tækjanna, Óskar Magnússon AK- 177, verður að líkindum boðið upp að kröfu Fiskveiðasjóðs á næst- Ráðherra mælir fyr- ir stjórnarfrumvarpi — og leggur til að það verði fellt ÞAÐ ER ekki á hverjum degi sem ráðherra mælir fyrir frumvarpi og leggur jafnframt til að það verði fellt. Þessi varð þó raunin í efri deild Alþingis í gær. Sverri Hermannssyni, orku- ráðherra, bar, samkvæmt stjórn- arskrárákvæðum, að leggja fram á Alþingi frumvarp til staðfestingar á bráðabirgðalögum, sem Hjör- leifur Guttormsson forveri hans setti í apríl sl., þess efnis, að „breytingar á verðákvæðum í gjaldskrám orkufyrirtækja skuli háðar samþykki ráðherra orku- mála“. Það er ekki stefna núverandi ríkisstjórnar að hafa þennan hátt á, sagði ráðherra, og „þess vegna er lagt til að frumvarpið verði fellt". Sjá nánar á þingsíðu Mbl. bls. 47 í dag. * Utgerðarmenn loðnuskipa: Hefja ekki veiðar fyrr en verð hefur verið áKveðið Breytingar á kvótaskiptingu samþykktar Líkur á 375.000 lesta afla fram í marz FIINDUR eigenda loðnuskipa sam- þykkti á fundi sínum í gær að breyta fyrri aflakvótaskiptingu á vertíðinni, sem nú fer í hönd. Ennfremur sam- þykkti fundurinn að ekki skyldi hefja veiðar fyrr en loðnuverð hefur verið ákveðið. Endanleg ákvörðun um kvóta- skiptingu, aflamagn og upphaf veiða verður væntanlega tekin á morgun á fundi íslendinga og Norðmanna I Osló, en vinnunefnd Alþjóðahafrannsókna- ráðsins hefur lagt til að veiddar verði 375.000 lestir frá upphafi vertíðar og fram í marz. Sjávarútvegsráðherra leggur áherzlu á, að sá afli komi allur í hlut íslendinga. Talsverður ágreiningur kom upp meðal eigenda loðnuskipanna á fundinum í gær. Á síðustu tveimur loðnuvertíðum var kvótaskiptingu þanmg háttað, að helmingi væntan- legs afla var skipt jafnt milli allra skipa, en hinum helmingnum skipt milli skipa eftir burðargetu. Stjórn LÍÚ lagði til að kvótaskiptingin yrði óbreytt, en einnig var lagt til að öll-'~ um aflanum skyldi skipt jafnt milli allra skipanna. Hvorug sú tillaga var samþykkt, heldur var samþykkt, að tveir þriðju hlutar aflans skyldu skiptast jafnt á miili allra skipanna en einn þriðji skiptast eftir burðar- getu. Var þessi tillaga samþykkt með 34 atkvæðum gegn 15. Hefur þetta I för með sér tilfærslu á afla frá stærri skipum til þeirra minni. Halldór Ásgrímsson, sjávarút- vegsráðherra, sagði í samtali við Morgunblaðið, að þann væri ekki til- búinn til þess að taka ákvörðun um kvótaskiptinguna nú þegar, en end- anleg ákvörðun er í hans höndum. Sagðist hann þurfa að kynna sér þessi mál frekar. Verðlagsráð sjávarútvegsins kom saman til fundar í gær, en þar náðist ekki samkomulag um loðnuverðið. Var þvf vísað til yfirnefndar, sem kemur saman til fundar í dag. Síldar- og loðnuvinnslunefnd Alþjóðahafrannsóknaráðsins hefur nú komizt að þeirri niðurstöðu, að þær rannsóknir, sem gerðar hafa verið á loðnustofninum í október, hafi verið gerðar við þær aðstæður, að þær séu marktækar. Samkvæmt þeim var hrygningastofninn nú tal- inn um 970.000 lestir. Miðað við eðli- leg afföll og að 400.000 lestir verði eftir til hrygningar telur vinnu- nefndin að veiða megi 375.000 lestir. Að sögn Halldórs Ásgrímssonar, sjávarútvegsráðherra, verður lögð á það áherzla, að allur þessi afli komi f hlut íslendinga. Í samningum milli íslendinga og Norðmanna um veiðar úr þessum loðnustofni er kveðið á um að í hlut íslendinga komi 85% en Norðmanna 15%. Á síðustu vertíð fóru Norðmenn um 170.000 lestir fram úr aflahlut sínum. Samkvæmt því eiga þeir rétt á að fá um 30.000 lestir af 375.000, ef það magn verður ákveðið. Hins vegar hefur sá háttur verið hafður á, að þessir hlutir hafa verið jafnaðir á næstu vertíð. Það eru því allar Ifkur á því, að allur þessi afli komi f hlut íslendinga enda líkur á því, að loðnan haldi sig innan íslenzku landhelginnar meðan á veiðitímabilinu stendur. Smyglaði 100 tölvu- spilum TOLLGÆZLAN hefur upplýst smygl á tölvuspilum. Sjómaður hefur viður- kennt að hafa smyglað um 100 leik- tölvuspilum f nokkrum ferðum til landsins og hefur verið lagt hald á um 80 spil. Sjómaðurinn hafði fengið versl- unarmann til þess að dreifa tölvuspil- unum og voru þau á boðstólum f verzl- un í Reykjavík og hafði hluti spilanna verið seldur. Um er að ræða þrenns konar teg- undir spila. Lítil leikspil, sem leggja þá þraut fyrir viðkomandi að koma apa í búr, svo dæmi sé tekið. Spilin eru einföld og tvöföld og svo borð- tölvuspil, en þau voru sjö talsins. Einföldu leiktölvuspilin voru verð- lögð á 1670 krónur og tvöföldu á 1900 krónur. Mismunur innkaupsverðs og ætlaðs söluverðs var 1100 krónur á einföldu tölvuspilunum og 1200 krónur á þeim tvöföldu. Þannig að hagnaður hefði orðið yfir 120 þúsund krónur, ef allt hefði farið eins og stefnt var að. Það þarf vart að taka fram, að það er lögbrot að taka að sér dreifingu og sölu á smyglaðri vöru. Ruddaleg árás á 11 ára stúlku MAÐHR réðst á II ára gamla stúlku ofarlega í Seljahverfi á laugardags- kvöldið, skellti henni í jörðina og reyndi að hafa samræði við hana. Stúlkan náði að slíta sig lausa og kom- ast heim til sín — korteri eftir að hún lagði af stað að heiman. Arásarmaður- inn mun ekki hafa náð að koma fram vilja sínum. Stúlkan var flutt í slysadeild Borgarspítalans, en fékk að fara heim eftir skoðun. Stúlkan gat gefið nokkra lýsingu á árásarmanninum, sem talinn er vera um eða yfir tví- tugt. Þrátt fyrir ákafa leit tókst ekki að hafa upp á honum. Rann- sóknarlögregla ríkisins vinnur að rannsókn málsins. Þeir sem kunna að hafa orðið varir grunsamlegra mannaferða á laugardagskvöldið eru vinsamlega beðnir að hafa sam- band við RLR. Peningaskápsstuldur í Víkurskálanum um helgina: Kaupfélagsstjórinn fann peningaskápinn í sandinum Vík, Mýrdal, 31. október. STARFSMENN Yíkurskálans urðu þess varir, er þeir komu til vinnu sinnar klukkan 9 í gærmorgun, að peningaskápur sem þar átti að vera, var horfinn. í skápnum, sem er um 120 kg að þyngd, voru 150 til 200 þúsund krónur í pcningum. Strax og þessa varð vart var lögreglu gert viðvart og við eftir- grennslan kom í ljós, að bifreiða- stjóri sem var að koma að austan um fimmleytið um morguninn, hafði mætt hvítum fólksbíl með opið skottlok rétt austan við Vík og var hann þá á austurleið. Þessi maður lét kaupfélagsstjór- ann í Vík vita og mundi kaupfé- lagsstjórinn þá eftir því að hann hafði séð sams konar hvítan bíl aka vestur um klukkan 10 um morguninn. Kaupfélagsstjórinn fór nú ásamt gjaldkera kaupfélagsins austur fyrir Vík og sáu brátt ný- leg för eftir bíl utan vegar á Mýrdalssandi og var sýnilegt að bíll hafði festst þar í sandinum. Ennfremur tók kaupfélagsstjór- inn eftir ummerkjum í sandinum eins og þar hafi verið nýgrafið. Rótaði hann til með hendinni og kom þá strax niður á peninga- skápinn. Lögreglunni á Selfossi var gert viðvart, gefin lýsing á bílnum og skömmu síðar stöðvaði lögreglan hvíta bílinn við Þjórsárbrú. Kom þá einnig í ljós, að maður sem verið hafði á ferð eystra snemma um morguninn hafði dregið bíl upp úr sandinum, sem þar sat fastur. Gaf hann lýsingu á mönnum, sem kom heim við mennina sem Selfosslögreglan handtók. Annar mannanna ját- aði innbrotið og var því málið í raun upplýst á hádegi í gær, þremur tímum eftir að innbrots- ins varð vart í Víkurskálanum. Hafa mennirnir, sem báðir eru Reykvíkingar, líklegast ætlað að geyma kassann grafinn í sandinn og fara síðan í hann síðar. Það má því segja að kaupfé- lagsstjórinn og gjaldkeri kaupfé- lagsins hafi runnið á peninga- lyktina, fundið kassann og málið upplýstst. — Reynir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.