Morgunblaðið - 01.11.1983, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 01.11.1983, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. NÓVEMBER 1983 45 SVARAR í SÍMA 10100 KL. 10—12 FRÁ MÁNUDEGI T1 TIL FÖSTUDAGS Frá setningu prestastefnu í hátíðarsal Háskóla íslands í sumar. Um upprisu mannsins „Kæra Svanlaug Löve. Ég þakka þér fyrir að hnippa í mig í Mbl. í dag (30. okt. 1983). Jafnframt biðst ég afsökunar á að hafa ekki svarað, er þú barst fram spurningu þína fyrra sinnið. Tillagan, sem þú getur í spurn- ingu þinni, er varðandi orðalag í þriðju gein postullegu trúarjátn- ingarinnar og gengur út á, að sagt sé „upprisa mannsins" I stað „upp- risa dauðra" eða „upprisa holds- ins“. Á ég reyndar ekki heiðurinn af þessum tillöguflutningi, heldur er það Sigurbjörn Einarsson, fyrrverandi biskup íslands. Þá er það heldur ekki rétt, að þessi til- laga hafi verið samþykkt á presta- stefnunni. Hvorki prestastefna né kirkjuþing vildu ákveða orðalag trúarjátningarinnar með sam- þykkt. Hins vegar var meirihluti presta með því, að handbókin yrði prentuð með hinu nýja orðalagi „upprisa mannsins“, ef með því mætti freista þess, að fá einhuga orðalag á játninguna. Um orðalag- ið hafa nefnilega staðið deilur á Islandi allt frá árinu 1934, þegar Helgisiðabókin, er út kom það ár, breytti orðalaginu „upprisa holds- ins“ I „upprisu dauðra". Tillaga sem þessi, þótt sam- þykkt væri, verður fyrir það ekki Guðs orð. Prestar skulu lúta Guðs orði og eru hátíðlega skuldbundnir til að predika Guðs orð hreint og ómengað. Játningar kirkjunnar eru heldur ekki Guðs orð. Þær eru líka útlegg þess. Tillaga biskups- ins um orðalag á þriðju greininni, sem ágreiningur er um, er spurn- ing til kirkjunnar á Islandi um það, hvort hún í þessu orðalagi sjái útleggingu Guðs orðs, er sé trúrri inntaki Bibliunnar en hið fyrra orðalag. Ég fyrir mitt leyti viðurkenni, að svo sé og skal útskýra það fáum orðum. Að skilningi kirkju okkar dreg- ur trúarjátningin saman í stuttu máli inntakið í Biblíunni. Myndar trúarjátningin nokkurs konar lyk- il til skilnings á hinu fjölbreyti- lega efni Biblíunnar og merkir tvennt: Annars vegar er trúar- játningin vitnisburður kristinna manna um trú þeirra. Hins vegar er trúarjátningin lofgjörð og bæn kristinna manna, þar sem þeir lofa Guð fyrir allar velgjörðir hans við menn. Postullega trúarjátningin, sem hér er til umræðu, er til okkar komin úr latínu. Þar standa í þriðju greininni orð, sem orðrétt þýða „upprisa holdsins" og hafa lengst af verið þýdd þannig á ís- lensku. Þar eð postullega trúarjátningin er ekki sjálfstæður texti, heldur útiegg á erindi Biblíunnar, ber að leita til Biblíunnar til þess að finna merkingu hugtakanna er hún notar. Svo er einnig um orðið „hold“. I Biblíunni merkir orðið „hold“ hinn skapaða veruleika í mótsetningu við skaparann, Guð, sem þá nefnist „andi“. Þá getur orðið „hold“ merkt allan manninn sem skapaða heild eða alla menn, mannkyn allt. Biblíulegur hugsun- arháttur er nefnilega að því leyti frábrugðinn okkar hugsunarhætti nútímamanna, að hann er heild- stæður. í Biblíunni er ekki hugsað aðgreint um hluti og fyrirbæri, heldur er litið á þau í heild og þau skilgreind út frá afstöðu þeirra hverra til annarra. Þannig er og um manninn. I Biblíunni er litið á hann sem eina heild líkama, sálar og anda. Þessi heild er tjáð með því að kalla hana „líkama" eða „hold“ og er þar með ítrekað, að maðurinn er skapaður. Þegar talað er um manninn í af- stöðu hans til annarra manna eða skapaðra hluta, þá er talað um „hjarta", „sál“ eða „anda“. „Hold- legur" er sá maður, sem reiðir sig á mátt sinn og megin, þ.e. tilbiður hið skapaða í stað skaparans. „Andlegur" er á hinn bóginn sá er treystir skapara sínum, tilbiður hann og þjónar honum, svo að andi guðs stýri gerðum hans, orð- um og hugsun, þ.e.a.s. hjarta mannsins eða anda. Er í þessu sambandi upplýsandi að lesa fimmta kapítulann I Galatabréf- inu. Þegar postullega trúarjátningin notar i þriðju grein sinni orðalag, sem orðrétt þýðir „upprisa holds- ins“, vill hún standa vörð um þennan biblíulega hugsunarhátt, þar sem um manninn er talað sem heild. fslenska orðið „hold“ sam- svarar ekki fyllilega hinum biblíu- lega veruleika og því hefur I bibl- íuþýðingum oft þurft að hagræða þýðingum þar sem frummálin tala um „hold“, svo að lesendur skilji, hvað við er átt. Og eins er það með postullegu trúarjátninguna. Hún er ekki að tala um hold mitt í þeirri merkingu sem við leggjum í það orð nú á dögum, heldur er hún að tala um okkur sjálf sem heild líkama, sálar og anda og fá okkur til að játa, að við sjálf séum kölluð til að rísa upp með Kristi til nýs lífs í endurnýjun hugarfars og breytni. f þriðju grein postullegu trúar- játningarinnar er ég nefnilega að tala um mig I afstöðu til Guðs nýskapandi máttar, heilags anda, sem hefur kallað mig í kirkju sína. Þar reisir hann mig daglega upp sem nýjan mann, sem lifir af fyrirgefningu syndanna og hefur eilíft líf, þ.e. líf með Guði. Eilíft líf er m.ö.o. nútímaveruleiki I lífi þeirra sem trúa. Þess njótum við í trúnni nú, én í framtíðinni augliti til auglitis. Til þeitrar framtíðar beini ég líka sjónum mínum, er ég fer með trúarjátninguna. Með orðunum „upprisa mannsins" tjái ég þá von, að Guð muni varpa af sköpun sinni oki hégóma, þjáningar og dauða og leiða hana fram sam- kvæmt þeirri mynd, er hann skap- aði hana til í öndverðu. Um þessa von vitnar Biblían sterkt, t.d. I jólatextanum hjá Jesaja spámanni (9.1—7) og ennfremur í Opinber- unarbókinni 21. kap. Og hvatning- in til kristinna manna um að gera þessa von lifandi í lífi sínu hljóm- ar hvarvetna af síðum Biblíunnar og nægir I því sambandi að vitna í 6. kapítula Rómverjabréfsins svo og 12. kapítula sama bréfs. Því merkja orðin „upprisa mannsins" í fyrsta lagi „upprisu mína“ til lífs í trú á endurskap- andi mátt Guðs og í öðru lagi „upprisu mannkyns" til lífs með guði samkvæmt köllun sinni. Að skilningi Biblíunnar stendur mað- urinn, sem skapaður er í mynd Guðs, ábyrgur fyrir ástandi sköp- unarverksins. „í skuld er, Guð, þín eigin mynd. Ó, mikla skuld, svo skelfileg, því skemmd er hún af minni synd“, segir sr. Matthías og útleggur þannig réttileika Guðs orðs. Upprisa mannsins merkir því upprisu alls úr hégómleika og þjáningu eins og Páll postuli segir í Rómverjabréfinu, 8. kapítula: „Ég lít svo á, að ekki séu þjáningar þessa tíma neitt í samanburði við þá dýrð, sem á oss mun opinber- ast. Því að sköpunin þráir, að Guðs börn verði opinber. Sköpunin var undirorpin fallvaltleikanum, ekki sjálfviljug, heldur vegna hans, sem varp henni undir hann í von um að jafnvel sjálf sköpunin muni verða leyst úr ánauð for- gengileikans til dýrðarfrelsins Guðs barna." „Dýrðarfrelsi Guðs barna" bíður sem sagt sköpunarinnar allrar, sem undirorpin er fallvaltleikan- um sakir mannsins, sem bregst köllunn sinn í sífellu. Við, sem kristin erum, trúum, að í Kristi hafi okkur verið gefið þetta frelsi „svo sem í skuggsjá", og orð post- ullegu trúarjátningarinnar hvetja okkur daglega til að treysa þessu frelsi og vinna að framgangi þess, ekki aðeins okkur til handa, held- ur og dýrum og jurtum eða þeirri náttúru, sem er sett undir okkar vernd, uns við sjáum augliti til auglitis og njótum friðar I ríkinu, þar sem „úlfurinn mun búa hjá lambinu ... og barnið nývanið af brjósti stinga hendi sinni inn i bæli höggormsins" (Jes. 11.6—8). Eg vona, Svanlaug Löve, að þetta svari spurningu þinni. Bið ég þér allrar blessunar. Þinn einlægur Einar Si(Jur- björnsson.“ Árshátíð Gusts veröur haldin í Fóstbræöraheimilinu, laug- ardaginn 12. nóvember nk. Miöapantanir í síma 46173. Nánar auglýst síöar. Skemmtinefnd HUGSAÐU þig um tvisvar áður en þú kaupir eldavél Mikið var ég ánægð þegar við eignuðumst blásturs- eldavélina frá Blomberg. Blomberg EK 1044 er orkuspárandi og vönduð. Þegar við ákváðum að kaupa eldavél urðum við sammála um að vélin yrði að vera orkusparandi og stíl- hrein og þægileg í notkun. Við duttum niður á Blomberg EK 1044 blásturseldavélina og sáum strax að hún upp- fyllti allar óskir okkar. _ Húnermeð: • Stillanlega toppplötu svo hún passar við borðbrúnina • Barnalæsingu • Lausri hurð * • Höggheldri toppþlötu og hliðum • Blástursofni með mjög kröft- ugum blæstri, svo góður árangur næst í matseld • 4 hellum. 1 termostathellu og 3 hraðsuðuhellum. • Rafdrifinni kæliviftu sem heldur ofnhurðinni kaldri. Ef þig vantar eldavél í hæsta gæðaflokki, ódýra í rekstri og fallega í útliti, þá er Blomberg EK 1044 sú rétta. Og það er tveggja áita ábyrgð á Blomberg, taktu EINAR FARESTVEIT &, CO. HF. BERGSTAÐASTRÆTI I0A Slmi 16995

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.