Morgunblaðið - 01.11.1983, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 01.11.1983, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. NÓVEMBER 1983 21 • Félagar Péturs Péturssonar fagna honum eftir aö hann hefur skorað glæsilegt mark með liði sínu Antwerp. Pótur skoraði fyrsta mark Antwerp í 3—1 sigri liðsins í bikarkeppninni gegn Charleroi. Antwerp er þar með komið í 16 liða úrslitin. Mark af 20 metra löngu færi — Við vorum betra liðið á vellinum og áttum skilið að sigra í leiknum. Þessir bikar- leikir eru alltaf erfiðir og það getur allt gerst í þeim. Ander- lecht var til dæmist slegiö út. Liðíð tapaði 1—2 fyrir FC Briigge mjög óvænt, sagði Pét- ur Péturson er Mbl. spjallaði við hann í gær. En Antwerpen, lið Péturs Péturssonar, sigraöi Charleroi 3—1. Charleroi náöi forystunni i leiknum strax á 3. minútu og við jöfnuðum ekki fyrr en á 30. mín- útu. Ég fékk þá boltann vel fyrir utan vítateiginn, náöi mjög góöu skoti og skoraöi af í þaö minnsta 20 metra færi. Þetta var nokkuð gott mark. Viö færöumst svo allir í aukana og bættum tveimur viö. Lið Lárusar Guömundssonar, Waterschei, sigraöi Hasselt á úti- velli 2—0. CS Brúgge tapaði 0—3 fyrir Beveren. — ÞR. Ásgeir Sigurvinsson: „Þetta var slakt hja okkur“ — Mér fannst þetta slakt af okkar hálfu, þaö koma svona dagar þar sem ekkert gengur upp. Við vorum sérstaklega slakir í fyrri hálfleiknum. Vörnin var slöpp og okkur gengur illa aö skora, sagöi Ásgeir Sigurvinsson þegar hann var inntur álits á leik Stuttgart gegn OUsseldorf um helgina. — En þrátt fyrir þetta tap þá þurfum viö ekki aö örvænta. Viö erum eina liöiö í deildinni ásamt Hamborg sem hefur aöeins tapaö tveimur leikjum af þeim 12 sem spilaöir hafa verið. Liö Dusseldorf hefur leikiö vel t síöustu leikjum og þeir eru mjög erfiöir heim aö sækja. Þaö eru ekki mörg lið sem fara meö sigur gegn þeim á heima- velli þeirra. Þaö viröist allt ganga upp hjá þeim. Ásgeir sagöi aö mjög mikilvægt væri aö sigra í næsta leik sem væri gegn FC Núrnþerg á heimavelli. Þá væri hugsanlegt aö Svíinn Cornel- iusson yröi kominn í liöiö aftur eftlr meiösli og myndi hann styrkja þaö. — ÞR. k Þing skíðasambandsins: Hreggviður endurkjörinn ÞING skíðasambands fslands var haldiö á Húsavík, og var Hregg- viður Jónsson þar endurkjörinn formaöur sambandsins. Þingið tókst í alla staði mjög val og var Húsvíkingum til sóma. Fundað um ferðakostnað: Mikill hagnaöur af samningi við Flugleiöir Á FJÖLSÓTTUM fundi um ferðakostnað íþróttahreyfingarinnar, sem framkvæmdastjórn ÍSÍ efndi til á Loftleiöahóteli sl. laugardag, var upplýst, að meta mætti hagnað íþróttahreyfingarinnar af ferða- samningi ÍSÍ og Flugleiða til 5—6 milljóna króna, það sem af er þessu ári. Kom þetta fram í erindi Alfreös Þorsteinssonar, ritara fSÍ, en auk hans héldu framsöguerindi þeir Knútur Otterstedt, formaöur fþrótta- bandalags Akureyrar, og Pétur Sveinbjarnarson, formaöur Vals. Greindi Knútur frá mjög vaxandi feröakostnaöi utanbæjaraöila, sem væri margfaldur á viö feröakostnaö íþróttafélaga á höfuöborgarsvæö- inu. Sagöi hann m.a., aö nú væri svo komiö, aö íþróttafólk á Akureyri væri fariö aö feröast meö langferöabifreiöum aftur til aö ná ferða- kostnaöi niöur, en sá böggull fylgdi skammrifi, aö þaö orsakaði vinnu- tap hjá íþróttafólkinu. Pétur Sveinbjarnarson lagöi fram mjög athygl- isveröar tölur fram á fundinum um kostnað viö rekstur íþróttafélaga, og sagöi, aö rekstrartekjur næmu aðeins 30% af kostnaði og væri þó meötalin framlög opinberra aöila. Miklar umræöur uröu á fundinum um feröakostnaö íþróttahreyf- ingarinnar og tóku margir til máls. Kom fram áhugi á því aö halda annan fund, þar sem rætt yröi um fjármál íþróttahreyfingarinnar á breiöari grundvelli. __ pp_ „Það var talsvert rætt um fræöslumál á þinginu og menn voru ánægöir meö þaö sem gert hefur verið i þeim málum undan- farin ár,“ sagöi Hreggviöur Jóns- son í samtali viö Mbl. Hann sagöi aö lokiö heföi veriö niöurrööun móta og mótaskráin samþykkt. Skíöamótiö veröur á Akureyri og unglingameistaramót- iö á Siglufiröi. „Þaö sem kom helst nýtt fram á þinginu," sagöi Hreggviöur, „var þaö aö menn minntust á þann möguleika aö tala viö mennta- málaráöherra um hvort ekki væri hægt aö koma upp skíöabraut í fjölbrauta- eöa menntaskóla, og hafa menn Menntaskólann á Isa- firöi í huga í þessu sambandi. Skíöi yröú þá aöalgreinin á íþróttabraut- inni, og byggöist námiö bæöi á skíöaþjálfun og skíöakennslu. Þetta er til á hinum Norðurlöndun- um og gefur skíöafólki kost á því aö eyða meiri tíma í íþrótt stna en áöur.“ Fjórir nýjir voru kjörnir í stjórn SKÍ, þar af fyrsta konan sem setiö hefur í stjórn sambandsins. Hreggviöur er formaöur, sem fyrr segir, en auk hans eru í stjórninni: Hermann Sigtryggsson, Ottó Leifs- son, Ingólfur Jónsson, Guöný Ara- dóttir, Hans Kristjánsson, Trausti Rikharösson, Haukur Viktorsson og Ingvar Eiríksson. Ottó, Ingólfur, Guöný og Hans eru nýliöarnir. — SH. • Ingemar Stenmark, besti skíðamaður allra tíma, hefur miklar tekjur af íþrótt sinni. Nú er hugsanlegt að hann veröi útilokaöur frá þátttöku í Ólympíuleikunum í Sarajevo. Fær Stenmark að keppa í Sarajevo? AP. Stokkhótmi. EINS OG VIÐ skýrðum frá fyrir helgina þá eru nú miklar líkur á að Ingimar Stenmark fái ekki aö keppa á Ólympíuleikunum sem fram fara í Júgóslavíu á næsta ári. Haft var eftir Serge Lang, formanni heimsbikarkeppninnar, að Stenmark fengi ekki að taka þátt í ieikunum en nú hefur Marc Holder, formaöur Alþjóðaskíða- sambandsins, sagt aö ákvöröun um þetta verði tekin á fundi sam- bandsíns um næstu helgi og aö það sé ekki í verkahring Lang aö taka ákvarðanir um þessi mái. Ástæöan fyrir þessu er sú aö eftir leikana í Lake Placid fékk Stenmark svonefnt B-keppnisleyfi en þaö felur í sér aö hann má þiggja tekjur vegna auglýsinga. Siöan þetta geröist hefur Sten- mark flutt heimili sitt frá Svíþjóö til Monte Carlo vegna skattbyröar þeirrar sem er í Svíþjóö, en hann hefði þurft aö greiöa 90% af þess- um tekjum í skatta ef hann heföi búiö í Svíþjóö. Ef Stenmark leggur þessa peninga inná reikning hjá sænska skíöasambandinu núna, þá eru miklar líkur á aö hann fái aö keppa á ÓL, en þá þarf hann líka að greiöa skatta og ólíklegt er taliö aö hann hafi mikinn áhuga á því. Hvernig sem niðurstööur fund- arins um helgina veröa er vist aö ekki veröa allir ánægöir. Phil Mahre hefur neitaö aö taka greiöslur fyrir auglýsingar til þess aö mega keppa á ÓL, og því þykir mörgum aö þaö væri ósanngjarnt aö leyfa Stenmark aö keppa þrátt fyrir aö hann hafi keppt á B-keppnisleyfinu í þrjú ár.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.