Morgunblaðið - 01.11.1983, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 01.11.1983, Blaðsíða 30
38 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. NÓVEMBER 1983 t FANNEY INGIMUNDARDÓTTIR, Ásgaröi 23, Raykjavík, lósf aöfaranótt sunnudagslns 30. október. Vandamenn. t Eiginmaður minn, ALFREO STURLUSON, mélaramaistari, Hverfisgötu 99, lést 31. október í Landspitalanum. Steinunn Jónsdóttir. t • Móöir okkar og tengdamóöir, ODDNÝ ÞORSTEINSDÓTTIR fré Eyri vió Féskrúösfjörö, andaöist i Borgarspitalanum aö morgni 30. okt. Jarðarförin ákveðin síöar. „ Börn og tengdabörn. t Móöir okkar, tengdamóöir og amma, AOALBJORG RÓSA KJARTANSDÓTTIR, Hjaltabakka 12, Reykjavík, t andaöist i Landakotsspítala laugardaginn 29. október. Guölaug Kéradóttir, Björn ívarsson, Sígrún ívarsdóttir, Kjartan ívarsson, Sigríður Óskarsdóttir, Jónína ívarsdóttir, Höröur Jóhanneason, Herborg fvarsdóttir, Björn Gústafsson, Indriöi Ivarsson, Kristjana Steinþórsdóttir og barnabörn. t Systir mín, KRISTÍN ÓLAFSDÓTTIR STOKKE, fré Sogni í ölfusi, lést í sjúkrahúsi í Lillehammer, Noregi, föstudaginn 28. okt. sl. Bálför veröur í Hamar föstudaginn 4. nóv. F.h. ættingja, Sigrún Ólafsdóttir. t Utför • HAUKS BJÖRNSSONAR, Sólheimum 23, veröur gerö frá Fossvogskirkju, miðvikudaginn 2. nóvember kl. 15. Ingibjörg Guójónsdóttir Björnsson. t Móöir okkar og tengdamóöir, INGIBJÖRG DADADÓTTIR, Vallargerói 30, Kópavogi, veröur jarösungin frá Fossvogskapellu, fimmtudaginn 3. nóvember kl. 10.30. Börn og tengdabörn. t Útför eiginmanns míns, fööur okkar, tengdafööur og afa, BJÖRNS SVEINSSONAR, Brévallagötu 48, veröur gerö frá Dómkirkjunni, miövikudaginn 2. nóvember kl. 13.30. Ágústa Ingvarsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. t Utför FINNS ÞORSTEINSSONAR fré Ytri-Hrafnabjörgum, Höróudal, Heiðarvegi 24, Keflavik, fer fram frá Fossvogskirkju, miövikudaginn 2. nóvember kl. 13.30. Eiginkona, synir og sonarsonur. Minning: Jón Orn Jónas- son skipasmiður Fæddur 25. febrúar 1923 Dáinn 19. október 1983 „Dáinn, horfinn — Harmafregn. Hvílík orð mig dynur yfir. En ég veit að látinn lifir, það er huggun harmi gegn.“ (J. Hallgrímsson) Þessi orð skáldsins hafa mjög leitað á huga minn síðustu daga eftir að mér barst sú harmafregn að góður vinur og gamall skipsfé- lagi hafði svo skyndilega verið á braut kvaddur. Við slík þáttaskil er erfitt að sætta sig, — þær stað- reyndir, sem jafnan snerta okkur djúpt og þeim mun þyngra, þegar stutt var á milli samfunda, þar sem glettnir og góðir dagar voru rifjaðir upp og þar til helfregnin barst. „Jón á ellefu", eins og hann var jafnan kallaður, stóð á sextugu þegar hann skyndilega hné niður á heimili sínu í Sólheimum 10 hér í borg og var allur. Foreldrar hans voru hin mætu hjón Margrét Guð- mundsdóttir frá Miðfelli í Þing- vallasveit og Jónas H. Guð- mundsson, skipasmiður, ættaður úr Þingeyrarhreppi við Dýrafjörð. Jónas vann í fjölda ára í Skipa- smíðastöð Reykjavikur hjá Magn- úsi Guðmundssyni, skipasmíða- meistara, og var fyrsti skipasmið- urinn, sem útskrifaðist þaðan. Jón lærði þar einnig og var einn af síðustu skipasmiðunum er útskrif- uðust frá þeirri skipasmíðastöð. Það var um stuttan veg að fara frá Framnesvegi 11, þar sem fjöl- skyldan bjó og á vinnustað Jónas- ar í Skipasmíðastöðinni. Þegar á unga aldri byrjaði Jón að venja komur sínar þangað. Með árunum hóf hann þar störf, fyrst við ýmiss konar snúninga og síðar sem að- stoðarmaður. Og vissulega kom snemma í ljos hvert hugur hins unga pilts stefndi. það sýndi hann og í verki því um fermingu smíð- aði hann sinn fyrsta bát, sem var léttbátur með tilheyrandi segl- búnaði. Handbragð allt svo og lag bátsins sýndi hvað í honum bjó, að þarna færi mikill hagleiksmaður og góður smiður. Þegar hann hafði aldur til hóf hann nám í þessari iðn og lauk því árið 1944 eftir Iðnskólapróf og prófsmíði. Seinni hluta ársins 1945 réðst Jón til Landssmiðjunnar, sem þá var að hefja nýsmíðar á fiskiskip- um í nýrri skipamíðastöð, sem reist hafði verið á Gelgjutanga við Elliðaárvog. Stórmerkur áfangi í þessari iðngrein hérlendis, þar sem fjórir 66 lesta fiskibátar voru smíðaðir samtímis og innanhúss, sem ekki hafði þekkst til þessa. En hugur Jóns stefnir til fram- haldsnáms og hann siglir til Dan- merkur og innritast í tækniskóla í Kaupmannahöfn. Jafnframt vinn- ur hann á verkstæði, sem sérhæfði sig í smíði seglskúta og skemmti- t Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, RAGNA ÞYRÍ BJARNADÓTTIR, Brautarholti 20, veröur jarösungin frá Fossvogskirkju, miövikudaginn 2. nóvember kl. 10.30. Óskar Halldórsson, Hrönn Ásgeirsdóttir, Gunnar Andrésson, Jóna G. Ásgeirsdóttir, Helgi Mér Haraldsson, Siguröur Ásgeirsson, Halldóra Þórðardóttir. t Eiginkona mín, móöir, tengdamóöir, amma og langamma, MARGRÉT GUÐMUNDSDÓTTIR fré Hellatúni, veröur jarösungin frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 3. nóvember kl. 13.30. Jóhannes Pétursson, Vilborg Jóhannesdóttir, Benedikt Steingrfmsson, Steingrímur J. Benediktsson, Helga Benediktsdóttir, Margrét Benediktsdóttir og barnabarnabörn. t Útför eiginmanns míns, fööur, tengdafööur og afa okkar, MAGNÚSAR ÞORGEIRSSONAR, forstjóra, Barónsstfg 80, Reykjavík, fer fram frá Dómkirkjunni, fimmtudaginn 3. nóvember kl. 13.30. Þeim, sem vlldu minnast hans, er bent á liknarstofnanir. Ingibjörg Kaldal, Leifur Magnússon, Oddrún Kristjénsdóttir, Kristmann Magnússon, Hjördfs Magnúsdóttir og barnabörn. Vegna jaröarfarar RUNÓLFS PÉTURSSONAR er lokað kl. 1 3 í dag. skorri hf., Skipholti 35 og Laugavegi 180. Lokað eftir hádegi í dag vegna jarðarfarar RUNÓLFS PÉTURSSONAR. Björn Kristjánsson heildverslun, Grensásvegi 8. báta, en sá þáttur inðgreinarinnar hafði ávallt heillað Jón og fylgdist hann ávallt vel með hvað var að gerast á þeim vettvangi. Á þessum árum slóst hann í hóp íslenskra félaga er sóttu mót norrænna skipasmiða, sem haldið var i Gautaborg. Eins og gefur að skilja bar margt nýtt og nytsamlegt fyrir augu þar sem margar skipa- smíðastöðvar voru heimsóttar, en á þessum árum var einmitt verið að smiða hina svokölluðu Svíþjóð- arbáta. Um stuttan tíma vann Jón í sænskri skipasmíðastöð, en hvarf að því loknu aftur að námi og starfi í Kaupmannahöfn. Mað- ur skyldi ætla að eftir alla þá haldgóðu þekkingu, sem Jón hafði aflað sér, að hann hefði þá þegar haslað sér völl í iðngrein sinni hér heima. Það var þó ekki. Hann ger- ist farmaður og ræðst sem timb- urmaður á gamla Brúarfoss og þegar Gullfoss byrjar siglingar vorið 1950 er hann timburmaður þar um borð og þar hefst samstarf okkar og vináttubönd treyst. „En er nokkuð yndislegra — leit auga þitt nokkuð fegra en vorkvöld í Vesturbænum". Þetta brot úr kvæði borgar- skáldsins var oft á vörum vinar míns og ekki að undra, svo tengd- ur sem hann var í reynd Vestur- bænum, bæði í starfi og leik. Fæddur á Stýrimannastígnum og uppalinn á Framnesvegi 11, en þaðan er einmitt upprunnið það viðurnefni sem fylgdi honum alla tíð og hann var hreykinn af. Sem sönnum Vesturbæingi sæmdi gekk Jón á ellefu ungur í raðir KR og hóf feril sinn í 4. flokki. Knatt- spyrnan var hans yndi alla tíð og margar smellnar sögur hafði hann á hraðbergi er þessi ár bar á góma. Árið 1939 var 2. flokkur KR afar sterkur og samheldinn hópur. Það ár fór sá flokkur í keppnisferð til Færeyja og er það sennilega í fyrsta skipti, sem unglingaflokkur fór í keppnisferð út fyrir land- steinana. Árið 1941 er Jón orðinn fastur leikmaður í meistaraflokki KR og er það næstu árin. Hann byrjaði feril sinn sem meistara- flokksmaður með mikium glæsi- brag en það ár varð KR íslands- meistari og síðan falla fleiri titlar i skaut þessa vaska liðs, bæði á Reykjavíkurmótum og eins í Walt- erskeppninni, sem var haustmót félaganna hér í borg. En hápunkt- urinn á knattspyrnuferli Jóns var sumarið 1946, þegar hann er val- inn í fyrsta landslið Islands, sem lék þá gegn Dönum á Melavellin- um. Hann var eini KR-ingurinn í þessu liði og því sá fyrsti þeirra sem hlotnaðist hinn mikli heiður að klæðast landsliðsbúningnum. Sama ár var hann valinn í úr- valslið Reykjavíkurfélaganna, sem boðið var í keppnisferð til Eng- lands og var leikið gegn fræknum liðum þar í landi. Knattmeðferð hans var rómuð. það var ekki að- eins á knattspyrnuvellinum sem hann lét til sín taka. Hann tók einnig virkan þátt í sjálfu félags- starfinu og starfið í knattspyrnu- nefnd KR. Þá sinnti hann störfum þjálfara fyrir yngri flokka KR um skeið. Það var einstaklega samvalinn — og samstilltur — hópur sem valdist til starfa um borð í Gull- fossi og vissulega er margs að minnast frá þeim árum. Velferð- arráð danskra sjómanna og Sjó- mannaklúbburinn í Kaupmanna- höfn höfðu þá nýlega skipulagt knattspyrnukeppni á milli áhafna þeirra skipa, sem höfðu fastar áætlunarferðir til Kaupmanna- hafnar. Síðar var þessi keppni vfð- tækari og frjálsar íþróttir voru einnig teknar á dagskrá. Það kom í hlut okkar Jóns á ellefu að stofna knattspyrnulið um borð í Gullfossi og annast allan undirbúning fyrir Krossar á leiöi Framleiöi krossa á leiöi. Mismunandi geröir. Uppl. í síma 73513.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.