Morgunblaðið - 01.11.1983, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 01.11.1983, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. NÓVEMBER 1983 31 Skoðanakannanir í Bandaríkjunum: Meirihluti hlynntur aðgerðum forsetans New York, 30. október. AP. ÚRSLIT þriggja skoðanakannana í Bandaríkjunum benda til þess að stefna Ronalds Reagan Banda- ríkjaforseta í Líbanon og Grenada eigi stuðning meirihluta Banda- rfkjamanna. Það voru vikuritið Newsweek, dagblaðið New York Times og sjónvarpsstöðin CBS og dagblaðið Washington Post í sam- vinnu við sjónvarpsstöðina ABC sem gengust fyrir viðamiklum könnunum með miklu úrtaki. Könnunin í Newsweek gaf til kynna, að 49 prósent væru hlynnt hlutverki bandaríska hersins í Líbanon og 51 prósent væri fylgjandi hernaðaríhlutun- inni í Grenada. Hins vegar voru aðeins 48 prósent aðspurðra ánægð með störf forsetans í heild. 47 prósent lýstu skoðun sinni að Reagan væri heldur fljótfær að grípa til hernaðar- máttar Bandaríkjanna til að leysa utanríkisvandamál, 43 pró- sent voru hins vegar ánægð með þá tilhneigingu forsetans. Um dvöl bandarískra hermanna í Líbanon voru tölur í svipuðum dúr, en athyglisvert að talsverð- ar breytingar höfðu orðið á töl- unum á þeim tveimur mánuðum sem liðnir eru síðan könnun var síðast gerð. 48 prósent voru nú fylgjandi miðað við 41 prósent áður. Ekki fylgjandi voru nú 42 prósent miðað við 52 prósent áð- ur. Niðurstöður hinna kannan- anna tveggja bentu til hins sama. unofbrm Eldhúsinnréttingar Dönsk hágæöavara Einfaldleikinn er eilífur Gæöin í fyrirrúmi. Höfum innanhúsarkitekt á staönum, yöur aö kostnaöarlausu Lítið við — sýningarsalur Skeifunni 19 Timburverslunin Völundur Klapparstíg 1 sími 18430 — Skeifunni 19 sími 85244 TOYOTA-VARAHLUTAUMBOÐIÐ ÁRMÚLA 23 — SIMI 81733 Geröu þaö sjálfur BJORNINN HF Skúlatúni 4 - Simi 2SI50 - Reykjavík

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.