Morgunblaðið - 11.11.1983, Blaðsíða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. NÓVEMBER 1983
Peninga-
markaöurinn
GENGISSKRÁNING
NR. 212 — 10. NÓVEMBER
1983
Kr. Kr. Toll-
Kin. Kl. 09.15 Kaup Sala gengi
1 Dollar 28,020 28,100 27,940
1 St.pund 41,517 41,736 41,707
1 Kan. dollar 22,687 22,752 22,673
1 Donsk kr. 2,9199 2,9282 2,9573
1 Norskkr. 3,7772 3,7880 3,7927
1 Saensk kr. 3,5572 3,5673 3,5821
1 Ki. mark 4,9046 4,9186 4,9390
1 Fr. franki 3,4595 3,4693 3,5037
1 Belg. franki 0,5178 0,5193 0,5245
1 Sv. franki 12,9782 13,0153 13,1513
1 lloll. gyllini 9,4017 9,4286 9,5175
1 V-þ. mark 10,5340 10,5641 10,6825
1 ít. líra 0,01736 0,01741 0,01754
1 Austurr. sch. 1,4964 1,5007 14189
1 Port. escudo 0,2211 0,2217 0,2240
1 Sp. peseti 0,1821 0,1826 0,1840
1 Jap. yen 0,11939 0,11973 0,11998
1 Irskt pund 32,765 32,859 33,183
SDK. (Sérst
dráttarr.) 09/11 29,5820 29,6662
1 Belg. franki 0,5133 0,5148
4- V
Vextir: (ársvextir)
Frá og með 21. október 1983
INNLÁNSVEXTIR:
1. Sparisjóösbækur................32,0%
2. Sparisjóðsreikningar, 3 mán.1)..34,0%
3. Sparisjóðsreikningar, 12. mán. 1*... 36,0%
4. Verðtryggðir 3 mán. reikningar. 0,0%
5. Verðtryggðir 6 mán. reikningar.. 1,0%
6. Avisana- og hlaupareikningar.... 19,0%
7. Innlendir gjaldeyrisreikningar:
a. innstæöur í dollurum....... 7,0%
b. innstæöur í sterlingspundum. 6,0%
c. innstæður í v-þýzkum mörkum... 4,0%
d. innstæöur i dönskum krónum.... 7,0%
1) Vextir færðir tvisvar á ári.
ÚTLÁNSVEXTIR:
HÁMARKSVEXTIR
(Veröbótaþáttur í sviga)
1. Víxlar, forvextir... (274%) 304%
2. Hlaupareikningar ... (28,0%) 304%
3. Afurðalán, endurseljanleg (254%) 29,0%
4. Skuldabréf ......... (334%) 37,0%
5. Vísitölubundin skuldabréf:
a. Lánstimi minnst 6 mán. 2,0%
b. Lánstími minnst 2 'h ár 24%
c. Lánstími minnst 5 ár 3,0%
6. Vanskilavextir á mán...........4,75%
Lífeyrissjóðslán:
Lifeyrissjóður starfamanna rfklalns:
Lánsupphæö er nú 260 þúsund ný-
krónur og er lániö vísitölubundiö meö
lánskjaravisitölu, en ársvextir eru 2%.
Lánstími er allt aö 25 ár, en getur veriö
skemmri, óski lántakandi þess, og eins
ef eign sú, sem veö er í er lítilfjörleg, þá
getur sjóöurinn stytt lánstímann.
Lífeyriasjóöur verzlunarmanna:
Lánsupphaéö er nú eftir 3ja ára aðlld aö
lifeyrissjóönum 120.000 nýkrónur, en
fyrir hvern ársfjóröung umfram 3 ár
bætast viö lániö 10.000 nýkrónur, unz
sjóðsfélagi hefur náö 5 ára aöild aö
sjóönum. Á tímabilinu frá 5 tll 10 ára
sjóösaöild bætast viö höfuöstól leyfl-
legrar lánsupphæöar 5.000 nýkrónur á
hverjum ársfjóröungl, en eftir 10 ára
sjóösaöild er lánsupphæöin oröin
300.000 nýkrónur. Eftlr 10 ára aðlld
bætast viö 2.500 nýkrónur fyrlr hvern
ársfjóröung sem líöur. Því er í raun ekk-
ert hámarkslán í sjóönum.
Höfuöstóll lánsins er tryggöur meö
byggingavísitölu, en lánsupphæöin ber
2% ársvexti. Lánstíminn er 10 til 32 ár
aö vali lántakanda.
Lánskjaravisitala fyrir október 1983
er 797 stig og er þá mlöaö viö vísltöluna
100 1. júní 1979.
Byggingavlsitala fyrir október—des-
ember er 149 stig og er þá miöaö viö
100 í desember 1982.
Handhafaskuldabréf í fasteigna-
viöskiptum. Algengustu ársvextir eru nú
18—20%.
Útvarp kl. 23.15
Kvöldgestir
Jónas Jónasson heitir útvarps-
maöur sem flestir ættu að kannast
við. í kvöld verður Jónas á ferðinni í
útvarpinu klukkan 23.15 með þátt
sinn „Kvöldgesti“.
Jónas hefur í gegnum tíðina
fengið marga góða kvöldgesti, oft
landsfræga menn, sem gaman er
að hlusta á. í kvöld verða gestir
Jónasar Gerður Hjörleifsdóttir,
verslunarstjóri, og Guðmundur
Arason, sem í eina tíð var boxari
en er nú járnsmíðameistari.
„Kvöldgestir" verða í útvarpssal
þar til klukkuna vantar tíu mínút-
ur í eitt (eftir miðnætti).
Jónas Jónasson verður gestgjafi
Guðmundar Arasonar og Gerðar
Hjörleifsdóttur í útvarpssal kl. 23.15
í kvöld.
Sjónvarp kl. 22.25
Davíð
mynd um gyð-
ingaofsóknir
í Þýskalandi
BÍÓMYND sjónvarpsins í kvöld
fjallar um gyðingadreng að nafni
Davíð. Jóhanna bráinsdóttir þýð-
andi segir um efni myndarinnar:
„Davíð býr ásamt fjölskyldu sinni í
borginni Ligniz. Hann fær ekki leyfi
til að ganga þar í skóla lengur og flýr
hann ásamt fjölskyldu sinni til Berl-
ínar. Sagan gerist að mestu leyti í
Berlín.
Myndin er í senn raunsæ og
spennandi. Hún rekur gyðingaof-
sóknir í Þýskalandi fyrir stríð og
eftir. Kristalnóttin, þ.e. þegar gyð-
ingaofsóknir náðu sem hæst, kem-
ur fram í myndinni.
Myndin lýsir vel hvernig gyð-
ingar brugðust við atburðum
þessa tímabils. Davíð er til dæmis
sonur rabbína og það sést vel
hvernig trúin kom í veg fyrir að
þeir reyndu að bjarga sér í tíma.
Þeir trúðu því meðal annars að
þeir væru að gjalda fyrir drýgðar
syndir.“
Adólf Hitler sem stjórnaði og skipu-
lagði gyðingaofsóknirnar í Þýska-
landi.
Með aðalhlutverk í myndinni
fara Walter Taub, sem leikur
Davíð, Irena Urkljan, Eva Mattes
og Mario Fischel, sem leikur
Davíð sem barn. *
Myndin er á dagskrá sjónvarps-
ins klukkan 22.25 og henni lýkur,
er rúmur hálftími er liðinn af
laugardeginum, þ.e. klukkan 00.35.
Deng Xiao Ping. I Kastljósi í kvöid verður m.a. rætt um hreinsanir í
kommúnistaflokki Kínverja. Kastljós er á dagskrá kl. 21.20.
Sjónvarp kl. 21.20
Kastljós
Er verðlagningarkerfi búvara orðið úrelt?
í innlenda hluta Kastljóss í
kvöld, sem er í umsjá Helga E.
Helgasonar, verður fjallað um
hvort verðmyndunarkerfi búvara
sé orðið úrelt.
Að sögn Einars Sigurðssonar
ræðir Helgi við fulltrúa neyt-
endasamtakanna, fulltrúa Al-
þýðusambands íslands og fleiri.
í lok innlenda hlutans skiptast
Ingi Tryggvason og Jón Magn-
ússon frá Neytendasamtökunum
á skoðunum um áðurgreint mál-
efni.
f erlenda hlutanum sagðist
Einar Sigurðsson ætla að fjalla
um Yassir Arafat og framtíð-
armöguleika hans sem leiðtoga
Palestínuaraba. „Arafat hrakt-
ist til Líbanon," segir Einar. „Og
ef hann hrekst aftur þaðan er
óvíst hver framtíð hans verður.
Ég mun einnig ræða um hreins-
anir í kommúnistaflokknum í
Kína. í flokknum er nú tekist á
um stjórnmálastefnu og stefnu í
efnahagsmálum. Upphaflega
áttu hreinsanirnar að beinast að
þeim sem voru svona „ultra-
vinstri" en nú virðist sem spjót-
unum sé aðallega beint að þeim
sem tóku stefnu til Deng Xiao
Ping.“
Kastljós verður á dagskrá
sjónvarpsins kl. 21.20 og er þátt-
urinn klukkustundar langur.
Utvarp Reykjavík
FÖSTUDIkGUR
11. nóvember
MORGUNNINN______________________
7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn.
Á virkum degi. 7.25 Leikfimi.
7.55 Daglegt mál. Endurt. þátt-
ur Erlings Siguðarsonar frá
kvöldinu áður.
8.00 Fréttir. Dagskrá. 8.15 Veður-
fregnir. Morgunorð: — Birna
Friðriksdóttir talar.
9.00 Fréttir.
9.05 Morgunstund barnanna:
„Leitin að vagnhjóli“ eftir
Meindert DeJong. Guðrún
Jónsdóttir les þýðingu sína (31).
9.20 Leikfimi. 9.30 Tilkynningar.
Tónleikar. 9.45 Þingfréttir.
10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir.
Forustugr. dagbl. (útdr.).
10.35 „Það er svo margt að minn-
ast á“. Torfi Jónsson sér um
þáttinn.
11.05 Dægradvöl. Þáttur um frí-
stundir og tómstundastörf í um-
sjá Anders Hansen.
11.35 íslenskir tónlistarmenn
syngja og leika létt lög.
12.00 Dagskrá. Tónleikar. Til-
kynningar.
12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir.
Tilkynningar. Tónleikar.
14.00 Á bókamarkaðinum. Andrés
Björnsson sér um lestur úr nýj-
um bókum. Kynnir: Dóra Ingva-
dóttir.
SÍDDEGIÐ_______________________
14.30 Miðdegistónleikar. Josef
Suk og Kammersveitin í Prag
leika tvo þætti úr Fiðlukonsert
nr. 3 í G-dúr eftir Wolfgang
Amadeus Mozart.
14.45 Nýtt undir nálinni. Hildur
Eiríksdóttir kynnir nýútkomnar
hljómplötur.
15.30 Tilkynningar. Tónleikar.
16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veð-
urfregnir.
16.20 Síðdegistónleikar. Vladimir
Ashkenazy og Concertgebouw-
hljómsveitin í Amsterdam leika
Píanókonsert nr. 1 í d-moll eftir
Johannes Brahms; Bernard
Haitink stj.
17.10 Síðdegisvakan.
18.00 Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar.
19.50 Við stokkinn. Stjórnendur:
Guðlaug María Bjarnadóttir og
Margrét Ólafsdóttir.
KVÓLDID__________________________
20.00 Lög unga fólksins. Þóra
Björg Thoroddsen kynnir.
20.40 Kvöldvaka.
a. Vísnaspjöll. Skúli Ben flytur
kveðskaparmál.
b. „Bruni“, smásaga eftir Ólaf
Jóhann Sigurðsson. María Sig-
urðardóttir les. Umsjón: Helga
Ágústsdóttir.
21.10 Kórsöngur. Don kósakka-
kórinn syngur rússnesk þjóðlög;
Sergej Jaroff stj.
21.40 Norðanfari. Þættir úr sögu
Akureyrar. Umsjón: Óðinn
Jónsson (RÚVAK).
22.15 Veðurfregnir. Fréttir.
Dagskrá morgundagsins. Orð
kvöldsins.
22.35 Djassþáttur. Umsjónarmað-
ur: Gerard Chinotti. Kynnir:
Jórunn Tómasdóttir.
23.15 Kvöldgestir. Þáttur Jónasar
Jónassonar.
00.50 Fréttir. 01.00 Veðurfregnir.
01.10 Á næturvaktinni — Ólafur
Þórðarson.
03.00 Dagskrárlok.
FÖSTUDAGUR
11. nóvember
19.45 Fréttaágrip á táknmáli.
20.00 Fréttir og veður.
20.30 Auglýsingar og dagskrá.
20.40 Á döfinni.
Umsjónarmaður Karl Sig-
tryggsson.
Kynnir Birna Hrólfsdóttir.
20.55 Stóri boli.
Bresk dýralífsmynd tekin í
Kenya um Afríkuvísundinn sem
veiðimenn telja mesta viðsjáls-
gr'P-
Þýðandi og þulur Gylfi Pálsson.
21.20 Kastljós.
Umsjónarmenn Einar Sigurðs-
son og Helgi E. Helgason.
22.25, Davíð.
Þýsk bíómynd frá 1979.
Leikstjóri Peter Lilienthal. Að-
alhlutverk: Walter Taub, Irena
Urkljan, Eva Mattes, Mario
Fischel.
Davíð er saga gyðingadrengs og
fjölskyldu hans í Þýskalandi á
vaidatímum nasista. Myndin
lýsir vel hvernig gyðingar
brugðust við atburðum þessa
tímabils og ofsóknum á hendur
þeim.
Þýðandi Jóhanna Þráinsdóttir.